Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 37

Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 37
| ATVINNA | Öflugur bókari óskast. Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar og dótturfélög þeirra óska eftir öflugum og áreiðanlegum bókara til starfa sem fyrst. Reynsla við bókhald og uppgjör er áskilin. Starfssvið : • Færsla bókhalds í Microsoft Dynamics AX, þ.m.t. merking fylgiskjala, skráning reikninga, innborgana og greiðslna. • Afstemmingar á bókhaldsreikningum, bankareikningum og lánadrottnum. • Vinna við ársuppgjör og árshlutauppgjör. • Skil á virðisaukaskattsskýrslum, skattskýrslum og öðrum gögnum til skattyfirvalda. • Aðstoð við áætlanagerð. • Önnur störf eftir þörfum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Veruleg þekking og reynsla á bókhaldi er skilyrði. • Mjög góð kunnátta í Excel og almenn tölvufærni áskilin. • Þekking á Microsoft Dynamics AX æskileg. • Þekking á uppgjörum samkvæmt alþjóðlegum reikingsskilastöðlum (IFRS) kostur. • Nákvæm og öguð vinnubrögð. • Rík hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 13. júlí n.k. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá í tölvutæku formi til gylfi@eir.is. Laus störf við leikskólann Laut Deildarstjóra og leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík frá 1.okt. Um er að ræða stöður á nýrri deild fyrir átján mánaða börn. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Leikskólinn verður fimm deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára frá og með 1.október. Við erum ,,Skóli á grænni grein” og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Færni í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 426-8396 og 847-9859. Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið gleik@grindavik.is Endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst 2015 Hjá Icelandair hótelum starfar úrvals- hópur með sameiginleg markmið þar sem borin er virðing fyrir gestum og samstarfsmönnum. Icelandair hótelin leggja áherslu á samvinnu, ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við krefjandi verkefni. Nýir starfsmenn fá vandaða kynningu á fyrirtækinu og fara í gegnum markvissa þjálfun til þess að geta tekist á við störf sín af öryggi. Unnið er að stöðugri framþróun og starfsmönnum veitt tækifæri til vaxtar og þroska í starfi. Flugleiðahótel reka tvær hótelkeðjur; Icelandair Hotels og Hótel Eddu, samtals 21 hótel ásamt því að reka Hilton Reykjavík Nordica og Canopy. ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA LEITAR AÐ STARFSFÓLKI Í GESTAMÓTTÖKU Hæfniskröfur: • Rík þjónustulund og vönduð framkoma • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur • Þekking á bókunarkerfinu Cenium (Navision) er kostur • Reynsla af störfum í gestamóttöku eða öðrum þjónustustörfum er kostur • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Talnaglöggni • Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni Starfssvið gestamóttöku er fjölbreytt og lifandi þar sem fólk með ríka samskiptahæfni fær að njóta sín. Við leitum að öflugu samstarfsfólki í dag- og næturvinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2015. Umsóknir sendist til: umsoknir@icehotels.is, merktar „Umsókn um starf í gestamóttöku“. Nánari upplýsingar um starfið veita: Kristjana Milla Snorradóttir, gestamóttökustjóri: kristjanas@icehotels.is eða í síma 444-4500 Björk Baldvinsdóttir, starfsmannastjóri: bjorkbal@icehotels.is Starfssvið: • Veita gestum og starfsfólki hótelsins framúrskarandi þjónustu • Undirbúningur fyrir komu og brottför gesta • Reikningagerð og afstemmingar • Öryggiseftirlit á hótelinu • Úrlausn þeirra verkefna sem upp koma hverju sinni • Önnur verkefni sem tilheyra gestamóttöku hótelsins Við leitum að áreiðanlegu samstarfsfólki með ríka þjónustulund til starfa í gestamóttöku á Icelandair hóteli Reykjavík Natura. LAUGARDAGUR 4. júlí 2015 5 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -0 4 2 C 1 7 5 7 -0 2 F 0 1 7 5 7 -0 1 B 4 1 7 5 7 -0 0 7 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.