Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 58

Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 58
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Útileikur Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka- safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Sóldís Urður Ólafardóttir Imsland 9 áraLestrarhestur vikunnar Er gaman að vera hæna? Það er mjög gaman að vera hæna. Að minnsta kosti lítil gul hæna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Þetta er erfið spurning. Ég hef svo gaman af öllum mat. En ég kann til dæmis að baka dýrindis brauð. Það er sko ekkert mál ef maður syngur bara brauðsöng- inn og skemmtilegast þykir mér að baka það með góðum vinum. Eru kötturinn, lambið og svínið vinir þínir? Já, auðvitað eru þau það. Við búum fjögur saman uppi á skýj- unum, hjá risanum sem er hús- bóndi okkar. Það eru heilmikil verðmæti fólgin í mér og margir sem vilja eiga mig þar sem ég verpi gulleggjum svo hann ákvað að fara með mig þangað sem enginn næði til. Og það er hérna uppi á skýjunum, hingað kemst enginn. Hann tók líka með sér Kleinu kettling til að leika við, Lettu lamb út af ull- inni og svo auðvitað Gilla grísl- ing. Þau eiga það að vísu til að stríða mér og það finnst mér leiðinlegt en þau eru góð inn við beinið. Ertu stundum pirruð á letinni í þeim? Kannski pínulítið. Lífið er miklu skemmtilegra ef allir hjálpast að og vinna verkin saman. Ef marg- ar hendur vinna verkið verður það miklu auðveldara fyrir alla. En ég er nokkuð viss um að ég muni ná til þeirra áður en sumr- inu lýkur. Finnst þér gaman að fara í ferðalög? Mér finnst fátt skemmtilegra en að ferðast. Um helgina ætla ég til dæmis að vera á Flúðum, í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og á Akranesi. Í sumar ferðast ég svo á yfir 50 staði um allt land ásamt vinum mínum í Leik- hópnum Lottu. Það skemmtileg- asta við að ferðast er að hitta alla krakkana. Það er alltaf tekið svo vel á móti okkur. Lífi ð er skemmtilegra ef allir hjálpast að Þið munið eft ir litlu gulu hænunni sem fann fræ og hin dýrin nenntu ekki að hjálpa. Nú er litla gula hænan á leiðinni um landið með leikhópnum Lottu og við náðum af henni tali áður en hún brá sér með Herjólfi til Vestmannaeyja. Hvað er skemmtilegast við bækur? Það er oftast hvað þær eru spennandi. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Ég las „Fjörugt ímyndunarafl“. Hún var um strák sem hafði mjög fjörugt ímyndunarafl. Hvaða bók lastu á undan? Ég las Skúla skelfi. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, það var „Fjóla á ferð í rign- ingu“. Mamma las hana fyrir mig þegar ég var lítil. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Spennubækur. Í hvaða skóla gengur þú? Í Ölduselsskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, mjög oft. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Það eru íþróttir og að spila á píanó. LESTRARHESTUR Sóldís Urður fékk pakka í verðlaun – spennandi að vita hvaða bók er í honum! Skipt er í tvö lið sem velja sér liðsstjóra. Þau stilla sér upp með um 10 metra millibili og lína er mörkuð mitt á milli. Liðin setja hendur fyrir aftan bak. Annar liðsstjór- inn gengur aftan við lið sitt og setur lítinn stein í lófann á einhverj- um, en þykist setja hann í fleiri lófa. Hitt liðið horfir á og sá ysti í röð- inni þar á að giska hver sé með steininn. Ef hann giskar rétt fær liðið hans að taka eitt stökk fram. Ef hann giskar rangt tekur hitt liðið eitt stökk fram. Liðin skiptast á að fela steininn og þátttak- endur skiptast á að giska. Það lið sem kemst fyrr að mið- línunni vinnur. Fela stein Bragi Halldórsson 155 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 6 -D 7 B C 1 7 5 6 -D 6 8 0 1 7 5 6 -D 5 4 4 1 7 5 6 -D 4 0 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.