Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 30
Skólar og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20152
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is s. 512 5446 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við menntavísinda-svið Háskóla Íslands, er ein
þeirra sem höfðu frumkvæði að
ráðstefnunni. „Undanfarin ár hefur
hópur á vegum Rannsóknarstofu
um þróun skólastarfs unnið að því
að skoða skólabyggingar. Í þeim
hópi eru rannsakendur af mennta-
vísindasviði HÍ, skólastjórar og
arkitekt. „Við höfum safnað saman
talsverðu af gögnum, höfum birt
töluvert af niðurstöðum bæði hér
á landi og erlendis og erum komin í
erlent samstarf um þetta viðfangs-
efni. Því þótti okkur tími til kom-
inn að efla samræðu hér á landi
fyrir þá hópa sem koma að hönnun
skólabygginga,“ segir Anna Kristín
og telur ráðstefnuna þann 21. maí
fullkominn vettvang til þess.
Anna Kristín heldur inngangs-
erindi ráðstefnunnar; Þróun
grunnskólabygginga á Íslandi
með hliðsjón af menntastefnu og
kennsluháttum. Í því mun hún
greina frá niðurstöðum rannsókn-
arinnar á íslenskum grunnskóla-
byggingum, sem birtar voru m.a. í
bókinni „Starfshættir í grunnskól-
um við upphaf 21. aldar“. „Þar kom
meðal annars fram að hefðbundn-
ar skólabyggingar 20. aldar, með
skólastofum meðfram gangi, eru
á undanhaldi. Í staðinn rísa bygg-
ingar sem eru hannaðar til að skapa
möguleika á fjölbreyttum starfs-
háttum, sveigjanleika og teymis-
vinnu kennara,“ segir Anna Krist-
ín og bætir við að mikið hafi verið
byggt af skólahúsnæði á árunum
2000 til 2007, bæði nýir skólar og
viðbyggingar. „Grunngerð þessara
bygginga er frábrugðin hinu hefð-
bundna fyrirkomulagi 20. aldar.
Þetta eru annars vegar klasabygg-
ingar, þar sem settar eru saman
tvær, þrjár skólastofur með mið-
rými og vinnuaðstöðu kennara og
hins vegar opnar skólabyggingar,“
lýsir Anna Kristín en breytingar í
hönnun skólabygginga byggjast
meðal annars á áherslunni á ein-
staklingsmiðað nám.
Teymiskennsla reynist vel
Anna Kristín mun einnig fjalla um
áhrif þessarar þróunar skólabygg-
inga á kennsluhætti og viðhorf
kennara og stjórnenda til hennar.
„Við lögðum spurningalista fyrir
nemendur, kennara og foreldra, og
viðuðum að okkur miklum upp-
lýsingum. Við komumst að því að
í þeim skólum þar sem teymis-
kennsla er notuð, hvort sem er í
opnum rýmum eða hefðbundnum
skólabyggingum, var starfsánægj-
an meiri, starfsandinn betri og
meiri ánægja með stjórnunarhætti.
Þá mátu kennarar að einstaklings-
miðun væri komin lengra og meira
væri um gagnrýna og opna um-
ræðu um málefni skólans.“
Anna Kristín segir nýlega alþjóð-
lega rannsókn sýna skýrt fram á að
aukið samstarf kennara skili sér
í bættum árangri og meiri starfs-
ánægju. „Því má telja að bygging
og umhverfi sem ýtir undir slíkt
samstarf og sameiginlega ábyrgð
kennara sé líklegri til að skila betra
skólastarfi.“
Menntunin í fyrirrúmi
Að sögn Önnu Kristínar hafa frá
því í kringum síðustu aldamót
verið viðhöfð breytt vinnubrögð
við undirbúning á hönnun skóla-
bygginga víða um land. „Undir-
búningurinn felst í því að hópur
ólíkra hagsmunaaðila fjallar um
og skilgreinir áherslur í menntun í
væntanlegum skóla. Þegar niður-
staða er fengin í því er spurt hvern-
ig umhverfi styður best við þannig
skólastarf. Þessi nálgun er talsvert
önnur en áður hefur tíðkast og lík-
legra að fram komi nýjar og breytt-
ar áherslur og þar með byggingar,“
lýsir Anna Kristín.
Fyrirtaks hljóðvist
Hún segir spennandi að sjá hvern-
ig þessu nýja formi muni reiða af
enda sé þetta ekki í fyrsta sinn sem
nýjungar hafi orðið í skólabygging-
um. „Á sjöunda og áttunda ára-
tugnum voru byggðir opnir skól-
ar, til dæmis Fossvogsskóli. Þess-
um skólum var fljótlega breytt og
teknir upp eldri starfshættir þar
sem formið þótti ekki gefast vel,“
segir hún. Þó breytingin þá hafi
byggst á svipuðum hugmyndum
og í dag segir hún marga telja að
önnur niðurstaða fáist nú enda
hafi þekkingu kennara og annarra
á hugmyndafræðinni fleygt fram
auk þess sem hljóðvist hafi þróast
mikið. „Hljóðvistin í nýjum skól-
um í dag er mun betri en hún var
fyrir þrjátíu árum,“ segir hún og
tekur sem dæmi Ingunnarskóla og
Framhaldsskólann í Mosfellsbæ,
en hönnuðir þess skóla munu
halda erindi á ráðstefnunni.
Fróðlegir fyrirlestrar
Á ráðstefnunni verða fleiri fyrirles-
arar, meðal annars frá Bretlandi
og Portúgal. „Dr. Pamela Woolner
frá Newcastle hefur til dæmis lagt
sig eftir að vinna með skólastjór-
um og kennurum að því að nýta
skólahúsið með öðrum hætti en
gert er, í takt við breytta kennslu-
hætti, án þess að til komi ný bygg-
ing,“ segir Anna Kristín og nefn-
ir einnig portúgalska arkitektinn
Dr. Gonçalo Canto Moniz sem
hefur lagt stund á rannsóknir á
hönnun og arkitektúr skólabygg-
inga í Portúgal þar sem mikið átak
hefur verið í gangi varðandi skóla-
byggingar á unglinga- og fram-
haldsskólastigi.
Tengsl hönnunar og kennsluhátta
Ráðstefnan Skólabyggingar – tengsl hönnunar og kennsluhátta, verður haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ fimmtudaginn 21.
maí. Markmiðið er að leiða saman ólíka aðila í umræðu um hönnun skólabygginga sem kjöraðstæður fyrir nám.
Hér er teikning af því hvernig skólabyggingar hafa þróast. Á tuttugustu öld voru lang-
flestir skólar með kennslustofum meðfram gangi. Í dag skiptast nýjar skólabyggingar í
klasa eða opna skóla.
Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, stendur hér við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Byggingin
þykir mjög vel heppnuð þegar litið er til hljóðvistar. MYND/ERNIR
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 21. maí frá
klukkan 12.30 til 17.00. Hún er opin öllum en fólk
þarf að skrá sig á www.menntavisindastofnun.hi.is.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
1
-B
3
8
C
1
7
6
1
-B
2
5
0
1
7
6
1
-B
1
1
4
1
7
6
1
-A
F
D
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K