Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 10
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777
www.facebook.com/boksala
Útsala
30-70% afsláttur
KJARAMÁL „Slík birgða söfnun
mun leiða til fjárhagslegs tjóns
fyrir bændur löngu eftir að
verkfalli lýkur,“ segir Sindri
Sigurgeirsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands, um uppsafn-
aðar birgðir af svínakjöti og
alifuglakjöti sem ekki fara á
markað vegna verkfalls dýra-
lækna. Í lok þessarar viku verða
uppsafnaðar birgðir um fjórtán
hundruð tonn. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Bændasamtök-
um Íslands.
„Kjötið er geymt í frosti þar
sem ekki hafa fengist undan-
þágur frá verkfalli til slátrunar,
nema með þeim skilyrðum að
setja vörur í frost,“ segir Sindri.
Frá því að verkfall dýralækna
hófst þann 20. apríl síðastliðinn
hafa innlendir alifugla bændur
og svínabændur ekki fengið
tekjur af framleiðslu sinni.
„Fjárhagsstaða margra búa er
því orðin verulega erfið sem
hefur áhrif á möguleika þeirra
til að kaupa fóður og aðföng til
að sinna dýrunum, sem og að
framfleyta sér og fjölskyldum
sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt
mun fjöldi búa standa frammi
fyrir gjaldþroti.“
Þá kom fram í tilkynning-
unni að magn innlends kjöts í
frystigeymslum er sjöfalt meira
í tonnum talið en þess erlenda
kjöts sem bíður tollafgreiðslu
og liggur á hafnarbakka á meðan
kjaradeila dýralækna hjá Mat-
vælastofnun eru óleyst.
- ngy
Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna:
Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots
VERKFÖLL Frá því verkfall dýralækna
hófst hafa innlendir alifugla- og svína-
bændur ekki fengið tekjur af fram-
leiðslu sinni.
FLÓTTAFÓLK Evrópusambandið
hyggst láta endurskoða Dyflinnar-
samninginn svonefnda, sem heim-
ilar aðildarríkjum Schengen-sam-
starfsins að senda hælisleitendur
úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir
sér í öðru aðildarríki.
Reiknað er með að þessari
endur skoðun verði lokið um mitt
næsta ár.
Þetta er liður í fjölþættum
aðgerðum sem Evrópusambandið
hyggst ráðast í til að höndla betur
flóttamannastrauminn yfir Mið-
jarðarhaf. Tillögurnar voru kynnt-
ar í gær.
Aðrar hugmyndir snúast meðal
annars um að þrefalda fjármagn
til eftirlits- og björgunaraðgerða
í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi
gegn smyglurum sem senda fólk
ólöglega yfir Miðjarðarhafið,
leggja meiri vinnu í að koma fólki
aftur til síns heimalands og loks
að deila með sanngjarnari hætti
niður á ESB-ríkin þeim hælisleit-
endum sem ekki er hægt að senda
til baka.
Stjórnvöld einstakra ríkja eru
misánægð með þessi áform. Bret-
ar vilja til dæmis ekki að ríkj-
um ESB verði gert skylt að taka
við hælisleitendum og Ungverjar
segja þessar hugmyndir fráleitar.
Hvað hernað gagnvart smyglur-
um varðar, þá er í tillögunum ekki
útilokað að sendar verði her sveitir
inn í Líbíu eða til annarra landa
þar sem smyglararnir stunda iðju
sína. Mesta áherslan er þó lögð
á að eyðileggja báta og skip sem
notuð hafa verið til að flytja fólk
yfir hafið.
Þessi hernaðaráform hafa mætt
töluverðri gagnrýni og óljóst hvort
þau stæðust alþjóðalög.
Á síðasta ári freistuðu nærri
220 þúsund manns gæfunnar með
þessum hætti, flestir frá Sýrlandi
þar sem margra ára borgara-
styrjöld hefur hrakið nærri helm-
ing landsmanna að heiman. Það
sem af er þessu ári hafa um 80
þúsund manns reynt að komast
yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa
drukknað á leiðinni.
Megnið af flóttafólkinu hefur
farið til Ítalíu, Grikklands og
Spánar en fæstir hafa á endanum
fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd
Evrópusambandsins hafa til þessa
haft frjálsar hendur um það hvort
þau taki við einhverjum þeirra.
Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið
duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir
við nærri helmingi þeirra flótta-
manna sem leituðu hælis í aðildar-
löndum ESB.
Þessu á nú að breyta, þannig að
hælisleitendum verði deilt niður á
öll aðildarríki Evrópusambands-
ins. Til að byrja með verði 20 þús-
und manna hópi skipt niður, þann-
ig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall
í samræmi við íbúafjölda viðkom-
andi lands og að teknu tilliti til
atvinnuleysis þar.
Vísað er til þriðja liðs 78. grein-
ar Lissabonsáttmálans, sem heim-
ilar ráðherraráði Evrópusam-
bandsins að grípa til aðgerða ef
skyndilegur straumur fólks frá
löndum utan ESB veldur neyðar-
ástandi í einu eða fleiri aðildar-
ríkjanna.
gudsteinn@frettabladid.is
Vilja breyta Dyflinnarreglu
Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarákvæðið, deila hælisleitendum niður á aðildarlöndin með
kvótakerfi og beita hervaldi á smyglara í Líbíu og víðar, sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið.
FLÓTTAFÓLK „Í raun er ekki verið
að fjölga móttöku flóttamanna í
Evrópu heldur er verið að jafna
áður ójafna dreifingu þeirra,“
sagði Íris Björg Kristjánsdóttir,
sérfræðingur þingmannanefndar,
um málefni útlendinga og fyrr-
verandi formaður flóttamanna-
nefndar.
„Þýskaland og Svíþjóð hafa
hingað til tekið á móti langflestum
flóttamönnum, auk Grikklands og
Ítalíu,“ sagði hún.
Hún sagði að mikil umræða um
málefni flóttafólks og hælisleit-
enda væri farin af stað í stjórn-
kerfinu og mikil jákvæðni væri í
garð þess að taka við fleirum.
„Dreifing umsókna hælisleit-
enda mun líklega koma til með að
ná til okkar þar sem við tilheyrum
slíkum verkefnum þótt við séum
utan Evrópusambandsins.“
Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra hefur óskað eftir tillög-
um frá flóttamannanefnd um mót-
töku næsta hóps flóttafólks með
ósk um að sérstaklega verði horft
til Sýrlands í ljósi aðstæðna.
„Ég tel mikilvægt að við leggj-
um okkar af mörkum til að forða
fólki frá þeirri hættuför sem hefur
kostað svo margt flóttafólk lífið.
Það gerum við best með samstarfi
við alþjóðlegar stofnanir, líkt og
við höfum gert hingað til og þá
með því að taka á móti kvótaflótta-
fólki,“ sagði Eygló. - srs
Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að Íslendingar leggi sitt af mörkum:
Tökum við fleiri flóttamönnum
FLÓTTAMENN Ísland mun hugsanlega hlaupa undir bagga með öðrum þjóðum.
GIOVANNI ISOLINO/AFP
FLÓTTAFÓLK HANDTEKIÐ Í LÍBÍU Hundruð manna í varðhaldi bíða flutnings annað eftir að hafa reynt að komast til Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SAMGÖNGUR Lokað verður í
Hvalfjarðargöngunum næstu
helgi vegna malbikunar. Göngin
verða lokuð frá klukkan 20 að
kvöldi föstudagsins 15. maí til
klukkan 6 að morgni mánudags-
ins 18. maí.
Í tilkynningu frá Speli, sem
rekur Hvalfjarðargöngin,
segir að akreinin til suðurs
hafi verið malbikuð í október.
Til hafi staðið að taka seinni
áfanga verksins í apríl en það
hafi frestast vegna óhagstæðra
veðurskilyrða helgi eftir helgi.
Þess vegna sé ráðist í fram-
kvæmdirnar núna um helgina
- vh
Ekki hægt að fara göngin:
Lokuð vegna
malbikunar
HVALFJARÐARGÖNG Til stóð að ljúka
seinni áfanga verksins í apríl en það
hefur frestast vegna veðurs.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SVÍÞJÓÐ Sjötugum manni í Sví-
þjóð hefur verið gert að endur-
greiða yfir 64 milljónir íslenskra
króna og dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir að hafa mörg ár
þóst vera elliær og fengið bætur
til að greiða aðstoðarmönnum
sem voru ættingjar hans.
Þeir voru einnig ákærðir. Upp
komst um manninn vegna eftirlits
lögreglu. Hann komst leiðarsinn-
ar án aðstoðar þegar hann spilaði
póker í ólöglegum klúbbi. - ibs
Svíi þóttist vera elliær:
Endurgreiði
tugi milljóna
SVONA ERUM VIÐ
72,1 prósent framhalds-skólanema lærði
erlend tungumál skólaárið 2013-
2014.
Skólaárið 2011-2012 lærðu 74 pró-
sent nemenda á framhaldsskólastigi
erlend tungumál.
219
þúsund fl óttamenn komu til
ESB-ríkja árið 2014
3.500
fórust í Miðjarðarhafi nu
46
þúsund fl óttamenn hafa
komið til ESB-ríkja það sem
af er þessu ári
1.750
fórust í Miðjarðarhafi
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
2
-D
1
E
C
1
7
6
2
-D
0
B
0
1
7
6
2
-C
F
7
4
1
7
6
2
-C
E
3
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K