Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 24
FÓLK|TÍSKA Í vikunni sem leið lét tískuris-inn Donna Karan af störfum sem yfirhönnuður fyrir- tækisins sem hún stofnaði og stýrði í fjölda ára. Donna Karan er einna þekktust fyrir að hafa gert tískuna vinsamlegri í garð framakvenna með fallegum og fáguðum fötum sem jafn- framt eru þægileg og auðveld í notkun. Hún markaði sín fyrstu djúpu spor með vetrarlínunni 1985 þegar hún kynnti til sög- unnar fatalínuna „Seven Easy Pieces“ eða Sjö einfaldar flíkur, klæðilegar og klassískar, sem hægt var að raða saman á mis- munandi vegu og klæðast á mis- munandi hátt. Grunnurinn er samfella eða „body suit“ sem er peysa eða bolur sem er sniðin eins og sundbolur með smellum á skrefbótinni. Með henni eru svartar sokkabuxur og svo er eftirfarandi flíkum: skyrtu, kápu, jakka, pilsi, buxum og kvöld- kjól raðað saman eftir því sem tilefnið kallar á. Þegar línan var kynnt hófu fyrirsæturnar leikinn klæddar samfellum og sokka- buxum en bættu svo við eftir því sem leið á sýninguna. Með þessari fatalínu breyttist við- horf tískuheimsins til kvenna á framabraut enda var Donna Kar- an oft nefnd bjargvættur vinn- andi kvenna. Hún sagðist hanna föt fyrir konur eins og sjálfa sig og hefur alltaf lagt sig fram um að klæðast sjálf hönnun sinni, ólíkt mörgum tískuhönnuðum. Hún lagði einnig í leiðangur til að hanna hinar fullkomnu gallabuxur fyrir alls konar kon- ur sem væru bæði töff og þægi- legar og tókst svo vel upp að á tíunda áratugnum voru Donna Karan-gallabuxur fasti í klæða- skáp þeirra kvenna sem vildu vera vel klæddar. Donna Karan er sextíu og sex ára gömul og hyggst nú snúa sér að þróun Urban Zen-línunnar þar sem áherslan er á sjálfbærni, um- hverfisvæna hönnun og „fair trade“ tískuvarning. BJARGVÆTTUR VINNANDI KVENNA ÁHRIFAVALDUR Donna Karan hafði gríðarleg áhrif á tískuna um miðbik níunda áratugarins þegar hún hannaði kvenfatalínu fyrir framakonur með þægindi og notagildi í huga. DONNA KARAN OG SARAH JESSICA PARKER Donna Karan hefur látið til sín taka í baráttunni við krabbamein. Þessi mynd er tekin á fjáröflunarsýningu á þætti úr þátta- röðinni Krabbinn (The Big C) sem var haldin á heimili hennar 2010. FLÍKURNAR 7 1985 Hvít skyrta, vel sniðin kápa, klassískur jakki, einfaldar buxur, þröngt pils, kvöldkjóll og hin ómissandi samfellubolur. SAMFELLUBOLURINN Samfellubolurinn getur verið í ýmsum litum og útfærslum. Lykilatriðið er þó að hann er alltaf fallegur og sléttur undir hvaða flík sem er. ÞEGAR TÍSKUHEIMURINN BREYTTIST Stund milli stríða á sýningunni þegar hug- myndin um flíkurnar sjö var kynnt. Fyrirsæturnar gengu fyrst um pallana í samfellubolum og sokkabuxum og bættu svo smám saman við fötum og samsetningum. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -D B E C 1 7 5 5 -D A B 0 1 7 5 5 -D 9 7 4 1 7 5 5 -D 8 3 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.