Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 ✝ Erla KristínLilja Baldvins- dóttir fæddist að Stóra-Eyrarlandi á Akureyri 30. október 1931. Hún lést 18. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Baldvin Gunnlaugur Sig- urbjörnsson, skip- stjóri, f. 9. júlí 1906, d. 2. maí 1970, og Snjólaug Hlíf Bald- vinsdóttir, fiskmatsmaður, f. 21. nóvember 1912, d. 3. maí 2000. Systkini Unnur Gígja, f. 22. mars 1933, Guðbjörn Gísli, f. 30. maí 1937, d. 31. ágúst 1976, Baldvin Sigurbjörn, f. 24. júní 1947. Erla ólst upp á Akureyri, átti þar bernsku- og unglings- ár og útskrifaðist gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar 1948. Erla giftist Kristjáni Gísla- syni, skipstjóra, f. 30.11. 1930, d. júní 2005, 3. nóvember 1949. Saman áttu Erla og Kristján fimm börn: Gísli, f. 10. ágúst 1948, fyrri eig- inkona Hólmfríður Ragn- arsdóttir og eiga þau saman þrjú börn: Kristján, Önnu Pálu og Styrmi. Síðari eig- inkona er Dagmar Inga Krist- jánsdóttir og þeirra sonur er Magnús Freyr. Núverandi sambýliskona Halla Guð- mundsdóttir. Baldvin Kristján, f. 2. ágúst 1953. Kona hans Halla Júlía Andersen, eiga þau þrjú börn: Erlu, Lóu og Arnar. Páll, f. 16. apríl 1955. Kvæntist Kristínu Hann- esdóttur og eiga þau þrjú börn: Hannes Pál, Margréti Lilju og Sigríði Hrönn. Páll og Kristín slitu samvistum. Snjólaug, f. 17. september 1956. Fyrri eig- inmaður Jóhann Guðnason og eiga þau tvær dætur: Helenu og Heiðu. Síðari eiginmaður Jón Karl Ragn- arsson. Dóttir þeirra er Ragna Kristín. Dóttir Jóns Karls er Heiðrún. Finnur, f. 8. apríl 1960. Fyrri eiginkona Sigríður Hannesdóttir. Sonur þeirra er Hannes. Síðari eig- inkona Þórunn Gunnarsdóttir og eiga þau fjóra syni: Ingi- mar Helga, Kristján, Eyþór Atla og Finn Þór. Langömmu- börnin eru 32 og langalang- ömmubörn tvö. Erla og Kristján hófu bú- skap á Akureyri en vegna sjó- mennsku hans bjuggu þau víða. Fyrst á Siglufirði, síðan um stuttan tíma í Hafnarfirði, þá á Sauðárkróki þaðan fluttu þau til Vestmannaeyja. Í Heimaeyjargosinu fluttu þau til Reykjavíkur og þaðan á Eyrarbakka. Þar skildu leiðir þeirra hjóna 1976. Erla var áfram á Eyrarbakka til 2001 er hún flutti til Vest- mannaeyja við starfslok. Fram til 1968 var stórt heimili helsti vinnustaður Erlu en þá hóf hún störf á skrifstofu Hraðfrystistöðvar- innar í Vestmannaeyjum fram að gosi. Á Eyrarbakka starf- aði hún einnig sem skrif- stofumaður hjá Hraðfrysti- stöðinni. Eftir að fiskvinnsla lagðist þar af vann hún á skrifstofu Alpan á Eyr- arbakka þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Erlu fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag, 22. maí 2015, kl. 16. Elsku amma mín kvaddi þennan heim á sinn einstaka hátt, hljóðlega, hægt og rólega. Minningarnar streyma fram í hugann, svo ótalmargar fallegar minningar um dýrmætar og ómetanlegar stundir með ömmu Erlu sem alltaf var mér svo góð og reyndist mér svo vel. Amma spilaði kleppara við skottuna sína eins lengi og oft og ég vildi, amma leyfði skottunni sinni að binda band um höfuð sitt og lék svo hest eða hund tímunum saman. Amma Erla bakaði heimsins bestu kleinur og leitar hugurinn oft í borðkrókinn á Eyrarbakka þar sem amma bak- aði kleinur ofan í skarann sinn og naut þess í botn að hafa okk- ur öll hjá sér. Amma kenndi mér svo ógn- armargt. Hún kenndi mér að bera höfuðið ætíð hátt, hún kenndi mér að í lífsins ólgusjó setur maður hausinn undir sig, finnur hugrekkið sitt og tekst á við verkefnin af festu, öryggi og stolti. Af þessu átti amma Erla nóg og þó lífið hennar hafi ekki alltaf verið auðvelt þá bar hún höfuðið hátt og skilaði alltaf sínu og vel það. Elsku fallega, hljóðláta, hlýja, hugrakka, ljúfa Erla amma mín, skottan þín mun alltaf sakna þín sárt. Ég geymi brosið þitt, hlát- urinn, mjúku hendurnar, góðu lyktina og allar fallegu minning- arnar okkar á sérstökum stað í hjartanu mínu. Guð geymi þig og gefi þér góða nótt elsku Erla amma. – Við hittumst í draumi. Ég elska þig alltaf. Þín Lóa. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma, um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Góða nótt, elsku amma mín, takk fyrir allt og allt, þín Erla. Hún Erla amma var engri lík. Hún hló svo dátt að tárin runnu. Amma var alltaf svo falleg, hún var eins og drottning í Hag- kaupsslopp og að innan var hún enn fallegri. Hún var gædd mik- illi þolinmæði og orku og svei mér þá ef sólarhringurinn henn- ar var ekki ögn lengri en ann- arra. Hún vann fullan vinnudag en hafði samt endalausan tíma til að spjalla, faðma og kjassa. Ef það vantaði litla barnið í leik- inn, lagðist hún í sófann eða á hnén og var litla barnið. Ég man eftir að hafa fengið að þvo henni með blautum þvottapoka og allt- af mátti greiða henni. Hún spil- aði líka og las fyrir okkur, söng með okkur og sagði sögur. Það var aldrei neinn asi og aldrei var hægt að sjá að hún væri þreytt þrátt fyrir að afkomendur fylltu húsið og sofið væri í öllum horn- um. Hjá ömmu mátti allt, eða næstum allt, því það mátti ekki rífast, hækka röddina eða vera ókurteis. Við hikuðum ekki við Erla Baldvinsdóttir Elsku stóra syst- ir. Það er erfitt og frekar óraunveru- legt að skrifa þessi kveðjuorð til þín. Þú háðir stutta en snarpa orrustu við illvígan sjúkdóm sem á endanum bar sig- ur úr býtum. Þú sýndir þraut- seigju og æðruleysi í baráttunni og alltaf var stutt í húmorinn þó ljóst væri hvert stefndi. Okkur er úthlutað mislöngum tíma hér á jörð. Ég velti fyrir mér tilganginum með því og hugsa í leiðinni um réttlæti og um órétt- læti sem mér finnst eiga við í þínu tilfelli. Ég reyni að réttlæta þessa hugsun með því að einblína á að nú er þjáningum þínum lokið. Ég minnist þess þegar ég var lítill strákur á Bugðulæknum hjá mömmu og pabba og þú komst heim frá Ameríku. Sögurnar um ævintýrin sem þú lentir í á Man- hattan og New Jersey eru mér enn ljóslifandi í huga. Einnig minnist ég þess hvað það var gam- an að fá að fara austur á Horna- fjörð að heimsækja ykkur Óskar með fallega gullmolann ykkar, hana Gerðu pínulitla. Sú ferð er mér ógleymanleg svo ekki sé nefnt að fá að fara í fyrsta sinn einn í flugvél og síðan í rútu heim. Ég vil fá að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman á Bugðulæknum eftir að þú fluttir þangað aftur í íbúðina þína. Það voru ófá kvöldin sem ég pass- aði litlu stelpurnar þínar þegar þið Gústi voruð að byrja að hittast. Þar var margt brallað og margar skondnar sögur sem við verðum Hrefna G.B. Þórarins ✝ Hrefna G.B.Þórarins fædd- ist 6. febrúar 1952. Hún lést 10. maí 2015. Útför Hrefnu fór fram 21. maí 2015. að eiga áfram sam- an. Ég vil einnig fá að þakka fyrir allar góðu og skemmti- legu samverustund- irnar í Kaupmanna- höfn þegar við komum í heimsókn til ykkar Gústa á Sólbakkann meðan við Nanna bjuggum í Odense. Það var allt- af gott að finna fyrir gestrisni ykk- ar ásamt því að eiga vísan náttstað þegar við áttum leið um borgina. Elsku Gerða, Rakel, Margrét og Gústaf og barnabörn, hugur minn er með ykkar á þessum erf- iðu tímum ekki síst í ljósi þess að þið misstuð föður ykkar fyrir rétt rúmum tveimur árum síðan. Miss- ir ykkar er mikill og mikil eftirsjá að yndislegri móður og ekki síður ömmu. Munið bara að sá sem hef- ur verið elskaður lifir áfram í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, Friðrik bróðir. Elsku systir, þú hverfur svo snögglega af sjónarsviðinu að eftir stöndum við hnípin og hálfrugluð. Þú greindist með krabbamein fyr- ir stuttu og nú ertu dáin. Ég veit að ég á oft eftir að hringja í þig, segja þér frá ein- hverju, spyrja álits eða fá lánað gott eyra. Það eru fáir sem hlusta eins vel og þú. Ég minnist með þakklæti æsku okkar í Álfheimunum, kvöldanna þegar þú söngst fyrir mig með þinni hljómfögru rödd eða last upphátt og fræddir mig um leynd- ardóma lífsins. Þú varst algjör pæja, sæt og smart, vissir alveg hvernig þú átt- ir að láta litlu systur stjana við þig. En þú varst góð og ég leit upp til þín, þú varst líka miklu flottari en allar kvikmyndastjörnurnar á leikaramyndunum sem þú safnað- ir. Við höfum deilt gleði og sorg- um, stutt hvor aðra, sagt sögur og hlegið, grátið og skemmt okkur saman. Lífið hefur ekki alltaf ver- ið þér auðvelt, elsku Hrefna. Saga lífs þíns er flókin, en það hefur alltaf verið stutt í glens og gaman og þú gast verið óborganlega fyndin og skemmtileg. Þú varst yngst þriggja barna tvítugrar stúlku sem bjó við erfið skilyrði og átti ekki annarra kosta völ en að setja þig í fóstur. Þannig kemur þú ársgömul til ömmu og afa, Ingibjargar og Gunnars, á Hverfisgötunni Þú varst eftirlæti allra á Hverfó og áttir margar góðar minningar frá þeim tíma. En skjótt skipast veður í lofti, amma dó sex árum síðar, þá aðeins 49 ára gömul. Eft- ir andlát hennar Ingibjargar gengu Þorgerður, dóttir ömmu og afa, og hennar maður, Friðrik, þér í foreldrastað og umvöfðu þig ást og umhyggju. Þannig urðum við systur. Aldrei nokkurn tímann var litið á þig öðruvísi en alvörusystur. En því er ekki að neita að þú barst þína sorg í hjarta. Tvítug eignast þú Gerðu þína með Óskari, myndarlegum ungum manni. Þið voruð virkilega ást- fangið og fallegt par. Aftur dynur ógæfan yfir, Óskar drukknar þeg- ar Gerða er ársgömul. Á þeim tíma þótti það merki um styrk og dugnað að þú felldir ekki tár en sorgin markaði djúpt sár í hjarta þitt. Hamingjuna fannst þú aftur þegar þú kynntist Gústa og saman áttuð þið mörg góð ár. Ást ykkar bar ávöxt og Rakel, Margrét og Gústaf komu í heiminn. Þið bjugg- uð ykkur falleg heimili bæði í Reykjavík og Danmörku. Þú varst snillingur í að innrétta falleg heimili og það var allaf gott að koma til þín. En veikindi og erf- iðleikar sóttu að og svo fór að lok- um að þið Gústi slituð samvistum. Gústi andaðist fyrir tveimur ár- um síðan. Þú barst höfuðið hátt, varst glæsileg kona með ljúfa og fágaða framkomu. Ást og umhyggja þín gagnvart börnunum þínum og barnabörnum var takmarkalaus og við Sara mín og allir í fjölskyld- unni fengum að njóta góð- mennsku þinnar í ríkum mæli. Síðastliðið ár hreiðraðir þú um þig í yndislegri íbúð í Miðbænum og lífið brosti við þér. En því mið- ur fékkstu ekki að njóta þess lengi. Í huga mínum hljómar lag sem þú söngst oft, Hrefna mín: Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. – Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. (Davíð Stefánsson) Elsku Gerða, Rakel, Margrét og Gústaf, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín Ingibjörg. „Sææææl essssskan, hvaa’seg- irrriúún!“ Þessi setning, sögð ná- kvæmlega á þennan máta, mun ávallt minna mig á hana Hrefnu frænku mína, svona heilsaði hún alla tíð. Stílbrigði sem gæti hafa átt sinn uppruna í sjónvarpsþætt- inum „Fastir liðir eins og venju- lega“. Hrefna var ein af þeirra kvenna sem hafa snert mig hvað mest í lífinu. Hún dæmdi mig ein- hvernveginn aldrei, heldur tók hún mér eins og ég er og ég henni og þar tengdumst við, á stað sem var án fordóma eða sleggjudóma. Þegar ég var yngri var ég oft í heimsókn eða pössun hjá henni, enda Rakel dóttir hennar mér sem systir og oftar en ekki hélt fólk að Hrefna væri móðir mín fremur en mín eigin móðir, systir hennar, enda við mun líkari í lit- arhætti. Í seinni tíð vorum við reykingafélagar í fjölskylduboð- um. Þessar endurteknu fimm mínútna sameiginlegu pásur voru innilegar, þarna ræddum við mál- in sem liggja undir yfirborðinu, við tengdumst og ég fékk að vita hvernig henni leið. Því Hrefna vildi alls ekki alltaf láta í ljós líðan sína, en þarna var hún frjáls og við áttum traust, þannig náði ég að kynnast henni sem fullorðinni manneskju. Líf hennar var marg- slungið og á köflum flókið og dimmt en það glitti ávallt í stjörn- urnar í augunum, í húmorinn og glottið, þannig skein hún Hrefna, björt eins og háraliturinn sinn en með dimman undirtón eins og hinn eiginlegi háralitur. Þannig manneskjur eru mér helst að skapi, fólk með margslungna sögu sem er þó enn með neistann til að sjá hið furðulega við lífið. Hrefnu verður sárt saknað og fór hún allt of snemma frá okkur, en ég veit að hún veit að sá tími mun koma þegar við hittumst aft- ur á stað sem er kannski örlítið blíðari en raunveruleikinn var við hana í gegnum tíðina. Vonandi, elsku Hrefna, ertu komin heim, eins og í laginu sem þú elskaðir. Ég votta frændsystkinum mín- um Gerðu, Rakel, Margréti og Gústafi mína dýpstu samúð. Þín frænka, Sara Riel. Prófraun hjartans eru áföllin sem dynja á lífsleiðinni. Og brosið sem er öllu æðra er brosið sem brýst í gegnum tárin. (EW) Þannig tókst þú á við verkefni lífsins, Hrefna mín. Þrátt fyrir áföllin, sást þú alltaf til sólar á ný. Þú varst sannkallaður fagur- keri, sem heimili þitt bar alltaf vitni um. Sjálf varstu alltaf glæsi- leg ásýndum. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman, jafnöldrurnar, frá því við vorum börn og fram til síð- ustu samverustunda okkar eru mér dýrmætar minningar nú. Ýmislegt var brallað. Stofnuð hljómsveit með bræðrum mínum, Hauki og Smára, meðal annars. Það var líka mikið hlegið. Þú varst sú manneskja sem ég gat sagt allt. Ég treysti þér fullkomlega. Það sem skipti þig mestu máli í lífinu voru börnin þín, barnabörn- in og fjölskyldan öll. Öll voru þau vakin og sofin yfir þér þar til yfir lauk. Allt gerðist svo hratt eftir að meinið greindist. Þú kvaddir þennan heim aðeins rúmum mán- uði seinna. Það er svo margt sem brýst um í huga mér, en fyrst og fremst þakklæti fyrir að eiga þig að. Ég bið Guð að gæta barna þinna, systkina og fjölskyldna þeirra. Innileg samúðarkveðja til ykkar allra. Guð gæti þín, elsku Hrefna mín. Sofðu rótt. Takk fyrir allt og allt. Þín vinkona og frænka, Ólöf. Elsku Hrefna. Ég varð þeirrar miklu gæfu njótandi að fá að kynnast þér í nokkur ár. Þar eign- aðist ég mikla vinkonu sem ég gat talað við og treyst. Það leið varla sá dagur að við töluðum ekki sam- an í síma um okkar mál. Þú eign- aðist fjögur yndisleg börn sem þér þótti afar vænt um og varst stolt af. Þegar Gústaf lést fyrir tveimur árum var það mikið áfall fyrir þig og börnin en nú munt þú hvíla við hlið hans. Allt sem við töluðum um er okkar mál. Það er búið að vera einmanalegt og skrítið að heyra ekki lengur símann hringja og heyra þína rödd. Ég gæti skrifað margt um þig en þú baðst mig um að skrifa ekki lofgjörð um þig. Með þessum orð- um kveð ég þig eins öll okkar sím- töl enduðu á „Love you“ og þú sagðir „Love you too“. Kristófer minn ætlaði að fylgja þér en hann verður erlendis og sendum við börnum þínum og fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Þín vinkona, Ásta St. Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur sem bárust við fráfall GUÐFINNU K. ÓLAFSDÓTTUR, Gauju frá Fagradal, áður til heimilis að Vallargötu 6, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilisins Hjallatúns, Vík í Mýrdal. . Börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall bróður okkar, ÓSKARS ANTONÍUSSONAR frá Berunesi, sem lést 5. maí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar H-2 á Hrafnistu í Reykjavík og liðveislur og aðrir velunnarar Óskars fyrr og síðar. . Hanna Sigríður Antoníusdóttir, Stefanía Ólöf Antoníusdóttir, Anna Antoníusdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og vináttu við fráfall frænku okkar, ÞÓRU KRISTÍNAR ARTHURSDÓTTUR, Hrísmóum 1, Garðabæ. Fyrir hönd aðstandenda, . Þóra Davíðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.