Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 38

Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGRekstrarráðgjöf MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 20156 Endurmenntun Háskóla Íslands Grunnatriði fjármála Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeið- ið er sérstaklega ætlað stjórnend- um sem hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og að- ferðafræði reksturs og fjármála. Farið verður yfir einstaka þætti í ársreikningum fyrirtækja, þ.e. efnahagsreikning, rekstrarreikn- ing og yfirlit eiginfjár og sjóð- streymis fyrirtækja ásamt helstu kennitölum. Gefið verður stutt yfirlit yfir ein- staka þætti í samspili fjármögn- unar og fjármálamarkaða og rætt verður um samband áhættu og ávöxtunar. Einnig verður fjallað um verðmat fyrirtækja og hvern- ig hægt er að meta fjárfestingar- kosti innan þeirra. Loks verður farið í grunnatriði í rekstrarhag- fræði, sumsé sambandið á milli framboðs og eftirspurnar og áhrif verðbreytinga á ólíkar vörur og markaði. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg. Kennari námskeiðsins er Hauk- ur Skúlason sem hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2005 og er með B.A.-, B.Sc.- og MBA-gráður. Hann starfar í dag sem verkefna- stjóri framtaksfjárfestinga hjá Ís- landssjóðum, dótturfyrirtæki Ís- landsbanka. Námskeiðið hefst 10. mars Nánar á www.endurmenntun.is Opni háskólinn Innsýn í heim fjármálastjórn- unar – Fjármál fyrir „ekki fjár- málastjóra“ Á námskeiðinu er fjallað um ýmsa þætti rekstrar og fjármála. Nám- skeiðinu er ætlað að veita innsýn í undirstöðuatriði fjármálastjórn- unar og er ætlað stjórnendum sem ekki hafa fjármálabakgrunn, en þurfa starfsins vegna að hafa grunnskilning á stjórnun fjármála. Á námskeiðinu verður farið yfir: ● Áætlanir og kostnaðargreiningu ● Ársreikninginn ● Lestur ársreiknings og helstu kennitölur ● Fjármögnun og fjárstýringu ● Verðmat fyrirtækja og fjárfest- ingarkosta Að námskeiði loknu er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi al- menna og hagnýta þekkingu á helstu þáttum í stjórnun fjármála. Kennari námskeiðsins er Hrönn Greipsdóttir, viðskiptafræðingur frá HÍ og MBA frá City University í London. Hrönn starfar sem fjár- festingastjóri hjá Arev verðbréfa- fyrirtæki. Skráningarfrestur er til 12. febrúar. Nánar á www.ru.is/opnihaskol- inn Nýsköpunarmiðstöð Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið snýst um þau grund- vallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, fjár- hagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál. Áhersla er lögð á gerð viðskiptaáætlana. Í byrjun námskeiðsins leggur hver þátttakandi fram sína við- skiptahugmynd sem hann síðan vinnur að meðan á námskeiðinu stendur. Sú hugmynd getur verið viðskiptahugmynd fyrirtækis sem þegar er stofnað eða ný hug- mynd. Í lokaáfanga námskeiðsins eru gerð drög að viðskiptaáætl- un. Þannig kemur í ljós hvort við- skiptahugmyndin sé raunhæf. Námskeiðið fer fram í lok mars. Nánar á www.nmi.is Námskeið um fjármál og rekstur Hægt er að finna ýmis námskeið sem tengjast stofnun, rekstri og fjármálum fyrirtækja. Sem dæmi bjóða Endurmenntun Háskóla Íslands, Opni háskólinn og Nýsköpunarmiðstöð upp á áhugaverð námskeið. Ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum námsstyrki þegar slík námskeið eru sótt og er vert að athuga slíkt. Hér má sjá dæmi um þrjú námskeið sem eru í boði á þessari önn. Rekstur og fjármál geta vaxið mörgum í augum. Þá getur verið hjálplegt að skella sér á námskeið sem útskýrir grunnhugmyndirnar. NORDICPHOTOS/GETTY Hefur fyrirtæki þitt prófað hádegisverðinn frá okkur? Veitingasvið ISS eldar fyrir tugi fyrirtækja á degi hverjum. 5 800 600 sala@iss www.iss.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 E -3 0 3 C 1 7 7 E -2 F 0 0 1 7 7 E -2 D C 4 1 7 7 E -2 C 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.