Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 26
Ferðir LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 20152
Gerðu verðsamanburð,
það borgar s ig!
SKELLTU
ÞÉR
MEÐ!
KÖBEN flug f rá
9.999 kr.
PARÍS flug f rá
9.999 kr.
september - 15. desember 2015
AMSTERDAM flug f rá
12.999 kr.
september - 15. desember 2015
september - 15. desember 2015
BERLÍN flug f rá
9.999 kr.
september - 15. desember 2015
LONDON flug f rá
9.999 kr.
september - 15. desember 2015
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið
nema annað sé tekið fram.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Uppáhaldsstaðurinn
Stakkagjá á Þingvöllum er
heillandi. Þar er ansi góður
hljómur til að
taka eitt gott lag
og góður gras-
bali til að setj-
ast niður til að
spjalla, syngja
og gera það sem
hugurinn girnist. Oftast kem ég
þangað ríðandi.
Skemmtilegasta gönguleiðin
Það er leiðin frá Grunnavík á
Jökulfjörðum og á Flæðareyri.
Þá er gengið eftir Snæfjalla-
ströndinni. Þegar komið er upp
úr Grunnavík horfir maður yfir
allt Djúpið og inn í Skutuls-
fjörðinn. Það er mjög fallegt. Ég
hef gengið þetta nokkrum sinn-
um og alltaf verið heppinn með
veður og því fengið frábært út-
sýni.
Flottasta tjaldstæðið
Fallegasta tjaldstæðið er í Horn-
vík á Ströndum.
Uppáhaldsbaðstaðurinn
Það er lítill pottur á Mýrun-
um, ekki langt frá Haffjarðará.
Þar komast þrír eða fjórir fyrir í
einu og yndislegt er að baða sig
þar með náttúruna allt í kring.
Ég hef farið þangað við ýmis
tækifæri, til dæmis þegar ég hef
komið frá því að spila á balli á
Snæfellsnesinu.
Fallegasti fossinn
Öxarárfoss. Þó hægt sé að finna
tignarlegri, stærri og meiri fossa
þá er bara eitthvað kynngimagn-
að við Öxarárfoss og Þingvelli.
Við hjónin giftum okkur þar og
skáluðum við Öxarárfoss.
Besta vegasjoppan
Engin sérstök í dag en ég minnist
sérstaklega Botnskálans í botni
Hvalfjarðar, þangað var alltaf gott
að koma þegar maður var hálfn-
aður með Hvalfjörð. Þá var Brú í
Hrútafirði alltaf æðisleg.
Fjölgun ferðamanna – góð eða
slæm þróun?
Góð þróun, en það er að mörgu
að gæta. Við þurfum að byggja
upp og beina umferð í fleiri áttir.
Heilt yfir finnst mér þó þetta tuð
um fjölgunina hálf hallærislegt.
Ég myndi heldur ekki vilja hafa
þetta eins og það var áður en túr-
isminn kom, þar sem enginn
var úti á götu í borginni. Í dag er
meira mannlíf í kringum okkur.
Í uppáhaldi á Íslandi
Íslendingar nota sumarið til að flakka um og skoða landið sitt. Tveir þjóðþekktir
Íslendingar voru fengnir til að ljóstra upp um sína uppáhaldsstaði á landinu.
Þingvellir eru Helga Björnssyni ofarlega í huga þegar kemur að uppáhaldsstöðum hans á Íslandi. Fallegasti fossinn að hans mati er
Öxarárfoss. NORDICPHOTOS/GETTY
Uppáhaldsstaðurinn
Mjög erfitt er að gera upp á milli
staða enda er náttúra Íslands ein-
stök. Ef ég nefni
töfrandi stað
er það Stakk-
holtsgjá í Þórs-
mörk. Ég fór
þangað með
vinum mínum
þegar ég var að fagna 70 afmæl-
inu mínu.
Skemmtilegasta gönguleiðin
Þá stendur Laugavegurinn upp
úr, ótrúlega fjölbreytt landslag.
Flottasta tjaldstæðið
Langt er síðan ég tjaldaði og veit
því ekki hvernig tjaldstæði eru í
dag. En þegar ég var í tjaldferð-
um fannst mér skemmtilegt að
tjalda á fjöllum, t.d. í Herðubreið-
arlindum, sem er örugglega ekki
flottast, en fjallastemningin er
heillandi.
Uppáhaldsbaðstaðurinn
Fótabað á Seltjarnarnesi í fjör-
unni. Stutt er fyrir mig að fara
þangað og njóta þess að horfa á
sólarlagið með fæturna í heitu
vatni.
Uppáhaldsbærinn
Alltaf gaman að upplifa Húsa-
vík, það er fallegur staður og góð
stemning á hafnarsvæðinu.
Fallegasti fossinn
Fossinn í Stakkholtsgjá, hreinn
og tær kemur hann af fjöllunum
og fyrir fólk sem þorir er hægt að
fara undir hann. Það er mjög sér-
stakt og gaman.
Besta vegasjoppan
Möðrudalur er ekki beint vega-
sjoppa, en að stoppa þar er algjört
möst. Frábær staðsetning, kósí
hús og útsýnið á góðum degi er
alveg draumur. Mig langar oft ekki
að halda áfram, bara vera þar.
Fjölgun ferðamanna – góð eða
slæm þróunn?
Ég fæ alltaf smá hnút í magann
þegar ég heyri nýjustu tölur og
spár fyrir næstu árin. Það getur
ekki orðið endalaus fjölgun. Ferða-
þjónustan vex stjórnlaust, það
vantar framtíðarsýn. Mér finnst að
það eigi setja kvóta á nokkra staði.
Ef ferðamönnum heldur áfram að
fjölga endalaust, getur þetta endað
í ferðamannabólu.
Uppáhaldsbær Moniku er Húsavík.
Helgi Björnsson tónlistarmaður
Þingvellir eru alltaf heillandi
Monika Abendroth, hörpuleikari og leiðsögumaður
Fossinn í Stakkholtsgjá er fallegastur
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
7
-6
6
E
C
1
7
5
7
-6
5
B
0
1
7
5
7
-6
4
7
4
1
7
5
7
-6
3
3
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K