Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 27
 | FÓLK | 3 Árlegt Hvítasunnuhlaup Hauka fer fram annan í hvítasunnu en hlaupið er eitt vinsælasta utanvega- hlaup landsins. Utanvegahlaup hafa notið sívaxandi vinsælda meðal hlaupara undanfarin ár enda fátt meira gefandi en að hlaupa í fögru umhverfi ís- lenskrar náttúru. Hjá Skokkhópi Hauka í Hafnar firði hefur stór hópur hlaupara fært sig úr hefð- bundnum götuhlaupum í utan- vegahlaup enda er eitt fallegasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæð- isins í næsta nágrenni Ásvalla, íþróttasvæðis Hauka. Hlaupið var fyrst haldið árið 2013 og segir Jóhann Konráð Birgisson, rekstrarstjóri Sportís, það strax hafa slegið í gegn. „Fal- legt umhverfið og náttúrufegurð var það sem kom flestum á óvart og áttu margir hlauparanna varla orð til að lýsa upplifuninni. Enda sögðust flestir örugglega koma aftur að ári sem og þeir flestir gerðu.“ Sportís er aðalstyrktar- aðili hlaupsins en Skokkhópur Hauka, með þá Pétur og Anton í fararbroddi, sér um skipulagn- ingu og framkvæmd hlaupsins ásamt Jóhanni. Svæðið sem hlaupið er um er afar fjölbreytt og fallegt að sögn Jóhanns. „Hlaupið er með- fram vatnsbökkum, upp og niður brekkur, í gegnum þéttan skóg, með hrauni og þétta breiðu af lúpínu og upp á Stórhöfðann þar sem er einstakt útsýni yfir Reykjanesið og höfuðborgar- svæðið. Meginhluti hlaupsins fer þó fram á góðum stígum.“ Lögð er áhersla á gott skipulag en um 50 brautarverðir starfa við hlaupið sem leiðbeina og hvetja keppendur. „Í ár verða þrjár drykkjarstöðvar þar sem boðið verður upp á vatn og Powerade auk þess sem plötusnúðar munu halda uppi góðri stemningu með dúndrandi tónlist. Allir keppendur fá svo Hleðslu-íþróttadrykk frá MS þegar þeir koma í mark og boðið verður upp á súpu og brauð.“ Boðið verður upp á tvær vegalengdir; aðalhlaupið er 17,5 km en einnig er boðið upp á 14 km leið en þar er sleppt hlaupinu upp á Stórhöfðann sem gerir þá vegalengd færa flestum hlaupur- um sem treysta sér í 10 km götu- hlaup. „Í fyrsta skiptið verður keppt í þremur aldursflokkum og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldurs- flokki. Auk þess fá sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki í 17,5 km afhentan farandbikar sem ber nafnið Hvítasunnumeistarinn. Sigurvegarar í karla- og kvenna- flokkum í báðum veglengdum fá gjafabréf í Sportís ásamt líkams- ræktarkorti í Hreyfingu að and- virði 170.000 þúsund kr.“ Allir þátttakendur eiga mögu- leika á að vinna útdráttarverð- laun en Sportís gefur meira en tíu pör af Asics-hlaupaskóm auk ýmissa annarra gjafa. „Það hefur verið hörð keppni öll árin enda mæta flestir bestu utanvega- hlauparar landsins. Kári Steinn hljóp í fyrra hlaupið á 1:04,07 og mikil keppni hefur verið í kvennaflokknum. Árið 2013 vann Eva Skarpas Einarsdóttir en í fyrra var það Elísabet Margeirs- dóttir sem sigraði. Þær eru báðar skráðar til leiks ásamt mörgum af sterkustu kvenhlaupurum landsins sem gætu blandað sér í baráttuna um efsta sætið.“ Nánari upplýsingar um hlaup- ið og skráningu má finna á www. hvitasunnuhlaup.is. HLAUPIÐ Í FALLEGRI NÁTTÚRUNNI SPORTÍS KYNNIR Hvítasunnuhlaup Hauka fer fram 25. maí en hlaupið hefur á fáum árum skipað sér sess sem helsta utanvega- hlaup landsins. Hlaupið er í fallegri og fjölbreyttri náttúru fyrir utan Hafnarfjörð og er stemningin jafnan frábær. Sportís er ein stærsta sport-vöruheildsala landsins og hefur umboð fyrir nokkur af vönduðustu og vinsælustu íþróttavörumerkjum heims. Fyr- ir nokkrum árum opnaði fyrir- tækið glæsilega verslun í Mörk- inni 6 í Reykjavík þar sem boðið er upp á mikið úrval íþrótta- og útivistavara fyrir fólk á öllum aldri. Að sögn Jóhanns K. Birg- issonar, rekstrarstjóra Sportís, eru þekktustu vörumerki versl- unarinnar Asics, Casall, Seafolly og Canada Goose auk þess sem Sportís hefur sölu á nýju vöru- merki í sumar sem ber heitið Kari Traa. „Aðaláherslur okkar eru á Asics og Casall. Hlaupaskórnir og fatnaðurinn frá Asics eru vandaðar vörur sem hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Einnig bjóðum við upp á úrval íþróttavara frá Casall sem er mjög vinsælt íþróttamerki og þá sérstaklega hjá konum. Casall býður meðal annars upp á vandaðan og fallegan íþróttafatnað auk úrvals af ýmis konar æfingatækjum og öðrum íþróttavörum.“ Sportís selur einnig úrval af sundfatnaði frá Seafolly sem er að sögn Jóhanns mjög vandað merki og eingöngu ætlað kon- um. „Nýjasta merkið í verslun okkar heitir Kari Traa en um er að ræða fallegan og góðan úti- vistar- og íþróttafatnað sem er ætlaður konum á öllum aldri.“ Viðskiptavinir hafa tekið versluninni fagnandi að sögn Jóhanns enda staðsetningin frábær og vöruúrvalið gott. „Ekki skemmir fyrir starfsfólk okkar en þar er valinn maður í hverju rúmi. Viðskiptavinir okkar fá svo sannarlega faglega ráðgjöf og úrvalsþjónustu hér hjá okkur enda koma þeir aftur og aftur.“ Auk ofangreindra vara býður verslunin Sportís upp á vand- aðar útivistarvörur frá Canada Goose, hlaupafatnað frá CW-X, GoPro-myndavélar og SIGG- vatnsbrúsa svo dæmi séu tekin af fjölbreyttu vöruúrvali versl- unarinnar. „Við opnuðum fyrir stuttu nýjan vef og vefverslun sam- hliða honum og erum slegnir yfir góðum viðbrögðum. Þar er hægt að panta fjöldann allan af vörum frá okkur og fá sent heim eða sækja til okkar í Mörkina. Vefverslun okkar býður upp á alla nútíma greiðslumögu- leika, þar á meðal með Net- gíró þar sem hægt er að dreifa greiðslum til allt að tólf mánaða eða borga tveimur vikum síðar.“ Allar nánari upplýsingar um vöruúrval Sportís má finna á www.sportis.is. ÚRVALS ÍÞRÓTTAVÖRUR SPORTÍS KYNNIR Sportís selur úrval af íþrótta- og útivistarvörum fyrir fólk á öllum aldri. Meðal þekktustu merkjanna má nefna Asics, Casall, Seafolly og Canada Goose. Nýlega opnaði Sportís nýja og glæsilega vefverslun sem hefur fengið góðar undirtektir. VINSÆLL FATNAÐUR CASALL -fatnaðurinn hefur slegið í gegn enda hentar hann hvaða íþrótt sem er. MYND/GVA NÝTT Kari Traa er nýjasta merkið og ætlað konum á öllum aldri. MYND/ÚR EINKASAFNI FRÁBÆRIR SKÓR Asics eru með betri hlaupaskóm sem fást í dag. MYNDIR/GVA SKIPULEGGJENDUR Jóhann K. Birgisson, rekstrarstjóri hjá Sportís, með Pétri og Antoni frá Haukum. MYND/GVA Í NÁTTÚRUNNI Hvítasunnuhlaup Hauka eru fjölmenn og þykja vel heppnuð. JÓHANN K. BIRGISSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 2 -A 5 7 C 1 7 6 2 -A 4 4 0 1 7 6 2 -A 3 0 4 1 7 6 2 -A 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.