Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 ✝ Vilborg Guð-jónsdóttir fæddist á Odds- stöðum í Vest- mannaeyjum 22. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 8. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- jón Jónsson, tré- smiður og bóndi á Oddsstöðum, f. 27.12. 1874, d. 25.10. 1959, og Guðrún Gríms- dóttir, húsmóðir og saumakona, f. 10.6. 1886, d. 4.5. 1981. Vilborg var yngst 16 systkina, albræður hennar voru Ingólfur, f. 1917, d. 1998; Guðlaugur, f. 1919, d. 2008, og Árni, f. 1923, d. 2002. Hálfsystkini samfeðra voru 12 og af þeim náðu átta fullorðinsaldri. Þau Kristófer, Pétur, Jón, Herjólfur, Fanný, Njála, Guðmundur og Ósk. Upp- eldissystkinin voru Hjörleifur Guðnason og bróðurdóttir henn- ar, Jóna Halldóra Pétursdóttir sem ein lifir af Oddsstaðahópn- um. Vilborg giftist 9. júlí 1954 Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand mag., sérfræðingi við Orðabók háskól- ans og síðar orðabókarstjóra, f. Ólöfu Þórsdóttur, f. 1991, nema í ferðamálafræði við HÍ, og Stefán Oddur, f. 1994. Sonur Birgis Karls er Ævarr Freyr, f. 1996. Vilborg útskrifaðist sem gagnfræðingur árið 1942 og starfaði til 1944 við afgreiðslu- og gjaldkerastörf hjá Sjúkra- samlaginu í Eyjum. Veturinn 1944-1945 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún vann í tvö ár hjá Póstinum í Vestmannaeyjum en árið 1947 hóf hún störf hjá Símanum. Á þessum árum bjó hún í foreldra- húsum og jafnframt vinnu gekk hún í störf á heimilinu sem var á þeim tíma mannmargt. Þegar hún giftist árið 1954 fluttist hún til Reykjavíkur og sinnti barna- uppeldi og húsmóðurstörfum fyrstu árin. Frá árinu 1965 starf- aði hún óslitið við Orðabók há- skólans þar til hún fór á eft- irlaun 1994. Lengst af var hún í hálfu starfi, en frá því um 1980 starfaði hún jafnframt sem próf- gæslumaður við Háskóla Ís- lands. Því starfi sinnti hún þar til árið 2004 þegar hún hætti, þá á áttugasta aldursári. Vilborg söng í Vestmannakórnum og kirkjukórnum í Eyjum meðan hún bjó þar. Hún var alla tíð virkur félagsmaður Kvenfélags Heimaeyjar eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Síðustu þrjú ár ævinnar bjó hún á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför Vilborgar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. maí 2015, kl. 13. 12.10. 1920, d. 29.7. 2006. Foreldrar hans voru Jón Ormsson, rafvirkja- meistari frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 1886, d. 1973, og Sigríður Jónsdóttir frá Giljum í Mýrdal, f. 1898, d. 1994. Börn Vilborgar og Jóns Aðalsteins eru: 1) Jón Viðar, f. 1955, leikdómari og leik- húsfræðingur; fyrrverandi forstöðumaður Leikminjasafns Íslands. 2) Guðjón, f. 1958, efna- verkfræðingur, giftur Elísabetu Jónu Sólbergsdóttur lyfjafræð- ingi. Þeirra börn eru: Vilborg, f. 1990, vélaverkfræðingur, í sam- búð með Sverri Vidalín Eiríks- syni, Hjörleifur, f. 1991, listfræð- ingur, Sólrún, f. 1991, efnaverk- fræðingur, í sambúð með Magnúsi Borgari Friðrikssyni og Aðalheiður, f. 1993, vélaverk- fræðingur, unnusti Kristinn Jón Arnarson. 3) Sigríður Sía, f. 1959, ljósmóðir og doktorsnemi, gift Birgi Karli Knútssyni, f. 1960. Synir Sigríðar Síu og fyrri eiginmanns hennar, Hrafns Óla Sigurðssonar, eru Gunnar Ingi, f. 1984, í sambúð með Sædísi Í dag kveð ég elskulega tengdamóður. Þegar ég kom inn í fjölskylduna þá lék Sigríður tengdamóðir Villu enn stórt hlut- verk við að viðhalda ýmsum fjöl- skylduhefðum og siðum. Næstu árin yfirtóku sonur hennar, Jón Aðalsteinn, og Villa þetta hlut- verk. Villa sá um heimilið, garð- inn og öll matarboðin, sem voru oftar en ekki haldin fyrir tilstuðl- an Jóns. Hún lagði allan sinn metnað í að hafa heimilið sem glæsilegast og garðinn fallegan. Hjónin voru dugleg að sækja hina ýmsu menningarviðburði og rækta frændur og vini. Hún sjálf var „gullkona“ eins og dætur mínar sögðu, alltaf vel tilhöfð og með skart. Þótt verulega væri af henni dregið síðustu vikurnar sem hún lifði, lét hún ekki sjá sig í matsal Grundar ef henni fannst hún ekki vera nógu vel tilhöfð. Það varð vendipunktur í lífi hinnar annasömu konu þegar Jón Aðalsteinn veiktist. Þá varð hún í fyrsta skipti ein og oft einmana. Veikindi hans reyndust henni erfið, þessi glæsilega og atorku- sama kona eltist um mörg ár á stuttum tíma. Við fráfall vinar míns og tengdaföður urðu kaflaskipti í samskiptum okkar Villu. Þá fyrst gafst tími til að setjast niður og spjalla um allt milli himins og jarðar. Æskuárin í Eyjum voru henni hugleikin. Hún var hluti af stórri og samheldinni fjölskyldu og átti marga góða vini. Enn fleiri vinir bættust í hópinn allt þar til hún skildi við. Hin síðari ár átti hún dýrmætar stundir með vin- konum sínum á Sléttuveginum meðan hún bjó þar, barnabörn- unum sem urðu hennar bestu vin- ir, gömlum vinkonum og frænk- um. Starfsfólk Grundar reyndist Villu einstaklega vel og eignaðist hún þar einnig margan vininn. Áður en hún skildi við bað hún mig fyrir kveðjur til allra og sofn- aði friðsæl, sátt við lífið og til- veruna. Hvíl í friði, vinkona. Elísabet Sólbergsdóttir. Fyrstu minningarnar um hana ömmu eru af Geitastekknum. Húsið var stórt og alltaf eitthvað spennandi í gangi. Garðurinn var stór og einstaklega fallegur. Allt- af var rými til þess að leika sér og þegar réttur tími var hjálpuðum við ömmu að tína bæði rifs- og jarðarber. Hjá henni fengum við bæði bestu sultuna og þegar jarð- arberjauppskeran var komin í hús þurfti ekki meira en rjóma og smá sykur og til varð hið mesta lostæti. Húsið sjálft var fullt af hlutum sem afi og amma höfðu verið að safna í gegnum árin. Við gátum t.d. leikið með kúluspil sem afi gerði, með risavaxið playmobil-sjóræningjaskip eða gömlu dönsku Andrésar Andar- blöðin sem þau höfðu geymt frá því að pabbi var lítill. Hjá ömmu fengum við líka besta mat í heimi en hjá afa bæði þjóðsagnalestur og orgeltónlist. Ekki má gleyma brúnkunni hennar ömmu og öll- um rjómakökunum en við fórum aldrei svöng frá henni. Þrátt fyrir að þau þurftu að flytja í minni íbúð þegar garðurinn varð of stór og herbergin of mörg var alltaf hlýlegt að koma í heimsókn. Amma var jú mjög smekkleg og því fékk kristalsljósakrónan, gíf- urlegt magn gamalla borðlampa, ásamt mestöllu silfrinu að fljóta með. Á seinni tímum þurfti hún að flytja á Grund þegar heilsunni fór að hraka. Þrátt fyrir talsverða flutninga á Grund í gegnum árin, hafði hún sig alltaf til ásamt því að vingast við flestallt starfsfólk- ið. Eftirminnilegast síðustu árin voru öll samtölin og allar heim- sóknirnar á Grund. Það var aldr- ei leiðinlegt að setjast hjá henni og heyra allar sögurnar. Það var auðvelt að gleyma sér í samræð- um í langan tíma um nútíð og for- tíð. Þegar litið er yfir farinn veg þá vorum við barnabörnin hennar einstaklega heppin að hafa kynnst henni. Hún reyndist okk- ur einstaklega vel og var einn af okkar bestu vinum. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Þín barnabörn, Aðalheiður, Hjörleifur, Sólrún og Vilborg. Elsku Villa frænka. Nú er komið að leiðarlokum og margs er að minnast og margs er að sakna. Langar okkur systurnar að setja nokkrar af okkar æsku- minningum á blað um þig. Okkar fyrsta minning um þig er hversu vel þú tókst á móti okk- ur í gosinu. Við vorum svo heppn- ar að flytja í Breiðholtið í næsta nágrenni við þig. Okkur þótti svo gaman ef við þurftum að skjótast með eitthvað til þín fyrir mömmu, þá þurfti nú ekki að biðja okkur tvisvar, vorum farnar um leið. Oftar en ekki lentum við í brúntertu og ískaldri mjólk. Alltaf fannst okkur þú svo fal- leg og glæsilega til höfð. Þegar þú komst frá útlöndum hafðir þú keypt þér dress, nýja skó og veski í stíl. Þú varst heimskona í okkar augum og fagurkeri fram í fingurgóma. Alltaf færðir þú okk- ur glaðning við heimkomu og okkur þótti ógurlega vænt um það. Þú kenndir okkur svo margt eins og laufabrauðsgerð, þar komum við ekki að tómum kof- unum, þú flattir sjálf út brauð- deigið og svo skárum við út með krökkunum þínum. Þetta hefur orðið að árlegum sið með ykkur úr Geitastekknum og okkur úr Jörfabakkanum að hittast í jóla- undirbúningnum og eru það ómetanlegar stundir. Við verðum að minnast á fal- lega garðinn þinn sem þú eyddir öllum þínum frítíma í. Þar gróð- ursettir þú ótal tegundir af blóm- um og trjám. Hvert og eitt þeirra var einstakt í þínum augum og höfðum við aldrei séð fallegri garð. Það var nú ekki leiðinlegt að fá að koma og hjálpa til í garð- inum. Við fengum að launum kræsingar á pallinum eða á bak við skeifu. Svo á haustin fengum við að tína rifsber af trjánum ef fuglarnir voru ekki búnir að éta þau. Merkilegt í minningunni hvað við máttum alltaf glamra á píanó- ið þó svo að við kynnum ekki neitt á það. Búum við ennþá að því þegar við hjálpuðum þér að leggja á borð og brjóta servíettur þegar von var á virðulegum gestum til ykkar Nonna. Það var forréttur, aðalréttur og desert sem þú mat- reiddir sjálf af þinni einskæru list og áttir þú nú alveg nóg af upp- skriftum sem var þitt aðaláhuga- mál að safna. Heimilið var alltaf glæsilegt og bar vott um smekk- vísi þína. Þið Nonni voruð okkur alltaf sem amma og afi hér í Reykjavík og erum við ykkur alltaf svo þakklátar fyrir ást ykkar og um- hyggju. Elsku frænka, takk fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Sakn- aðarkveðjur, Anna og Sigrún Inga. Elsku Villa frænka, þá er kom- ið að kveðjustund. Frá því að ég man fyrst eftir mér barst þú mikla umhyggju fyrir mér. Það var notalegt að eiga þig sem frænku í Vestmannaeyjum, þú á Oddstöðum og ég í Austurbæn- um og síðan á Ásavegi 25. Ég man svo vel þegar þú heklaðir handa mér blúndunethanska sem þá voru í tísku. Þeir voru notaðir til spari og þegar þú tókst mig með í heimsóknir til vinkvenna þinna og frændfólks, þetta er mér ógleymanlegt. Þú bjóst hjá ömmu og afa á Oddstöðum og vannst á símstöð- inni. Þú varst þeim mjög góð og hjálpsöm. Þegar þú hittir hann Jón Aðalstein þinn var ég ekkert sérstaklega ánægð með það vegna þess að þá vissi ég að þú flyttist til Reykjavíkur. Svona var eigingirnin í mér. En Jón Að- alsteinn var snöggur að bræða frænku þína og vorum við alla tíð góðir vinir. Þið genguð í hjóna- band og síðan var farið í brúð- kaupsferð til útlanda, komuð síð- an í heimsókn til Eyja hlaðin gjöfum handa mér og öðrum ætt- ingjum. Svona voru þið alltaf, Villa mín. Þú og amma gáfuð mér silfur á upphlut og allt sem til þurfti og mamma mín saumaði hann. Það gladdi mig mikið þegar amma og afi buðu mér með til ykkar þegar Jón Viðar var skírður. Þá fékk ég tækifæri til að nota upphlutinn hjá þér, einn- ig var farið til ljósmyndara því það varð að vera til mynd af stelpunni í upphlutnum. Árin líða, ég verð unglingur, alltaf velkomin til ykkar. Þú gafst þér alltaf tíma með mér í búða- ráp, og heimsóknir. Stundum var farið í ferðalög og það fannst mér stórkostlegt. Þegar við Þór gift- um okkur og eignuðumst börnin Vilborg Guðjónsdóttir Við andlát tengdaföður míns, Steinars Steinsson- ar, er fallinn frá kær vinur, stoð og fyrirmynd á mörg- um sviðum. Fyrir mér er Steinar ímynd hins eljusama manns. Hann virt- ist ekki þekkja fyrirbrigðið að láta í minni pokann. Hugur hans notaði ávallt stóra poka. Meira að segja daginn sem hann fékk blóðtappann, mánudaginn 4. maí síðastliðinn, hafði hann farið í göngutúr í Kópavoginum, vegna þess að hann fann að hann þyrfti að styrkja sig líkamlega til að geta haldið áfram að vinna að valvoginni. Valvogin átti að stærðarmæla lifandi fisk og flokka. Ýmis hjálpartæki fyrir fiskeldi hafa átt hug hans allan frá því hann fór á eftirlaun. Hug- sjón hans var að búa til tól til að létta einyrkjum í fiskeldi lífið. Með það í huga hafði Steinar kynnt sér ýtarlega starfsemi fiskeldisstöðva undanfarin ár, áttað sig á þörfum þeirra og náð að þróa mörg tæki sem létta þeim störfin. Steinar var mjög áhugasamur um flest. Líklega allt sem honum fannst skipta einhverju máli. Þar vegur örugglega þyngst fjöl- Steinar Steinsson ✝ Steinar Steins-son fæddist 14. október 1926. Hann lést 16. maí 2015. Útför hans fór fram 21. maí 2015. skyldan, sem hann sinnti af slíkri alúð, hugmyndaauðgi og dugnaði að það virt- ist alltaf vera næg- ur tími til að fara með barnabörnin í ferðalög, aðstoða börnin sín í hús- byggingum, segja sögur og halda fjöl- skylduveislur. Allt miðað fyrst og fremst við börnin. Hann hafði mikinn áhuga á sögu Íslands og hafði unun af að vitna í Íslendingasögurnar og skýra baktjaldamakkið sem þar fór fram. Við hjónin nutum þeirrar ánægju að fá að ferðast með Diddu og Steinari um marga þjóðgarða Bandaríkjanna haust- ið 2004. Við sáum um þriggja vikna akstur og ýmis praktísk at- riði, en Steinar viðaði að sér upp- lýsingum af netinu og fræddi okkur um náttúru og sögu mið- ríkjanna. Sama gilti í svipaðri heimsókn á víkingaslóðir í Danmörku 2008. Þá nutum við fróðleiks og fé- lagsskapar þeirra Diddu og Steinars og heimsóttum nokkur barnabörn þeirra í leiðinni. Fyrst þegar ég kom í fjöl- skylduna hittist þannig á að Steinar var útbúa nýtt baðher- bergi. Ég sýndi verkinu nokkurn áhuga. Steinar spyr þá hvort ég gæti ekki mjókkað hurðina fyrir sig. Jú, ég kvaðst mundu líklega geta það. Hann lét mig algerlega um verkið og skipti sér ekkert af því, nema þegar ég spurði. Ég var undrandi á þessu trausti, sem mér var sýnt. Hann gat ekki vitað hvort ég væri á nokkurn hátt hæfur til þess. En ég lauk því líklega skammlaust, því hann hældi mér fyrir og hurðin hangir enn á sínum stað. Steinar treysti fólki fyrir verkefnum. Það var alltaf gott að leita til Steinars eftir aðstoð við ein- hverjar reddingar og viðgerðir. Bara ekki á föstudaginn langa. Þann dag hélt hann heilagan alla tíð og því gat ekkert haggað. Alla aðra daga mátti treysta á liðsinni hans, enda hafði hann algera þekkingu á öllu sem sneri að málmsmíðum og var fljótur að finna lausnir. Það er mikill söknuður að Steinari, ljúfum félaga og fjöl- skyldumanni. Manni með enda- lausar hugmyndir og úthald og elju til að fylgja þeim eftir. Steinar Steinsson var maður, eins og menn eiga að vera. Björn Jakob Tryggvason. Allt er í heiminum hverfult. Líka hann tengdafaðir manns. Það datt engum í hug fyrir rúm- um tveimur vikum síðan að við yrðum hér að kveðja hann í dag. Hann var enn í fullu fjöri og átti enn margt óunnið í sínum ný- sköpunarverkefnum og hugðar- efnum. Vann næstum fullan vinnudag í kjallaranum, í bíl- skúrnum eða við tölvuna að hanna og smíða vélar og búnað fyrir fiskeldi. Hafði rétt tíma til að koma inn í hádegismat kl. 12 og kaffi kl. 15 til Diddu tengda- mömmu minnar. En það er ekki vegna starfsins sem ég helst minnist hans heldur vegna mannkosta hans og hversu góður ættfaðir hann var. Fjölskyldan var honum allt. Hann var alltaf til staðar og hjálpaði til við alla hluti, bæði í ráðleggingum og líka beint við vinnu, t.d. þegar við byggðum húsið okkar fyrir mörgum árum síðan, þá teiknaði hann allt lagnakerfið og var með í að leggja það. Hann gat bara allt. Það var líka alltaf gaman að rökræða við hann um hin ýmsu málefni, því hann hafði mjög ákveðnar og sterkar skoðanir á öllum málum, ekki síst þjóðfélagsmálunum. Það sem stendur samt hæst af öllum hans kostum er hversu yndislegur afi hann var fyrir öll barnabörnin sín. Þau fengu að sofa í Holtó, fengu 5* morgun- mat, fóru í ferðir með afa og ömmu, t.d. með Akraborginni upp á Akranes, og margt fleira. Setningin sem ég heyri enn óma í fjarska er „Afi segðu mér sögu“ og börnin héngu á örmunum á stólnum hans. Hann kunni ótal ævintýri og sögur, sem börnin svolgruðu í sig. Allt lifnaði við og fékk mál, álfar og kynjatröll, vél- ar í skipsrúmi, bílar á hraðbraut- um eða loginn í arninum. Einnig eru minnisstæðir hinir árlegu viðburðir í Holtó eins og skötu- veisla á Þorláksmessu, jóla- hangikjöt á jóladag, þar sem allt- af var dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn kom í heimsókn með glaðning handa öllum börn- unum. Svo kom þorraveisla á Þorranum, þar sem aldnir sem ungir tóku þátt í mikilli þorra- keppni þar sem þorrakappi var krýndur og afi hagræddi úrslit- um eftir flóknum reglum og óskiljanlegum refsistigum. Ég kveð með söknuði og þakklæti yndislegan tengdaföður. Aníta. Hvað dreymdi þig í nótt, afi? Þetta var ávallt fyrsta spurning- in sem afi fékk á morgnana frá okkur barnabörnunum. Við viss- um að okkar beið ævintýraleg saga um prinsessur, riddara og kastala, nú eða geimverur og furðudýr úr dýpstu fylgsnum regnskóganna eftir því hvernig áheyrendahópurinn var saman settur. Tilhlökkunin yfir sögunni var mikil en fyrst þurfti að und- irbúa morgunmatinn. Ekki var hægt að segja sögur nema yfir 10 stjörnu morgunmat við litla eld- húsborðið. Tíu stjörnu morgun- matur samanstóð að sjálfsögðu af tíu hráefnum sem öll þurftu að fara í diskinn í réttri röð, afi sá um röðina. Fyrst var það holli morgunmaturinn, seríós og kornflex. Já, við komumst ekki hjá því að hafa smá hollt með. Því næst komu Count Chocula, Boo Berry, Trix, Lucky Charms og kókópöffs. Þá var komið myndarlegasta morgunmatar- fjall á diskinn. Ofan á fjallið snjó- aði svo hafragrjónum og kakó- malti. Síðust kom mjólkin, sem hellt var ofurvarlega umhverfis fjallið mikla. Þá hófst sögustund- in og ekki brást það að afa hafði dreymt stórkostlegar sögur um nóttina. Afi hafði unun af því að segja okkur sögur. Þegar hann og amma voru á ferðalögum fengum við alltaf bréf með löngum ferða- sögum af ævintýrum þeirra. Seinna meir las hann svo inn sögur sínar á geisladiska og gaf langafabörnum sínum í jólagjaf- ir. Þar getum við alltaf hlustað á hann og kannski skellt í einn og einn 10 stjörnu morgunmat. Annað sem við tengjum sterkt við hann afa eru sunnudags-ís- bíltúrar. Afi átti einstakan bíl sem rataði og keyrði sjálfur í ís- búðina. Við höfðum reyndar smá áhyggjur þegar keyptur var nýr bíll að nú væri út um ísferðirnar. En afi sá við því, leyfði bílunum að hittast svo sá gamli gat kennt þeim nýja leiðina. Við gátum því haldið áfram ferðum í ísbúðina þar sem okkur var kennt að panta sjeik með súkkulaði, kara- mellu og jarðarberjabragði. Frá því við munum eftir okkur hafa afi og amma búið í Holta- gerðinu. Þar voru höfuðstöðvar fjölskyldunnar með öllum sínum hefðum og veislum sem við hlökkum alltaf til að taka þátt í. Jólaboðin í Holtagerði voru stór- fengleg og ekki brást það að ef sungið var nógu hátt umhverfis jólatréð þá birtist jólasveinn eða tveir. Steinar afi stjórnaði þessu af myndugleik og hringdi bjöll- unni góðu þegar setjast átti að kræsingunum. Skötuveislur í há- deginu á Þorláksmessu hringdu inn jólin fyrir okkur barnabörn- in. Eftir veisluna vorum við áfram hjá afa og ömmu að hjálpa þeim að skreyta húsið og tréð. Á bóndadag öttu ungir sem aldnir kappi í þorrakeppninni. Verð- launagripirnir voru ávallt heima- smíðaðir og hannaðir af afa með verkstjórn frá ömmu Diddu. Við barnabörnin höfum notið þess undanfarin ár að endurupp- lifa barnæsku okkar í gegnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.