Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefur ver-ið áþján aðfylgjast með aðförum stjórnar- andstöðunnar á þinginu síðustu daga, þar sem reynt er að koma í veg fyrir framgang máls frá meirihlut- anum með endalausum um- ræðum um fundarstjórn for- seta þingsins og um störf þingsins. Svo rammt kveður að málþófinu að meira að segja dagskrártillögur stjórnarand- stöðunnar sjálfrar fást vart ræddar fyrir framíköllum hennar sjálfrar. Þá geta til- tölulega einfaldar atkvæða- greiðslur um lengd þingfundar tekið allt að hálftíma, þar sem obbinn af stjórnarandstöðunni gerir grein fyrir atkvæði sínu í eins löngu máli og hún kemst upp með. Það fer að vissu leyti vel á því að þeir þingmenn sem hvað oftast bregða um sig stolnum flíkum þingræðisins séu nú í fararbroddi þeirra sem taka þingið í gíslingu dag eftir dag og reyna að koma í veg fyrir að þingið fjalli efnislega um mál. Atlöguna leiða fyrrverandi ráð- herrar úr síðustu ríkisstjórn, sem þá bar sig aumlega gagn- vart stjórnarandstöðunni. Heyrðust þá oftar en ekki ramakvein úr þeirra ranni um að nauðsynlegt væri að bæta þingstörfin. Þær umkvartanir eru nú með öllu gleymdar. Málþóf getur vissulega verið öflugt vopn fyrir stjórnarand- stöðu til þess að hafa sín áhrif á þingstörf, en öllu má ofgera. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis á síðasta kjörtíma- bili, var á sínum tíma gagnrýnd mikið fyrir að beita þröngri skilgreiningu á það hvað fælist í umræðu um fund- arstjórn forseta, þar sem hún leyfði til að mynda ekki efnis- lega umræðu um þingmál innan þess liðar. Nú, þegar hátt í eitt þúsund ræður hafa verið flutt- ar á rúmri viku til þess að gagnrýna fundarstjórn núver- andi forseta, er augljóst að horfa þarf aftur til hinnar þröngu skilgreiningar og ann- arra eðlilegra aðferða við að halda stjórn á fundum þingsins. Það versta sem meirihlutinn getur gert í stöðunni er að láta undan og má færa rök fyrir því að vitleysuna hefði átt að stöðva mikið fyrr. Allt frá því að það tókst að koma í veg fyrir að Evrópusambandsmálið fengi þinglega meðferð hefur minnihlutinn fært sig upp á skaftið og reynt með málþófi að knýja fram uppgjöf stjórnar- innar í ýmsum lykilmálum hennar, á sama tíma og hann kvartar undan því að engin mál frá stjórninni komi fram. Forsætisráðherra hefur boð- að að þingfundir muni standa þeim mun lengur sem stjórn- arandstaðan talar meira. Það verða að teljast eðlileg við- brögð við málþófinu. Ef ekki er hægt að hemja umræður um ekki neitt er ekki annað í boði en að bæta við tíma fyrir um- ræður um það sem máli skiptir. Stjórnarandstaðan gerir lítið til að stuðla að aukinni virðingu þingsins} Minnihlutaræði? Ríki íslams hef-ur nú náð taki á hinni fornfrægu borg Palmýru í Sýrlandi, en Róm- verjar byggðu hana upp þegar þá vantaði varðstöð fyrir lendur sínar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í Palmýru er því að finna mikið af heillegum minjum frá tím- um Rómverja, þar sem forn hof og leikhús eru meðal þess sem varðveist hefur. Þar sem þessi hryðjuverka- samtök hafa komið við áður hafa þau gert sér sérstakt far um að eyðileggja allt sem gæti minnt á að siðmenning þreifst fyrir daga spámannsins. Sem dæmi má nefna að Ríki íslams lét jafna hina fornu borg Assyríumanna, Nimrud, við jörðu. Feta samtökin þar í fót- spor annarra íslamskra hreyf- inga eins og Talibana og Boko Haram, sem einnig hafa geng- ið hart fram gegn fornum minjum. Ómetanleg menning- arverðmæti hafa því farið forgörð- um vegna þessara samtaka. Ríki íslams ræð- ur nú yfir meira en helmingnum af Sýrlandi og hefur auk þess sótt á í Írak. Hvar sem samtökin drepa nið- ur fæti fellur skuggi kúgunar og mannhaturs, sem tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Hin skipulagða eyðilegging á fornum menningarverðmætum er einungis einn angi hinnar grófu árásar á siðmenninguna sem Ríki íslams og önnur áþekk hryðjuverkasamtök standa fyrir. Þegar við bætist hin ótrú- lega grimmd, þar sem sak- laust fólk má eiga von á því að verða tekið af lífi eða hneppt í þrældóm fyrir það eitt að hafa fæðst á röngum stað, kviknar sú spurning hvers vegna ekki sé meira gert til þess að hrinda þessari árás Ríkis íslams. Ríki íslams sýnir villimennsku sína á margvíslegan máta} Árás á siðmenninguna M un auðveldara er iðulega að koma hlutunum í ákveðnar skorður en úr þeim aftur. Jafnvel þó að umræddar skorður séu hvorki sérlega vinsælar eða farsælar. Þannig var til að mynda tiltölulega auðvelt að koma verð- tryggingunni á en gengur talsvert verr að losna við hana. Sama á við um fjármagns- höftin. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna, eins og stimpilgjaldið sem fyrst var lögleitt hér á landi á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar sem tímabundin aðgerð en er ennþá innheimt um öld síðar. Þetta á nefnilega ekki sízt við um rekstur hins opinbera. Þannig er alltaf miklu auð- veldara að þenja báknið út en draga það aftur saman. Miklu auðveldara er að leggja á nýja skatta eða hækka þá sem fyrir eru en að lækka skatta eða fella þá niður. Það síðarnefnda gerist enda afar sjaldan. Ástæðan er ekki sízt sú að hið opinbera verður háð auknum „tekjum“. Það sama á við um fyrirbæri eins og verðtrygg- inguna og fjármagnshöftin eins og fyrr segir. Fjölmargir hagsmunir verða í raun háðir tilvist þeirra og því meira sem þau eru lengur til staðar. Fleira má nefna í þessu sambandi. Leiða má góðar líkur að því að ef Bretar hefðu ekki gengið í forvera Evrópu- sambandsins árið 1973 og stæðu þar með utan þess í dag væru litlar eða engar líkur á að meirihluti þeirra hefði áhuga á að fara þangað inn. Ýmsir hagmunir hafa á þeim rúmu fjórum áratugum sem Bretland hefur verið í sambandinu og forverum þess orðið háðir þeim veruleika og tekið mið af honum. Sem þýðir ekki að það fyrirkomulag sé endilega almennt í þágu breskra þegna. Það er fyrst og fremst í þágu um- ræddra hagsmuna sem hafa lagað sig að þessum til- tekna veruleika. Við Íslendingar erum að vissu leyti í sömu stöðu þegar kemur að EES-samningnum. Leiða má þannig góðar líkur að því að af aðild Íslands að samningnum hefði ekki orðið ef ljóst hefði verið fyr- ir rúmum tveimur áratugum, þegar um samninginn var samið, með hvaða hætti hann ætti eftir að þróast. EES-samningurinn hegðar sér þannig í meginatriðum eins og Evrópusambandið sjálft og miðar að sífellt meiri samruna á því afmarkaða sviði sem hann nær til með tilheyrandi vaxandi reglu- verki sem taka þarf upp og þrýstingi á fullveldi landsins. EES-samningurinn hefur að sama skapi í vaxandi mæli orðið að hindrun í viðskiptum Íslendinga við önnur mark- aðssvæði. Ekki sízt Bandaríkin. Samningur sem stuðla átti að auknu viðskiptafrelsi er þannig farinn að standa í vegi fyrir frelsi í viðskiptum. Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Nútímalegri nálganir í milliríkja- viðskiptum hafa síðan rutt sér til rúms. Þar er efst á blaði svonefndur annarrar kynslóðar fríverzlunarsamningur. En eins og í svo mörgu öðru er gjarnan auðveldara inn að fara en að komast út á nýjan leik. Menn venjast hlekkj- unum. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Vanizt hlekkjunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hlunnindi kirkjujarða semprestar hafa til umráðahafa verið umdeild, entekjurnar sem af þeim hljótast eru allt frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna króna. Í fyrra skipaði biskup ráðgjafahóp til að fjalla um hlunnindi kirkjujarða og prestsetra og aukagreiðslur presta og annarra starfsmanna sókna og kirkju. Hópurinn skilaði nýverið greinargerð. Þar eru hlunnindi kirkju- jarðanna flokkuð í tvennt, annars vegar tengd búrekstri og hins vegar hlunnindi með takmörkuðu vinnu- framlagi. Dæmi um það síðarnefnda eru veiðihlunnindi. Um hlunnindi með takmörkuðu vinnuframlagi, sem hafa verið umdeildust, er í gildi sérregla í starfsreglum um prest- setur. Í henni er gert ráð fyrir að prestur njóti hlunninda allt að 600.000 krónum á ári en næstu 600.000 renni óskiptar í kirkju- málasjóð. Eftir það skiptast tekj- urnar jafnt á milli kirkjumálasjóðs og prests. Rétt að afnema hlunnindin Hópurinn leggur til að fjár- munir hlunninda skiptist niður á annan hátt. Þeir myndu ekki renna til prestsins heldur skiptast milli kirkjumálasjóðs og viðkomandi sóknar. Niðurstaða hópsins er jafn- framt þessi: „Rétt er að afnema hlunnindi með takmörkuðu vinnu- framlagi en greiða fyrir hags- munagæslu í samræmi við vinnu og ábyrgð.“ Þau eru „barn síns tíma“ og byggja ekki á „sanngirnissjónar- miðum“ eins og stendur í greinar- gerðinni. Biskup Íslands, Agnes M. Sig- urðardóttir, segir tillögurnar góðar og gerir fastlega ráð fyrir að nýta þær. Hún er fylgjandi því að búskap- ur prestsetursjarðanna sé áfram á höndum prestanna. Hún bendir þó á að breyting- arnar á núgildandi kerfi séu ekki einvörðungu á hennar valdi heldur kirkjuþings, sem komi saman árlega. Hlunnindagreiðslurnar til prestanna eiga sér stoð í ákvæði ábúðarlaga, starfsreglna um prest- setur og gildandi haldsbréf. Halds- bréf er samningur við prestinn og er sambærilegt leigusamningi. Agnes segir að ekki standi til að segja upp gildandi haldsbréfi við presta sem sitji nú þegar á kirkjujörðum og gera nýja þar sem yrði tekið fram að hlunnindi fylgi ekki lengur jörð- unum. Þegar embætti losni verði hins vegar hægt að taka fram að hlunnindi með takmörkuðu vinnu- framlagi fylgi þeim ekki. Ráðning presta er til fimm ára í senn en enn eru nokkrir æviráðnir. Æviráðningin féll úr gildi árið 1996. Breytingar skref fyrir skref „Besta leiðin til stórra breyt- inga í þjóðfélaginu er að leyfa þeim að gerast smám saman. Ég er þeirr- ar skoðunar að þegar verið er að setja ný lög og reglur eigi þau að gilda frá þeim degi þegar þau taka gildi en ekki að virka aftur fyrir sig. Það á ekki bara við um þetta mál heldur öll mál í landinu,“ segir Agnes. Hún bendir á að samfélagið sé sífellt að breytast og þess vegna þurfi að ákveða hvar prestarnir skuli sitja til framtíðar. Í því samhengi vísar hún til úttekt- ar á öllum kirkjujörðum á landinu sem kom út í fyrra. Slík úttekt hafði ekki verið gerð frá árinu 1957. Í ljósi hennar og um- ræddrar greinargerðar sé verið að skoða bú- setu presta heild- stætt. Aðsetur presta á kirkjujörðum skoðuð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kirkjujörð Valþjófsstað í Fljótsdal á Austurlandi fylgja hlunnindi. „Það þarf að skoða í sam- hengi kirkjujarðirnar, hlunn- indin sem þeim fylgja og hvort það er þörf fyrir að prestarnir séu ábúendur á kirkjujörðunum. Þó að setnum prestsetursjörðum hafi fækk- að mjög á Íslandi eru nokkrar eftir sem er spurning um hvort eigi að sitja á í framtíð- inni vegna þess að víða hafa myndast þorp eða byggð- arkjarni í prestakallinu. Í sum- um tilfellum kann að vera heppilegra að presturinn sitji í þéttbýlinu,“ segir Agnes Sig- urðardóttir, biskup Íslands. Hún segir það vera í skoðun hvort þingmál sem felur í sér breytingar á núver- andi kerfi verði útbúið fyrir næsta kirkjuþing, sem kemur saman í október næst- komandi. Þarf að skoða í samhengi KIRKJUJARÐIR Agnes M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.