Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 23
orðin í Candy Crush í nýja Ipad- inum-þínum. Aldrei áttir þú erf- itt með að skjóta inn í samræður ráðleggingum um barnauppeldi, eldamennsku eða annað í þeim dúr. Þú lagðir þig fram við að mæta í öll kaffiboð, afmæli og aðra viðburði, þrátt fyrir að þú hafir á endanum þurft að bera þær byrðar sem fylgdu veikind- um þínum. Þá varstu alltaf jafn fín til fara; hárið vel greitt, negl- urnar nýlakkaðar og fötin í stíl. Þetta vitum við vel. Ekki bara af því að þokkinn og glæsileikinn fóru ekki framhjá neinum heldur einnig vegna þess að þú hringdir svo oft í okkur þegar fara átti í sendiferðir til að kaupa snyrti- vörur, skart eða laga hárið. „Manstu eftir einhverju sem mig gæti vantað,“ heyrðist þá oft á hinni línunni og þá sérstaklega þegar þú sendir okkur út í búð til að kaupa ávexti, dökkt súkku- laði og Sprite. Elsku amma Greta, nú hefur þú loksins fengið verðskuldaðan frið. Við vitum að þú munt áfram fylgjast með okkur og við hlökk- um til að sjá þig á ný. Elsku amma, nú fékkstu loks frið, eftir stutta en jafnframt erfiða bið. Ég veit að þú horfir á okkur, niður, ég veit að í hjartanu ríkir nú friður. Nú tómið í myrkrinu hræðist eilengur, ég veit það ert þú sem þarnagengur. Ég gleðst yfir ótal minningum af þér, ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. (Halla Þórarinsdóttir) Hvíldu í friði, elsku amma. Þínar Greta Jóhanna, Lára Björg og Elfa Ýr Þórisdætur. Elskuleg amma mín kvaddi að kvöldi fimmtudagsins 14. maí sl. á uppstigningardegi. Þrátt fyrir langvarandi veikindi gafst hún aldrei upp. Á þessu tímabili var nokkrum sinnum búið að til- kynna okkur að þetta væri spurning um klukkustundir eða daga, en alltaf kom amma aftur til baka. Við þessi veikindi nú átti ég erfitt með að trúa því að komið væri að leiðarlokum. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér síðustu nóttina og haldið í hönd þína þegar þú kvaddir. Enn þakklátari er ég yfir því að þú hafir ekki þurft að fara á þann hátt sem þú óttaðist hvað mest. Andlát þitt var eins friðsælt og hægt er að óska sér. Með ömmu á ég ótal góðar minningar, allar dásamlegu stundirnar uppi í sumarbústað við Meðalfellsvatn, en það eru ófáar helgarnar sem ég var þar með þér og afa. Ég gleymi aldr- ei einni verslunarmannahelgi sem við vorum saman, ég, þú og Ómar minn. Á leiðinni heim var brekkusöngurinn í útvarpinu, þú hækkaðir í viðtækinu og söngst eins og enginn væri morgundag- urinn, á meðan þú söngst varstu einnig að segja okkur frá lög- unum og hvaða þýðingu þau höfðu. Ég gleymi því ekki að þegar ég kynnti þig fyrir Candy Crush varst þú ekkert spennt í fyrstu, en um sólarhring seinna hrönn- uðust inn beiðnir um líf frá þér og áttum við fjölskyldan fullt í fangi með að gefa þér líf. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þess að geta ekki gefið þér fleiri líf. Þú varst ákveðin kona, gafst aldrei upp og þegar þú reyndir að hringja í mig og ég svaraði ekki, þá hringdirðu í skiptiborð- ið í vinnunni, og ef ég svaraði ekki í gegnum það þá hringdirðu þangað til þú náðir í mig, enda varstu orðin góð vinkona kvennanna á skiptiborðinu í vinnunni hjá mér. Amma var alltaf svo góð, hlý, vönduð og falleg manneskja sem ég hef alltaf litið upp til og það sem þú hefur gefið og kennt mér mun ég gefa áfram til drengj- anna minna. Elsku amma mín, núna ertu komin til afa og veit ég að hann er ánægður með að fá ástina til sín eftir 20 ára aðskilnað. Hvíldu í friði, elsku amma. Olga Kristrún Ingólfsdóttir. Mig langar að minnast Gretu hér í örfáum orðum en ég man þegar ég hitti Gretu fyrst, það var árið 1991 þegar ég var í Kópavoginum að bíða eftir að frumburðurinn minn kæmi í heiminn. Á þessum tíma eyddum við Inga amma góðum tíma sam- an, t.d. heimsóttum við bræður hennar, fórum í búðir, kaffihús og heimsóttum Guðmund í hús- gagnaverslun þeirra hjóna á Há- teigsveginum. Eitt skiptið vildi Inga amma heimsækja Gretu í heildsöluna þar sem hún vann, ég var alveg til í það, þar sem ég hafði aldrei hitt hana. Ekki var amma að eyða tíma í að kynna okkur. Þarna sá ég konu sem mátti ekkert vera að við að tala við okkur. Hún svaraði síman- um, pikkaði á ritvélina og var á fullu með pappírana. Ég var bara ekki viss um að þetta væri Greta, hún var ekkert svo lík tengdamömmu minni í út- liti. Við hlógum að þessu við Greta seinna meir, hún sagðist hafa spurt mömmu sína: „Hvaða stúlka var með þér um daginn?“ Árið 1993 buðum við Gústi Guð- mundi og Gretu í veiði í Gljúfurá í Húnavatnssýslu. Við höfðum tvær stangir og þurftum við Greta stundum að minna karlana okkar á að leyfa okkur að prófa. Ekki var mikið um veiði, Guð- mundur fékk þó einhverja sil- unga en engan lax sáum við nema í lok tímans þá sást til eins en ekki vildi hann bíta á. Þegar 20 mínútur voru eftir af tímanum fékk ég loksins stöng- ina og viti menn, laxinn beit strax á. Einhver hljóð hljóta hafa komið frá mér því Greta, sem stóð frekar langt frá mér, hljóp strax til mín og hjálpaði mér að landa maríulaxinum og montnar vorum við að hafa náð þessum 8 punda laxi en ekki karlarnir okkar. Ég var svo spennt þegar ég sá að laxinn var búinn að bíta á hjá þér, að ég gleymdi astmanum og hljóp til þín. Svo var það um árið þegar síminn minn hringdi og ég heyrði strax að Greta var á lín- unni. Hún spyr um einhverja konu, nei Greta mín, þetta er Gunna á Blönduósi. Það verður þögn í símanum svo spurði hún, hvað ert þú að gera hjá …? Ég var nú ekki alveg að skilja þetta, benti henni á að hún hafði hringt í gsm-símann minn og ég væri nú bara heima hjá mér. Aftur verður þögn í símanum og svo hló hún sínum skemmtilega hlátri og sagðist vera að hringja í vitlaust númer. Síðasta sumar hringdi hún í mig og rifjaði þessa sögu upp í leiðinni, manstu af hverju ég er með símanúmerið þitt í símanum mínum? Það var gaman að heim- sækja Gretu í Garðabæinn, við skiptumst t.d. á bókum og blómaafleggjurum. Elsku Ingólf- ur, Guðmundur, Jóhanna, Þórir og fjölskyldur. Við fjölskyldan á Blönduósi sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gretu Ingólfsdóttur. Guðrún Benediktsdóttir. part júnímánaðar og við töluðum um hvað það væri nú skemmti- legt ef fyrsta langalangömmu- barnið kæmi á afmælisdaginn þinn, 16. júní. En þessa hluti er víst aldrei hægt að sjá fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt og haft þig svona lengi í mínu lífi, elsku langamma. Arena Huld Steinarsdóttir. Nú þegar við fylgjum lang- ömmu í hinsta sinn poppa minn- ingarnar upp í hugann. Allar þær stundir sem við áttum saman, heimsóknirnar til þín í Hvera- gerði og Grund. Öll afmælin, jólin og áramótin hjá afa Grétari og ömmu Gyðu sem þú varst svo stór hluti af. Það tilheyrði alltaf á öllum af- mælisdögum að ná í ömmu-lang, ýmist var það Grétar afi eða mamma sem skutluðust eftir þér svo þú gætir verið með, ekki skemmdi það fyrir að Úlfur Ingi og þú áttuð sama afmælisdag, þá var alltaf tvöföld veisla. Þú varst alltaf svo góð við okkur og tókst þátt í leikjum með okkur þegar þú hafðir enn heilsu til. Þú varst líka dugleg að kenna okkur mannasiði, eitt sinn þegar þú bjóst í Hveragerði tókst þú handabandið fyrir og kenndir Ísak Orra, þegar hann var ca. fimm ára, þá mikilvægu reglu um hvernig gott handaband væri. Heilsast með hægri hendi. Láta lófana mætast vel, ekki taka bara í fingurna, og taka þéttingsfast í. Ef handabandið átti að vera nánara þá mátti taka með vinstri hendi undir olnbog- ann á viðkomandi án þess að sleppa taki á lófanum. Þessi lexía fylgir honum enn þann dag í dag. Minningin um göngutúrinn þar síðasta sumar þegar mamma, Rebekka frænka og við bræðurnir trilluðum þér í hjóla- stólnum frá Grund niður í bæ á kaffihús að njóta sólarinnar og fá okkur smá hressingu í leiðinni. Óðinn Bragi og Úlfur Ingi urðu stundum þreyttir á leiðinni og fengu þá að sitja í hjá þér meðan mamma og Rebekka skiptust á að ýta tryllitækinu upp og niður brekkurnar að áfangastað. Elsku langamma, takk fyrir allar góðu stundirnar, við sökn- um þín svo mikið. Ísak Orri, Óðinn Bragi og Úlfur Ingi Hafdísarsynir. Elsku langamma, nú þegar við fylgjum þér í þína hinstu ferð skjótast upp hinar ýmsu minn- ingar sem við eigum með þér. Öll jólaboðin sem við áttum saman hjá ömmu Gyðu og afa Grétari, bæði á Selfossi og í Kópa- voginum og áramótaveislurnar sem þú tókst þátt í með okkur hjá Hafdísi frænku. Eins þegar við heimsóttum þig á Ás í Hvera- gerði og seinna á Grund, þú gafst okkur alltaf eitthvert góðgæti. Þú hafðir gaman af því að spjalla og spyrja okkur hinna ýmsu spurninga um lífið og tilveruna og þegar við vorum lítil og þú hafðir heilsu til, þá varstu alltaf til í að leika við okkur. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku langamma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Máney Hlín, Styrkár Blær og Snorri Natanael Ágústubörn. Þegar mætti okkur pönnu- kökuilmurinn er við komum inn heima á kaffitíma þá vissum við að nú væri Ágústa að baka og jú, hún stóð í eldhúsinu sallaróleg og dældi út pönnukökum. Pönnu- kökurnar hennar voru snilldar- góðar. Það var alltaf tilefni til pönnukökubaksturs; um réttir, ef það var gott veður, rigning eða bara ekkert veður, það dugði og að loknum bakstri lét hún ekki borðtuskuna frá sér fyrr en allt var orðið skínandi hreint. Ágústa var rólyndismann- eskja, fór sér hægt, stundum of hægt að sumra mati, sérstaklega þegar mæta átti á réttum tíma á viðburði, hún tók sér þann tíma sem þurfti til þess að hafa sig til, því hún var og vildi alltaf vera vel tilhöfð. Hún hafði fallegt, silf- urgrátt hár og var alltaf með varalit. Það fannst okkur nú skrítið í sveitinni, það var ekki alltaf verið að punta sig en þetta var hennar stíll og hún hélt hon- um, sem var gott. Það voru margar gleðistund- irnar sem við áttum með Ágústu og á tyllidögum var kannski keyptur „Matti“ og þegar mjöð- urinn fór að virka, þá fóru nú söngraddirnar að taka við sér, pabbi spilaði á harmonikku eða píanóið og við sungum með. Hversu listrænt það var hjá okk- ur er annað mál en við nutum þess og það var aðalatriðið. Við þökkum Ágústu góðar stundir og minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Kveðja frá Kristjönu og okk- ur, Dalbæ 2, Margrét Brynjólfsdóttir. Í dag verður hún Ágústa eða Gústa eins og hún var alltaf köll- uð kvödd fá Hrepphólakirkju. Hún Gústa var einhvern veg- inn samofin okkar lífi frá upp- hafi. Hún hafði komið sem vinnu- kona til afa og ömmu og svo æxlaðist það þannig að þau ólu upp son hennar og varð hann því uppeldisbróðir hans pabba. Þegar við fórum að muna eftir okkur hvert á fætur öðru þá dvaldi hún oft á okkar heimili, kom kannski í heimsókn og ætl- aði ekki að stoppa lengi en oft á tíðum teygðist úr dvölinni. Á okkar uppvaxtarárum voru mamma og pabbi að byggja upp á jörðinni, þannig að margt fólk var hér til vinnu og heimilis. Gústa aðstoðaði við heimilisverk- in, dæsti aðeins yfir þessu öllu en samt naut hún sín í þessari hringiðu lífsins. Hún bakaði listagóðar pönnukökur og í minningunni finnst okkur eins og hún hafi bakað pönnsur heilu dagana og þá var nú gott að vera barn og sníkja eina og eina, aldr- ei sagði hún nei við þeirri bón. Þegar pabbi fór á fjallið á haust- in fékk Gústa að leika lausum hala í eldhúsinu. Hún hafði unnið í eldhúsinu á Heilsuhælinu í Hveragerði og kunni nokkrar heilsuuppskriftir sem saman- stóðu eingöngu af grænmeti. Þær slógu nú ekkert í gegn hjá okkur krökkunum en mömmu fannst þetta gott og í dag væri gott að kunna þessar uppskriftir þar sem við kynnum án efa að meta þær betur. Amma okkar bjó á okkar heimili eftir að hún veiktist. Hún þurfti mikla umönnun og var Gústa þá betri en engin við að aðstoða, bara það að sitja með henni inni í stofu og vera henni félagsskapur var ómetanlegt því þá gat mamma verið aðeins laus- ari við. Mamma bauð Gústu stundum með sér af bæ, þá heimsóttu þær aðrar konur í sveitinni, skoðuðu garða, versluðu og gerðu hvað eina sem þeim datt í hug. Gústa kunni svo sannarlega að meta þetta og var þakklát. Eins gaf þetta mömmu mikið og fyrir það erum við þakklát. Oft slógu þær á létta strengi, þá var jafnvel minnst á Gunnar Eggen eða mjúka hárið á Spassky. Í fjarska heyrum við innilegan hlátur þeirra beggja og það er yndis- legt. Elsku Gústa, hafðu kæra þökk fyrir ljúfa samfylgd, við hugsum til þín með mikilli hlýju í hjarta. Fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Sigurður Ingi, Arnfríður, Páll og Margrét. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 ✝ Bjarni Sig-urðsson fædd- ist 16. október 1924 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 14. maí 2015. Foreldrar hans voru Ólafía Þór- unn Bjarnadóttir, f. 26.11. 1903, d. 7.1. 1979, og Sig- urður Ívarsson, f. 18.11. 1899, d. 5.5. 1937. Albróðir Bjarna var Jón Björgvin Sigurðsson, f. 1926, d. 1999. Hálfsystkini Bjarna, sammæðra: Sigríður Stefánsdóttir, f. 1927, Diljá Gróa Stefánsdóttir, f. 1928, d. 2004. Guðmundur Stefánsson, f. 1929, d. 1967. Ásgeir Stef- ánsson, f. 1931, d. 1994. Sam- feðra: María Sigurðardóttir, f. 1924, d. 1996. María Gréta Sigurðardóttir Ab- bey, f. 1926, Auð- ur Sigurðardóttir, f. 1933, d. 2014. Bjarni kvæntist 15.6. 1947 Rögnu Kristjánsdóttur, f. 25.6. 1922, d. 30.12. 1978. Börn þeirra eru Gerður Kristín Bjarna- dóttir, f. 4.10. 1956, Ólafía Bjarnadóttir, f. 25.8. 1959, og Sigurður Bjarnason, f. 23.11. 1960. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin eru orðin sjö. Bjarni fór í samvinnuskól- ann á Bifröst og vann svo lengi vel sem verslunarmaður og seinna sem kaupmaður. Útför fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 22. maí 2015, kl. 13. Elsku pabbi. Nú ertu farinn og sefur vært þinn hinsta blund. Það er aðeins eitt sem ég get sagt og það er takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í lífinu, fyrir öll þau gullkorn sem þú sagðir og sitja eftir hjá mér. Þau eru mér svo dýrmæt, eins og allar minningarnar sem ég á um þig og tímann okkar saman. Þú hafðir áhyggjur af því að við systkinin værum ekki að hlusta á þig, en ég get með stolti sagt að orð þín eru það sem hefur vísað mér veginn í gegnum lífið. Þú varst stoð mín og stytta. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín svo sárt en ég veit að þú ert kominn á góðan stað og að þú situr nú við hlið mömmu, sátt- ur og horfir niður til okkar. Að lokum set ég eitt ljóð með sem mér finnst svo lýsandi fyrir okkur Hvíl í friði, pabbi minn, ég elska þig að eilífu. Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu Ég vona að hann viti að hann er mér kær Allar mínar bestu hugsanir hann fær Hans gleði og viska við alla kemur Við flestalla honum vel semur Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við Hann víkur ekki frá minni hlið Nema sé þess viss að allt sé í lagi Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi Hann er vandvirkur og iðinn hann sinnir alltaf sínu vel hann segir það aðalatriðin sem er rétt, það ég tel Hann hefur kennt mér að vera þolinmóð og sterk hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk „þú skalt alltaf standa á þínu“, hann ávallt hefur sagt mikla áherslu á það lagt Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið Þá meinar hann alltaf margt Hann getur aldrei neinn svikið það getur hann ekki á neinn lagt Hann er bara þannig maður Hann er bara þannig sál Hann er aldrei með neitt þvaður Hann meinar allt sitt mál Hann sýnir mér svo mikla ást Hann vill aldrei sjá neinn þjást Hann er minn klettur og hann er mín trú Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! (Katrín Ruth.) Þín dóttir Ólafía Bjarnadóttir. Elsku afi Nú sit ég hér og skrifa mína hinstu kveðju til þín, það er skrít- in tilfinning. Ég sit og horfi á mynd af þér og minningarnar streyma í huga minn, líkt og síð- ustu tvær vikur. Mikið sem ég er þakklát fyrir allar minningarnar og tímana sem við áttum saman. Þú varst án efa besti afi sem hægt er að hugsa sér, enda ekki að ástæðulausu að allir krakkarn- ir í hverfinu kölluðu þig afa. Þú kenndir mér svo margt, eins og t.d. hver Davíð Oddsson væri, það mikla goð, lést mig svo bera út boðskapinn um að allir ættu að kjósa XD og ekki leið á löngu þar til allir krakkarnir í hverfinu báru merki Sjálfstæðis- flokksins á barmi sér. Þú kenndir mér að reima skó og alltaf varstu tilbúinn með hafragraut með saft út á þegar ég vaknaði á morgn- ana. Svo skildi ég ekki hvað var að þeim sem fengu sér mjólk á hafragrautinn, af hverju þau fengu sér ekki saft eins og á að gera! Í mínum huga ertu maður sem vissir allt, uppfullur af fróðleik og áttir svar við öllu. Ég man eitt skipti sem ég ætlaði heldur betur að leggja fyrir þig eina erfiða spurningu og spurði þig af hverju sjórinn væri saltur, en að sjálf- sögðu hafðir þú svar við því sem ég geymi vel og á þeim tíma- punkti uppgötvaði ég að það væri ekkert sem hann afi minn ekki vissi. Ég hef stundum velt því fyrir mér, svona á eldri árum, hvort þú hafir virkilega ekki kunnað spilið „týnu“ eða bara verið að gabba mig og leyft mér að leika á þig, milljón sinnum. Alltaf tíndirðu svo upp spilin og hlóst með mér, enda alltaf stutt í grínið hjá þér. Ég er þakklát fyrir alla þolin- mæði sem þú sýndir mér og trúna sem þú hafðir á mér. Það er mér mjög minnisstætt þegar að ég útskrifaðist sem stúdent og þú beiðst eftir mér í tröppunum í skólanum mínum. Þegar að augu okkar mættust og þú sást mig koma gangandi, ég er viss um að stoltari afa eða mannveru hafi vart verið hægt að finna. Og stoltið leyndi sér svo sannarlega ekki heldur þegar að ég sagði þér frá háskólanámi mínu og framtíð- arplönum, enda komin í þinn geira. Reyndar varstu alltaf stoltur af mér, sama hvað, og það met ég mikils. Ég gæti skrifað svo mikið meira enda minningarnar marg- ar, en nú er komið að kveðju- stund. Elsku afi, það er sárt að kveðja þig en á sama tíma hugga ég mig við minningarnar og þá hugsun að þú ert nú kominn á betri stað. Ég veit líka að amma hefur tekið vel á móti þér. Ég elska þig, afi minn. Hvíl í friði. Þín Ragna Lóa. Bjarni Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.