Húnavaka - 01.05.1994, Page 269
HUNAVAKA
267
því kom, vegna almennra óska
aðildarfélaganna, að þetta á-
kvæði var fellt niður og eftir það
gátu félögin notað fé sitt óskert
til að styrkja heimabyggðina.
Þau hafa því í ríkari mæli getað
snúið sér að fræðslu um heil-
brigðari lífshætti, stuðlað að
tækjakaupum við heilsugæslu-
stöðvar eða sjúkrahús í um-
dæminu svo og reynt að veita
þeim stuðning sem veikst hafa
af þessum illræmda sjúkdómi.
A árinu hafa tvær beiðnir
borist um fjárstuðning og hefur
verið hægt að sinna þeim báð-
um, samtals að upphæð 110.000
krónur.
Félagið gekkst fyrir fræðslu
um skaðsemi reykinga og
fengnir voru tveir erindrekar
frá Fræðslumiðstöðinni um
fikniefnavarnir og fluttu þeir er-
indi í efstu bekkjum grunnskól-
anna á Blönduósi, Húnavöllum
og Skagaströnd. I undirbúningi
er að halda fundi með foreldr-
um barna sem reykja svo þeir
geti veitt börnum sínum stuðn-
ing við að hætta reykingum.
A áætlun er að félagið beiti
sér fyrir því að kaupa nýtt altar-
isklæði í kapellu Héraðssjúkra-
hússins og einnig að stuðla að
því að keypt verði nýtt sónar-
tæki.
Núverandi stjórn skipa: Sigur-
steinn Guðmundsson formað-
ur, Anna Gunnarsdóttir ritari,
Hulda Birna Frímannsdóttir
gjaldkeri, Kristine Húnfjörð og
Brigitta Vilhelmsdóttir með-
stjórnendur.
Sigursteinn Guðmundsson.
FRÁ LEIKFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Aðalverkefni Leikfélags
Blönduóss árið 1993 var leikrit-
ið Indíánaleikur eftir René de
Obaldia, sem frumsýnt var 10.
apríl. Leikstjóri var Sigurður
Hallmarsson frá Húsavík. Við
uppsetningu störfuðu 26 félag-
ar.
Síðasta sýning á Indíánaleik
var 29. apríl. Ollum ágóða af
þeirri sýningu var varið til að
styrkja góðan liðsmann leikfé-
lagsins, Val Snorrason, sem ný-
verið hafði farið í hjarta-
ígræðslu á sjúkrahúsi í Svíþjóð.
Það var okkur mikil ánægja að
geta rétt þeim hjónum, Kristínu
og Val, hjálparhönd. Leikfélag-
ið stóð ekki eitt að þessari sýn-
ingu, því til liðs við okkur gengu
Kvenfélagið Vaka, sem sá um
veitingar í hléinu, einnig Lions-
klúbbur Blönduóss og Ung-
mennafélagið Hvöt á Blöndu-
ósi.
I ágústmánuði fóru fram á
Blönduósi og í Húnaveri, tökur
á kvikmyndinni Skýjahöllinni í
leikstjórn Þorsteins Jónssonar.