Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2015, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 04.07.2015, Qupperneq 26
Ferðir LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 20152 Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! SKELLTU ÞÉR MEÐ! KÖBEN flug f rá 9.999 kr. PARÍS flug f rá 9.999 kr. september - 15. desember 2015 AMSTERDAM flug f rá 12.999 kr. september - 15. desember 2015 september - 15. desember 2015 BERLÍN flug f rá 9.999 kr. september - 15. desember 2015 LONDON flug f rá 9.999 kr. september - 15. desember 2015 KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Uppáhaldsstaðurinn Stakkagjá á Þingvöllum er heillandi. Þar er ansi góður hljómur til að taka eitt gott lag og góður gras- bali til að setj- ast niður til að spjalla, syngja og gera það sem hugurinn girnist. Oftast kem ég þangað ríðandi. Skemmtilegasta gönguleiðin Það er leiðin frá Grunnavík á Jökulfjörðum og á Flæðareyri. Þá er gengið eftir Snæfjalla- ströndinni. Þegar komið er upp úr Grunnavík horfir maður yfir allt Djúpið og inn í Skutuls- fjörðinn. Það er mjög fallegt. Ég hef gengið þetta nokkrum sinn- um og alltaf verið heppinn með veður og því fengið frábært út- sýni. Flottasta tjaldstæðið Fallegasta tjaldstæðið er í Horn- vík á Ströndum. Uppáhaldsbaðstaðurinn Það er lítill pottur á Mýrun- um, ekki langt frá Haffjarðará. Þar komast þrír eða fjórir fyrir í einu og yndislegt er að baða sig þar með náttúruna allt í kring. Ég hef farið þangað við ýmis tækifæri, til dæmis þegar ég hef komið frá því að spila á balli á Snæfellsnesinu. Fallegasti fossinn Öxarárfoss. Þó hægt sé að finna tignarlegri, stærri og meiri fossa þá er bara eitthvað kynngimagn- að við Öxarárfoss og Þingvelli. Við hjónin giftum okkur þar og skáluðum við Öxarárfoss. Besta vegasjoppan Engin sérstök í dag en ég minnist sérstaklega Botnskálans í botni Hvalfjarðar, þangað var alltaf gott að koma þegar maður var hálfn- aður með Hvalfjörð. Þá var Brú í Hrútafirði alltaf æðisleg. Fjölgun ferðamanna – góð eða slæm þróun? Góð þróun, en það er að mörgu að gæta. Við þurfum að byggja upp og beina umferð í fleiri áttir. Heilt yfir finnst mér þó þetta tuð um fjölgunina hálf hallærislegt. Ég myndi heldur ekki vilja hafa þetta eins og það var áður en túr- isminn kom, þar sem enginn var úti á götu í borginni. Í dag er meira mannlíf í kringum okkur. Í uppáhaldi á Íslandi Íslendingar nota sumarið til að flakka um og skoða landið sitt. Tveir þjóðþekktir Íslendingar voru fengnir til að ljóstra upp um sína uppáhaldsstaði á landinu. Þingvellir eru Helga Björnssyni ofarlega í huga þegar kemur að uppáhaldsstöðum hans á Íslandi. Fallegasti fossinn að hans mati er Öxarárfoss. NORDICPHOTOS/GETTY Uppáhaldsstaðurinn Mjög erfitt er að gera upp á milli staða enda er náttúra Íslands ein- stök. Ef ég nefni töfrandi stað er það Stakk- holtsgjá í Þórs- mörk. Ég fór þangað með vinum mínum þegar ég var að fagna 70 afmæl- inu mínu. Skemmtilegasta gönguleiðin Þá stendur Laugavegurinn upp úr, ótrúlega fjölbreytt landslag. Flottasta tjaldstæðið Langt er síðan ég tjaldaði og veit því ekki hvernig tjaldstæði eru í dag. En þegar ég var í tjaldferð- um fannst mér skemmtilegt að tjalda á fjöllum, t.d. í Herðubreið- arlindum, sem er örugglega ekki flottast, en fjallastemningin er heillandi. Uppáhaldsbaðstaðurinn Fótabað á Seltjarnarnesi í fjör- unni. Stutt er fyrir mig að fara þangað og njóta þess að horfa á sólarlagið með fæturna í heitu vatni. Uppáhaldsbærinn Alltaf gaman að upplifa Húsa- vík, það er fallegur staður og góð stemning á hafnarsvæðinu. Fallegasti fossinn Fossinn í Stakkholtsgjá, hreinn og tær kemur hann af fjöllunum og fyrir fólk sem þorir er hægt að fara undir hann. Það er mjög sér- stakt og gaman. Besta vegasjoppan Möðrudalur er ekki beint vega- sjoppa, en að stoppa þar er algjört möst. Frábær staðsetning, kósí hús og útsýnið á góðum degi er alveg draumur. Mig langar oft ekki að halda áfram, bara vera þar. Fjölgun ferðamanna – góð eða slæm þróunn? Ég fæ alltaf smá hnút í magann þegar ég heyri nýjustu tölur og spár fyrir næstu árin. Það getur ekki orðið endalaus fjölgun. Ferða- þjónustan vex stjórnlaust, það vantar framtíðarsýn. Mér finnst að það eigi setja kvóta á nokkra staði. Ef ferðamönnum heldur áfram að fjölga endalaust, getur þetta endað í ferðamannabólu. Uppáhaldsbær Moniku er Húsavík. Helgi Björnsson tónlistarmaður Þingvellir eru alltaf heillandi Monika Abendroth, hörpuleikari og leiðsögumaður Fossinn í Stakkholtsgjá er fallegastur 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -6 6 E C 1 7 5 7 -6 5 B 0 1 7 5 7 -6 4 7 4 1 7 5 7 -6 3 3 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.