Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
Gallabuxur
kr. 13.900.-
Háar í mittið
sídd 78 cm
str. 36-46/48
fleiri litir.
Við erum á Facebook
Ábendingahnappinn
má finna á
www.barnaheill.is
TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
HEILDSTÆÐ LÍNA
Línunni tilheyra fjögur hálsmen, tvær
tegundir af eyrnalokkum, hringur og
armband. Línan minnir á brum eða blóm-
knúppa og er væntanleg á næstu dögum.
Nýjasta lína gullsmiðsins Ásu Gunnlaugsdóttur er inn-blásin af blómknúppum en
skartgripir Ásu hafa margir vísun
í náttúruna. Línan er hins vegar
ekki komin með nafn og tekur Ása
gjarnan við góðum hugmyndum á
facebook-síðunni asa jewellery.
„Ég byrjaði með asa árið 2008
og fyrsta varan kom í verslanir
2009. Ég hef haft það að mark-
miði að vera að minnsta kosti
með eina nýja línu á ári auk þess
sem ég bæti inn í eldri línur en að
undanförnu hef ég gefið svolítið í.
Síðasta lína kom síðastliðið haust,
þetta er vorlína og svo er von á
annarri í haust. Þetta fer svolítið
eftir því hvað maður er frjór en
ferlið tekur langan tíma,“ útskýrir
Ása en tíunda línan er væntanleg á
allra næstu dögum.
Ása lætur framleiða gripina
erlendis. Þegar hugmyndavinnu og
prótótýpugerð er lokið af hennar
hálfu tekur framleiðsluferlið eitt og
sér um sex mánuði. „Ferlið í heild
tekur því yfirleitt í kringum ár,“
segir Ása, sem að vonum hlakkar
til að fá nýju línuna í hendur.
Ása er gefin fyrir blóm og fær
oft hugmyndir á fjöllum. „Þessi
lína minnir á brum eða blóm-
knúppa. Línunni tilheyra fjögur
hálsmen, tvær tegundir af eyrna-
lokkum, hringur og armband. Ég
er ekki komin með nafn en var að
hugsa um að bjóða fylgjendum
mínum á Facebook að koma með
hugmyndir.“
Hver lína Ásu hefur íslenskt
nafn og lýsir það yfirleitt einhvers
konar hughrifum sem tengjast
útlitinu. Ein línan heitir Sumar-
blær en upphaflega hugmyndin
að baki henni kemur frá lamba-
grasi. Önnur lína heitir Gleym
mér ei. „Margir kannast við að
hafa skreytt peysurnar sínar með
gleym mér ei-um og er hugmyndin
í þeim anda, enda skart til skrauts.
Þá eru skartgripir gjarnan gefnir
sem ástarvottur og er nafnið í
þeim skilningi svolítið róman-
tískt,“ útskýrir Ása.
Ása er með vinnustofu á
Vesturgötu 19 í Reykjavík. Vörur
hennar eru meðal annars til sölu
í Michelsen úrsmiði á Laugarvegi,
Epal í Hörpu, Mebu Rhodium í
Kringlunni og víða á landsbyggð-
inni. Þá eru þær nýkomnar í sölu í
skartgripaverslun í Helsinki í Finn-
landi þar sem Ása lærði. „Ég vona
að það verði upphafið að frekari
útrás.“ ■ vera@365.is
ÓSKAR EFTIR
NAFNATILLÖGUM
TÍUNDA LÍNAN Gullsmiðurinn Ása Gunnlaugsdóttir sendir frá sér nýja
skartgripalínu á næstu dögum en hún er sú tíunda frá því að hún hóf að
hanna skartgripi undir merkinu asa jewellery árið 2008.
Á VINNUSTOFUNNI Ása er ekki komin með nafn á línuna og býður fylgjendum sínum á Facebook að koma með hugmyndir.
MYND/ÚR EINKASAFNI
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
3
-2
F
B
C
1
7
6
3
-2
E
8
0
1
7
6
3
-2
D
4
4
1
7
6
3
-2
C
0
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K