Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 29
Kynningarblað Hönnun skólabygginga, úr garðyrkju í lögfræði og samfélagsmiðlar í kennslu. SKÓLAR FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 &NÁMSKEIÐ Sigurður Þór Helgason, eig-andi iStore, lét framleiða lyklaborðshulstrin en þau eru ætluð iPad air 1 og 2. „Lykla- borðið er með íslenskum stöfum auk sérstakra fídusa fyrir iPad. Með þessu er auðvelt fyrir fólk að vinna eða læra á iPad,“ segir Sig- urður og bætir við að reynslan sé afar góð. Hulstrin fást í svörtu og rauðu. „Það fer lítið fyrir lykla- borðstöskunni og endingartími raf hlöðunnar er mjög góður. Taskan veitir iPadinum líka góða vernd,“ segir Sigurður. Allar leiðbeiningar með lykla- borðinu eru á íslensku og því einfaldar í notkun. Lyklaborðið tengist iPadinum þráðlaust með Bluetooth og er hlaðið með hefð- bundnu iPad-hleðslutæki. Hulstr- ið gefur möguleika á að stilla iPad- inn á borði, hvort sem fólk vill hafa hann hallandi eða uppréttan. „Þetta er tilvalið fyrir námsmenn sem geta tekið iPadinn í skólann í staðinn fyrir fartölvu. Í dag er hægt að fá allan office-pakkann fyrir iPad,“ útskýrir Sigurður. Í iStore versluninni í Kringlunni er lögð rík áhersla á góða þjónustu við viðskiptavini. „Við lánum við- skiptavinum okkar iPad, iPhone eða Mac-tölvu sem koma með tækin sín í ábyrgðarmeðferð og erum þeir einu með þá þjónustu. Margir eru mjög þakklátir fyrir það.“ 37 fötluð börn hafa fengið iPad að gjöf iStore er með styrkt- arsjóð þar sem 1.000 kr. af hverju seldu tæki sem selt er í búðinni renn- ur í sjóðinn. Sjóðurinn er notaður til að gefa langveikum og hreyfi- hömluðum börnum iPad til að þjálfa upp hreyfigetu, þroska og tjáningu. Fram til þessa hefur iStore gefið fjölmörgum börnum iPad fyrir tilstuðlan sjóðsins og hafa þessar gjafir aukið lífsgæði þessara barna mjög mikið. „Við höfum verið með þennan sjóð frá árinu 2010 og hann hefur veitt 37 börnum iPad en hann er afar gagnlegt hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða. Það er okkur mikil ánægja að koma til móts við þessi börn,“ segir Sigurður en það var fyrir tilviljun sem hann stofn- aði sjóðinn. „Ég var nýbúinn að opna búðina þegar ég fékk tölvupóst frá föður lamaðrar stúlku með taugahrörnunarsjúk- dóm. Hún var á þriðja ári. Fað- irinn spurði hvort ég teldi að iPad gæti hjálpað dóttur sinni. Ég velti þessu mikið fyrir mér og gúglaði alls kyns forrit sem mögulega gætu örvað hreyfingu barnsins. Síðan hitti ég þau feðgin og sýndi barninu forritin í iPadinum mínum. Það tók ekki nema mínútu fyrir stúlkuna að átta sig á tækinu og fljótlega fór hún að sýna markvissar hreyfing- ar. Sex mánuðum síðar var hún farin að keyra hjólastól. Þessi upp- lifun mín var svo sterk að það opn- aðist nýr heimur fyrir mér. Ég gaf stúlkunni iPadinn og stofnaði sjóð- inn til að hjálpa fleiri börnum,“ segir Sigurður. „iPad er stórkostlegt tæki til að örva þroska og hreyfigetu. Auk þess léttir iPadinn á umönnun fjöl- skyldunnar og veitir barninu af- þreyingu. Ég hef séð mörg krafta- verk gerast hjá börnunum.“ Íslenskt lyklaborð fyrir iPad Verslunin iStore í Kringlunni býður upp á algjöra nýjung fyrir iPad-eigendur, íslenskt hulstur með lyklaborði. Hulstrið er hannað hér á landi og er bylting fyrir þá sem vilja skrifa á iPad. Verðið er þar að auki frábært, aðeins 9.990 kr. Hentar vel til vinnu eða fyrir skólafólk. Auðvelt er að hlaða lyklaborðið. Hægt er að stilla skjáinn á borði eftir því sem hentar hverjum og einum. Sigurður Þór Helgason hjá iStore með nýju iPad-lyklaborðshulstrin. MYND/ERNIRLyklaborðið kostar aðeins 9.990 kr. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -E 4 E C 1 7 6 1 -E 3 B 0 1 7 6 1 -E 2 7 4 1 7 6 1 -E 1 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.