Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
Malín Brand
Kjaraviðræðurnar eru komnar í slíka
sjálfheldu að reyndustu menn á
vinnumarkaði muna ekki annað eins.
Aðeins eru tveir virkir vinnudagar
þar til fjölmenn verkföll skella á að
óbreyttu um miðja næstu viku.
Þrátt fyrir að sáttatilraunir hafi
reynst árangurslausar reyna for-
ystumenn viðsemjenda að halda
þræðinum með óformlegum sam-
tölum þessa dagana en eftir því sem
næst verður komist hafa þau ekki
skilað neinu. Frá sjónarhóli SA bætir
ekki úr skák í glímunni við þetta
flókna viðfangsefni að hver höndin
hefur verið upp á móti annarri í kaup-
kröfum innan raða ASÍ.
Þær viðræður sem hafa þó átt sér
stað á umliðnum mánuðum hafa nær
eingöngu snúist um sérmál einstakra
félaga og hópa, um starfsmenntamál
og nú síðast um umdeilt tilboð Sam-
taka atvinnulífsins um breytingar á
vinnutímaákvæðum og hækkanir
launa gegn þeim breytingum. Lands-
sambönd og félög innan ASÍ eru
aftur á móti á einu máli um að ekki
komi til greina að afgreiða þær sem
hluta af kjarasamningum núna.
Þó að liðnir séu tæpir þrír mánuðir
frá því að kjarasamningar á almenna
vinnumarkaðinum runnu út hefur
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins enn engin umræða farið fram svo
heitið getur um sjálfan launalið
væntanlegra kjarasamninga.
Flókin kerfisbreyting
Miðstjórn ASÍ fór ítarlega yfir
stöðu kjaradeilnanna á fundi á mið-
vikudag og voru verkalýðsforingjar á
einu máli um að tillaga SA um vinnu-
tímabreytingar fæli í sér svo flókna
kerfisbreytingu að engin leið væri að
ætla að afgreiða hana í þessari samn-
ingalotu. Í ljós hefði komið að ein-
stakir hópar gætu hreinlega tapað
launum á innleiðingu hennar og voru
hópferðabílstjórar nefndir sem dæmi
um slíkt. Í yfirlýsingu SA þar sem til-
lögunni er lýst í smáatriðum er þó
tekið fram að í henni sé einnig ákvæði
sem tryggi að enginn lækki í launum
af völdum þessara breytinga „og
væru a.m.k. tryggðar þær lágmarks-
hækkanir sem í samningnum fælist
að öðru leyti“.
Athygli vekur að þrátt fyrir harða
gagnrýni á þetta tilboð SA hafa ASÍ-
félögin ekki hafnað hugmyndinni ef
sett yrði af stað skipulögð vinna um
hana næstu mánuði. „Ég held að það
sé vilji allra aðildarsamtaka Alþýðu-
sambandsins að nálgast það þannig.
Menn sjá í þessu ákveðin tækifæri,“
segir viðmælandi í verkalýðshreyf-
ingunni en bætir við að menn verði þá
að hafa skýrari upplýsingar um
hverju breytingarnar eigi að skila og
eins verði að tryggja að allir launa-
menn njóti ávinnings af þeim.
Í bókun sem Flóafélögin og versl-
unarmenn lögðu fram um nýja nálg-
un varðandi vinnutímaákvæði samn-
inga, sem SA hafnaði nær samstundis
að sögn forsvarsmanna félaganna, er
lagt til að unnið verði áfram að slíkum
hugmyndum í vinnuhópum, sam-
kvæmt viðræðuáætlun fram á næsta
ár, sem yrði svo unnt að undirrita í
apríl 2016.
Stirðari samskipti
Farið er að bera á hvassari gagn-
rýni innan verkalýðshreyfingarinnar
á framgöngu SA í kjaraviðræðunum.
Er sagður vera annar bragur á þess-
um samskiptum en var t.d. fyrir
samningagerðina 2011 og er upplegg
SA í viðræðunum sagt vera óvenju-
legt. Atvinnurekendur vilji byrja á að
afgreiða vinnutímamálin og því næst
semja um starfsmenntamálin. Að því
búnu verði gengið úr skugga um hvað
stjórnvöld séu tilbúin að reiða fram til
að leysa úr yfirstandandi vinnu-
deilum. Loks þegar það liggi fyrir
geti SA gengið til samninga um
launahækkanir til að klára samn-
ingana.
Að mati forystumanna innan
verkalýðshreyfingarinnar getur
þetta aldrei gengið svona eftir.
Stjórnvöld hafi aldrei sýnt á spilin
hvað þau séu reiðubúin að leggja inn í
kjarasamninga fyrr en ljóst sé orðið í
öllum aðalatriðum hvað viðsemj-
endur á vinnumarkaði hafi náð sam-
komulagi um. Ef ríkisstjórnin spilaði
einhverju út á þessari stundu yrði
einfaldlega litið á það sem einhvers
konar forgjöf og einstök félög og hóp-
ar myndu því næst reyna að ná sem
mestu fram í samningum við atvinnu-
rekendur, því að framlag stjórnvalda
væri þá þegar í hendi.
Sú spurning kemur æ oftar upp
hvort Ríkissáttasemjari gæti höggvið
á hnútana með innanhússtillögu eða
jafnvel miðlunartillögu til lausnar
vinnudeilunum, sem myndi fresta
verkföllum. Þó að sáttasemjari hafi
heimild til þess tæknilega séð væri
það nýlunda ef hann gripi til þess
ráðs í ágreiningi milli aðila. Miðl-
unartillaga er ekki sett fram nema
allar aðrar leiðir hafi verið reyndar til
þrautar og þá aðeins í samráði við
viðsemjendur. Leggi sáttasemjari
slíka tillögu fram í ósatt við annan
hvorn deilenda myndi sá hinn sami
væntanlega leggja til við sína fé-
lagsmenn að hún yrði felld í atkvæða-
greiðslu. Sú leið er því ekki heldur
talin fær svo að losa megi tapp-
ann sem allt stíflar í dag.
Finna enga leið úr sjálfheldunni
Nær ekkert farið að ræða um launalið samninga Tveir virkir dagar þar til næstu verkföll skella á
ASÍ-félög hafna vinnutímatillögu SA í þessari lotu en eru tilbúin að skoða hana til lengri tíma
Morgunblaðið/Kristinn
Kjaradeilur Lítið hefur miðað á sáttafundum. Í gær funduðu m.a. SGS og SA og hjúkrunarfræðingar og ríkið. Í dag koma iðnaðarmenn til fundar við SA.
Í vinnutímatillögu SA eru settar fram hugmyndir um vinnutíma sem yrði
miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neyslu-
hléum (kaffitímum). Tillaga SA var sú að ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á
dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um
40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku.
Tillögunni fylgdi ákveðin deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna
út tímakaup, sem ætti skv. upplýsingum SA að hækka um 8,3%. Á móti yrði
greitt fyrir færri tíma, þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt.
Lagt er til að talning yfirvinnustunda miðist við mánaðarlegt uppgjör.
Yfirvinnuálag yrði tvískipt. Fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5
stundir á viku) yrði 40% á tímakaup miðað við ákveðna deilitölu og eftir
það 51,7% miðað við aðra deilitölu. Núverandi yfirvinnuálag yrði óbreytt,
eða 1,0385% af mánaðarlaunum, fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.
Ennfremur lagði SA til sveigjanlegra dagvinnutímabil frá kl. 06-19. Gegn
þessum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum segj-
ast SA hafa boðið 9% hækkun grunnlauna og til viðbótar að persónubund-
in regluleg heildarmánaðarlaun undir 500 þús. hækki um 7%.
Breytt kaffihlé og 37 stunda vika
VINNUTÍMATILLAGA SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar hefur selst 61 af 70 nýjum íbúðum á svo-
nefndum Friggjarreit í Garðabæ, en meirihluti
þeirra verður afhentur sumarið 2016. Sala á nýj-
um íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu
gengur víðar vel og má nefna að seldar eru 65 af
68 lúxusíbúðum á Mýrargötu í Reykjavík og 50
af 77 íbúðum í tveimur turnum í Skuggahverf-
inu, líklega dýrasta íbúðarhverfi landsins þessa
dagana. Turnarnir eru í byggingu en Mýrar-
götuhúsið var afhent í fyrrahaust.
Framkvæmdar- og ráðgjafarfyrirtækið
Mannverk byggir íbúðirnar í Lyngási í Garða-
bæ og segir Hjalti Gylfason framkvæmdastjóri
að eftirspurnin sé ekki síst tilkomin af því að
Mannverk hafi ákveðið að minnka íbúðirnar.
Sú breyting hafi verið gerð í samvinnu við
skipulagsyfirvöld í Garðabæ og markmiðið verið
að búa til valkost fyrir ungt fjölskyldufólk.
Lyngási breytt í íbúðarsvæði
Verkefnið er fyrsta skrefið í að breyta Lyng-
ásnum úr atvinnusvæði í íbúðarsvæði, en gert er
ráð fyrir að öllum lóðum í nágrenninu verði
breytt í íbúðarlóðir á næstu árum.
„Verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar í
Garðabæ þar sem byggðar eru mjög litlar íbúðir
miðað við fjölda herbergja til að lækka verðið.
Það gerir það að verkum að margt ungt fólk er
að kaupa íbúðir sem hefur í mörg ár ekki getað
keypt íbúðir í Garðabæ. Það er mikið rætt um að
byggja þurfi litlar íbúðir. Við erum að byggja
tveggja, þriggja, fjögurra og fimm herbergja
íbúðir fyrir öll fjölskyldumynstur sem eru allar
eins litlar og hægt er miðað við fjölda her-
bergja.“
Spurður um stærð herbergja segir Hjalti að
hún sé samkvæmt reglugerðum. „Það er verið
að klípa af fermetrum í eldhúsum, stofum og
baðherbergjum og sameina þvottahús og bað-
herbergi til að gera íbúðirnar minni. Þannig
fækkum við fermetrum og lækkum um leið
verðið. Árangurinn er sá að við höfum selt 61
íbúð af 70. Við afhendum 32 íbúðir í september
og eru þær allar seldar og svo afhendum við 38
íbúðir sumarið 2016 og eru 29 seldar.“
Reynast nú þungar í sölu
Hjalti segir að síðustu misseri hafi verið
byggðar margar dýrar íbúðir sem séu jafnan of
dýrar fyrir fyrstu kaupendur. Hluti skýringar-
innar sé sú að lokið hafi verið við verkefni sem
voru hönnuð fyrir efnahagshrunið. Byggðar hafi
verið margar stórar íbúðir sem séu þungar í sölu.
„Það er stöðugt verið að hamra á því að fast-
eignaverð sé hátt og að ungt fólk geti ekki keypt
sér húsnæði. Þarna erum við að búa til slíka
vöru. Hér er verið að færa verðmiðann á þriggja
til fjögurra herbergja íbúðum úr 40 milljónum á
svæði eins og Garðabæ niður í 30 til 35 milljónir.
Þegar fermetrinn kostar 400 þúsund er hver
fermetri fljótur að telja,“ segir Hjalti.
Hverri íbúð fylgir bílastæði í kjallara auk bíla-
stæðis ofanjarðar og segir Hjalti það gert að
kröfu Garðabæjar, sem áætli tvö stæði á íbúð í
nýjum verkefnum.
Minnkaðar íbúðir reynast eftirsóttar
Íbúðir í fjölbýli í Lyngási í Garðabæ þar sem íbúðir voru minnkaðar hafa selst eins og heitar lummur
Framkvæmdastjóri Mannverks segir mikið byggt af dýrum íbúðum sem henti ekki fyrstu kaupendum
Tölvuteikning/Mannverk/Birt með leyfi
Lyngás 1 Umrædd fjölbýlishús eru reist á Friggjarreit í Garðabæ. Í þeim verða 70 íbúðir.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að nú sé unn-
ið að því að ná sameiginlegri
bókun um vinnutímatillöguna.
„Og þá með hvaða hætti farið
yrði í vinnu og úttekt á mögu-
leikum til slíkra breytinga,“
segir hann.
Tillagan um að unnið verði
áfram að hugmyndum í vinnu-
hópum komi því vel til greina.
„Þetta er á frumstigi og hafa
engar formlegar viðræður verið
að öðru leyti en því að við erum
að reyna að sjá hvort við náum
utan um þetta og svo yrðu að-
ilar bara að fara yfir stöðuna
hver um sig.“ Þorsteinn segir af
og frá að verið sé að bakka með
tillöguna heldur
sé verið að
hlusta á
sjónarmið
viðsemjenda
um að svona
breytingar
þurfi að eiga
sér lengri að-
draganda.
Hlustað á
sjónarmið
viðsemjenda
EKKI BAKKAÐ
Þorsteinn
Víglundsson