Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 16

Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 16
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 16 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði umtalsvert eftir að yfirlýsing Peningastefnu- nefndar Seðlabanka Íslands var kynnt í gær. Mest hækkaði kraf- an á stuttum bréfum. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndarinnar segir að þróun kjaraviðræðna að undan- förnu og hækkun verðbólguvænt- inga, auk vísbendinga um öflugan vöxt eftirspurnar, bendi til þess að aðstæður séu að skapast sem kalli á að hækka þurfi vexti á næsta fundi nefndarinnar í júní. „Þetta er sterkara orðalag en menn höfðu búist við,“ segir Valdimar Ármann, sjóðsstjóri hjá GAMMA. Hann segir orða- lag nefndarinnar gefa til kynna að þessar vaxtahækkanir séu nær í tíma en markaðurinn hafði búist við. „Menn höfðu búist við að þeir myndu leyfa blekinu á kjarasamn- ingum að þorna og greina mögu- leg verðbólguáhrif og taka síðan ákvörðun í framhaldi, leyfa hlut- unum aðeins að raungerast,“ segir Valdimar. En miðað við yfirlýs- inguna sé styttra í vaxtahækkanir Seðlabankans en menn höfðu búist við og markaðurinn bregðist við því með hærri ávöxtunarkröfu. Smitar út í verðbólguna Valdimar segir að vextir á óverð- tryggðum bréfum hafi hækkað mjög mikið undanfarna þrjá mán- uði vegna aukinna verðbólguvænt- inga. Umræða um kjarasamningana hafi hafist strax í haust og í vetur hafi komið í ljós að kjarasamning- arnir yrðu umfram uppgefin mark- mið Seðlabankans. „Seðlabankinn var búinn að gefa ákveðnar leið- beiningar um launahækkanir sem samrýmast verðbólgumarkmiði,“ segir Valdimar. Það sé liðinn tölu- verður tími frá því að í ljós kom að samningar myndu ekki taka mið af þeim leiðbeiningum. „En svo er erfitt að segja hvernig samspil skattalækkana og launa- hækkana verður. Þetta smitar á ólíkan hátt út í verðbólguna og þess vegna hefði maður haldið að þeir myndu bara bíða eftir því að sjá Sterkara en menn bjuggust við Töluverð viðbrögð urðu á skuldabréfamarkaði við yfirlýsingu Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær. Nefndin telur aðstæður vera að skapast fyrir hækkun stýrivaxta. Seðlabankinn gerir ráð fyrir miklum launahækkunum á næstunni sem auki á spennu í hagkerfinu. hvað þeir hafa í hendi áður en þeir byrja að bremsa af eitthvað sem þeir vita ekki hvað verður,“ segir Valdimar. Með skattalækkunum vísar Valdimar í hugmyndir sem hafa verið reifaðar í fjölmiðlum um möguleg útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum, til dæmis hækkun persónuafsláttar. Hagkerfið í þenslumörk Valdimar segir að það verði að hafa í huga að á sama tíma og Seðlabankinn spáir miklum launa- hækkunum spái þeir einnig meiri hagvexti. „Þeir eru að spá 4,5 prósenta hagvexti í ár og fram- leiðsluspennu strax á þessu ári og góðum bata á vinnumarkaði. Þann- ig að það spilar saman líka. Þeir eru að sjá að hagkerfið er að fara í þenslumörk strax á þessu ári,“ segir hann. Valdimar segir að þegar horft hafi verið til allra þessara þátta hafi bankanum væntanlega fund- ist mikilvægt að taka snemma í bremsuna í stað þess að bregðast við eftir á. „En í raun er hægt að segja að yfirlýsingin var harðari en búist var við og vaxtahækkan- irnar nær í tíma en skuldabréfa- markaðurinn hafði gert ráð fyrir,“ segir hann. Menn höfðu búist við að þeir myndu leyfa blekinu á kjarasamn- ingum að þorna og greina möguleg verðbólgu- áhrif og taka síðan ákvörð- un í fram- haldi, leyfa hlutunum aðeins að raungerast. Valdimar Ármann, sjóðsstjóri hjá GAMMA Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Í KRÖFUGÖNGU Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur Seðlabankans hafa áhyggjur af því að of miklar launahækkanir ógni stöðugleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég skil ekki hvaða hagsmuni menn eru að verja,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þór- arinn telur kröfu stéttarfélaga um miklar nafnlaunahækkanir kunna að koma verst niður á þeim sem standa höllum fæti, einkum þeim með litla menntun. Bæði Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn lýsa miklum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna. Már segir að ekki virðist allir skilja hvað gæti gerst ef launahækkanir yrðu óhóflegar. „Ég hef haft af þessu áhyggjur og held að öll nefndin deili áhyggjum af því að það sé ekki nægur skilningur á því að það eru ákveðnir hlutir sem hafa breyst, sem verða til þess að viðbrögðin við mjög miklum launahækkunum verða allt önnur en voru hér fyrr á árum. Þegar gengið var bara fellt og verðbólgan þurrkaði ávinninginn út og allir stóðu í sömu sporum. Áhrifin á atvinnustigið verða miklu meiri heldur en ég held að fólk átti sig á,“ sagði Már. Atvinnuleysi gæti aukist Innskráningar í app Arion banka voru fleiri í janúar síðastliðnum en innskráningar í netbankann. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, segir engu að síður að heim- sóknir í netbankann standi í stað. Breytingin stafaði af því að fólk væri í auknum mæli að nýta sér appið. Höskuldur segir að hann hafi búist við því að þróunin yrði þessi, en hún hefði orðið hraðari en hann bjóst við. Aukin áhersla bankanna á staf- ræna þjónustu er einn liðurinn í því að draga úr rekstrarkostnaði bank- anna. Í kynningu á uppgjöri fyrsta fjórðungs kemur fram að laun séu í takti við síðustu fjórðunga en starfsmönnum hjá móðurfélaginu hafi haldið áfram að fækka á tíma- bilinu. Eins og fram kom í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær nam hagnaður Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins 14,9 millj- örðum króna en var 2,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Afkoman er óvenjugóð og mark- ast af óreglulegum liðum. Þar hafa mest áhrif einskiptisatburðir eins og skráning og sala bankans á hlut- um í fasteignafélaginu Reitum og alþjóðlega drykkjaframleiðandan- um Refresco Gerber. Höskuldur segir að regluleg starfsemi bankans hafi líka geng- ið vel. „Arðsemi reglulegrar starf- semi er tæplega 10% á tímabilinu. Við höldum áfram að vinna að því að styrkja grunnrekstur bankans,“ sagði Höskuldur í afkomutilkynn- ingu frá bankanum. - jhh Aukin áhersla íslensku bankanna á stafræna þjónustu fyrir viðskiptavini er einn liður í því að draga úr rekstrarkostnaði: Fleiri viðskiptavinir Arion notuðu app en netbanka BANKA- STJÓRINN Höskuldur Ólafsson segir notk- un á appi bankans vera að aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Fisk Seafood hefur keypt FleX- icut-vatnskurðarvél frá Marel ásamt sjálfvirkri afurðadreifingu og nýjustu gerð ferskfiskflokk- ara. Vélin sker beingarð úr fersk- um þorski, ýsu og karfaflökum, og bitar þau niður eftir ákveðnum skurðarmynstrum með mikilli nákvæmni með eða án roðs. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fisk Seafood, segir að kaupin á þessum búnaði séu gerð til að efla landvinnslu Fisk Seafood á Sauðárkróki. - jhh Fisk Seafood og Marel semja: Fá nýja vél fyrir landvinnslu „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem var umfram væntingar okkar. Kostnaður heldur áfram að lækka enda mikil- vægt að styrkja enn frekar arðsemi af reglu- legri starfsemi,“ segir Birna Einars dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, vegna uppgjörs fyrsta fjórðungs. Uppgjörið var birt í gær. Hagnaður bankans eftir skatta var 5,4 millj- arðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2015 saman- borið við 8,3 milljarða króna á sama tíma- bili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 11,8% á fjórðungnum samanborið við 19,3% á sama tímabili 2014. „Góður árangur í rekstri bankans hefur skilað því að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mat bankann, fyrstan hér á landi frá árinu 2008, í fjárfestingarflokk með stöðug- um horfum. Sú niðurstaða er til þess fallin að skila bankanum hagstæðari kjörum í kom- andi skuldabréfaútgáfum bankans,“ segir Birna. Aukning í nýjum húsnæðislánum var tæp 60% á fjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra. Birna segir vaxandi eftirspurn eftir lánum hjá viðskiptavinum sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. - jhh Hagnaður Íslandsbanka nam 5,4 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi og dróst saman um 2,9 milljarða: Afkoma Íslandsbanka umfram væntingar ÁNÆGÐ Birna Einarsdóttir segir að mat Fitch sé til þess fallin að skila bankanum hagstæðari kjörum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -8 B 4 C 1 7 6 0 -8 A 1 0 1 7 6 0 -8 8 D 4 1 7 6 0 -8 7 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.