Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 2

Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 2
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Suðaustankaldi og súld eða rigning sunnan og vestan til í dag, uppstigningardag, og hiti víða 5 til 10 stig. Þurrt norðaustanlands og jafnvel sólarglennur, en hiti getur náð allt að 15 stigum. FRÁ STRANDSTAÐ Útgerðarmenn óttast að skipið brotni niður í fjörunni; þung alda skelli á skrokk bátsins og lemji því utan í fjöruna. MYND/HARALDUR BJÖRN BJÖRNSSON VEÐUR 7° 3° 12° 7° 6° 10 9 5 6 9 SJÁ SÍÐU 42 Kringlan | 588 2300 Opið í dag 13-18 Við erum á 1. hæð í Kringlunni SLYS Mannbjörg varð þegar bátnum Gottlieb GK39 strandaði við Hópsnes skammt frá innsigl- ingunni í höfnina í Grindavík. Fjórir menn voru um borð í bátnum. Bátsverjar gengu frá borði og upp í fjöru þegar báturinn hafði strandað. Erfiðar aðstæður eru á strandstað og sam- kvæmt upplýsingum frá útgerðarfélaginu Nes- fiski, sem gerir út línubátinn, gæti orðið mjög erfitt að ná skipinu af strandstað. Skipið er nú þegar byrjað að brotna niður og göt komin á skrokk þess. Því gæti farið svo að skipið eyði- legðist í fjöruborðinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðar- kall frá vélarvana bátnum um hádegisbil í gær. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesj- um og björgunarskip Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Það tók bátinn skamma stund að reka í land en strekkingsvindur var á svæðinu og aðstæður erfiðar. Nærstaddir bátar komust ekki í tæka tíð til að ná að taka bátinn í tog. Sjómenn á bátnum Gulltoppi náðu þó að koma stuttum spotta í skipið en hann slitnaði. Ekki var nægur tími til að koma annarri taug í skipið. Það tók Gulltopp í kringum tíu mínútur að ná til mannanna. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjómennina í fjöruna og flutti þá til Grindavíkur. - sa MENNTUN „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þór- unn Jóna Hauksdóttir, sérfræðing- ur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðu- neytisins funduðu með skólameist- urum Menntaskólans á Trölla- skaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugs- anlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upp- hafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um fram- haldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfar- ið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niður- stöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrver- andi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu fram- haldsskóla hafi ekki verið á borð- inu í hennar tíð og gagnrýnir sam- ráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög við- kvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki feng- ið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjan- leika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðu- neytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamála- ráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. stefanrafn@frettabladid.is Hófu umræðu um sameiningu skóla Fimm framhaldsskólar á Norðausturlandi ræddu mögulegar sameiningar við full- trúa menntamálaráðuneytisins í gær. Fyrrverandi menntamálaráðherra segir sam- ráð skorta og að umræða um sameiningu skóla sé stefnubreyting í menntamálum. GÆTI KOMIÐ TIL SAMEININGAR Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÞÓRUNN JÓNA HAUKSDÓTTIR TYRKLAND Í gær var þess minnst í Tyrklandi að ár er liðið frá hörmu- legu námuslysi í Soma-námunni en 301 lést í námusprengingunni. Meðal annars lést barnabarn þessarar áttatíu ára gömlu konu sem minntist barnabarnsins í athöfninni í gær. - vh Minntust þeirra sem létust í námuslysi í Soma fyrir ári: Ár liðið frá námusprengingunni SORG Margir minntust látinna ástvina í Tyrklandi í gær. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest tíu ára fangelsisdóm yfir Jóhannesi Óla Ragnarssyni, 33 ára karlmanni, fyrir frelsissvipt- ingu, sifskaparbrot og kynferðis- brot gegn tveimur drengjum og kynferðisbrot gegn þroskahaml- aðri konu. Dómur var kveðinn upp í dag en Hæstiréttur stað- festir þar með dóm Héraðsdóms Norðurlands eystri frá því í des- ember. Í dómnum segir að Jóhannes Óli hafi nýtt sér andlega fötlun konunnar og neytt hana til munn- maka. Maðurinn hafði setið í gæslu- varðhaldi frá því um miðjan ágúst þegar hann var handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn drengjunum tveimur. Í greinargerðum lögreglu sem fylgdu endurteknum kröfum um gæsluvarðhald yfir mann- inum kom fram að manninum væri gefið að sök að hafa tælt tvo drengi inn í íbúð sína. Braut hann á þeim kynferðislega. - ktd, vh Dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn tveimur drengjum og konu: Staðfestu tíu ára fangelsisdóm ALVARLEG BROT Jóhannes Óli var dæmdur fyrir frelsissviptingu, sifskapar- og kyn- ferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum og kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu. MENNTUNARMÁL Níu nemendur í útskriftarárgangi Menntaskólans við Sund voru staðnir að svindli í stúdentsprófi í þýsku á dögunum. Fallist þeir á tilboð skólastjóra mun málið ekki tefja þá í námi. Þeir munu þó ekki taka við skír- teinum sínum ásamt samnemend- um sínum þegar húfurnar fara á loft um mánaðamótin. Nemendur máttu mæta með orðabók í umrætt próf en svindl- ið fólst í því að gögn voru falin í orðabókinni. Var nemendum vikið úr prófinu, prófgögn gerð upptæk og þau send á fund skóla- stjóra. Þau fá sjálfkrafa núll í prófinu. - ktd, vh Útskrifast ekki á sama tíma: Svindluðu í stúdentsprófi VERSLUN Samtök atvinnurekenda segja könnun verðlagseftirlits ASÍ gefa skakka mynd af verð- lækkunum vegna niðurfellingar vörugjalda. Á fimmtudag birti ASÍ niðurstöðu könnunar á verð- lækkunum heimilistækja. Þar er því haldið fram að lækk- anir á slíkum tækjum séu mun minni en gera hafi mátt ráð fyrir. SA segja raftækjaverslanir marg- ar hafa lækkað verðið í september í samræmi við fyrirhugaða niður- fellingu vörugjalda og þar sem fyrri könnun ASÍ var gerð í októ- ber og því ljóst að hið upprunalega verð, þ.e. verð fyrir lækkun, kom ekki til skoðunar hjá ASÍ. - kbg Gagnrýni atvinnurekenda: Segja verðkönn- un ASÍ ranga Línubáturinn Gottlieb GK39 missti vélarafl um hádegisbil í gær og strandaði við Hópnes: Mannbjörg varð þegar línubátur strandaði 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -C 6 8 C 1 7 6 0 -C 5 5 0 1 7 6 0 -C 4 1 4 1 7 6 0 -C 2 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.