Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
✝ Svava Jóns-dóttir fæddist á
Gunnlaugsstöðum í
Stafholtstungna-
hreppi 31. janúar
1921. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Seljahlíð í
Reykjavík 13. maí
2015.
Foreldar hennar
voru Jón Þórólfur
Jónsson, f. 25. júní
1870 í Lækjarkoti, Þverárhlíð, d.
9. mars 1959, og Jófríður Ás-
mundsdóttir, f. 29. apríl 1881 á
Höfða í Þverárhlíð, d. 16. októ-
ber 1977.
Svava átti fimmtán systkini
og var hún þrettánda í röðinni.
Af hinum stóra systkinahóp frá
Gunnlaugsstöðum, er Svanlaug
ein eftirlifandi.
Svava ólst upp í foreldra-
húsum á Gunnlaugsstöðum og
flutti sextán ára til Reykjavíkur.
Svava nam saumaskap en starf-
aði einnig við umönnun á Elli-
heimilinu Grund.
Svava giftist 20. júní 1942
Guðmundi Jónassyni, f. 16. júní
1917, á Völlum á Kjalarnesi, bif-
vélvirkjameistara og öðrum
stofnanda Vélaverkstæðisins
Kistufells í Reykjavík, d. 13. nóv-
talín, f. 29. júlí 1973, kvæntur
Þórhildi Daníelsdóttur, f. 3. júní
1972, þau eiga fjögur börn; Jón-
atan Hjaltalín, Gerði Maríu Hjal-
talín, Daníel Hjaltalín og Matt-
hías Hjaltalín. 2.2 Ólafur Örn, f.
16. febrúar 1975, kvæntur Sól-
borgu Sigurrós Sigurðardóttur,
f. 18. maí 1975, þau eiga þrjú
börn; Sigurð Örn, Sonju Mar-
gréti og Kristjönu Ósk. 2.3
Svava Björk, f. 28. desember
1978, í sambúð með Sölva Gylfa-
syni, f. 16. maí 1973. Svava
Björk á þrjú börn; Gabríelu Rós,
Belindu Mist og Adam Berg. 3.
Lilja, f. 18. desember 1949, gift
Reyni Kristinssyni, f. 1. apríl
1947, þau eiga fjögur börn. 3.1
Pétur Vignir, f. 6. apríl 1971,
kvæntur Önnu Ragnheiði Ingv-
arsdóttur, f. 19. júní 1970, þau
eiga þrjú börn; Ingvar Hugin,
Lilju Hugrúnu og Baldur Hrafn.
3.2 Lísa Björk, f. 7. maí 1975,
gift Mads Buhl, f. 30. maí 1973,
þau eiga þrjú börn; Reyni
Christian, Jakob Morten og Evu
Björk. 3.3 Eva Margrét, f. 24.
ágúst 1979, í sambúð með Simon
Wind, f. 31. janúar 1982, þau
eiga tvo syni; Aron og Anton. 3.4
Kristinn Már, f. 20. júlí 1983, í
sambúð með Karitas Möller, f. 7.
september 1983, þau eiga son-
inn; Reyni Thomas.
Útför Svövu verður gerð frá
Seljakirkju í dag, 22. maí 2015,
og hefst athöfnin klukkan 13.
ember 1995. For-
eldrar hans voru:
Jónas Sigurðsson,
bóndi á Völlum á
Kjalarnesi, og Guð-
rún Jósepsdóttir
húsfreyja. Svava og
Guðmundur eign-
uðust þrjú börn,
barnabörnin eru tíu
og barnabarnabörn
eru orðin tuttugu
og sex. Börn Svövu
og Guðmundar eru: 1. Skúli, f.
22. nóvember 1942, kvæntur Jó-
hönnu Sæberg Guðbjörnsdóttur,
f. 13. júlí 1946, þau eiga þrjú
börn: 1.1. Hilmar Sæberg, f. 21.
janúar 1966, í sambúð með Hel-
enu Rúnarsdóttur, f. 17. desem-
ber 1968. Hilmar á tvær dætur;
Emilíu Sæberg og Ingibjörgu
Sæberg. 1.2 Svava Sæberg, f. 11.
nóvember 1969, gift Árna Björg-
vinssyni, f. 21. febrúar 1964, þau
eiga tvö börn; Árna Sæberg og
Jóhönnu Maríu. 1.3 Guðmundur
Ingi, f. 8. maí 1973, kvæntur
Láru Guðrúnu Jónsdóttur, f. 16.
nóvember 1974, þau eiga þrjú
börn; Helgu Maríu, Jón Skúla og
Birnu Rut. 2. Guðrún Sonja, f. 1.
apríl 1947 gift Jóni Hjaltalín
Magnússyni, f. 2 apríl 1948, þau
eiga þrjú börn; 2.1 Magnús Hjal-
Tengdamóðir mín Svava Jóns-
dóttir hefur lokið jarðvist sinni
eftir farsæla dvöl hér í rúm 94 ár.
Það eru einkum tvö orð öðru
fremur sem lýsa þessari einstöku
konu en það er umburðarlyndi og
umhyggja.
Annaðhvort hefur þetta verið
meðfætt eða uppeldislegt, hún
átti 15 systkini.
Svava sýndi mér sérstakt
umburðarlyndi þegar ég fór að
venja komur mínar inn á heimili
hennar fyrir tæplega 50 árum.
Sama umburðarlyndi hefur hún
sýnt barnabörnunum í öllum
leikjum þeirra og misjöfnu
ástandi þeirra eftir leiki í fjallinu
og læknum.
Ég naut einnig ríkulega af um-
hyggju hennar því hún gætti þess
ávallt að maður færi ekki frá
henni svangur og kæmi maður
svangur var umsvifalaust bætt úr
því.
Ég lærði einnig fljótlega hjá
henni nýtt hugtak þ.e. að það
væri gaman að gefa mér að
borða. Eftir á að hyggja held ég
að mannasiðir mínir hafi verið á
gráu svæði enda á þeim aldri að
matarlystin var ekki vandamál,
sérstaklega ekki þegar boðið var
í sunnudagssteik að hennar hætti
eins og jól væru. Það var virki-
lega gaman að borða hjá henni og
ég dáist að umburðarlyndi henn-
ar og umhyggju gagnvart mér í
þeim efnum.
Ekki var ég beint að launa
þetta með því að giftast Lilju
yngsta barni hennar og dvelja
með henni erlendis í fimm ár,
sem gerði öll samskipti á þeim
tíma mun erfiðari og hún hefur
örugglega haft ómældar áhyggj-
ur af okkur. Þetta skánaði lítið
þegar við fluttum heim og upp á
Akranes þar sem við vorum í önn-
ur fimm ár. Hún lét þetta þó ekki
aftra sér í því að heimsækja okk-
ur eins oft og kostur gafst og taka
þátt á mikilvægum stundum svo
sem við fæðingar, afmæli
barnanna og okkar.
Tengdaforeldrar mínir studdu
okkur dyggilega þegar við sýnd-
um því áhuga að fá að byggja á
landi þeirra á Völlum undir hlíð-
um Kistufells.
Meðan á framkvæmdum stóð
höfðu börn okkar dyggan bak-
hjarl hjá ömmu sinni í gamla
Vallarbænum, hún var ávallt
tilbúin að hita þeim og gefa þeim
eitthvað gott að borða. Ófáar
vöfflurnar fengu þau og við á
þessum árum.
Svava var næmari á umhverfið
en margur og trúrækin, einnig
var hún glúrin að ráða úr draum-
um. Hún hafði einnig einstakan
hæfileika að hlusta á fólk, ekki
síst barnabörnin sem nýttu sér
það oft að setjast hjá henni og
ræða málin, hún lét ekkert trufla
sig í því að hlusta og svara. Hún
gat verið skemmtilega hreinskil-
in í svörum en alltaf þannig að
það var tekið sem góðlátleg
ábending.
Við höfum lært margt af þér,
Svava mín, og vonandi tekst okk-
ur að tileinka okkur eiginleika
þína í umburðarlyndi, umhyggju
og að fylgjast með og hlusta.
Vonandi tekst okkur að miðla því
áfram gagnvart afkomendum
okkar.
Hafðu þakkir fyrir hálfrar ald-
ar samfylgd, Svava mín, og megi
góður guð varðveita þig.
Afkomendunum sendi ég
samúðarkveðjur mínar.
Reynir Kristinsson.
Svava Jónsdóttir frá
Gunnlaugsstöðum í Stafholt-
stungum lést á 95. aldursári í
faðmi fjölskyldunnar í íbúð sinni
á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
þar sem hún naut faglegrar þjón-
ustu yndislegs starfsfólks fram
að andláti. Hún kvaddi okkur
virðulega og með mikilli ró.
Svava fæddist á Gunnlaugs-
stöðum í Stafholtstungnahreppi
31. janúar 1921 og ólst upp hjá
foreldrum sínum Jóni Þórólfi
Jónssyni og Jófríði Ásmunds-
dóttur. Svava átti 15 systkini og
var hún 13. í röðinni. Svanlaug er
ein eftirlifandi af stóra systkina-
hópnum frá Gunnlaugsstöðum.
Svava fluttist 16 ára til Reykja-
víkur og nam þar saumaskap en
starfaði einnig við umönnun á
Elliheimilinu Grund.
Í Reykjavík kynntist Svava
honum Guðmundi sínum Jónas-
syni frá Völlum á Kjalarnesi og
giftu þau sig 20. júní 1942. Svava
og Guðmundur eignuðust þrjú
börn; Skúla, Sonju og Lilju.
Barnabörnin eru tíu og barna-
barnabörn eru orðin 26. Guð-
mundur nam bifvélvirkjun og
stofnaði Vélaverkstæðið Kistufell
í Reykjavík með bróður sínum
Jónasi. Vélaverkstæðið Kistufell
er nú rekið af þriðju kynslóð bif-
vélavirkjameistara ættarinnar;
Guðmundi Inga, nafna hans og
syni Skúla elsta sonar þeirra
hjóna, sem tók við fyrirtækinu af
föður sínum. Svava annaðist alla
tíð heimili þeirra hjóna í Reykja-
vík svo og sumarhús þeirra á
Völlum á Kjalarnesi undir klett-
um Kistufellsins. Þau hjón höfðu
mikla ánægju af ferðalögum og
fóru með börnum sínum margar
bílferðirnar og útilegur um landið
hefur mér verið sagt.
Við andlát elskulegrar tengda-
móður minnar koma mörg hjart-
næm minningabrot fram í hug-
ann eins og veislumatarboð
þeirra hjóna á sunnudögum fyrir
börn sín og tengdabörn. Heim-
sókn Svövu og Guðmundar til
okkar Sonju í Svíþjóð meðan við
bjuggum þar í tíu ár. Heimsóknir
okkar með börnin heim um jólin
og gistum þá hjá Svövu og Guð-
mundi. Ættarmót í lundinum
fagra við Gunnlaugsstaði þar sem
systkinin frá Gunnlaugsstöðum
og afkomendur þeirra hittust að
sumri til. Ekki má gleyma öllum
helgarferðum á sumrin til Svövu
og Guðmundar að Völlum í vöfflu-
kaffi og steik með börnum okkar
sem léku við frændsystkini sín í
„Ömmubrekkunni“ í hlíðum Esj-
unnar og læknum undir tignar-
legum klettum Kistufellsins og
hjálpuðu til við sumarverkin í
sveitinni. Þar höfum við hjónin
núna reist sumarhús svo barna-
börn okkar geta notið útvistar,
leikið sér, aðstoðað við skógrækt,
o.fl. eins og foreldrar þeirra
höfðu svo mikla ánægju af þegar
þau voru ung.
Megi algóður Guð styðja okk-
ur öll í sorg okkar. Minning um
yndislega konu mun ávallt lifa
meðal ættingja hennar!
Jón Hjaltalín Magnússon.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kærleik
þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Hilmar Sæberg Skúlason.
Við andlát ömmu Svövu koma
ótal minningar upp í huga minn.
Efst er hversu jákvæð og
hjartahlý manneskja hún var,
sem stráði um sig birtu og yl, en
hvert sem hún fór hafði hún svo
mikið að gefa. Ávallt var gott að
koma á heimili ömmu og afa bæði
í Reykjavík og eins á Völlum á
Kjalarnesi en þar nutu þau sín
vel, sérstaklega eftir að afi hætti
að vinna.
Sérstakar minningar á ég frá
því ég dvaldi á heimili þeirra í tvo
mánuði árið 1992, en þá beið
amma ávallt með kaffi og góðgæti
handa mér þegar ég kom frá
vinnu á kvöldin. Á þessum kvöld-
um var mikið rætt um lífið og til-
veruna. Þarna áttum við amma
góðar stundir saman sem hafa
verið mér ómetanlegar.
Ég samgleðst ömmu, hvað
henni tókst vel að nýta sinn tíma
hér og þakka henni samfylgdina
og allar yndislegu minningarnar
sem ég á um samveru okkar. Hún
mun ávallt eiga stað í hjarta
mínu.
Svava Sæberg.
Góðar minningar og þakklæti
eru þau orð sem lýsa því best
hvernig ég kveð ömmu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
haft tækifæri til að eignast marg-
ar góðar minningar með ömmu.
Þegar ég lít til baka átta ég mig á
því að ég var svo heppin að vera
oft í göngufæri frá ömmu, bæði
uppi á Völlum og í Reykjavík, svo
við gátum átt margar góðar
stundir saman. Amma og afi
nýttu gamla húsið á Völlum sem
sumarhús, sem var nokkra metra
frá æskuheimili mínu, þaðan hef
ég góðar sameiginlegar minning-
ar frá ömmu og afa. Í Reykjavik
bjuggu amma og afi í Álftamýri
sem var í göngufæri frá Teigun-
um og Ármúla þar sem ég æfði
dans og Versló, þar sem ég fór
síðar í menntaskóla.
Minningar mínar frá Álfta-
mýri tengjast sérstaklega ömmu
þar sem við áttum okkar stundir
saman, þegar ég kom við hjá
henni eftir skóla, áður en ég fór á
dansæfingu og afi var enn í
vinnunni.
Hjá ömmu í Álftamýri var tím-
inn afstæður, daglegt stress kom
ekki með inn um dyrnar. Sam-
band okkar þróaðist mjög
skemmtilega frá því að vera góð
amma sem passaði upp á barna-
barnið sitt, til að verða einn af
mínum betri ráðgjöfum. Ég gat
rætt heima og geima við ömmu,
enda var amma mjög næm og var
oft fyrri til að opna fyrir umræðu
á hlutum sem voru að vefjast fyr-
ir mér. Eftir gott spjall við ömmu
í eldhúskróknum voru hlutirnir
oft orðnir mun einfaldari. Eftir
því sem ég varð eldri og það varð
meira að gera í daglegu lífi urðu
heimsóknirnar til ömmu nauð-
synleg hvíld frá daglegu amstri.
Kaffibolli með ömmu í eldhús-
króknum var ein besta afslöppun
sem ég gat hugsað mér.
Síðustu 15 árin hef ég því mið-
ur ekki haft eins mörg tækifæri
til að skreppa í heimsókn til
ömmu og ég hefði óskað. Síðast-
liðinn miðvikudag þann 13. maí,
fékk ég mitt síðasta tækifæri til
að heimsækja ömmu, hún beið
eftir okkur Lísu svo við gætum
kvatt hana í síðasta skiptið og
fyrir það verð ég alltaf þakklát.
Það voru sannkölluð forrétt-
indi að hafa þekkt ömmu eins og
ég gerði.
Ég kveð ömmu með innri ró,
ég á svo margar góðar minning-
ar, áhugaverðar sögur og
skemmtileg orðatiltæki sem ég
mun aldrei gleyma og á meðan ég
hef þessar góðu minningar fylgir
hún mér.
Þín
Eva.
Elsku amma mín.
Nú ertu farin frá okkur og eft-
ir eru allar fallegu minningarnar
um þig.
Þegar ég var barn kölluðum
við þig litlu ömmu, án þess að ég
velti fyrir mér af hverju. Þegar
ég velti því fyrir mér núna, er ég
viss um að það var vegna þess að
það sem er lítið, tengir maður oft-
ast við það sem er jákvætt.
Það sem er lítið er oft eitthvað
sem er gott og fallegt, besta
dæmið eru litlu börnin, góð og
falleg er einmitt það sem lýsir
þér best.
Þú varst alveg einstaklega góð
manneskja sem gafst af þér ein-
staka nærveru.
Sem barn elskaði ég að koma
og vera hjá þér og afa, bæði í
Álftamýrinni og á Völlum og ósk-
in um að vera í nærvist þinni hélt
áfram alla tíð. Eftir að ég eltist
var samvera okkar oft með þeim
hætti að ég kom til þín til að
spjalla í eldhúskróknum, þar sem
þú varst alltaf nærverandi, hlust-
andi og hreinskilin. Það var ekki
sjaldan að við sátum yfir malti og
vínberjum og töluðum um lífið og
tilveruna. Því miður var vega-
lengdin okkar á milli síðustu árin
of löng til at ég gæti komið við hjá
þér eins oft og ég hefði viljað.
Þegar ég síðar stofnaði mína eig-
in fjölskyldu tókstu svo vel á móti
manninum mínum og síðar þegar
börnin okkar fæddust, veit ég að
þau voru í huga þér og þú í
þeirra, þrátt fyrir að þú og þau
fengjuð alltof fá tækifæri til að
eyða stundum saman.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig hér frá Völlum, þar
sem ég sit og skrifa þessi orð til
þín. Sumrin standa skýrast, þar
sem stíflugerð í læknum og bað í
þriggjabræðra fossum var mjög
vinsælt. Þú varst alltaf tilbúin
með heitt fótabað fyrir okkur og
kvöldkaffi þegar við komum til
baka úr ævintýrunum. Þú gerðir
fallegan garð í kringum gamla
bæinn með trjám og blómum, þar
sem við nutum þess að leika okk-
ur. Þú sáðir lúpínu í melinn til að
gera umhverfið fallegra og það
tókst svo sannarlega. Það er svo
fallegt að keyra upp melinn þar
sem lúpínan dreifir sér á sumrin
og í gær sá ég að fyrstu grænu
sprotarnir eru farnir að kíkja
upp. Þegar mamma og pabbi
byrjuðu að byggja okkur heimili
á Völlum, stóðuð þið afi alltaf
tilbúin að hjálpa til. Best tími
dagsins, þegar á byggingunum
stóð, var þegar þú komst út og til-
kynntir að nú væri kominn matur
eða kaffi og toppnum var náð
þegar pönnukökulyktin tók á
móti okkur. Ég veit, amma mín,
að þú naust þess að sjá Vellina
byggjast upp, naust þess að sjá
gróðurinn vaxa hér. Naust þess
að fá bleiku blómin hjá mömmu á
sumrin til að punta hjá þér í litla
húsinu þínu í Seljahlíð. Þess
vegna veit ég að þú nýtur þess að
sjá að nú eru meira að segja farin
að vaxa tré í ömmubrekkunni
þinni neðst í Esjunni. Alls staðar
sem ég lít í kringum mig hér í
sveitinni eruð þið afi með okkur.
Ég trúi því að þið séuð nú sam-
einuð aftur eftir 20 ár.
Takk fyrir allt það góða sem
þú hefur gefið mér og minni fjöl-
skyldu.
Ég á eftir að sakna þín sárt.
Þín
Lísa og fjölskylda.
Bless, elsku Svava amma, eða
Litla amma eins og við vorum vön
að kalla þig. Ekki vegna þess að
þú varst lítil, heldur líklega vegna
þess að þú talaðir aldrei niður til
okkar krakkanna, þú varst ein af
okkur. Þú studdir allar frábærar
hugmyndir sem við fengum,
hvort sem það voru stórhuga
stífluframkvæmdir í bæjarlækn-
um eða glæfraleg fjallganga ofan
við ömmubrekku. Kjarkurinn var
ekki einu sinni dreginn úr manni
þegar okkur datt í hug að tjalda
ítölsku tjaldi handan við garðinn
á Völlum og veðurspáin slæm.
Ekki var heldur kvartað þegar
við komum inn um miðja nótt
kaldir og hraktir, heldur sóttir
þurrir bolir af afa, kakó hitað og
við svo háttaðir í hlýtt rúm. Esjan
er í bakgarði Valla og lærði mað-
ur þar grunninn að fjalla-
mennsku. Sú hefð skapaðist að ég
hringdi í þig í hvert sinn sem
komið var á fjallstopp. Þú virtist
alltaf hafa sama brennandi áhuga
á því hvernig hefði gengið, hvaða
leið hafi verið valin og hvað ég
sæi. Því miður verða ekki fleiri
símtöl af þessu tagi, heldur verð
ég að láta nægja að hugsa til þín
er komið verður á fjallstopp.
Pétur Vignir Reynisson.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þessa bæn kenndir þú mér,
elsku amma, og enn þann dag í
dag bið ég þessa bæn og hugsa til
þín. Það var ekki fyrr en ég rita
þessi orð til þín að ég fletti upp
þessari bæn og sá að hún er fjög-
ur erindi. Síðustu tvær línurnar
innihalda þessi orð; „ljósið af ljósi
þínu, lifi í hjarta mínu“. Get ekki
annað en brosað því að þessi orð,
orðin okkar, segja það sem segja
þarf, því ljósið þitt mun ávallt
lýsa. Þær eru svo margar og hlýj-
ar minningarnar um þig, því,
amma, þú ert ein hlýjasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Kjöt-
búðingur á prímus á ferðalagi í
appelsínugula Bronconum. Rauði
hitapokinn, kandís í skápnum,
vöfflukaffi og sveitaferðirnar til
ykkar á Völlum. Þegar þú nudd-
aðir handáburði á mig fyrir
svefninn og hver einasti fingur
fékk sitt nudd og þegar þú tókst á
móti mér á hverjum degi í Álfta-
mýrinni þegar ég kom af æfing-
um, sama hversu seint á ferðinni
ég var. Svo síðar þegar þú fluttir
á fallega litla heimilið þitt í Selja-
hlíð eftir að elskulegi afi kvaddi
og ég hóf störf þar, þá jukust
heimsóknirnar enn meira og var
það undantekning að ég leit ekki
inn hjá þér á leiðinni heim. Við
sátum svo oft og spjölluðum um
daginn og veginn og kom það mér
alltaf á óvart hversu sterkar
skoðanir þú hafðir á hlutunum,
en aldrei á minni ævi sá ég þig
skipta skapi. Enda kom það mér
ekki á óvart þegar starfsfólkið á
Seljahlíð talaði svo hlýlega um
þig. Þú hallmæltir engum og róin
sem vakti yfir þér allt til enda er
ólýsanleg. Þú elskaðir skilyrðis-
laust og þú varst líka svo næm og
vissir meira en við hin. Gleymi
því ekki þegar þú vissir á undan
mér að það var lítið kríli á leið-
inni. Í dag er ég svo þakklát að
börnin mín hafi fengið að kynnast
þér og orðið forréttindi kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
þess að hafa átt þig og að hafa
fengið að læra af þér. Elsku
amma nafna og „amma langa“
eins og hjartans englarnir mínir
kölluðu þig alltaf. Nú ertu komin
á staðinn þinn og já við hittumst
eins þú sagðir við okkur þegar þú
varst tilbúin að kveðja. Mín dýr-
mætasta minning mun vera sú að
hafa fengið að sitja hjá þér þegar
þú kvaddir. Ég get ei lengur
horft í augun á þér, get ei lengur
haldið í höndina á þér en í hjarta
mínu ertu að eilífu. Elsku amma,
verndarengill á himnum sem vak-
ir yfir okkur. Ég mun finna koss
þinn á enni á hverju kvöldi og vita
af þér allt um kring. Guð sá að þú
varst farin að þreytast og hann
lagði hendur sínar um þig og
hvíslaði í eyra þitt; „Nú er tím-
inn.“ Með tárvotum augum við
sáum þig leggja af stað. Hjarta úr
gulli hætti að slá og vinnuhendur
lögðust til hvílu. Guð braut hjarta
okkar til að sýna okkur að þín biði
annað hlutverk. Bið að heilsa afa
með kossi & takk, amma, fyrir
allt. Gabríela, Belinda og Adam
skila til þín að þau elska þig, líður
vel að vita að þér líður vel og hvíl í
friði.
Svava Björk Jónsdóttir,
Gabríela Rós, Belinda Mist
og Adam Berg.
Elsku Svava amma. Okkar síð-
ustu samverustund mun ég
geyma með mér til frambúðar.
Við það tækifæri hafði ég ánægj-
una af því að kynna þig fyrir
yngsta langömmubarninu þínu
og syni mínum, Reyni Thomasi.
Þar sem þú varst ávallt svo barn-
góð og hlý, þykir mér einstaklega
Svava Jónsdóttir