Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 46
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
➜ Þótt færri orðum hafi verið eytt í konur en karla þegar fjallað
er um myndlist, er enginn hörgull á nöfnum og lýsingarorðum
yfir þennan helming Íslendinga. Tungumálið er spegill þjóðar-
sálarinnar og orð íslenskrar tungu sem lýsa konum eru mýmörg.
Sum hafa gleymst og ný orðið til í tímans rás og ef til vill er það
einmitt þegar þessi þróun er skoðuð sem staða íslenskra kvenna
verður sýnilegust.
FIMMTUDAGUR
Tilefni sýningarinnar er að
í ár eru hundrað ár liðin frá
því að konur fengu kosninga-
rétt. Alls sýna ellefu fulltrúar
sem tilheyra þremur kynslóð-
um íslenskra listakvenna, en
hver um sig hefur skapað sér
sérstöðu og í listsköpun sinni
tekist á við erfiðar spurning-
ar er varða konur og kyn. Auk
þeirra skrifa þær Anna Hallin,
Eirún Jónsdóttir, Eva Ísleifs-
dóttir, Kristín Jónsdóttir frá
Munkaþverá, Lóa Hjálmtýs-
dóttir, Magdalena Margrét
Kjartansdóttir, Rakel MacMa-
hon og Valgerður Guðlaugs-
dóttir stutta texta í
sýningarskrá þar
sem þær velta fyrir
sér þema sýning-
arinnar. Leitað
er í eldri viðtöl
við Elínu Pjet.
Bjarnason, Rósku
og Sigrid Valtingojer sem
eru látnar, en þar má finna
ummæli sem
tengjast sýn-
ingarefninu.
Um svipað
leyti og konur
fengu kosn-
ingarétt hér á
landi var það
helst í vefnaði
og textíl sem
kona gat látið
ljós sitt skína
á þessum vett-
vangi og verk hennar þá gjarn-
an afgreidd sem handverk
fremur en myndlist af þeim
sem til þóttust þekkja. Kon-
urnar á þessari sýningu, höf-
undar jafnt sem höfundarverk,
beina athyglinni að tómarúm-
inu sem blasir við í karllægri
listasögu um leið og þær senda
henni langt nef.
Þótt færri orðum hafi verið
eytt í konur en karla þegar
fjallað er um myndlist, er eng-
inn hörgull á nöfnum og lýs-
ingarorðum yfir þennan helm-
ing Íslendinga. Tungumálið
er spegill þjóðarsálarinnar og
orð íslenskrar tungu sem lýsa
konum eru mýmörg. Sum hafa
gleymst og ný orðið til í tímans
rás og ef til vill er það einmitt
þegar þessi þróun er skoðuð
sem staða íslenskra kvenna
verður sýnilegust.
Í Gryfju safnsins hefur hluta
þessara orða verið safnað
saman, orðum sem spegla for-
dóma og kvenfyrirlitningu en
einnig ást, upphafningu og
mikilleika íslenskra kvenna.
Sýningin stendur til 28.
júní og er safnið er opið alla
daga nema mánudaga frá kl.
13 til 17. Sýningarstjórar eru
þær Kristín G. Guðnadóttir
og Steinunn G. Helgadóttir.
Aðgangur er ókeypis.
Sýning þar sem
konur fj alla um konur
Í dag opnar sýningin Frenjur og fórnarlömb í Listasafni ASÍ, sem hluti af Lista-
hátíð í Reykjavík. Þar fj alla konur um konur og draga fram ýmsar birtingarmyndir
kveneðlisins ásamt því að fj alla um stöðu kvenna í fortíð og samtíma.
EITT VERKANNA Verk eftir Valgerði Guðlaugsdóttur.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
14. MAÍ 2015
Tónleikar
16.00 World Narcosis gefur út plötu og
blæs af því tilefni til tónleika í Lucky
Records. Tónleikarnir hefjast klukkan
16.00. Ekkert aldurstakamark og frítt
inn.
20.00 Hljómsveitirnar KLIKK, In The
Company Of Men, Conflictions og Brött
Brekka spila á Húrra. 1.000 kr. inn.
Húsið opnar 20.00 Fyrsta band á svið
21.00.
20.00 Kristjana Stefánsdóttir og Kjart-
an Valdemarsson verða með spuna-
tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg
10. Miðaverð er 2.500 kr.
21.00 Jimmy Nyborg trio spilar í Mengi
í kvöld. Skandinavískir listamenn með
grunn í jazz, klassískri tónlist og þjóð-
lagatónlist.
22.00 Hljómsveitin Flakk heldur tón-
leika á ObLaDí ObLaDa, Frakkastíg 8 kl.
22.00. Aðgangur er ókeypis.
Leiklist
20.00 Endatafl eftir Samuel Beckett
á Listahátíð í Reykjavík. Leiksýning í
Tjarnarbíói með umræðum við lista-
menn á eftir.
Opnanir
Sýningin Handverk og hönnun fer fram
í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 14.-18.
maí. Hægt að skoða kynningu á öllum
þátttakendum á síðunni www.hand-
verkoghonnun.is/radhusid
Sýningar
11.00 Dagur eldri borgara
á Seltjarnarnesi haldinn
hátíðlegur. Klukkan
15.00 opna eldri
bæjarbúar handverks-
sýningu í salnum
á Skólabraut 3-5.
Kaffisala og vöfflur
á staðnum.
13.00 Myndverk
Kristins G. Harð-
arsonar verður
afhjúpað
á Gunn-
fríðarstöpli
fyrir framan
Listasafn ASÍ
við Freyjugötu
41. Safnið
er opið alla
daga nema
mánudaga
frá 13.00 til
17.00 og aðgangur er ókeypis.
13.00 Sýning Huldu Hákon; Björg,
sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar,
opnar í Tveir hrafnar listhús, Baldurs-
götu 12. Sýningin er hluti af dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík 2015.
13.00 Í dag opnar sýning á verkum
nemenda frá Myndlistaskólanum í
Reykjavík og Landakotsskóla sem unnin
eru út frá óperunni og ævintýrinu um
Lísu í Undralandi.
16.00 Sýning Ásdísar Sifjar Gunnars-
dóttur, Misty Rain, opnar í Hverfisgall-
erýi í dag. Þetta er hennar fyrsta einka-
sýning. Sýningin er hluti af Listahátíð.
18.00 Sýningin Prýði / Adorn í sýn-
ingarstjórn og umsjón Becky Forsythe
verður opnuð í Nýlistasafninu í dag.
Opið 18.00-20.00.
18.00 Sýningin Vorverk eftir Kristínu
Helgu Káradóttur, verður opnuð í
Nýlistasafninu. Opnunartími þriðjudaga
til laugardaga 12.00-17.00.
Hátíðir
13.00 Karnival á Ásbrú. Árlegur Opinn
dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ævar
vísindamaður er sérstakur gestur
karnivalsins í ár.
Dans
17.00 Útskriftarnemendurnir Tony
Vezich, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og
Steinunni Ketilsdóttir sýna dansverk sín
í Gamla Bíói. Sýningartímar: 14. maí
kl. 17.00, 14. maí kl. 20.00 og 15. maí
kl. 17.00.
20.00 Salsaveisla á RIO. Fimmtudagar
eru Salsadagar á RIO. Frír prufutími í
salsa fyrir byrjendur kl. 20.00 og síðan
er dansgólfið laust.
Uppistand
22.00 Tilraunauppistandskvöld á
Íslenska Rokkbarnum í Hafnarfirði.
Hafið samband gegnum Face-
book- síðu uppistand.is ef þið
viljið koma fram. Frítt
inn.
Fyrirlestrar
12.00 Hádegisleiðsögn
með Bjarna Sigur-
björnssyni um sýn-
inguna Nýmálað 2 á
Kjarvalsstöðum. Eftir leið-
sögnina er gestum boðið
upp á kaffi. Aðgangseyrir
kr. 1.400, ókeypis fyrir
menningarkortshafa,
eldri borgara og 18
ára og yngri.
Upplýsingar um
viðburði sendist á
hvar@frettabla-
did.is
ELDRI BORGARAR Handverkssýning með verkum eldri borgara verður opnuð í dag.
LÓA HJÁLMTÝS-
DÓTTIR
„Þetta er eiginlega orðið árlegt
hjá okkur, á degi eldri borgara.
Hann hefur oftast verið hald-
inn á uppstigningardag, og þá
setjum við upp handavinnusýn-
ingu í tilefni dagsins,“ segir
Kristín Hannesdóttir, forstöðu-
kona félags- og tómstundastarfs
eldri borgara á Seltjarnarnesi.
Á handavinnusýningunni sýna
þátttakendur í tómstundastarfi
eldri borgara á Seltjarnar-
nesi afrakstur af námskeiðum
vetrarins. Í hópnum eru 40-50
manns. „Þetta er allt frá því að
vera andlit á tannstönglum upp
í rúmábreiður. Við erum með
muni úr glerlist og glerbræðslu,
leir og listasmiðju, handavinnu
og bókband. Svo eru timbur-
mennirnir okkar sér á báti, en
þeir eru að skera út og tálga,“
segir Kristín.
Sýningin verður haldin í saln-
um að Skólabraut 3-5 og verður
opin í dag frá klukkan 15. Einn-
ig verður hún opin á föstudag og
laugardag frá klukkan 14.00 til
17.00. Flest verkin eru í einka-
eigu en sölubás verður á staðn-
um, og að auki verður hægt að
kaupa kaffi og vöfflur. - asi
Frá andliti á tannstöngli í ábreiðu
Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi opnar árlega handverkssýningu í dag.
Svo eru timburmenn-
irnir okkar sér á báti, en
þeir eru að skera
út og tálga.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
1
-B
3
8
C
1
7
6
1
-B
2
5
0
1
7
6
1
-B
1
1
4
1
7
6
1
-A
F
D
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K