Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2015, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 04.07.2015, Qupperneq 70
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 38 SÝND KL. 2 SÝND KL. 2 SÝND Í 2D SÝND Í 2DSÝND KL. 1:45 ÍSL TAL KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM SPARBÍÓ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR VARIETY THE TELEGRAPH CHICAGO SUN TIMES MÖGNUÐ GRÍNMYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ. CINEMABLEND JAMES CAMERON Arnold Scwarzenegger er mættur í hörðustu stórmynd sumarsins. TERMINATOR GENISYS 5, 8, 10:30(P) TED 2 1:45, 8, 10:20 JURASSIC WORLD 2D 2, 8, 10:35 INSIDE OUT 2D - ÍSL TAL 2, 5 HRÚTAR 4, 6 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:45 POWERSÝNING KL. 10:30 FRÁ LEIKSTJÓRA BRIDESMAIDS OG THE HEAT -H.S., MBL 4000 M ANNS „Ég hef ekki séð neitt af Íslandi nema Hótel Keflavík,“ svaraði El-P er hann var inntur eftir því hvað honum þætti um Ísland. El-P er listamannsnafn rapparans og pródú- sentsins Jaimes Meline, en hann myndar annan helming sveitarinn- ar Run the Jewels. Sveitin lokaði fimmtudagskvöldinu á All Tomorr- ow’s Parties á Ásbrú. „Við konan kíktum í Bláa lónið og mér finnst ég vera nýr maður eftir það,“ sagði Michael Render, Kill- er Mike, og hló. „Á leiðinni hingað sagði hún mér að hana hefði dreymt um Ísland og Bláa lónið síðan hún var sautján ára.“ Á tónleikum sveitarinnar var boðið upp á efni af fyrstu tveimur plötum sveitarinnar sem báðar eru samnefndar henni. Það er engum vafa undirorpið að síðari platan var ein allra besta plata ársins 2014. Listamennirnir efndu til söfnunar á Kickstarter til þess að fjármagna útgáfu plötunnar og gátu aðdáend- ur keypt mismunandi pakka til að styrkja sveitina. Meðal þess sem boðið var upp á var að fyrir 46 milljónir myndu þeir þykjast hafa áhuga á einhverju sem skiptir þig máli. Annað sem var í boði var að greiða fimm milljónir og í staðinn lofuðu þeir því að endurútgefa plöt- una með kattahljóðum í stað venju- legra hljóðfæra. Hópur fólks safnaði fénu saman og er Meow the Jewels væntanleg með haustinu. „Ég skil ekki hvers vegna fólk er spennt fyrir þessu. Ég meina, þetta er rappplata með kattahljóðum. Hún verður aldrei góð,“ segir El-P sem hefur lagt mikla vinnu í að finna réttu kattahljóðin í ýmsum kattaat- hvörfum. „Allir stærstu pakkarn- ir sem við buðum upp á voru grín og við bjuggumst aldrei við því að nokkur þeirra yrði fjármagnaður.“ Mest þrjú símtöl í grasið Það er alkunna að þið neytið mari- júana og farið ekkert leynt með það. „Laukrétt,“ svarar Killer Mike snögglega. „Við komum hingað frá Amsterdam þar sem við gerðum fátt annað en að reykja.“ Hefur það einhvern tíma komið ykkur í klandur? „Alls ekki. Við pössum okkur. Það er ekkert sama- semmerki milli þess að neyta fíkni- efna og vera vitlaus,“ segir Killer Mike og félagarnir skella upp úr. „Okkur dettur ekki í hug að ögra með þessu. Við reykjum þar sem við vitum að það er í lagi að reykja.“ El-P skýtur því inn að það skipti engu máli hvar maður sé staddur í heiminum, gras sé aldrei meira en þremur símtölum frá þér. „Ég hef aldrei ferðast með neitt slíkt með mér. Allt er keypt á staðn- um. Nema eftir að rafretturnar komu. Stundum laumast ég til að setja smá olíu í þær og taka með í flugið. Skynjararnir á klósettinu nema nefnilega reyk en þeir kunna ekki enn þá á gufu,“ og glottið leikur um andlit hans. Fjörgamlir hipphopparar Nú standið þið báðir á fertugu, sjáið þið ykkur á sviði að spila eftir tuttugu ár? „Vonandi,“ svar- ar El-P. „Fyrir mörgum árum voru gömlu rokkararnir spurðir svipaðra spurninga. Rolling Sto- nes, Iggy Pop, AC/DC og þú sérð þá enn á fullu. Það styttist í að við sjáum aldraða hipphoppara gera hið sama.“ „Sjáðu bara Public Enemy sem spilar á undan okkur,“ bætir Mike við. „Þeir eru margfaldir afar en eru enn með þetta. Ég sá þá fyrst á sviði þegar ég var sautján ára. Ég vona að við getum haldið áfram svona lengi, en þori ekki að lofa því.“ Þið hafið gefið út að næsta plata sé væntanleg 2016. Hvað er á döf- inni þangað til? „Við ætlum að taka smá pásu til að ná okkur. Við höfum ferðast um heiminn án afláts frá fyrri plötunni og nú er kominn tími á smá frí,“ segja þeir. „Það er aldrei að vita nema ég komi aftur hingað í fríinu. Ég verð að sjá meira af land- inu en bölvað hótelið,“ segir El-P og Mike bætir við: „Konan er ástfangin af landinu þannig að ég er væntan- legur hingað á ný.“ ATP-hátíðinni lýkur í kvöld en meðal þeirra sem koma fram eru Swans, Lightning Bolt, Ham, Pink Street Boys og Kiasmos. johannoli@frettabladid.is Rafrettur í fl ugvélinni Dúettinn Run the Jewels lokaði fi mmtudeginum á ATP-hátíðinni. Þeir ræddu mjálm, marijúana og framtíðina við Fréttablaðið. Hátíðinni lýkur á Ásbrú í kvöld. Í FLUGSKÝLINU „Þegar við erum á sviði þá gefum við okkur alla í verkið.“ Það voru orð að sönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Góða skemmtun í bíó Það er ekkert samasemmerki milli þess að neyta fíkniefna og vera vitlaus. Killer Mike 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -D 8 7 C 1 7 5 7 -D 7 4 0 1 7 5 7 -D 6 0 4 1 7 5 7 -D 4 C 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.