Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 30
Skólar og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is s. 512 5446 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við menntavísinda-svið Háskóla Íslands, er ein þeirra sem höfðu frumkvæði að ráðstefnunni. „Undanfarin ár hefur hópur á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs unnið að því að skoða skólabyggingar. Í þeim hópi eru rannsakendur af mennta- vísindasviði HÍ, skólastjórar og arkitekt. „Við höfum safnað saman talsverðu af gögnum, höfum birt töluvert af niðurstöðum bæði hér á landi og erlendis og erum komin í erlent samstarf um þetta viðfangs- efni. Því þótti okkur tími til kom- inn að efla samræðu hér á landi fyrir þá hópa sem koma að hönnun skólabygginga,“ segir Anna Kristín og telur ráðstefnuna þann 21. maí fullkominn vettvang til þess. Anna Kristín heldur inngangs- erindi ráðstefnunnar; Þróun grunnskólabygginga á Íslandi með hliðsjón af menntastefnu og kennsluháttum. Í því mun hún greina frá niðurstöðum rannsókn- arinnar á íslenskum grunnskóla- byggingum, sem birtar voru m.a. í bókinni „Starfshættir í grunnskól- um við upphaf 21. aldar“. „Þar kom meðal annars fram að hefðbundn- ar skólabyggingar 20. aldar, með skólastofum meðfram gangi, eru á undanhaldi. Í staðinn rísa bygg- ingar sem eru hannaðar til að skapa möguleika á fjölbreyttum starfs- háttum, sveigjanleika og teymis- vinnu kennara,“ segir Anna Krist- ín og bætir við að mikið hafi verið byggt af skólahúsnæði á árunum 2000 til 2007, bæði nýir skólar og viðbyggingar. „Grunngerð þessara bygginga er frábrugðin hinu hefð- bundna fyrirkomulagi 20. aldar. Þetta eru annars vegar klasabygg- ingar, þar sem settar eru saman tvær, þrjár skólastofur með mið- rými og vinnuaðstöðu kennara og hins vegar opnar skólabyggingar,“ lýsir Anna Kristín en breytingar í hönnun skólabygginga byggjast meðal annars á áherslunni á ein- staklingsmiðað nám. Teymiskennsla reynist vel Anna Kristín mun einnig fjalla um áhrif þessarar þróunar skólabygg- inga á kennsluhætti og viðhorf kennara og stjórnenda til hennar. „Við lögðum spurningalista fyrir nemendur, kennara og foreldra, og viðuðum að okkur miklum upp- lýsingum. Við komumst að því að í þeim skólum þar sem teymis- kennsla er notuð, hvort sem er í opnum rýmum eða hefðbundnum skólabyggingum, var starfsánægj- an meiri, starfsandinn betri og meiri ánægja með stjórnunarhætti. Þá mátu kennarar að einstaklings- miðun væri komin lengra og meira væri um gagnrýna og opna um- ræðu um málefni skólans.“ Anna Kristín segir nýlega alþjóð- lega rannsókn sýna skýrt fram á að aukið samstarf kennara skili sér í bættum árangri og meiri starfs- ánægju. „Því má telja að bygging og umhverfi sem ýtir undir slíkt samstarf og sameiginlega ábyrgð kennara sé líklegri til að skila betra skólastarfi.“ Menntunin í fyrirrúmi Að sögn Önnu Kristínar hafa frá því í kringum síðustu aldamót verið viðhöfð breytt vinnubrögð við undirbúning á hönnun skóla- bygginga víða um land. „Undir- búningurinn felst í því að hópur ólíkra hagsmunaaðila fjallar um og skilgreinir áherslur í menntun í væntanlegum skóla. Þegar niður- staða er fengin í því er spurt hvern- ig umhverfi styður best við þannig skólastarf. Þessi nálgun er talsvert önnur en áður hefur tíðkast og lík- legra að fram komi nýjar og breytt- ar áherslur og þar með byggingar,“ lýsir Anna Kristín. Fyrirtaks hljóðvist Hún segir spennandi að sjá hvern- ig þessu nýja formi muni reiða af enda sé þetta ekki í fyrsta sinn sem nýjungar hafi orðið í skólabygging- um. „Á sjöunda og áttunda ára- tugnum voru byggðir opnir skól- ar, til dæmis Fossvogsskóli. Þess- um skólum var fljótlega breytt og teknir upp eldri starfshættir þar sem formið þótti ekki gefast vel,“ segir hún. Þó breytingin þá hafi byggst á svipuðum hugmyndum og í dag segir hún marga telja að önnur niðurstaða fáist nú enda hafi þekkingu kennara og annarra á hugmyndafræðinni fleygt fram auk þess sem hljóðvist hafi þróast mikið. „Hljóðvistin í nýjum skól- um í dag er mun betri en hún var fyrir þrjátíu árum,“ segir hún og tekur sem dæmi Ingunnarskóla og Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, en hönnuðir þess skóla munu halda erindi á ráðstefnunni. Fróðlegir fyrirlestrar Á ráðstefnunni verða fleiri fyrirles- arar, meðal annars frá Bretlandi og Portúgal. „Dr. Pamela Woolner frá Newcastle hefur til dæmis lagt sig eftir að vinna með skólastjór- um og kennurum að því að nýta skólahúsið með öðrum hætti en gert er, í takt við breytta kennslu- hætti, án þess að til komi ný bygg- ing,“ segir Anna Kristín og nefn- ir einnig portúgalska arkitektinn Dr. Gonçalo Canto Moniz sem hefur lagt stund á rannsóknir á hönnun og arkitektúr skólabygg- inga í Portúgal þar sem mikið átak hefur verið í gangi varðandi skóla- byggingar á unglinga- og fram- haldsskólastigi. Tengsl hönnunar og kennsluhátta Ráðstefnan Skólabyggingar – tengsl hönnunar og kennsluhátta, verður haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ fimmtudaginn 21. maí. Markmiðið er að leiða saman ólíka aðila í umræðu um hönnun skólabygginga sem kjöraðstæður fyrir nám. Hér er teikning af því hvernig skólabyggingar hafa þróast. Á tuttugustu öld voru lang- flestir skólar með kennslustofum meðfram gangi. Í dag skiptast nýjar skólabyggingar í klasa eða opna skóla. Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, stendur hér við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Byggingin þykir mjög vel heppnuð þegar litið er til hljóðvistar. MYND/ERNIR Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 21. maí frá klukkan 12.30 til 17.00. Hún er opin öllum en fólk þarf að skrá sig á www.menntavisindastofnun.hi.is. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -B 3 8 C 1 7 6 1 -B 2 5 0 1 7 6 1 -B 1 1 4 1 7 6 1 -A F D 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.