Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 8
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SKIPULAGSMÁL „Á forsendum
úrelts skipulags telur borgin sig
skuldbundna til að koma fyrir
byggingarmagni sem engan veg-
inn samræmist markmiðum aðal-
skipulagsins,“ bókaði Magnea Guð-
mundsdóttir úr Bjartri framtíð sem
sat hjá þegar aðrir fulltrúar í skipu-
lagsráði borgarinnar samþykktu
að láta auglýsa tillögu eigenda um
breytt deiliskipulag á Barónsreit.
„Gildandi deiliskipulag gerir
ráð fyrir stórfelldu niðurrifi gam-
alla timburhúsa við Laugaveg og
Hverfisgötu og á baklóðum við
Vitastíg. Nýja tillagan kveður á um
að flest þessara húsa haldi sér auk
þess sem lögð er sérstök áhersla á
að styrkja timburhúsaþyrpingu við
Vitastíg og tengja hana, með nýjum
stíg, við Laugaveg, Hverfisgötu og
Bjarnaborg,“ bókuðu fulltrúar allra
flokka nema Bjartrar framtíðar.
Þá er bent á að gildandi deili-
skipulag geri ráð fyrir þremur
fimmtán hæða turnum við Skúla-
götu og háum tengibyggingum milli
þeirra. Það heimilar einnig niðurrif
Skúlagötu 28 þar sem Kex hostel er.
Samkvæmt nýju tillögunni verður
einn átján hæða turn við Skúlagötu
og Skúlagata 28
heldur sér þannig
að byggja megi
tvær hæðir ofan
á húsið.
„Við teljum að
skipulagstillag-
an sé mun betri
en gildandi deili-
skipulag. Engu
að síður teljum
við að byggingarmagn við Skúla-
götu sé of mikið. Við leggjumst
gegn því að turninn verði átján
hæðir og teljum að hann eigi að
vera sextán hæðir að hámarki og
ekki meira en sextíu metrar á hæð
frá sjó,“ segir í bókun fulltrúans.
Enn fremur er sagt „nauðsyn-
legt að tryggt verði að húsin milli
Hverfisgötu og Laugavegs verði
íbúðarhús og einnig húsin sem
standa norðanmegin við Hverfis-
götu og stölluðu húsin neðst við
Vitastíg“.
Magnea Guðmundsdóttir, sem
er arkitekt, bókaði að ákjósan-
legra væri að draga meiri lærdóm
af eldra skipulagi við Skúlagötu
þar sem háir turnar loki inni eldri
byggð frá sjávarsíðunni og taki
ekki tillit til samspils byggðar og
landslags þar fyrir.
„Gríðarlegt byggingarmagn leið-
ir af sér djúpa kroppa þar sem erf-
itt er að koma dagsljósi að bæði í
innri og ytri rýmum og dregur
verulega úr gæðum þeirra. Hægt
hefði verið að draga úr þessum
áhrifum með því að dreifa betur
byggingarmagni beggja vegna
Hverfisgötu,“ segir í bókun Magn-
eu Guðmundsdóttur. - gar
Allir nema einn almennt hlynntir skipulagsbreytingu á Barónsstígsreit:
Turninn verður sextán hæðir
BARÓNSREITUR Kex-hostel verður
óhult á Skúlagötu 28 samkvæmt skipu-
lagstillögu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MAGNEA GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
16.790 manns störfuðu í
ferðaþjónustutengdum greinum
að meðaltali árið 2014. Árið 2010
voru þeir 11.710.
Heimild: Hagstofa Íslands.
SVONA ERUM VIÐ
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.
Lúxus sumarhús í Grímsnesi – Vaðnes - Snæfoksstaðir.
Heilsárs bjálkahús - einstök eign.
Fimm herbergi. Gestahús og heitur pottur á verönd.Lóðin er 1,15 ha.
að stærð. Mikill gróður og gott skjól. Útsýnis nýtur að Ingólfsfjalli.
Frábær staðsetning. Stutt í marga golfvelli. Aðeins um 45 mín. akstur
frá Reykjavík. Verð 39,9 millj. Nánari leiðarlýsing í síma 893-4066.
Ath. lokað rafmagnshlið.
Opið hús sunnudaginn 12. júlí frá kl. 12.00 - 15.00
OPIÐ
HÚS
BANDARÍKIN Þrír létu lífið og einn
særðist í skotárás í Baltimore í
Bandaríkjunum aðfaranótt þriðju-
dags. Árásin átti sér stað nærri
háskólanum í Maryland og hafa
nemendur verið beðnir um að vera
varkárir. Frá þessu greinir frétta-
veitan AP.
Lögreglan fékk tilkynningu frá
öryggisvörðum skólans um að menn
hefðu stigið úr tveimur sendiferða-
bílum og hafið skothríð á hóp fólks.
Ein kona lifði af og er hún sögð ekki
vera í lífshættu. - ngy
Hófu skothríð á hóp fólks:
Létu lífið í skot-
árás í Baltimore
REYKJAVÍK Verulega hefur dregið
úr blönduðum úrgangi frá heim-
ilum í Reykjavík á undanförnum
árum, eða úr 233 kg á íbúa árið
2006 í 149 kg á íbúa árið 2014, eða
um 36 prósent. Þetta kemur fram
á vef Reykjavíkurborgar.
Búast má við að magn plasts
sem skilað er til endurvinnslu
margfaldist eftir að græna tunn-
an verður tekin undir plast þann
1. október og blandaður úrgangur
minnki enn meira í kjölfarið. - ngy
Reykvíkingar standa sig vel:
Blandaður úr-
gangur minnkar
SORP Græna tunnan verður tekin undir
plast hinn 1. október. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
RÚSSLAND Leiðtogaráðstefna BRICS-ríkjanna
hófst í rússnesku borginni UFA, um 1.100 kíló-
metra austur af Moskvu, í gær. Ráðstefnuna
sækja Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, Vla-
dimír Pútín, forseti Rússlands, Narendra Modi,
forsætisráðherra Indlands, Xi Jinping, forseti
Kína og Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.
Modi stakk upp á því á ráðstefnunni í gær
að ríkin fimm héldu árlega sýningu þar sem
framleiðendur frá ríkjunum kæmu saman
og sýndu sitt besta. Bauðst hann einnig til að
halda fyrstu sýninguna á Indlandi á næsta
ári. Hann hvatti ríkin til þess að vinna saman
og læra hvert af öðru.
Vladimír Pútín tekur undir þetta en for-
setinn er sagður vilja leita stuðnings BRICS-
ríkjanna gegn Vesturlöndum sem nú standa
andspænis Pútín vegna stríðsins í Úkraínu.
„Ég mun ekki fela það að ég er einstaklega
glaður að sjá vini okkar frá Kína,“ sagði Pútín
á miðvikudagskvöld þegar leiðtogarnir komu
til borgarinnar, en hann lítur á Kínverja sem
mikilvæga bandamenn.
Narendra Modi stakk upp á því á fundi
með Pútín að kenna Rússanum jóga, en Modi
er mikill áhugamaður um jóga. „Það lítur út
fyrir að vera erfitt, þess vegna hef ég ekki
prófað það,“ sagði Pútín. - þea
Forsætisráðherra Indlands stingur upp á því að efla samstarf auk þess að kenna Pútín að iðka jóga:
Stingur upp á árlegri sýningu BRICS-ríkja
FUNDAÐ BRICS-ríkin funda nú í Rússlandi en í sam-
bandinu eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-
Afríka. NORDICPHOTOS/AFP
GRIKKLAND Gríska ríkisstjórnin
skilaði tillögum sínum um breyt-
ingar á ríkisrekstri til Evrópusam-
bandsins í gær eins og lofað var í
fyrradag. Tillögurnar eru for-
senda þess að viðræður um nýjan
samning um neyðaraðstoð geti
hafist en lokafrestur til að skila
þeim var á miðnætti í nótt. Síðasti
samningur um neyðar aðstoð rann
út í síðasta mánuði. Ef af nýjum
samningi verður yrði hann sá
þriðji í röðinni.
Grískir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að franskir hagfræð-
ingar hefðu hjálpað Grikkjum við
gerð tillagnanna.
Tillögurnar sem Grikkir settu
fram miða að því að hækka skatta,
lækka bætur og skera niður í ríkis-
rekstri. Syriza, flokkur Alexis
Tsipras sem fer með ríkisstjórn
landsins, vann stórsigur í grísku
þingkosningunum í janúar. Helsta
stefnumál flokksins var að gríska
ríkið ætti ekki að beita niðurskurði
til að vinna sig út úr efnahags-
kreppu landsins heldur reyna að
vaxa út úr henni án niðurskurðar.
Miðað við tillögurnar er ljóst að
það gengur ekki eftir.
Grikkir sendu formlega beiðni
um neyðaraðstoð til Evrópska
stöðugleikakerfisins, neyðarlána-
stofnunar Evrópusambandsins, á
miðvikudag.
Fjármálaráðherrar ríkja evru-
svæðisins funda um tillögurnar á
laugardag og leiðtogar ríkja Evr-
ópusambandsins fara yfir þær á
sunnudag í Brussel.
„Raunsærri tillögu Grikkja
verður að fylgja jafn raunsæ til-
laga lánardrottnanna sem snýr að
því að gera skuldir Grikkja bæri-
legar,“ sagði Donald Tusk, forseti
leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Umdeilt er hvort rétt væri að
fella niður hluta skulda Grikkja
til að gera hlutfall skulda af vergri
landsframleiðslu sjálfbært. Hlut-
fallið er nú um 180 prósent en
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
miðar við að 110 prósenta hlutfall
teljist sjálfbært. Í gögnum frá
sjóðnum sem láku segir að Grikkir
muni ekki enn hafa náð því marki
árið 2030 ef ekki verði af niður-
fellingum. Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands, ítrekaði í gær að
þær kæmu ekki til greina.
Ákveðið var í gær að bankar í
Grikklandi yrðu lokaðir fram á
mánudag og hver maður mætti
einungis taka sextíu evrur út úr
hraðbönkum á dag. Áformað hafði
verið að opna banka aftur í gær.
„Ég kýs skjótan dauðdaga
frekan en þennan hægfara dauða,“
segir Panagiotis Mellos, slátrari og
kjötinnflytjandi í Aþenu, við Þor-
björn Þórðarson fréttamann sem
er í Aþenu.
þorgnyr@frettabladid.is
Grikkir stóðu við stóru orðin
og skiluðu tillögum sínum
Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. Evrópusam-
bandið hafði gefið Grikkjum frest til miðnættis í nótt. Hart var unnið að tillögunum í gær. Tillögurnar verða
yfirfarnar á sunnudag á ríkjaráðstefnu í Brussel. Grískir bankar verða lokaðir fram á mánudag.
ÖRTRÖÐ Ellilífeyrisþegi þurfti aðstoð starfsmanna við að komast í gegnum mann-
þröngina inn í banka í Aþenu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
„Ef evran og evrópskt efnahagslíf lendir í krísu, þá hefði
það líka slæm áhrif á íslenskan efnahag,“ sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem staddur er
í Brussel, í samtali við Þorfinn Ómarsson, fréttamann
Stöðvar 2. Sigmundur segir slæma stöðu Grikklands sýna
hve mikilvægt það er að Íslendingar hafi stjórn á sínum
eigin efnahagsmálum.
„Evrópusambandið og helstu kröfuhafar verða að
færa niður hluta af skuldum Grikklands. Skuldastaðan er
það slæm að hún er ekki sjálfbær. Það er nú þegar búið að skera meira niður
í opinberri og félagslegri þjónustu en góðu hófi gegnir, það er ekki hægt að
ganga lengra. Það verður að lækka skuldirnar til að Grikkland geti dafnað á ný.“
➜ Verður að lækka skuldir Grikklands
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-B
9
5
C
1
7
5
5
-B
8
2
0
1
7
5
5
-B
6
E
4
1
7
5
5
-B
5
A
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K