Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 38

Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 38
| ATVINNA | United Silicon hefur hafið byggingu kísilvers í Helguvík á Reykjanesi og framleiðsla mun hefjast á vordögum 2016. Áætlanir gera ráð fyrir að um 60 starfsmenn muni starfa hjá verksmiðjunni á rekstrartíma en 200 starfsmenn meðan á uppbyggingu og uppsetningu búnaðar stendur. Við leitum að jákvæðum og dugmiklum starfsmönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til að skapa frábært rekstrarteymi. Reynsla af störfum í stóriðju eða við annan framleiðslutengdan iðnað er kostur en ekki skilyrði. Við leitum að starfsfólki í nýtt Kísilver í Helguvík Nánari upplýsingar veitir Rut Ragnarsdóttir í síma 669 6003. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á netfangið rut@silicon.is fyrir mánudaginn 20.júlí 2015 Verkfræðingur í málmframleiðslu Starfslýsing: Starfsmaðurinn mun bera ábyrgð á framleiðsluferlum við kísilframleiðslu, allt frá innmötun hráefna til framleidds málms. Starfið felur í sér mikil samskipti við jafnt framleiðslustarfsmenn sem aðra. Hæfniskröfur: Verkfræðingurinn þarf að geta sett sig inní viðkomandi efnaferla og þekkja framleiðslubúnaðinn. Einnig þarf verkfræðingurinn að hafa góða greiningar- hæfileika og frábæra samskiptahæfileika. Við leitum að einstaklingi með próf í verkfræði, efnaverkfræði eða sambærilegum greinum. Framleiðslustarfsmenn Starfslýsing: Við leitum að lykilmönnum til að vinna við framleiðslu á kísli. Á meðan á uppbyggingu verksmiðjunnar stendur munu þessir starfsmenn taka þátt í uppsetningu og prófunum á búnaði ásamt því að hjálpa til við undirbúning að því að hefja rekstur. Áður en framleiðslan hefst munu starfsmenn verða þjálfaðir í framleiðslu kísils. Þegar framleiðsla hefst munu starfsmenn vinna við umhirðu ofns, málmtöku og útsteypingu. Framleiðslan mun fara fram allan sólarhringinn og unnið verður á vöktum. Hæfniskröfur: Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera áhugasamir, duglegir og nákvæmir og vera tilbúnir til að setja sig inní bæði virkni búnaðar og framleiðsluferli. Nauðsynlegt er að viðkomandi eigi auðvelt með að starfa í teymi með öðrum starfsmönnum. A.m.k. 5 ára starfsreynsla er nauðsynleg ásamt góðri kunnáttu á tækjabúnað en ekki er krafist formlegrar menntunar. Viðhaldsstarfsmenn við raf- og vélbúnað Starfslýsing: Við leitum að rafvirkjum, vélvirkjum og vélstjórum til að vinna við viðhald á búnaði kísilversins. Hér er um að ræða störf fyrir aðila sem hafa brennandi áhuga á rekstri og fyrirbyggjandi viðhaldi. Meðan á uppbyggingu verksmiðjunnar stendur munu viðkomandi starfsmenn vinna við uppsetningu og prófanir á búnaði Hæfniskröfur: Mikil áhersla er lögð á skipulagt fyrirbyggjandi viðhald og störfin munu fela í sér bæði beina viðhaldsvinnu og skipulagsvinnu. Starfsmenn þurfa að vera skipulagðir og metnaðarfullir fyrir hönd búnaðar verksmiðjunnar. Starfsmenn þurfa að hafa sveinspróf og a.m.k. 5 ára starfsreynslu. Stjórnandi framleiðslustarfsmanna Starfslýsing: Starfsmaðurinn mun stýra og samræma vinnu framleiðslustarfsmanna sem vinna á vöktum ásamt því að bera ábyrgð á ferlum við málmtöku og útsteypingu málms. Starfið er unnið í dagvinnu. Hæfniskröfur: Við leitum að kraftmiklum starfsmanni með leiðtogahæfileika. Starfsmaðurinn þarf að vera nákvæmur, áreiðanlegur og útsjónarsamur við lausn verkefna. Hann/hún þarf að sýna frumkvæði og sjálfstæði og kalla fram það besta í samstarfsmönnum sínum. Ekki er krafist formlegrar menntunar en starfsmaðurinn þarf að hafa góða kunnáttu á tækni – og stýribúnaði og vera vel rit og tölvufær ,vera vanur/vön að stýra bæði fólki og framleiðsluferlum. A.m.k. 5 ára starfsreynslu er nauðsynleg. Au gl ýs in ga ge rð : V íku rfr ét tir e hf. SORPA auglýsir eftir starfsfólki. SORPA leitar að starfsmönnum til starfa í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Um er að ræða tvö störf, almennur starfsmaður í móttöku- og flokkunarstöð og vélamaður í móttöku og flokkunarstöð. Starfsmaður í móttökustöð Hlutverk: • Móttaka og aðstoð viðskiptavina • Aðstoð við flokkun farma á gólfi • Stjórnun véla • Sinna þrifum • Önnur tilfallandi verkefni Kröfur: • Hafa bílpróf. • Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar. • Hæfni í mannlegum samskiptum og góða þjónustulund • Hafa ríka öryggis- og umhverfisvitund • Hafa gott vald á íslensku. Vélamaður í móttökustöð Hlutverk: • Vinna á vél, meðal verkefna er að færa til farma, moka í og frá tætara og hlaða í gáma • Umsjón og viðhald véla • Sinna þrifum og snjómokstri • Önnur tilfallandi verkefni Kröfur: • Hafa vinnuvélaréttindi á gröfu (yfir 4 tonn) og hjólaskóflu • Hafa þekkingu á vélum og viðhaldi þeirra. • Hæfni í mannlegum samskiptum og góða þjónustulund • Hafa ríka öryggis- og umhverfisvitund • Hafa gott vald á íslensku. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um á heimasíðu SORPU, www.sorpa.is. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is 4. júlí 2015 LAUGARDAGUR6 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -D 7 B C 1 7 5 6 -D 6 8 0 1 7 5 6 -D 5 4 4 1 7 5 6 -D 4 0 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.