Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hundruð tonna af vörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna. Gámur, fullur af þurrvöru fyrir verslanir Kaupáss, bíður tollafgreiðslu því í honum er kassi af hunangi. Aðrar vörur geta farið í gegnum tollinn en þar sem hunang þarf stimplun frá starfsmönnum Matvælastofnunar er allur gámurinn stöðvaður. Félag atvinnurekenda (FA) biðlar til Matvælastofnunar að stimpla skjölin enda stendur ekki í lögum um innflutning á dýrum og dýra- afurðum að ákveðin starfsstétt þurfi að veita leyfið – aðeins stofnunin sjálf. Bjarga verður verðmætum Ólafur Stephensen, formaður Fé- lags atvinnurekenda, segir að fleiri geti stimplað á pappírana en dýra- læknar og matvælafræðingar. „Samkvæmt lögum á hún að gera það og við segjum: Matvælastofnun er ekki öll í verkfalli og það er klárt að yfirmenn geta stimplað þessa vöru og það eiga þeir að gera, bjarga þannig verðmætum og koma í veg fyrir sóun.“ Einar Örn Thorlacius, lögfræð- ingur Matvælastofnunar, bendir á að málið sé ekki svo einfalt. „Það vill þannig til að þeir starfsmenn sem hafa þekkingu á þessum málaflokki eru í verkfalli. Það er rétt að það þarf ekki að vera dýralæknir sem stimplar þessa pappíra en starfsmaðurinn þarf að hafa hugmynd um hvað hann er að gera.“ FA bendir á að samkvæmt dóma- fordæmum geta yfirmenn stofnun- arinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum. Algjör tvíverknaður Heilbrigðisvottorð með vörum frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eru gefin út af þarlendum dýra- læknum, í samræmi við sömu heil- brigðisreglur og gilda á Íslandi. „Þetta er því algjör tvíverkn- aður, það þarf engan dýra- lækni til að athuga hvort vott- orðið frá erlendum dýra- læknum fylgi vörunni. Það er ekkert annað sem þarf að gera. Það þarf fyrst og fremst að ganga úr skugga um að pappírarnir séu í lagi – það þarf engan dýralækni til þess,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Beðið Innflutningsfyrirtæki mótmæla því að verkfall dýralækna þýði að MAST geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl. Yfirmenn geta bjargað verðmætum  Ekki í lögum að ákveðin starfsstétt þurfi að stimpla leyfi Malín Brand malin@mbl.is Í þau skipti sem svína- og kjúklinga- bændur hafa fengið undanþágur til slátrunar í verkfalli dýralækna hafa sláturafurðir verið settar í frysti. Um heiðursmannasamkomulag var að ræða og í því fólst að vörurnar færu ekki í sölu, en undanþágurnar voru veittar vegna dýravelferðar. Á meðan hefur innkoma hjá svína- og kjúklingabændum í mörgum tilvik- um verið lítil og margir lýst áhyggj- um af því að geta ekki staðið í skilum við fóðursala sína. Skuli ekki líða skort Í gær samþykktu dýralæknar inn- an Dýralæknafélags Íslands að bændur skyldu fá úthlutað ákveðnum sláturdögum og að slátur- afurðir færu á markað. Er það gert til að bændur geti keypt fóður handa skepnum sínum. Í tilkynningu sem Dýralækna- félag Íslands sendi frá sér í gær kemur meðal annars fram að á sama tíma og ekkert þokist í samninga- viðræðum BHM og samninga- nefndar ríkisins „þyngist róðurinn hjá þeim sem aðgerðaleysi stjórn- valda bitnar á“. Er þar vísað til bænda og skepna þeirra. „Í ljósi þessa hefur Dýralækna- félag Íslands ákveðið að taka tillit til þess við afgreiðslu undanþágubeiðna að hætta sé á að framleiðendur svína- og alifuglakjöts muni eiga í erfiðleikum með að afla aðfanga og fóðurs fyrir búfénað sinn,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Góðar fréttir fyrir búin Að sögn Jóns Magnúsar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Ísfugls, eru nú blikur á lofti hjá svína- og kjúklingabændum. „Við fáum að markaðssetja ákveðna daga í næstu viku. Dýralæknafélagið sýnir því skilning að við þurfum náttúrulega rekstrarfé til þess að reka búin okk- ar,“ segir hann. Ekki liggur fyrir ná- kvæmlega um hvaða daga ræðir en ljóst er að í næstu viku fá bændur að slátra og koma vörum sínum fersk- um á markað. „Ég er mjög ánægður með að dýralæknar skuli sýna þessu skilning,“ segir Jón Magnús um tíð- indin um slátrun án kvaða. Fá að slátra og setja á markað  Ferskt svína- og alifuglakjöt á mark- að í næstu viku  Bændum léttir mjög „Niðurstöður fundarins voru mikil vonbrigði frá okkar hálfu og miðað við þennan fund er ljóst að ríkið hef- ur lítinn áhuga á því að viðhalda hér sómasamlegu heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga,“ sagði Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að loknum fundi samninganefndar félagsins og samninganefndar rík- isins. Fundurinn stóð í tæpan hálftíma og að sögn Ólafs er óljóst hver næstu skref verða því annar fundur hefur ekki verið boðaður. Þann 27. maí nk. hefst allsherjar- verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. „Það sem við erum að fara fram á er að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu saman- burðarhæf við önnur háskólamenntuð störf og að það sé stigið ákveðið skref í þá átt að leiðrétta kynbundinn launamun á milli stétta. Út á það ganga kröfur okkar,“ segir Ólafur. Spurður um stöðu verkfallssjóðs hjúkrunarfræðinga segir hann sjóð- inn standa ágætlega en vildi ekki fara nánar út í hve digur hann væri. malin@mbl.is Morgunblaðið/Golli Á leið á fund Lítið þokaðist í kjara- deilu hjúkrunarfræðinga í gær. Hjúkrunarfræðingar brúnaþungir eftir fund Nóg er til af kjöti fyrir komandi Eurovision-veislu í búðum Krónunnar og bendir Sigurður Gunnar Markússon, fram- kvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupáss, sem á og rekur Krón- una, meðal annars á að það sé búið að vera nægt framboð á ferskum kjúklingi síðan um síð- ustu helgi. „Það væri vitlaust að segja að allt væri í fínu lagi. Það er nóg til af lambi, frosnu nautakjöti en ekki allar stærðir til af hamborg- urum þó þeir séu til. Í búðunum okkar er eitthvað minna vöru- framboð en fólk á að venjast. En það er enginn kjötskortur,“ segir Sig- urður. Minna vöru- framboð ENGINN KJÖTSKORTUR HJÁ KRÓNUNNI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þyngsta nautið í Möðruvalla- tilrauninni er komið yfir 500 kílóa markið, var 501 kíló við síðustu vigtun. Nautið fékk nafnið Þór Saari og er aðeins ríflega 14 mán- aða gamalt. Tilraunaverkefnið á Möðruvöll- um í Eyjafirði hófst í byrjun síð- asta árs. Það gengur ekki síst út á það að ákvarða hámarks vaxtar- getu íslenskra nauta og bera sam- an árangur og hagkvæmni mis- munandi fóðrunar. Þóroddur Sveinsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, stjórnar rannsókninni. Hann segir að kálfarnir sem aldir eru á úrvals- heyfóðri og fá kjarnfóður til við- bótar hafi vaxið mun hraðar í upp- hafi en kálfar sem eingöngu eru aldir á heyi. Vöxturinn jafnaðist síðan nokkuð en nú er munurinn aftur að aukast, kornkálfunum í vil. Nautin eru nú orðin rúmlega 14 mánaða gömul og segir Þór- oddur að báðir hóparnir vaxi vel. „Heykálfarnir vaxa líka vel. Það kemur skemmtilega á óvart. Þeir eru á góðum heyjum, sömu heyjum og kornkálfarnir,“ segir Þóroddur. Við síðustu vigtun, síðastliðinn miðvikudag, var meðalþungi korn- nautanna 446 kíló. Heykálfarnir voru 367 kg. Munurinn er því tæp 80 kíló. Ef litið er á vöxt kálfanna frá fæðingu hafa kornkálfarnir þyngst um tæpt kíló á dag að með- altali en heykálfarnir innan við 800 grömm. Ætlunin er að slátra hluta grip- anna þegar þeir ná 500 kílóa líf- þunga og þar með um 250 kílóa falli og hluta þeirra þegar þeir ná 600 kílóa þunga eða 300 kílóa falli. Þóroddur reiknar með að fyrstu nautunum verði slátrað í ágúst. Sá áfangi náðist í vikunni að nautkálfurinn sem hefur verið þyngstur nánast allan tímann, Þór Saari, náði 500 kílóa markinu, var nákvæmlega 501 kíló. Hann er að sjálfsögðu í þeim hópi sem fengið hefur kjarnfóður með heyinu. Þór Saari kom frá bænum Torf- um í Eyjafjarðarsveit. Þar búa Þórir og Sara og var nöfnum þeirra slengt saman með þessum hætti, með hliðsjón af nafni þing- mannsins fyrrverandi. „Hann er stór og flottur,“ segir Þóroddur um Þór Saari. Hann seg- ir að vitað hafi verið fyrirfram að eðlislægur munur væri á milli nautanna. Nefnir hann sem dæmi að það muni 200 kílóum á Þór Saari og því nauti sem léttast er. Nautið Þór Saari hefur vaxið hraðast  Þyngsta nautið í Möðruvallatilrauninni er komið yfir 500 kíló  Nautin sem alin eru á kjarnfóðri eru 80 kílóum þyngri að meðaltali við 14 mánaða aldur en nautin sem eingöngu fá heyfóður Ljósmynd/Þóroddur Sveinsson Tilraun Þór Saari var heldur óstýrilátur við vigtun á Möðruvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.