Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Framlag Íslenska dans-flokksins til Listahátíðarer sýningin Blæði, þarsem sýnd eru verk eftir Damien Jalet, Sidi Larbi Cherkaoui og Ernu Ómarsdóttur. Fyrir hlé voru flutt þrjú stutt verk sem áttu það sameiginlegt að það voru fyrst og fremst hreyfingar og tjáning dansaranna í takt við vel valda tónlistina sem héldu verk- unum uppi. Búningar og einföld lýs- ing dýpkuðu þó heildarmyndina, en engin eiginleg sviðsmynd var til staðar. Fyrsta verk kvöldsins var Les Médusées eftir Damien Jalet sem upphaflega var samið fyrir Lo- uvre listasafnið í París og sækir inn- blástur í gyðjustytturnar í Marly- garði safnsins. Um er að ræða nokk- uð einfalt en vel samið verk þar sem þrír kvendansarar túlka taktbundna hrynjandi höggmyndarans og dans- inn fær að njóta sín. Verkin Sin og The Evocation eru brot úr verkinu Babel (Words) sem hafa öðlast sjálfstætt líf og hafa ver- ið sýnd víða sem sjálfstæð verk. Sin er lostafullur dúett sem byggist á sögunni um Adam og Evu. Verkið hófst á einföldum handahreyfingum Einars Nikkerud sem náði fullri at- hygli áhorfenda frá fyrstu mínútu. Hægt og bítandi stækkaði hreyfi- formið þegar Þyrí Huld Árnadóttir kom inn á sviðið. Þau túlkuðu sam- einaða og sundraða krafta ástfang- ins pars á hreint ótrúlegan hátt, þar sem spenna, friður, kraftur og mýkt hreyfinganna tókust á. Tónlist og búningar hentuði verkinu ein- staklega vel og þrátt fyrir stutt verk með einfaldri umgjörð verður að segjast að það er langt síðan að svo vel samið verk sem byggist nær ein- ungis á hreyfiformi og tjáningu dansaranna hefur sést á íslensku sviði. The Evocation sækir innblástur í súfisma, sem er líkamleg íhugunar- aðferð þar sem endurtekning á einu orði er notuð til þess að nálgast hið guðlega eða losna undan álögum. Í síðustu uppfærslu Íslenska dans- flokksins var einmitt flutt verk eftir Sögu Sigurðardóttur, sem var byggt á sama þema, en nálgunin var þó allt önnur. Líkt og í Sin, þá hófst verkið á nokkuð mínímaliskan hátt sem sló tóninn fyrir það sem á eftir kom. Byggt var ofan á einfalt hreyfiform en í þetta sinn var það fjöldi dans- aranna, krafturinn og mýktin í bland sem myndaði töfrana. Inga Maren og Hjördís Lilja áttu sviðið í þessu verki. Eftir hlé var svo flutt verkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Verkið fjallar um samband mannsins við náttúruna og eðlishvatir mannsins sem hafa verið iðnvæddar. Af miklu er að taka, dansararnir umbreytast frá stein- gervingum í manneskjuna eins og við þekkjum hana og svo yfir í eitt- hvað allt annað. Framandi verur sem vísa á óljósan hátt til brengl- unar mannlegra eðlishvata. Líkt og í fyrri samstarfsverkum Ernu og Ja- let, þá var sviðsmynd, búningar og önnur umgjörð gríðarstór hluti verksins og mjög vel úr garði gerð. Sköpuð var furðuveröld á sviðinu þar sem súrrealískir hlutir áttu sér stað. Verkið fór frekar hægt af stað, en mögulega var það nauðsynlegt fyrir framvinduna. Tónlist verksins var unnin af tónskáldinu Ben Frost sem skilaði verki sínu mjög vel, þar sem tónlistin dýpkaði upplifun áhorfenda. Það má hrósa honum sér- staklega fyrir góða notkun á þögn- um og mínímalískum hljóðheimi þar sem það átti við. Í verkinu var að finna mörg gríðarsterk atriði. Þar má helst nefna kafla þar sem haus- lausir líkamar sem minntu á kjúk- linga veltust um á sviðinu og enduðu í einni kös sem líktist andandi heila og kaflann um vélina, þar sem mód- elstellingar og fleygar setningar úr auglýsingum voru bjagaðar og sett- ar í nýtt samhengi. Þannig voru óvæntar skiptingar á milli alvarleika og gríns ekki langt undan, og aftur fór Einar á kostum. Hjördís, Elín Signý og Þyrí Huld áttu einnig mjög sterkar innkomur, en allir dansarar kvöldsins eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf. Kaflaskipting var nokk- uð góð, en þó hefði mátt stytta verk- ið örlítið og jafnvel taka nokkra kafla alveg út sem skemmdu fyrir heildaráhrifunum. Þá ber helst að nefna lokakaflann, en nokkuð magn- að atriði sem byggðist á óvæntri notkun sviðsmyndar hefði slegið fullkominn botn í sýninguna. Enda brutust út mikil fagnaðarlæti í saln- um og ekki var annað að sjá en að áhorfendur héldu að sýningin væri á enda, slappur lokakaflinn bætti engu við og hafði þveröfug áhrif. Í heild var þó um nokkuð magn- aða sýningu að ræða, þar sem óvæntir hlutir voru á hverju strái. Sýningin Blæði er góð kvöldstund sem ætti ekki að valda neinum von- brigðum hvorki leikum né lærðum. Ljósmynd/Bjarni Grímsson Gott „Í heild var þó um nokkuð magnaða sýningu að ræða, þar sem óvæntir hlutir voru á hverju strái,“ segir rýnir um danssýninguna Blæði. Dansinn tekinn alla leið Borgarleikhúsið Blæði: obsidian pieces bbbbm Frumsýning á Listahátíð í Reykjavík á Stóra sviði Borgarleikhússins, 19. maí 2015. Les Médusées eftir Damien Jalet. Dansarar: Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Inga Maren Rún- arsdóttir. Tónlist: Winter Family og Gabriele Miacle. Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Bernharnd Wilhelm. Sin eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui. Tónlist: Patrizia Bovi, Maha- bub Khan, Sattar Khan og Gabriele Mi- racle. Dansarar: Einar Nikkerud og Þyrí Huld Árnadóttir. Búningar: Júlíanna Steingrímsdóttir. Aðstoðarmaður dans- höfunda: Valgerður Rúnarsdóttir. The Evocation eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui. Tónlist: Vladimir Johansson, Sofyann Ben Youssef og Khaled Barghouti. Dansarar: Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Halla Þórð- ardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sergio Parés Agea og Þyrí Huld Árnadóttir. Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Júlíanna Steingrímsdóttir. Aðstoð- armaður danshöfunda: Valgerður Rún- arsdóttir. Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Tónlist: Ben Frost. Búningar: Júlíanna Steigrímsdóttir. Sviðsmynd og grímur: Höfundar verks- ins, Alexandra Mein, Júlíanna Stein- grímsdóttir, Rebekka Moran og Heimir Sverrisson. Dansarar: Cameron Cor- bett, Einar Nikkerud, Elín Signý Wey- wadt Ragnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sergio Parés Agea og Þyrí Huld Árnadóttir. Aðstoðarmaður dans- höfunda: Sara Black. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Sex nýir höfundar hlutu í gær Ný- ræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til útgáfu á fimm verkum sínum, en þetta er í átt- unda sinn sem styrkirnir eru veittir. Verkin sem um ræðir eru skáldsagan Að heiman eftir Arn- gunni Árnadóttur; ungmennabók- in Af hverju breytast allir í kring- um mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið? eftir systrasynina Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunn- arsson í ritstjórn Bryndísar Björg- vinsdóttur; barnabókin Glópagull og galdraskruddur eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur; smásagna- safnið Himnaljós eftir Áslaugu Björt Guðmundardóttur og skáld- verkið Sirkús eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Nýræktarstyrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Umsókn- um um Nýræktarstyrki hefur fjölgað verulega frá því þeim var fyrst úthlutað hjá Bókmennta- sjóði, forvera Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta, árið 2008, en þá bárust níu umsóknir og voru fimm styrkir veittir, hver að upp- hæð 200.000 kr. Í ár barst 51 um- sókn frá 45 aðilum og nemur styrkupphæðin 400.000 kr. á bók. silja@mbl.is Fimm styrkir til sex höfunda Morgunblaðið/Einar Falur Gleðistund Höfundarnir tóku við styrkjunum í Gunnarshúsi í gær. Önnur þröngskífa hljómsveit- arinnar Vök, Circles, kemur út hér á landi í dag á vegum Record Re- cords. Upptökur og upptökustjórn voru í höndum hljómsveitar- meðlima og Biggi Veira, oftast kenndur við hljómsveitina GusGus, sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök er nýkomin heim eftir tón- leikahald á hátíðinni The Great Es- cape í Brighton og framundan eru tónleikar í Hörpu 16. júní þar sem hljómsveitin mun hita upp fyrir Ás- geir. Vök mun einnig koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar og fleiri hátíðum víða um Evrópu. Vök lék á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í janúar sl. og er á lista yfir þær hljómsveitir sem fengu flestar tón- leikabókanir í kjölfarið. Ný þröngskífa og fjöldi sumartónleika Circles Kápa þröngskífu Vakar, Circles. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fim 4/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 22/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Síðustu sýningar Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – ★★★★ – SV, MBL HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00 Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu. Ofsi (Kassinn) Fös 5/6 kl. 19:30 Lau 6/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu. MagnusMaria (Stóra sviðið) Mið 3/6 kl. 20:00 Ópera um rétt kyn eftir Karólínu Eiríksdóttur. Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Eldhúsið (Salurinn) Lau 23/5 kl. 14:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Sun 24/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.