Húnavaka - 01.05.1994, Page 296
294
HUNAVAKA
stjórnum. Þeim skyldu kynntar
ákvarðanir stjórnvalda um sér-
stakt átak í sameiningu sveitar-
félaga og hlutverk umdæma-
nefnda í því sambandi. Einnig
skyldi sérstaklega óskað eftir því
að viðkomandi sveitarstjórnir
lýstu hugmyndum sínum um
mögulegar leiðir til sameining-
ar við nágrannasveitarfélög.
Alls voru haldnir 28 fundir
um sameiningu sveitarfélaga
með fulltrúum hinna 30 sveitar-
stjórna í kjördæminu. A þessa
fundi mættu 140 sveitarstjórnar-
menn auk starfsmanna sveitar-
félaga.
Þann 20. ágúst lagði um-
dæmisnefnd fram tillögur sínar
um sameiningu sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra. Tillögur
nefndarinnar um breytingu á
mörkum sveitarfélaga innan
kjördæmisins sent kjósa skyldi
um þann 20. nóvember voru
eftirfarandi:
1. Lagt var til að í Vestur-
Húnavatnssýslu verði eitt
sveitarfélag.
Kosið skyldi um samein-
ingu Staðarhrepps,
Fremri-Torfustaöahrepps,
Ytri-Torfustaðahrepps,
Hvammstangahrepps,
Kirkjuhvammshrepps,
Þverárhrepps og
Þorkelshólshrepps.
2. Lagt var til að í Austur-
Húnavatnssýslu verði tvö
sveitarfélög.
Kosið skyldi um samein-
ingu Skagahrepps, Höfða-
hrepps og Vindhælishrepps
annars vegar og um sam-
einingu Ashrepps, Sveins-
staðahrepps, Torfalækjar-
hrepps, Blönduóss, Svína-
vatnshrepps, Bólstaðahlíð-
arhrepps og Engihlíðar-
hrepps hins vegar.
3. Lagt var til að í Skagafjarð-
arsýslu verði eitt sveitar-
félag.
Kosið skyldi um samein-
ingu Skefilsstaðahrepps,
Skarðshrepps, Sauðárkróks,
Staðarhrepps, Seyluhrepps,
Lýtingsstaðahrepps, Akra-
hrepps, Rípurhrepps, Við-
víkurhrepps, Hólahrepps,
Hofshrepps og Fljóta-
hrepps.
4. Ekki var gerð tillaga um að
Siglufjörður sameinaðist
öðrum sveitarfélögum.
Umdæmisnefnd stóð fýrir
fundum með sveitarstjórnum
þeirra sveitarfélaga sem lagt var
til að sameinuðust, einnig
komu oddvitar þeirra saman til
fundar um meðferð einstakra
ntála ef af sameiningu yrði. Þá
stóð nefndin að útgáfu kynning-
arbæklings um sameiningarmál