Fréttablaðið - 26.01.2015, Side 20

Fréttablaðið - 26.01.2015, Side 20
KYNNING − AUGLÝSINGRekstrarráðgjöf MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 20154 Einn þeirra mörgu Íslendinga sem starfað hafa við rekstrarráðgjöf erlendis er Birgir Örn Brynjólfs- son. Hann hefur starfað í Bandaríkjun- um undanfarin ár eftir að hafa lokið MBA- námi við Thunderbird School of Global Management árið 2011. Upphaflega starf- aði hann hjá dótturfyrirtæki Íslands- banka í New York sem sérhæfði sig í fyrir- tækjaráðgjöf í sjávarútvegi og endurnýj- anlegri orku. Árið 2013 stofnuðu hann og nokkrir fyrrverandi samstarfsaðilar hans fyrir tækið Antarctica Advisors sem sér- hæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf í sjávarútvegi í Norður- og Suður-Am- eríku. „Við erum í Miami á Flórída og viðskipta- vinir okkar eru fyrst og fremst meðalstór sjávar- útvegsfyrirtæki í Norð- ur- og Suður-Ameríku. Við skilgreinum þjón- ustuframboð okkar í þrjá flokka. Í fyrsta lagi í sam- runa og yfirtökur þar sem við sjáum um söluferli fyrir fyrirtækjaeigendur eða veit- um ráðgjöf til kaupanda við yfirtöku á fyrir tækjum. Í öðru lagi er það fjármögn- un þar sem við aðstoðum fyrirtæki við að sækja fjármögnun á markaði, hvort sem um ræðir lánsfé eða hlutafé. Að lokum er það stefnumótun en þar veitum við sér- hæfða ráðgjöf við ýmis þróunar- og endur- skipulagningarverkefni.“ Mikill vöxtur Birgir segir starfsemi þeirra vera í grund- vallaratriðum sambærilega þeirri ráðgjaf- arþjónustu sem fyrirfinnst innan fyrir- tækjaráðgjafar hjá íslensku bönkunum að því undanskildu að þeir hafi ekki við- skiptabankastarfsemi til þess að styðja við ráðgjafarþjónustu. „Vinnuumhverfið í Norður- og Suður-Ameríku er þó frábrugð- ið því íslenska á margan hátt. Í Bandaríkj- unum er til að mynda ríkari eftirlitsskylda með starfsemi okkar og hæfniskröfur á einstaklinga eru strangari en víðast hvar annars staðar. Að sama skapi eru ein- staka lönd í Suður-Ameríku ekki eins langt komin í regluverki og eftirliti.“ Horfurnar í alþjóðlegum sjávarútvegi eru þokkalega jákvæðar til lengri tíma litið að sögn Birgis og sjá þeir fram á stöð- ugan vöxt í eftirspurn eftir sjávarafurð- um. „Það hefur verið umtalsverður vöxtur í fisk eldisframleiðslu sem má rekja beint til þessa ójafnvægis í framboð og eftir- spurn og ég á frekar von á því að fiskeldi muni halda áfram að vaxa á heimsvísu. Það er einnig hægt að færa rök fyrir því að alþjóðlegur sjávarútvegur sé mun sundur- skiptari en margar aðrar greinar í mat- vælaiðnaði, sem skapar vissulega tækifæri fyrir fyrirtæki eins og okkar sem vinnur að sameiningu innan greinarinnar.“ Starfsmenn fyrirtækisins finna einnig á viðskiptavinum að þeir sækjast eftir sér- þekkingu og tengslaneti þeirra í sjávar- útvegi og á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. „Sjávarútvegur er að mörgu leyti flóknari atvinnugrein en margan grunar þar sem mismunandi markaðir og tegund- ir hafa ólíka eiginleika og regluverk. Með sérþekkingu okkar hefur okkur tekist að aðgreina okkur frá stærri ráðgjafarfyrir- tækjum sem starfa á sama markaði.“ Golfsettið safnar ryki Birgir er giftur Kiley Larson og saman eiga þau tvo unga drengi. „Við búum miðsvæð- is í Miami og í göngufæri frá skrifstofunni. Dagurinn er tekinn snemma og hefst yfir- leitt á að fæða og klæða drengina og koma þeim í skólann á réttum tíma. Vinnudag- arnir geta oft verið langir, ekki síst þar sem viðskiptavinir okkar eru staðsettir á ólík- um tímabeltum. Frítíminn fer í samveru- stundir með fjölskyldunni enda fátt sem gefur mér meiri ánægju í lífinu en að sjá drengina okkar þroskast og takast á við lífið. Á meðan verður golfsettið og veiði- stöngin að fá að safna ryki inní geymslu.“ Sjávarútvegur og sólskin á Miami Eftir að hafa lokið MBA-námi í Bandaríkjunum settist Birgir Örn þar að og hóf störf við ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi. Horfurnar eru góðar í greininni og viðskiptavinir fyrirtækisins sækjast eftir sérþekkingu starfsmanna og sterku tengslaneti þeirra. Skrifstofubygging Birgis og félaga hans í Miami. Fyrirtækið hefur aðsetur á 19. hæð. Birgir Örn Brynjólfs- son hjá Antarctica Advisors. Birgir ásamt eiginkonu sinni, Kiley Larson, og tveimur sonum þeirra. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -4 3 F C 1 7 7 E -4 2 C 0 1 7 7 E -4 1 8 4 1 7 7 E -4 0 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.