Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 62
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR SIGURJÓNSSON húsasmíðameistari, Þorlákshöfn, lést 1. júlí. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 9. júlí kl. 14.00. Hrönn Sverrisdóttir Guðni Pétursson Hlín Sverrisdóttir Hreggviður Jónsson Hlynur, Leifur, Arna, Alma Rún og Sverrir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, HELENA ÍNA JÓHANNESDÓTTIR Dalsbraut 12, Njarðvík, lést á Landspítalanum v/ Hringbraut, þriðjudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 7. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Danelíus Á. Hansson Alexander Magnússon Hulda María Newman Sigurbjörg Rós Davíðsdóttir Baldvin Pétur Davíðsson Kristjana Hafdal Sumarrós Ína Danelíusardóttir Benedikta Ína Danelíusardóttir Garðar Julian Newman og Rósa Samúelsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN KRISTÓFER SVEINSSON fv. framkvæmdastjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. maí. Útförin fór fram í kyrrþey frá Vídalínskirkju í Garðabæ þann 19. júní sl. Aðstandendur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir auðsýnda samúð. Kristján Þorbergur Jónsson Sveinbjörg Guðmarsdóttir Inga Sveinbjörg Jónsdóttir Jóna Fríður Jónsdóttir Þorsteinn Ingi Jónsson Svala Rún Jónsdóttir Guðmundur Óli Reynisson barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 2. júlí. Valur Sigurbergsson Ingveldur J. Valsdóttir Hreggviður Daníelsson Björg Valsdóttir Jörgen H. Valdimarsson Theódór Hjalti Valsson Auður Inga Þorsteinsdóttir barnabörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR HELGU ÁRNADÓTTUR Árni Kolbeinsson Sigríður Thorlacius Áslaug Árnadóttir Arnar Þór Guðjónsson Kolbeinn Árnason Eva Margrét Ævarsdóttir og barnabarnabörn. Útfararþjónusta síðan 1996 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR (SÍDA), Jötunfelli, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 28. júní. Hún verður jarðsungin frá Glerárkirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.30. Ragnhildur Benediktsdóttir Einar Pálsson Bára Benediktsdóttir Kristján Torfason Víðir Benediktsson Jenný Ragnarsdóttir Sigrún Benediktsdóttir Ari Jóhann Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ELÍASSON Hrafnistu, Reykjavík, fyrrv. verksmiðjustjóri S.R. á Siglufirði, lést á Landspítalanum 30. júní sl. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jens Gíslason Kristín María Eggertsdóttir Dagmar Jensdóttir Heiðar J. Sveinsson María Jensdóttir Ásgeir Gunnarsson Elsa Jensdóttir Vilhjálmur Skúlason og barnabarnabörn. Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugs- afmæla sinna fyrir viku. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sung- ið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störf- um um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamót- um. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með ferðaþjónustu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólan- um á Svalbarði í nokkur ár. Síðustu nótt (fyrrinótt) gistu 38 manns sam- tals hér og í skólanum og ég var með morgunmat fyrir þá fimmtán sem sváfu hér heima.“ Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Sval- barðshrepps í nokkur ár, var leiðbein- andi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um heimasíðu fyrir sveit- arfélagið sitt. En hún er fædd og upp- alin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt ham- ingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið og leikfélagið. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólar- lagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum mið- nætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ gun@frettabladid.is Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Bjarnveig Skaft feld, ferðaþjónustubóndi á Ytra-Álandi í Þistilfi rði, er sjötug í dag. Hún hélt upp á það um síðustu helgi ásamt bónda sínum, Skúla Ragnarssyni, sem á afmæli 17. júlí. AFMÆLISHJÓN Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. MYND/ÚR EINKASAFNI Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 6 -4 8 8 C 1 7 5 6 -4 7 5 0 1 7 5 6 -4 6 1 4 1 7 5 6 -4 4 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.