Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 31
stóð ekki á væntumþykju þinni á þeim öllum. Þegar gaus í Eyjum 1973 var mikið að gera hjá þér. Það voru margir sem fengu húsa- skjól hjá þér. Þetta var sjálfsagt í þínum huga. Í kjölfar gossins flutti ég og mín fjölskylda á Jörfabakkann í göngufæri frá ykkur í Geitastekknum og stutt var í heimsóknir. Þér fannst sjálf- sagt að við værum með í laufa- brauðsbakstrinum. Þú hnoðaðir deig, flattir út, við skárum út og þú steiktir. Í lokin var boðið upp á kaffi og kökur. Þessum góða sið höfum við haldið, þín fjölskylda og mín og gerum örugglega áfram og hugsum til þín. Á Þor- láksmessu vorum við Þór vön að fara með krakkana í bæinn eftir kvöldmat. Á leiðinni heim var alltaf komið við hjá ykkur. Þar beið okkar heitt súkkulaði, rjómi og kökur. Þar með voru jólin komin. Þessu gleymum við ekki, Villa mín. Síðustu árin á Þorláks- messu kom ég til þín á Grund og alltaf varstu með eitthvað til að bjóða mér, það var þinn stíll. Í gegnum árin töluðum við oft saman um falleg föt, góðan mat og kökur. Þú varst alltaf vel til höfð, frábær kokkur og bakari. Alltaf varst þú með hugann á réttum stað þótt heilsunni væri farið að hraka. Ef þú rakst á góða uppskrift í blaði klipptir þú hana út til öryggis ef þú hresstist nú eins og þú sagðir svo oft. Elsku frænka mín og vinkona. Það hefur verið svo gott að eiga þig að öll þessi ár. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og minni stóru fjöl- skyldu. Ég votta fjölskyldu þinni samúð mína, hvíldu í friði elsku Villa. Þín, Sigríður (Sísí). Við Vilborg, eða Villa, eins og flestir kölluðu hana, kynntumst fyrir hartnær fimmtíu árum þeg- ar við báðar hófum að vinna á Orðabók Háskólans, ég á þriðja ári í háskóla, hún þriggja barna móðir og reynd húsmóðir. Aldrei fann ég fyrir þessum aldursmun. Við gátum talað um allt milli him- ins og jarðar. Báðar höfðum við sama viðfangsefnið þennan fyrsta vetur en það var að raða orðabókarseðlum í stafrófsröð. Mörgum kann að finnast þetta einhæf vinna en það er mesti mis- skilningur. Hver seðill átti sitt orð, sitt notkunardæmi. Stefnt var þá að sögulegri íslenskri orðabók og mörg og misjöfn handtök voru nauðsynleg. Hver lagði fram sinn skerf og ekki var farið í manngreinarálit. Villa rað- aði áfram seðlum til starfsloka, ég kom og fór, vann á sumrin önnur verk á stofnuninni þar til námi lauk að ég kom í fulla vinnu en aldrei slitnaði þráðurinn á milli okkar. Á Orðabókinni vann Villa fram undir eftirlaunaaldur, fyrst í sama herbergi og eiginmaðurinn, Jón Aðalsteinn Jónsson, en deildi því síðar með öðrum eftir þörf- um. Hún var hæglát en sat ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta, ákveðin en sanngjörn. Eftir að Jón Aðalsteinn tók við sem forstöðumaður kom ekki annað til greina en að þorrablót stofnunarinnar væru haldin á heimili þeirra hjóna í Geita- stekknum og þannig var það í nokkur ár. Gestrisni og velvild lýsti af þeim báðum og hver mað- ur fann hvað hann var velkominn. Villa naut þess að taka á móti okkur og var umhugað um að all- ir fengju nóg af kræsingunum. Árin liðu, Villa hætti á Orða- bókinni, en hún hætti ekki að hugsa til okkar sem þar unnum áður með henni. Lengi vel hringdumst við á nokkrum sinn- um á ári og alltaf spurði hún um líðan fjölskyldu minnar og barna, hvernig gamla samstarfsfólkinu vegnaði og hvernig verkinu mið- aði áfram. Úr símtölum dró þeg- ar aldurinn færðist yfir en við héldum þó lengstum sambandi. Ég heimsótti hana í Kópavoginn og síðast á níræðisafmælinu á Grund á síðasta sumri. Alltaf var hún sami höfðinginn heim að sækja. Eitt af því síðasta sem hún sagði við mig í afmælinu var: „Guðrún mín, ertu örugglega bú- in að fá nóg,“ og síðan kvöddumst við. Við fjölskylda mín og gamlir samstarfsmenn Vilborgar á Orðabók Háskólans sendum börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Kvaran. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 ✝ Dýrunnn Jós-epsdóttir fædd- ist á Bergstöðum, V-Hún. 27. júní 1930. Hún lést 14. maí 2015 á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar henn- ar voru Jósep Jó- hannesson, f. 1886 á Hörgshóli í Lín- akradal, V-Hún., d. 1961, og Þóra Guðrún Jó- hannsd., f. 1889 á Hofi í Hjalta- dal í Skagafirði, d. 1973. Systkini Dýrunnar voru: Jó- hannes, skrifstofum á Akureyri, f. 1911, d. 1995, Ingibjörg, húsm. í Reykjavík, f. 1912, d. 2008, Katrín, saumakona á Ak- ureyri, f. 1914, d. 1994, Jóhann Hjalti, bóndi á Hrafnagili, f. 1916, d. 2007, Zophonías, verka- maður á Akureyri, f. 1920, d. 2006, Þóra Guðrún, húsm. Tannstaðabakka, V-Hún., f. 1924, d. 2011, og Aðalsteinn, verslunarm. á Akureyri, f. 1930, d. 2006. Dýrunn giftist 1951 Eiríki Bengt Olsen, f. 1917, d. 2003. Þau skildu 1960. Börn Dýr- unnar og Eiríks eru a) Ellen Þóra Hjördís, f. 1951, bús. í Noregi, maki Hafliði Jóhann Haraldss., f. 1952. Börn: Har- bús. í Mobile, Alabama í Banda- ríkjunum, maki Hoa Quynh Nguyen, f. 1963 í Víetnam. Börn: Hanna Dýrunn Anh og Ella Quynh Anh. 2) Jósef Auð- unn, f. 1967, bús. á Stöðvarfirði, maki Solveig Friðriksd., f. 1970. Börn: Friðrik Júlíus og Dýrunn Elín. Dóttir Jósefs og Helenu B. Magnúsd. er Halla Björk, búsett í Þýskalandi. Dætur hennar og Árna Sigtryggss eru Helena Emma og Sara Marín. 3) Frið- rik Tryggvi, f. 1970, bús. á Ak- ureyri, maki Eglé Valiuke- viciute, f. 1981 í Litháen. Sonur Friðriks er Christian Dawid og fósturdóttir Cadisa Garises. Móðir þeirra er Marta Garises. 4) Bergþór Rúnar, f. 1972, bús. á Akureyri, maki Dóra Björk Jóhannsd, f. 1971. Börn: Edda Kristín, Jóhann Þór og Álfrún Hulda. Dýrunn ólst upp í foreldra- húsum að Bergstöðum í Mið- firði, V-Hún., fram á unglings- ár. Hún stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði veturna 1945-1947 og í Kvennask. á Blönduósi vet- urinn 1948-49. 1949 fluttist Dýr- unn til Akureyrar og bjó þar til æviloka. Þar vann hún á sauma- stofum samhliða húsmóður- störfum og barnauppeldi en á áttunda áratugnum hóf hún störf hjá Útgerðarfél. Akureyr- inga og starfaði þar til ársins 1998. Útför Dýrunnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 10.30. aldur Eric, f. 1972, og Ásrún Gígja, f. 1979, bæði bús. í Noregi. Maki Har- aldar er Annette Johanson. Börn þeirra eru Hanna Veronika og Sand- er Joakin. Maki Ás- rúnar er Hans Jörgen Petersen. Dóttir þeirra er Helene Oda. b) Ei- ríkur Einar, bús. á Akureyri, f. 1953, maki Hafdís Helga Hall- dórsd., f. 1954. Börn þeirra eru Elmar Sindri, f. 1975, og Stein- unn Ásta, f. 1981. Sambýlisk. Elmars er Jónína Björk Stef- ánsd. Börn: Erik Hrafn og Haf- dís Nína. Dóttir Elmars og Þor- gerðar Sævarsd. er Andrea Björg. Sambýlism. Steinunnar Ástu er Halldór Gauti Kárason. Dóttir þeirra er Erika Ósk. Son- ur Steinunnar Ástu og Grétars Baldvinssonar er Halldór Helgi. Dýrunn giftist 1963 Friðriki Kristjánssyni skrifstofumanni, f. 20. janúar 1920, d. 5. júlí 2013. Foreldrar Friðriks voru Kristján Guðni Tryggvason, f. 1882 á Sigluvík S-Þing., d. 1945, og Ingiríður Jósefsd., f. 1895 á Hamri, A-Hún., d. 1978. Börn Dýrunnar og Friðriks eru: 1) Kristján Ingi, f. 1963, „Þið eigið ekki að syrgja þegar ég dey, þið eigið bara að gleðjast og hafa gaman.“ Þau voru ófá skiptin sem þú sagðir þessa setningu, gjarnan sitj- andi á stólnum þínum við eld- húsborðið með kaffi í bolla. Kaffi sem orðið var hálfkalt því þú hafðir engan tíma til að drekka það þar sem þú varst önnum kafin við að prjóna eða bara spjalla. Vissulega er nóg af góðum og skemmtilegum minningum til að gleðjast yfir núna, þegar þú ert farin, þó að söknuðurinn sé til staðar. Það var margt spjallað þarna í eldhúsinu og þú vildir enda- laust fá að heyra af því sem var að gerast í kringum þitt fólk. Eldhúsið var þinn staður og þar gastu gleymt þér langt fram á nótt við að prjóna, stússa eitthvað, eða bara að hlusta á góðan þátt í útvarpinu. Ljóð og vísur voru í miklu uppáhaldi og það kom ekki upp það umræðuefni að þú gætir ekki komið með eina vísu við hæfi. Þú hafðir alltaf átt gott með að læra vísur og sagðir stund- um frá því að systkini þín voru alveg hissa hvað þú varst fljót að læra vísur þegar þú varst barn. Það var alltaf vel tekið á móti þeim sem komu í Byggða- veginn. Þegar barnabörnin komu blaut í fætur eða ein- hverjum varð á orði að hann vantaði einhvern hlut varstu rokin af stað inn í herbergi í skápinn góða, sem virtist geyma allt á milli himins og jarðar, og komst til baka með nýja sokka eða það sem vant- aði. Ég hef oft kíkt í skápinn af forvitni og hálfpartinn búist við að þar inni blasi við eitthvert leyniherbergi fullt af alls konar dóti. Þó þú værir hagsýn og oft sparsöm fyrir sjálfa þig þá varstu alltaf afar rausnarleg við aðra og mjög gestrisin. Það var alltaf gott að koma og sitja með þér við eldhúsborðið og ræða málefni líðandi stundar. Elsku Dýrunn, takk fyrir all- ar góðu samverustundirnar og góða ferð yfir í Sumarlandið. Dóra. Hún Dýrunn Jósepsdóttir í næsta húsi, ævilangur vinur og nágranni, er dáin og það leita ýmsar vangaveltur á hugann við þau tíðindi. Áminning um fallvaltleika lífsins hefur knúið dyra og við stöndum eftir með spurningar en fá svör. Við systkinin ólumst upp í næsta húsi við Dýrunni og fengum að njóta kosta hennar og gæsku í gegnum okkar æsku og upp- vöxt. Lífsgleðin sem ávallt skein úr augum hennar og skemmti- leg sýn á lífið gerði það að verkum að alltaf var gaman að skreppa yfir í næsta hús og ræða málin, fá sér kaffi og jafn- vel sígarettu. Þetta var gamli tíminn í Byggðavegi og úr hug- um okkar hverfur hann ekki. Dýrunn og Friðrik, sem dó 2013, voru nágrannar mömmu og pabba frá því uppúr 1960 í Byggðaveginum og tókst strax sterkur vinskapur þeirra í milli. Einnig með börnum þeirra og okkur systkinunum þegar árin liðu. Samgangurinn var alla tíð mikill, svo mikill að t.d. þegar vetur voru snjóþungir og þurfti að moka til að komast út á götu, þá var byrjað á að moka yfir til Dýrunnar og Friðriks því ekki mátti vera ófært þang- að. Vinskapur fjölskyldnanna er sterkur enn í dag og þess vegna markar fráfall Dýrunnar djúp spor í hugi okkar allra. Við minnumst Dýrunnar með hlýju og þökkum fyrir sam- fylgdina. Ella, Eiki, Stjáni, Jobbi, Diddi, Beggi og fjöl- skyldur, við biðjum þess að al- mættið gefi ykkur styrk á sorg- artímum. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Anna, Ármann, Sigríður, Greta, Eggert og Sævar. Dýrunn Jósepsdóttir samskipti langafabarnanna við afa Steinar. Langafabörnin elska hann jafnheitt og við og upp- lifa sömu spennu og eftirvænt- ingu fyrir hvern viðburð í Holta- gerðinu og við gerðum forðum daga. Elsku afi Steinar, þú ert okkar fyrirmynd, við elskum þig og söknum þín óendanlega mikið. Þín barnabörn, Gréta Björk, Þórdís Heiða, Sonja og Steinar. Elsku afi, það er skrítið að standa á gólfinu inni í bílskúr núna þegar þú ert farinn. Þar sem áður mátti finna þig er nú tómt og þar sem áður mátti hlusta á þig fræða okkur ungu mennina um lífið er hljótt. Eld- húsborðið þar sem í gamla daga var reiddur fram tíu stjörnu morgunverður og fyrir bara nokkrum vikum [dögum – mán- uðum] var kaffi og brauð eftir góða vinnutörn í bílskúrnum er núna allt öðruvísi. Amma situr áfram í stólnum við ganginn og við á endanum en stóllinn þinn er tómur. Það verður erfitt að venj- ast þessu. Það eru ekki allir jafn heppnir og við að hafa átt svona mikinn hagleiks- og uppfinningamann að. Á hverju vori erum við öfund- uð í kartöflugarðinum þar sem við spröngum um með kartöflu- gatarann sem þú smíðaðir og setjum niður kartöflur með undraverðum hraða og ná- kvæmni. Og eljusamari einstakling er erfitt að finna. Tveir frídagar á ári, jóladagur og föstudagurinn langi, enda þarf að vinna mörg handtök til að koma hugmyndum af blaði í raunveruleikann. Það hefur þú kennt okkur. Þeim okkar sem auðnaðist að fylgja þér í vinnuferðir, hvort sem það voru sýningar í útlönd- um eða söluferðir innanlands, á eftir að endast minningin um góðan ferðafélaga sem ávallt virtist eiga sögu í handraðanum. Og ef það var ekki eigin reynslu- saga þá að minnsta kosti brot úr einhverri Íslendingasögunni. En þú kenndir okkur ekki bara muninn á Torx- og Philips- skrúfum heldur líka manngæsku og tillitssemi. Það hefur haft mikil áhrif á okkur að fylgjast með samskiptum ykkar ömmu, hvernig þið töluðuð saman en ekki síst hvernig þið höguðuð ykkur gagnvart hvort öðru. Þar hefur aldrei sést annað en ást og umhyggja og hefur verið sér- staklega gaman að fylgjast með hvernig þú tókst yfir rekstur og eldamennsku heimilisins eftir að sjónin í ömmu dapraðist. Amma var sérlega hrifin þeg- ar þú tókst uppá því að gera fimmfaldan skammt af meðlæt- inu og geyma í frysti svo aðeins þurfti smella því í örbylgjuna og steikja smá fisk eða kjöt til að hafa fullbúna máltíð. Takk fyrir okkur, afi, við eig- um þér margt að þakka og vafa- laust gerum við okkur ekki grein fyrir því öllu enn. Og hafðu ekki áhyggjur af ömmu, við munum líta eftir henni. Þínir afastrákar, Stefán Þór, Halldór, Steinar og Guðberg. Hvernig kem ég orðum mín- um til leiðtoga, leiðbeinanda, hugsjónamanns og afa sem ekki gengur lengur á meðal okkar? Ég ímynda mér að hann sé á himnum, að verkirnir séu víðs- fjarri, að móttökunefndin hafi verið sérlega glæsileg. Ég velti fyrir mér hvort bænirnar fylgi honum, hvort fallegu orðin veiti honum styrk, hvort hugsanirnar vísi honum leið til almættisins. Mér finnst óþægilegt að vita ekki svarið. Helst vildi ég halda á jóg- úrtdós, með beinum þræði til afa, svo ég geti spurt og fengið svör. Afi átti alltaf svar. Þegar ég var ungur var mikið sport að heimsækja afa og ömmu í Holtó. Þegar barnabörnin hóp- uðust út í bílskúr með afa ákvað ég að vera inni og aðstoða ömmu. Mér fannst ég missa úr að vera ekki í bílskúrnum með þér, missa af gæðastundum. Sem betur fer var tíminn með ömmu gulli betri. Með tímanum jukust tengslin og spilaði margt þar inn í. Marg- ar fjölskyldusamkomur ár hvert hnýttu órjúfanleg bönd enda ávallt mikil skemmtun og frá unga aldri voru allir jafn mik- ilvægir. Börn, unglingar, miðaldra og heldra fólk sat allt saman, hló, gantaðist og lék sér. Enginn var öðrum æðri og engin hugmynd slegin út af borðinu. Ósjaldan gistu barnabörnin og þótti mér gott að fá að sofa á gólfinu í svefnherbergi afa og ömmu. Um daginn var unnið við að leita að perlum fyrir ömmu í hannyrða- herberginu, reyta arfa í garðin- um, smíða í bílskúrnum, ryksuga eða þvo glugga. Um kvöldið var tekið hraustlega til matar síns og í eftirrétt var ísbikar eða ísblóm, snakk með paprikubragði, súkkulaði eða annað góðgæti. Morguninn eftir var svo tíu stjörnu morgunmatur og frásögn afa af æsispennandi draumi næt- urinnar. Allt vann þetta saman að því að byggja upp tengsl okk- ar og mynda samheldna fjöl- skyldu sem er tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir hvert annað. Þannig lagðir þú mikið á þig svo ég kæmist utan sem skipti- nemi. Svo mikið að ég hef ekki enn fyllilega áttað mig á grettistak- inu sem þú lyftir. Ég er þó af- skaplega þakklátur því lífs- reynslan hjálpaði til við að móta þann mann sem ég er í dag. Eftir því sem árin liðu þurftir þú oftar aðstoð við uppfinninga- vinnu í bílskúrnum. Það var auð- sótt þegar þú áttir í hlut. Þegar saga þurfti trefjaplast, snitta þurfti úr járnbitum, setja þurfti saman lyftu, prófa þurfti flokk- ara, skreppa þurfti vestur á firði til mælinga eða fljúga þurfti utan á fiskeldissýningu. Allt voru þetta tækifæri til að endurgreiða aðstoð fyrri ára, til að sýna þakk- læti fyrir fallega fortíð, til að byggja upp nánara samband við þig. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi saga verði ekki lengri. Það eina sem við höfum er að endurtaka orðin sem hafa verið sögð. Ég vildi svo innilega óska þess að börnin mín fengju meiri tíma með þér. Spurningar fljúga um í höfð- inu. Af hverju núna? Af hverju fengu börnin mín ekki meiri tíma með þér? Af hverju fór ég ekki oftar til ykkar? Hvar ertu? Ég er viss um að þú veist svarið við þessu öllu. Góða ferð, afi. Halldór Björnsson. Með nokkrum línum langar okkur hjónin að minnast Stein- ars Steinssonar, en kynni mín og Steinars hófust fyrir meira en 50 árum er ég hóf nám við Iðnskólann í Hafnarfirði, sem þá var í Mjósundinu, en nokkr- um árum síðar hóf Sirrý störf við Iðnskólann sem þá var kom- inn til húsa að Reykjavíkurvegi, og allar götur síðan höfum við bæði verið þess aðnjótandi að nema og starfa með þessum frá- bæra heiðursmanni. Strax í fyrsta tíma mínum hjá Steinar varð ég þess áskynja að hér var sérstakur persónuleiki komin til að kenna okkur, prúður, ákveðinn og frá- bær kennari. Öll þessi ágæti komu enn betur í ljós þegar Sirrý var ráð- in við skólann sem fyrsta skrif- stofuaðstoð skólans, og hefur hún búið að því alla ævi að fá þá tilsögn og aðstoð sem nýr starfskraftur þarf til að kynnast nýjum verkefnum, þar sem á móti henni tóku heiðursmenn- irnir Sigurgeir Guðmundsson skólameistari og Steinar Steinsson sem þá var yfirkenn- ari. Steinar var ekki bara frábær samstarfsmaður, hann var líka einlægur vinur, ráðgjafi og sér- staklega hvetjandi og uppörv- andi. Steinari var mjög annt um Iðnskólann í Hafnarfirði og lagði mikla alúð við sitt starf, og ekki síst eftir að hann tók við sem skólameistari, en þó hann væri kappsamur í starfi voru hans ljúfa eiginkona Guðbjörg, börnin og barnabörnin alltaf í fyrsta sæti, þetta sást vel í þeim fjölmörgu heimboðum sem þau hjónin héldu oft á tíðum fyrir samstarfsfólk og vini. Betri og fallegri samvinnu er varla hægt að hugsa sér, allir hjálpuðust að, börn, tengdabörn og barnabörn í eldhúsinu eða að leggja á borð og þjóna gestum. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að kynnast slíku ljúfmenni sem Steinar var og verða vitni að því hvernig hann miðlaði til fjölskyldu og vina því besta sem völ er á í mannlegum samskiptum. Veislurnar voru fjölmargar og glæsilegar, og oft var glatt á hjalla en kátastur var nú Steinar þegar skötuveislurnar á Þor- láksmessu voru upp á sitt besta þá ljómaði okkar maður. Eftir að Steinar hafði lokið starfsferli sínum sem skóla- meistari, þá tók ekki minna við, nú var loks kominn langþráður tími til að hanna og smíða vél- búnað fyrir fiskiðnaðinn. Hugvit sitt og búnað seldi hann bæði innan lands og utan, og þó að hann væri langt kominn á níræðisaldur var hann enn að, þó svo að verkefnin væru frekar við teikniborðið en á verkstæð- inu. Að vera samferðamenn Stein- ars Steinssonar í meira enn hálfa öld, hefur fært okkur hjón- unum gleði, hamingju og lær- dóm, fyrir það viljum við þakka af heilum huga og biðjum guð al- máttugan að styrkja Guðbjörgu og hennar fjölskyldu á þessari saknaðarstundu. Blessuð sé minning Steinars Steinssonar. Ólafur og Sigríður (Óli og Sirrý).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.