Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGRekstrarráðgjöf MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 20154 Einn þeirra mörgu Íslendinga sem starfað hafa við rekstrarráðgjöf erlendis er Birgir Örn Brynjólfs- son. Hann hefur starfað í Bandaríkjun- um undanfarin ár eftir að hafa lokið MBA- námi við Thunderbird School of Global Management árið 2011. Upphaflega starf- aði hann hjá dótturfyrirtæki Íslands- banka í New York sem sérhæfði sig í fyrir- tækjaráðgjöf í sjávarútvegi og endurnýj- anlegri orku. Árið 2013 stofnuðu hann og nokkrir fyrrverandi samstarfsaðilar hans fyrir tækið Antarctica Advisors sem sér- hæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf í sjávarútvegi í Norður- og Suður-Am- eríku. „Við erum í Miami á Flórída og viðskipta- vinir okkar eru fyrst og fremst meðalstór sjávar- útvegsfyrirtæki í Norð- ur- og Suður-Ameríku. Við skilgreinum þjón- ustuframboð okkar í þrjá flokka. Í fyrsta lagi í sam- runa og yfirtökur þar sem við sjáum um söluferli fyrir fyrirtækjaeigendur eða veit- um ráðgjöf til kaupanda við yfirtöku á fyrir tækjum. Í öðru lagi er það fjármögn- un þar sem við aðstoðum fyrirtæki við að sækja fjármögnun á markaði, hvort sem um ræðir lánsfé eða hlutafé. Að lokum er það stefnumótun en þar veitum við sér- hæfða ráðgjöf við ýmis þróunar- og endur- skipulagningarverkefni.“ Mikill vöxtur Birgir segir starfsemi þeirra vera í grund- vallaratriðum sambærilega þeirri ráðgjaf- arþjónustu sem fyrirfinnst innan fyrir- tækjaráðgjafar hjá íslensku bönkunum að því undanskildu að þeir hafi ekki við- skiptabankastarfsemi til þess að styðja við ráðgjafarþjónustu. „Vinnuumhverfið í Norður- og Suður-Ameríku er þó frábrugð- ið því íslenska á margan hátt. Í Bandaríkj- unum er til að mynda ríkari eftirlitsskylda með starfsemi okkar og hæfniskröfur á einstaklinga eru strangari en víðast hvar annars staðar. Að sama skapi eru ein- staka lönd í Suður-Ameríku ekki eins langt komin í regluverki og eftirliti.“ Horfurnar í alþjóðlegum sjávarútvegi eru þokkalega jákvæðar til lengri tíma litið að sögn Birgis og sjá þeir fram á stöð- ugan vöxt í eftirspurn eftir sjávarafurð- um. „Það hefur verið umtalsverður vöxtur í fisk eldisframleiðslu sem má rekja beint til þessa ójafnvægis í framboð og eftir- spurn og ég á frekar von á því að fiskeldi muni halda áfram að vaxa á heimsvísu. Það er einnig hægt að færa rök fyrir því að alþjóðlegur sjávarútvegur sé mun sundur- skiptari en margar aðrar greinar í mat- vælaiðnaði, sem skapar vissulega tækifæri fyrir fyrirtæki eins og okkar sem vinnur að sameiningu innan greinarinnar.“ Starfsmenn fyrirtækisins finna einnig á viðskiptavinum að þeir sækjast eftir sér- þekkingu og tengslaneti þeirra í sjávar- útvegi og á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. „Sjávarútvegur er að mörgu leyti flóknari atvinnugrein en margan grunar þar sem mismunandi markaðir og tegund- ir hafa ólíka eiginleika og regluverk. Með sérþekkingu okkar hefur okkur tekist að aðgreina okkur frá stærri ráðgjafarfyrir- tækjum sem starfa á sama markaði.“ Golfsettið safnar ryki Birgir er giftur Kiley Larson og saman eiga þau tvo unga drengi. „Við búum miðsvæð- is í Miami og í göngufæri frá skrifstofunni. Dagurinn er tekinn snemma og hefst yfir- leitt á að fæða og klæða drengina og koma þeim í skólann á réttum tíma. Vinnudag- arnir geta oft verið langir, ekki síst þar sem viðskiptavinir okkar eru staðsettir á ólík- um tímabeltum. Frítíminn fer í samveru- stundir með fjölskyldunni enda fátt sem gefur mér meiri ánægju í lífinu en að sjá drengina okkar þroskast og takast á við lífið. Á meðan verður golfsettið og veiði- stöngin að fá að safna ryki inní geymslu.“ Sjávarútvegur og sólskin á Miami Eftir að hafa lokið MBA-námi í Bandaríkjunum settist Birgir Örn þar að og hóf störf við ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi. Horfurnar eru góðar í greininni og viðskiptavinir fyrirtækisins sækjast eftir sérþekkingu starfsmanna og sterku tengslaneti þeirra. Skrifstofubygging Birgis og félaga hans í Miami. Fyrirtækið hefur aðsetur á 19. hæð. Birgir Örn Brynjólfs- son hjá Antarctica Advisors. Birgir ásamt eiginkonu sinni, Kiley Larson, og tveimur sonum þeirra. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -4 3 F C 1 7 7 E -4 2 C 0 1 7 7 E -4 1 8 4 1 7 7 E -4 0 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.