Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 30
6 • LÍFIÐ 10. JÚLÍ 2015
Ef þú hefur spurningu um
kynlíf þá getur þú sent
Siggu Dögg póst og
spurningin þín gæti birst í
Fréttablaðinu.
sigga@siggadogg.is
VILTU SPYRJA UM KYNLÍF?
Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda
þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég
fór samt að pæla í einu um daginn
og það var hvað gerir einstakling
aðlaðandi í augum annarra. Vissu-
lega er hægt að tína til fatnað, hár-
greiðslu og almenn smartheit en
manneskja er raunverulega aðlað-
andi þegar hún er innilega ham-
ingjusöm, örugg og líður vel í um-
hverfi sínu. Það var þá sem það
rann upp fyrir mér ljós, vinkon-
urnar! Því verður þessi litla lesn-
ing óður til vinskapar.
Ég er rík af vinkonum. Þær
eru sterkar, sjálfstæðar, hrein-
skilnar, ákveðnar, fyndnar og
einlægar. Þær eru alls konar og
oftar en ekki í bullandi mótsögn
við sjálfa sig í einu og sömu setn-
ingunni, en einmitt það skerpir
á innileika vináttunnar, að fá að
tala sjálfa sig í hring og reyna að
komast að einhverri niðurstöðu.
Eða ekki. Það er mikil lífsgleði
fólgin í því að fá að byrja setning-
ar á „æ stelpur, þið vitið hvað ég
er klikkuð en ég var að spá …“.
Það er fátt sem nærir hjartað
mitt jafn mikið og að hitta vin-
konur mínar. Að eiga með þeim
smá stund þar sem við tölum
um heimsins mál, tíðni sjálfs-
fróunar, píkuprump í jóga eða
bara inngróna tánögl. Fá frí frá
pressu heimsins, verða aftur bara
áhyggjulaus unglingur og bara
spjalla við vinkonur sínar, létta
HAMINGJU-
HLEÐSLA
á sér, fá álit á málefnum líðandi
stundar og kannski hlæja smá.
Og fegurðin. Mér líður oft eins
og vinkonur mínar gangi með sér-
staka lýsingu í kringum mig því
fallegri manneskjur finnast varla.
Það hreinlega geislar af þessum
elskum. Það er ekki svo að þær séu
eitthvað heilagri en aðrir, síður
en svo. Þær eru bara hjarta mínu
svo kærar að ég gæti ekki ímynd-
að mér lífið án þeirra. Ég hef engin
sérstök áhugamál, stunda ekki
íþróttir, prjóna hvorki né geng á
fjöll en ég rækta vinkonur mínar.
Ég passa að hringja í þær, heyra í
þeim, tengjast.
Ég finn að ég kem endurnærð
inn í mitt líf eftir að hafa rétt sett
mig í samband við þær. Það að eiga
góða vini er ómetanlegt, en rétt
eins og með allt í lífinu þá þarf
að leggja rækt við sambönd. Það
þarf að teygja sig eftir fólki, hlusta
og tala. Það að vera aðlaðandi er
meira en bara ytra útlit, það er
endur speglun á hamingjusömu
hjarta og gleðiglampa í auga. Taktu
upp símann, hafðu samband og
njóttu þess að hlaða hamingjuna.
„Ég finn að ég kem
endurnærð inn í mitt
líf eftir að hafa rétt
sett mig í samband
við þær. Það að
eiga góða vini er
ómetanlegt, en rétt
eins og með allt í lífinu
þá þarf að leggja
rækt við sambönd.“
Grilluð risahörpuskel með
grilluðu grænmeti í mísó-
dressingu
Hörpuskelin
50 ml ólífuolía
1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)
2 msk. lime-safi
3 msk. sojasósa
2 msk. sesamolía
12 stk. stórar hörpuskeljar
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið allt hráefnið nema hörpu-
skelina saman í matvinnsluvél
og vinnið saman í 1 mín. Setjið
hörpuskelina í marineringuna
og látið standa í 1-2 tíma. Þerr-
ið mestu olíuna af hörpuskelinni,
þræðið hana svo upp á spjót og
grillið í um 2 mín. á hvorri hlið.
Mísó-dressing
½ rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri
130 g mísó
2 msk. sesamolía
2 msk. sojasósa
2 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. mirin
2 msk. vatn
60 ml ólífuolía
Setjið allt hráefnið saman í mat-
vinnsluvél og vinnið saman í 1
mín.
Meðlæti í dressingu
8 stk. smámaís
1 stk. paprika (smátt skorin)
4 msk. granateplakjarnar
2 msk. fínt skorinn graslaukur
2 msk. ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
Grillið smámaísinn og paprik-
una þar til hvort tveggja er
orðið mjúkt í gegn. Skerið svo
niður í litla bita og setjið í skál
með hinu hráefninu og smakkið
til með saltinu og piparnum.
Grillaður kúrbítur
1 stk. kúrbítur
Ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar
Grillið kúrbítinn í 2 mín. á
hvorri hlið og penslið svo með
ólífuolíu og kryddið með salti
og pipar.
Skraut
4 msk. fínt skorið þurrkað
mangó
GRILLUÐ RISAHÖRPUSKEL AÐ HÆTTI EYÞÓRS
Eyþór Rúnarsson hefur svo sannarlega slegið í gegn með þáttum sínum Sumar- og grillréttir Eyþórs á Stöð 2. Hann er með
girnilegar hugmyndir sem henta fullkomlega á sumarhlaðborðið nú eða bara á sumarborðið inni ef það rignir úti.
SUMAR- OG
GRILLRÉTTIR
Eyþórs
Rúnarssonar
Opið mánudaga - föstudaga 12-18
laugardaga 12-16
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-9
F
E
C
1
7
5
4
-9
E
B
0
1
7
5
4
-9
D
7
4
1
7
5
4
-9
C
3
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K