Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 ✝ Greta JóhannaIngólfsdóttir fæddist á Eskifirði 8. júlí 1933. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold 14. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 18. ágúst 1909, d. 20. júní 2008, og Ingólfur Fr. Hallgrímsson, f. 24. mars 1909, d. 24. mars 1989. Systkini hennar eru: Þórunn Jónína, f. 13. október 1936, d. 20. sept- ember 1942, Friðný, f. 25. des- ember 1945, Auður, f. 27. júlí urbjörnsdóttur, félagsmála- stjóra. 3) Jóhanna, sjúkraliði, f. 6. júlí 1960, gift Ásbirni Ó. Blöndal, verkfræðingi. 4) Þórir, verkfræðingur, f. 17. desember 1962. Barnabörn Gretu eru 13 og barnabarnabörn 10. Greta var í Alþýðuskólanum á Eiðum á árunum 1948 til 1950 og fór síðan í Verslunarskóla Ís- lands þaðan sem hún lauk versl- unarprófi 1952. Greta starfaði hjá Shell í London í rúmlega ár og síðan hjá Skeljungi í Reykjavík þar til börnin fæddust. Eftir að börnin komust á legg vann Greta á ýmsum stöðum, svo sem hjá Skeljungi, Asiaco og Dímon. Þá sá hún einnig um að færa bók- hald fyrir ýmsa aðila þar til hún hætti að vinna árið 2003. Útför Gretu fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 22. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1947, Ingólfur, f. 9. apríl 1953. Ingólfur átti einnig Krist- ínu, f. 26. mars 1956, með Jónu Jónsdóttur. Hin 18. júní 1956 giftist Greta Guð- mundi Guðmunds- syni, f. 12. janúar 1926, d. 4. mars 1995. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur, rekstrarhagfræðingur, f. 2. mars 1957, kvæntur Sjöfn Þrá- insdóttur, þroskaþjálfa/- sérkennara. 2) Guðmundur, verkfræðingur, f. 10. desember 1958, kvæntur Bergljótu Sig- Nú hefur kvatt þennan heim elskuleg tengdamóðir mín á 82. aldursári. Glæsileg þótti mér hún þegar Jóhanna dóttir henn- ar kynnti mig fyrir henni, fyrir hartnær 30 árum. Það sem ég vissi ekki þá var að Greta var ekki bara gædd þessum eigin- leikum heldur hafði hún mann- kosti aðra sem hjálpuðu henni á lífsleiðinni og mótuðu hennar lífshlaup. Þegar ég hugsa til síðustu ára hennar eru mér þolinmæði og þrautseigja efst í huga. Hún átti við að etja illvígan sjúkdóm sem fór hægt af stað en tók sífellt meiri toll af kröftum hennar. Stolt hennar og virðing fyrir sér og lífinu fór ekki milli mála, allt til hins síðasta. Eftir því sem tímar liðu urðu hjálpartækin, sem hún þurfti, æ umfangsmeiri og frjáls för því erfiðari. Þessari staðreynd tók Greta sem sjálfsögðum hlut í lífsbaráttunni. Ekki eitt orð um íþyngjandi tilveru. Þrátt fyrir að vera áþreifanlega hömluð í lokin náði hún meira að segja að fá endurnýjað ökuskírteini sitt fyr- ir skömmu og undirstrikaði þannig, að enn væru tækifæri í framtíðinni. Hún fór því ekki próflaus í hinstu förina. Greta hafði unun af því þegar börnin hennar og barnabörnin voru saman komin til fagnaðar, hvort sem var í sumarbústaðn- um við Meðalfellsvatn, um jólin heima eða í ófáum veiðiferðum sem oftar en ekki urðu að fjöl- skylduferðum. Fátt var eins gef- andi og að vera með henni og Guðmundi, meðan hans naut við, við veiðar í einhverri ánni austur í Meðallandi. Þar var hún í ess- inu sínu, fiskin vel og gefandi okkur góð ráð, sem vorum að stíga fyrstu skrefin í veiði- mennsku á sjóbirtingsslóðum. Þarna liðu góðar stundir. Með- alfellsvatnið var sömuleiðis tekið föstum veiðitökum enda laxavon í því vatni og Greta ein af þeim sem landað hafa slíkum þar. Hreinsunar- og brennudagar við vatnið sem og veiðidagar eru margir hverjir ógleymanlegir, með chili-con-carne í soltna maga að kvöldi, frómas í eftir- rétt, síðan glatt á hjalla í lokin og þá helst undir einum umgangi í brids sem hún kunni góð skil á. Einu sinni heimsótti ég Gretu í heildsölu sem hún starfaði hjá. Það leyndi sér ekki að hún stjórnaði þar skrifstofuhaldinu, allt var í röð og reglu og bjartur blær yfir skrifstofunni. Hún var heiðarleg, áreiðanleg og einbeitt fyrir hönd þeirra fyr- irtækja sem hún vann fyrir, gætti hags þeirra og kappkost- aði að allir hlutir væru í lagi. Unga sál hafði Greta alla tíð og varð eiginlega ekki gömul. Það sýndi sig vel þegar þær mæðgur voru saman, við á ferða- lagi eða hún í heimsókn, þá voru þær miklu fremur góðar sam- rýmdar vinkonur en móðir og dóttir. Það var þægilegt að hafa Gretu með okkur og var hún au- fúsugestur á heimilinu, varð fljótt ein af fjölskyldunni, enda umhugað um velferð afkomenda sinna. Það er auðvitað margs að minnast frá liðinni tíð sem kem- ur til með að færa Gretu nær okkur. Þar mun hún eflaust fara um meðal annarra sem við minn- umst, keik og glöð og með þeim glæsileik og reisn sem einkenndi hana hér. Hafðu þökk fyrir, kæra mín. Þinn tengdasonur, Ásbjörn. Nú þegar elsku amma mín hefur kvatt þennan heim er margs að minnast. Fyrstu minningar mínar um hanaeru frá því þegar hún bjó í íbúðinni á móti Kringlunni. Það var svo skrítið þegar amma flutti þaðan og aftur í sinn uppáhalds- bæ, Garðabæinn. Jólaboðin hjá ömmu voru allt- af stórglæsileg. Öll stórfjölskyld- an mætt í mat og boðið upp á bæði heitt og kalt hangikjöt, ís og nammi. Margar eru minningarnar af henni frá samverustundum uppi í sumarbústað við Meðalfells- vatn. Sögur af afa Guðmundi sem var stoltur af einum flott- asta bústaðnum í Kjósinni. Amma passaði alltaf að vel væri hugsað um bústaðinn. Hún fór oft þangað með mig og Bjarna, þá var alltaf stoppað í Olís á Kjalarnesi. Þar var keypt nammi og ís fyrir okkur systkinin. Við fengum svo að hlusta á sögu á Rás 1 í bílnum á leiðinni, sem var kannski til þess að svæfa okkur ormana. Núna síðustu mánuði höfum við frændsystkinin verið að grín- ast með hvað amma var orðin mikill CandyCrush spilari. Hún bað um ný líf frá okkur mörgum sinnum á dag, þetta var nú orðið ansi þreytandi. Í dag gæfi maður hvað sem er til að gefa elsku ömmu líf í leiknum sem hún eyddi ansi mörgum klukku- stundum í að spila. Amma var ákveðin kona og þótti mörgum hún kannski köld og hörð, en amma var hinsvegar ljúf kona. Þó var það þannig að þegar henni líkaði ekki eitthvað þá lét hún alveg vita af því. Þannig var amma og hefði hún aldrei komist svona langt nema út af hörkunni. Hún var sterk kona, það að gefast upp var ekki til í huga hennar. Ég mun ávallt taka það mér til fyrirmyndar. Það er skrýtið að vita til þess að amma sé farin. Hún hafði að minnsta kosti 9 líf eins og kött- urinn, alltaf stóð hún upp með reisn eins og sönn hetja. Lífs- kraftur þinn var ótrúlegur, elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Minningin um þig mun aldrei gleymast og mun ég passa að varðveita og fræða mína ættingja um Grétu ömmu. Þessi myndarlega kona sem var alltaf svo vel til höfð, sama hvernig stóð á. Nú ertu komin til elsku afa Guðmundar, Ingu ömmu og Ing- ólfs afa. Ég veit að það eru margir sem taka vel á móti þér á himnum enda varstu einstaklega vinamörg. Þú ert rík kona og átt einnig marga hér á jörðu sem munu sakna þín og minnast þín um ókomin ár. Ég mun bera nafn þitt með stolti. Nú kveð ég þig að sinni þang- að til að við hittumst aftur. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig, þarf ég bara að sitja og hugsa um þig þar er eins og að losni úr læðingi lausnir, öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér. Og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. Þó ég fengi ekki að þekkja þig þú virðist alltaf geta huggað mig. Það er eins og þú sért hér hjá mér og leiðir um mig veg. Þegar tími minn á jörðu hér liðinn er og þá ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Þín, Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir. Elsku amma okkar og stór- merkilega kona. Þú sem hefur kennt okkur svo ótrúlega margt og ert okkur fyrirmynd þegar kemur að svo mörgu. Þú sem sýndir okkur að stundum er nóg að fá einungis helming af helm- ingi og sást alltaf til þess að allir fengju meira en nóg og að fólk- inu þínu liði vel. Þú varst engin venjuleg amma og alveg ótrúlega nýj- ungagjörn, sem sást meðal ann- ars á því hversu góð þú varst Greta Jóhanna Ingólfsdóttir ✝ Ágústa Mar-grét Freder- iksen fæddist 16. júní 1919 í Reykja- vík og var eina stúlkan í hópi sex bræðra. Hún lést 8. maí á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Aage Martin Christian Frederiksen vél- stjóri, fæddur í Danmörku 12.9. 1887, d. 2.10. 1961, og Margrét Halldórsdóttir hús- freyja, fædd á Botnastöðum í Svartárdal, Austur-Hún., 29.10. 1885, d. 29.3. 1963. Bræður Ágústu voru Martin Christian, Harry Oluf, Halldór Björgvin, Adolf Aage, Gunnar Viggó, og Ásgeir Gísli, eru þeir allir látnir. Ágústa eignaðist fjögur börn, elst er 1) Klara, f. 8.12. 1944, gift Ólafi Stephensen, f. 1.2. 1936. Þau eiga fjögur börn; a) Ingibjörgu gifta Phil- ippe Arnbonquilat, eiga þau þrjá syni. b) Stephan, sam- býliskona Helga Lilja Magn- úsdóttir. c) Magnús, kvæntur Bergljótu Thorsteinsdóttur, eiga þau þrjá syni, og d) Ólaf- ur Björn. Næstur er það 2) Grétar Páll, f. 14.2. 1947, kvæntur Gyðu Ingunni Krist- ófersdóttur, f. 6.5. 1951, eiga þau fjögur börn; a) Ágústu Kristínu gifta Styrmi Geir Jónssyni, eiga þau þrjú börn: a) Hafdísi, sambýlismaður Sig- vík. Hún eignaðist tvö börn, rétt um og eftir seinna stríð. Dóttir hennar Klara var alin upp hjá kjörforeldrum þeim Klöru og Magnúsi. Grétar Pál, elsta son sinn, fór hún með í Dalbæ og ólst hann að mestu leyti upp hjá þeim Margréti og Páli. Eftir að Ágústa giftist Ólafi hófu þau búskap í Hveragerði, áttu þau saman Halldór og Reyni, en þau slitu síðar samvistum árið 1957. Ágústa vann um tíma á garðyrkjustöðvum og á Heilsuhælinu (NLFÍ) í Hvera- gerði. Í kringum 1972 flutti hún til Margrétar og Páls í Dalbæ. Þar sem hún hóf störf við sláturhúsið á Miðfelli. Eft- ir að Margrét og Páll brugðu búi dvaldi hún um tíma ýmist hjá Brynjólfi og Kristjönu, Dalbæ 2, eða Jóhanni og Hróðnýju á Dalbæ. Dalbæj- arfólkið var henni einkar hjartfólgið, það reyndist henni ávallt vel í gegnum tíðina. Oft dvaldi hún hjá börnum sínum og aðstoðaði við barnaupp- eldið á barnabörnunum til lengri og skemmri tíma. Á þessu græddu barnabörnin sem dáðu hana og elskuðu. Það kom að því að hún flutti aftur í húsið sitt í Laufskóg- unum í Hveragerði, þar bjó hún ásamt Halldóri syni sínum í mörg ár. Þegar kom á efri ár flutti hún á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði þar sem hún bjó í átta ár, síðastliðin fjögur ár bjó hún á hjúkrunarheimilinu Grund við gott atlæti, hún lést á Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Útför Ágústu Margrétar fer fram frá Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag, 22. maí 2015, kl. 14. urður Bergmann Gunnarsson og á hún fjögur börn, þar af tvö með Sigurði. b) Mar- gréti Henný, gift Ólafi Elvari Gylfasyni, eiga þau tvær dætur og c) Grétar Ingva, sambýlis- kona Erna Knúts- dóttir, eiga þau einn son. Hinn 27.5. 1950 giftist Ágústa Margrét, Ólafi Lúðvíki Jóhannessyni, f. 11.8. 1912, d. 3.5. 1973. Þau eignuðust tvo syni, þá 1) Halldór Þórð, f. 2.2. 1950, kvæntan Guðmundu Sigfúsdóttur, f. 30.4. 1955. Sonur hans er Ólafur Þór, kvæntur Mariya Belan, þau eiga tvær dætur. Móðir Íris Ragnarsdóttir. 2) Reynir, f. 27.3. 1952, sambýliskona Jón- ína Sigmarsdóttir, f. 1.7. 1951, börn Reynis eru: a) Anna Þor- björg, m: Þóra Hjartardóttir. b) Reynir Örn, c) Hildur Berg- lind og d) fóstursoninn Sig- ursteinn Arndal, m: Sædís Arndal. Ágústa Margrét átti við- burðaríka ævi, hún ólst upp í Reykjavík og gekk í Austur- bæjarskóla, sem unglingur vann hún við barnapössun hjá Margréti Guðmundsdóttur og Páli Guðmundssyni á Dalbæ í Hrunamannahreppi. Eftir að hún fullorðnaðist vann hún í versluninni Gefjun í Reykja- Minningarnar hrannast upp, þegar við kveðjum elskulega ömmu okkar í hinsta sinn. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjót- andi og notið þeirra forréttinda að hafa hana við hlið okkar fram á fullorðinsár. Amma var stór hluti af æsku okkar þar sem hún bjó oft á tíð- um á heimili okkar á Selfossi og hjálpaði mömmu að hugsa um okkur. Í fyrstu vorum það við syst- urnar sem fengum að njóta hennar en svo á unglingsárunum kom litli bróðir okkar í heiminn og tveimur árum seinna fyrsta langömmubarnið, en þau eru orðin tíu talsins hjá okkur systk- inunum. Hún elskaði að fara í sund þó hún hefði aldrei lært að synda og tók okkur systurnar iðulega með sér hvort sem það var í Sundhöll- ina á Selfossi eða í sundlaugina í Hveragerði. Hjá henni lærðum við þá list að láta okkur fljóta í vatninu, það er eitt af mörgu sem við höfum nú kennt börnunum okkar. Hún lærði aldrei að keyra bíl og fór því flestallt gangandi eða tók rútuna þegar svo bar undir. Það var nú ósjaldan sem hún fór á puttanum inn í Hveragerði eða upp í sveit, hún lét ekki slíkt smáatriði eins og bíl eða farar- leysi stoppa sig í því að komast þangað sem hún ætlaði sér. Hún var dugleg við hannyrðir og kenndi okkur að prjóna, hekla, sauma út og stoppa í sokka. Það var alltaf gott að geta leitað til hennar þegar handa- vinnuverkefnin í grunnskólanum voru eitthvað að flækjast í hönd- unum á okkur og eru það ófá verkefni sem við eigum með hennar hjálp. Á útsaumsmynd- um hjá henni mátti varla sjá mun á því hvort væri réttan eða rang- an á myndinni, vandvirknin var eitt af því sem hún innprentaði í okkur. Eins var þegar átti að pakka inn gjöfum, passa þurfti upp á að allt væri beint og slétt, límbandið á réttum stað og fal- lega brotið upp á endana á papp- írnum. Þegar við systkinin fáum pakka hvort frá öðru sem er ekki „ömmu style“ þá heyrist gjarnan „það er eins gott að amma sjái þetta ekki“ eða „ömmu hefði nú ekki líkað þessi frágangur“. Okk- ur tókst semsagt ekki eins vel upp og henni. Einkennandi fyrir hana var að hún lét aldrei mat fara til spillis og var hörkukokkur, pönnukök- urnar hennar voru þær bestu og þynnstu í heimi. Hún var dugleg að gefa okkur verkefni þegar hún var að baka pönnsur svo við kláruðum þær ekki strax og þær komu af pönnunni. Í hvert skipti sem eitthvert okkar bakar pönnsur hugsum við til hennar, hvernig myndi ömmu líka við þessar pönnsur, ætli þær séu nógu þunnar, passlega bakaðar og ekki með of miklum sykri, eða þessar eru alveg eins og ömmu pönnsur. Hún nýtti alltaf afgang- inn af grjónagrautnum í að gera klatta með rúsínum og sykri ofan á, bestu klattar í heimi. Það var alltaf gaman að koma í litla kotið hennar í Laufskógun- um í Hveragerði, dunda sér í garðinum, fara í sólbað eða spila á spil. Amma var ung í anda og bar 95 ára aldurinn vel, hún var alltaf vel tilhöfð, fallega greidd og vel snyrt. Þegar farið var út úr húsi var varaliturinn alltaf mundaður, alveg fram á síðasta dag. Hvíl í friði, elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur og börnunum okkar. Við trú- um því að sólin hafi tekið á móti þér. Ágústa Kristín, Hafdís og Margrét Henný Grétarsdætur. „Ég fer með sólinni“ voru þín hinstu orð og með sólarlaginu kvaddir þú þennan heim. Elsku amma, nú þegar þú ert farin koma upp í huga mér margar góðar minningar. Sú bernskuminning sem kom fyrst upp í huga mér var sú þeg- ar ég hjólaði til þín frá Selfossi til Hveragerðis sem ungur drengur til að sníkja pönnukökur. Þetta voru bestu pönnukökur sem ég gat fengið. Þú tókst ávallt á móti mér með opnum örmum og hikaðir ekki við að dekra við barnabarnið þitt. Það var ætíð svo vinalegt að sitja í eldhúsinu þínu. Síðasta samverustundin okkar á Grund er mér einnig ofarlega í huga. Þá áttum við gott spjall yfir kaffibolla í matsalnum. Ég kom með drenginn minn, Jökul Loga, en við vorum nýbúin að skíra hann. Við veltum nafninu heil- lengi fyrir okkur. Mér þótti vænt um að þér fannst nafnið fallegt. Minningin um yndislega konu lifir og mun ylja mér um hjarta- rætur. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, og bið guð um að varðveita þig. Í lokin vil ég og fjölskyldan mín votta föður mínum, systkin- um hans og öðrum aðstandend- um samúð okkar. Grétar Ingvi Grétarsson og fjölskylda. Elsku langamma, mikið á ég eftir að sakna þín. Þegar ég var lítil fannst mér ég alltaf svo rík, ég átti nefnilega svo margar ömmur. Nú þegar ég hugsa til baka eru margar minn- ingar sem brjótast fram. Litla húsið í Hveragerði þar sem við sátum í eldhúsinu og þú áttir alltaf eitthvert góðgæti handa mér, eða hvað þú varst glöð og ánægð þegar þú hélst á Ísak Orra bróður mínum undir skírn, að ógleymdum jólum, áramótum og afmælisdögum sem við höfum eytt saman í faðmi fjölskyldunn- ar. Frá því Úlfur Ingi litli bróðir fæddist hafið þið alltaf haldið af- mælið ykkar saman heima hjá mömmu. Þú varst alltaf svo minnug og skýr, mundir alla afmælisdaga og kunnir öll símanúmer í fjöl- skyldunni, allir sögðu að það væri af því að þú fórst í sund á nánast hverjum degi þegar þú varst yngri. Þetta er eitthvað sem hefur setið eftir hjá mér og ég reyni, eins og þú, að fara í sund eins oft og ég get, það er svo gott fyrir minnið. Eitt skondið atvik sem ég get ekki gleymt var þegar hann Grétar Ingvi fermdist, þú vildir alltaf vera svo fín um hárið og mamma var alltaf svo dugleg að laga þig til. Rétt áður en við fór- um út um dyrnar til að fara í kirkjuna greipstu „hársprey“- brúsann og spreyjaðir duglega yfir fínu greiðsluna. En þetta var ekki hársprey, þetta var nefni- lega glimmersprey og svo varstu svo glansandi fín, glimrandi fínni en öll fermingarbörnin að mínu mati! Síðasta skipti sem ég kom til þín upp á Grund fengum við okk- ur kaffi og áttum gott spjall, ég sagði þér frá því að þú værir að verða langalangamma seinni Ágústa Margrét Frederiksen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.