Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGRekstrarráðgjöf MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 20156 Endurmenntun Háskóla Íslands Grunnatriði fjármála Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeið- ið er sérstaklega ætlað stjórnend- um sem hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og að- ferðafræði reksturs og fjármála. Farið verður yfir einstaka þætti í ársreikningum fyrirtækja, þ.e. efnahagsreikning, rekstrarreikn- ing og yfirlit eiginfjár og sjóð- streymis fyrirtækja ásamt helstu kennitölum. Gefið verður stutt yfirlit yfir ein- staka þætti í samspili fjármögn- unar og fjármálamarkaða og rætt verður um samband áhættu og ávöxtunar. Einnig verður fjallað um verðmat fyrirtækja og hvern- ig hægt er að meta fjárfestingar- kosti innan þeirra. Loks verður farið í grunnatriði í rekstrarhag- fræði, sumsé sambandið á milli framboðs og eftirspurnar og áhrif verðbreytinga á ólíkar vörur og markaði. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg. Kennari námskeiðsins er Hauk- ur Skúlason sem hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2005 og er með B.A.-, B.Sc.- og MBA-gráður. Hann starfar í dag sem verkefna- stjóri framtaksfjárfestinga hjá Ís- landssjóðum, dótturfyrirtæki Ís- landsbanka. Námskeiðið hefst 10. mars Nánar á www.endurmenntun.is Opni háskólinn Innsýn í heim fjármálastjórn- unar – Fjármál fyrir „ekki fjár- málastjóra“ Á námskeiðinu er fjallað um ýmsa þætti rekstrar og fjármála. Nám- skeiðinu er ætlað að veita innsýn í undirstöðuatriði fjármálastjórn- unar og er ætlað stjórnendum sem ekki hafa fjármálabakgrunn, en þurfa starfsins vegna að hafa grunnskilning á stjórnun fjármála. Á námskeiðinu verður farið yfir: ● Áætlanir og kostnaðargreiningu ● Ársreikninginn ● Lestur ársreiknings og helstu kennitölur ● Fjármögnun og fjárstýringu ● Verðmat fyrirtækja og fjárfest- ingarkosta Að námskeiði loknu er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi al- menna og hagnýta þekkingu á helstu þáttum í stjórnun fjármála. Kennari námskeiðsins er Hrönn Greipsdóttir, viðskiptafræðingur frá HÍ og MBA frá City University í London. Hrönn starfar sem fjár- festingastjóri hjá Arev verðbréfa- fyrirtæki. Skráningarfrestur er til 12. febrúar. Nánar á www.ru.is/opnihaskol- inn Nýsköpunarmiðstöð Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið snýst um þau grund- vallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. M.a. er fjallað um sölu- og markaðsmál, fjár- hagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál. Áhersla er lögð á gerð viðskiptaáætlana. Í byrjun námskeiðsins leggur hver þátttakandi fram sína við- skiptahugmynd sem hann síðan vinnur að meðan á námskeiðinu stendur. Sú hugmynd getur verið viðskiptahugmynd fyrirtækis sem þegar er stofnað eða ný hug- mynd. Í lokaáfanga námskeiðsins eru gerð drög að viðskiptaáætl- un. Þannig kemur í ljós hvort við- skiptahugmyndin sé raunhæf. Námskeiðið fer fram í lok mars. Nánar á www.nmi.is Námskeið um fjármál og rekstur Hægt er að finna ýmis námskeið sem tengjast stofnun, rekstri og fjármálum fyrirtækja. Sem dæmi bjóða Endurmenntun Háskóla Íslands, Opni háskólinn og Nýsköpunarmiðstöð upp á áhugaverð námskeið. Ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum námsstyrki þegar slík námskeið eru sótt og er vert að athuga slíkt. Hér má sjá dæmi um þrjú námskeið sem eru í boði á þessari önn. Rekstur og fjármál geta vaxið mörgum í augum. Þá getur verið hjálplegt að skella sér á námskeið sem útskýrir grunnhugmyndirnar. NORDICPHOTOS/GETTY Hefur fyrirtæki þitt prófað hádegisverðinn frá okkur? Veitingasvið ISS eldar fyrir tugi fyrirtækja á degi hverjum. 5 800 600 sala@iss www.iss.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 E -3 0 3 C 1 7 7 E -2 F 0 0 1 7 7 E -2 D C 4 1 7 7 E -2 C 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.