Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 68

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 68
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 36 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR Þeir sem fram koma eru: Doddi trymbill * Þorvaldur Þór Þorvaldsson JFM , fimbulorganisti og söngvari Andri Hightower Ólafsson bassaleikari og söngvari Arnar Ingi Richardsson slagverksleikari & söngvari Steinar ´Hönk´ Sigurðsson saxisti ´Sr.´ Hjörtur Stephensen gítarleikari Jack Magnet og félagar fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4.júlí með sérstakri hátíðar- tileinkun til þeirrar miklu uppsprettu fönks, jazz - og blústónlistar sem Bandaríkin eru. Rósenberg, Klapparstíg 27, 101 Reykjavík laugardaginn 4.júlí kl. 22:00 Miðaverð kr. 2.200 forsala á midi.is og tix.is og við innganginn Borðapantanir í síma 511 2442 „Ég var að klára Listaháskólann og er með tonn af skuldum á bak- inu svo ég verð hér alla helgina að selja utan af mér,“ segir Vikt- oría Blöndal, sem stendur fyrir allsherjar flóamarkaði á Kaffi- stofunni, nemendagalleríi LHÍ ásamt vinkonu sinni Söru Björg Bjarnadóttur. „Ég ætla að flytja af landi brott og þessi námslán eru ekk- ert lamb að leika sér við, svo nú verður allt til sölu, nema nær- buxurnar og tannburstinn,“ segir Viktoría ansi borubrött. Mun hún leggja Ósló að fótum sér, en sjálf er hún leikstjóri, skáld, rithöf- undur og ýmislegt fleira, sem hún mun vinna með þar ytra. Meðal þess sem þær stöllur ætla að bjóða upp á er sjálfsævi- saga Viktoríu. „Ég varð nýlega þrítug svo ég hef verið að skrifa ævisöguna og tek tíu ár fyrir í hverju bindi,“ segir Viktoría en hún hefur gefið bækurnar út í þrjú þúsund eintökum, sem þó hafa ekki farið í almenna sölu fyrr en nú. „Ég hef aðallega verið að selja vinum og vanda- mönnum, en nú verð ég að eiga fyrir flutningunum.“ Þá munu þær bjóða upp á glás af Jesústyttum og eftirlíking- um af Maríu mey, sem Viktoría reyndi lengi að samsama sig í æsku, en hefur nú ákveðið að láta lönd og leið, og geta aðrir nú notið góðs af þeim. Einnig verða málverk eftir Söru til sölu. „Hún er reyndar ekki að fara neitt, en verður að fjármagna næsta Cocoa Puffs-skammtinn. Einu sinni var neysla veisla, en nú þarf að harka. Til að gera góðan markað enn betri mun leynigestur kíkja við, sem ég get ómögulega sagt hver er, en ég get sagt að sjón er sögu ríkari,“ bendir Viktoría á og laumar því að, að þarna sé um tónlistaratriði að ræða. Munu Viktoría og Sara taka á móti gestum og gangandi á Hverfisgötu, og segjast hafa fengið vilyrði frá sjálfri sólinni fyrir að láta sjá sig. „Ég lofa tutt- ugu og átta gráðum og nógu af útfjólubláum geislum. En auð- vitað bara til þeirra sem versla fyrir fimm þúsund krónur eða meira,“ segir Viktoría skellihlæj- andi að lokum. gudrun@frettabladid.is Allt falt nema nær- brækur og tannbursti Listakonurnar Viktoría og Sara standa fyrir lífl egum fl óamarkaði á Kaffi stofunni alla helgina til að eiga fyrir skuldum sem hlaðast hratt upp á námsárunum. NÓG TIL Það kennir ýmissa grasa hjá þessum listaspírum, en þær lofa til að mynda bongóblíðu og sól handa öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ Til að gera góðan markað enn betri mun leynigestur kíkja við, sem ég get ómögulega sagt hver er, en ég get sagt að sjón er sögu ríkari. Tónleikar 12.00 Hin pólska Elzbieta Karolak leikur á tvennum tónleikum á Alþjóðlegu orgel- sumri í Hallgrímskirkju um helgina. Fyrri tónleikarnir eru á laugardaginn kl. 12 og miðaverð 2.000 kr. Síðari tónleikarnir eru á sunnudaginn kl. 17 og miðaverð 2.500 kr. 22.00 Jack Magnet og félagar munu fönka og fagna á Rósenberg á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Aðgangseyrir kr. 2.200. For- sala á tix.is og midi.is. 23.00 Hljómsveitin Autonomous leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 12.00 Sirkus Íslands er með þrjár sýningar í Vestmannaeyjum í dag. Fjölskyldusýn- inguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinn- semi. Sirkusinn sýnir í sirkustjaldinu Jöklu, sem verður staðsett miðsvæðis, og mun fjórtán metra háa rauða og hvíta sirku- stjaldið ekki fara fram hjá neinum. 14.00 Breski listamaðurinn Nikhil Nathan Kirsh opnar sýninguna Endurfæðingu í Gallerí Fold. Markaðir 13.00 Krás götumatarmarkaður verður opnaður á ný í Fógetagarðinum eftir að hafa legið í vetrardvala (fyrir utan nátt- úrulega Jólakrásina sem var frábær). Á Krás finna allir eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar 15.00 Hljómsveitin Dalí spilar á Pikknikk tónleikum Norræna hússins í gróðurhús- inu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Söfn 14.00 Kínasafn Unnar, Njálsgötu 33a, er opið öllum, yngri sem eldri. Boðið upp á te og piparkökur. Safninu er lokað kl. 16.00. Sýningarspjall 15.00 Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur mun leiða gesti Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um sýninguna Samspil eftir Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl. Ásamt Birgittu Spur er Æsa sýningarstjóri og hefur hún rannsakað áður ókönnuð tengsl milli þessara tveggja listamanna og ritað áhugaverða grein í sýningarskrá. Uppákomur 13.00 Hin árvissa og vinsæla forn- bílasýning Fornbílaklúbbs Íslands verður á Árbæjarsafni fer fram á sunnudag. Félagsmenn verða til skrafs og ráðagerða og sýna bíla sína sem margir eiga merka sögu. Þeir verða jafnframt upp á klæddir í takt við árgerð bílana og við hvetjum gesti safnsins til þess að klæða sig upp á eftir sínu uppáhaldstímabili. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -8 E 6 C 1 7 5 7 -8 D 3 0 1 7 5 7 -8 B F 4 1 7 5 7 -8 A B 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.