Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 24
FÓLK|TÍSKA
Í vikunni sem leið lét tískuris-inn Donna Karan af störfum sem yfirhönnuður fyrir-
tækisins sem hún stofnaði og
stýrði í fjölda ára. Donna Karan
er einna þekktust fyrir að hafa
gert tískuna vinsamlegri í garð
framakvenna með fallegum
og fáguðum fötum sem jafn-
framt eru þægileg og auðveld í
notkun. Hún markaði sín fyrstu
djúpu spor með vetrarlínunni
1985 þegar hún kynnti til sög-
unnar fatalínuna „Seven Easy
Pieces“ eða Sjö einfaldar flíkur,
klæðilegar og klassískar, sem
hægt var að raða saman á mis-
munandi vegu og klæðast á mis-
munandi hátt. Grunnurinn er
samfella eða „body suit“ sem er
peysa eða bolur sem er sniðin
eins og sundbolur með smellum
á skrefbótinni. Með henni eru
svartar sokkabuxur og svo er
eftirfarandi flíkum: skyrtu, kápu,
jakka, pilsi, buxum og kvöld-
kjól raðað saman eftir því sem
tilefnið kallar á. Þegar línan var
kynnt hófu fyrirsæturnar leikinn
klæddar samfellum og sokka-
buxum en bættu svo við eftir
því sem leið á sýninguna. Með
þessari fatalínu breyttist við-
horf tískuheimsins til kvenna á
framabraut enda var Donna Kar-
an oft nefnd bjargvættur vinn-
andi kvenna. Hún sagðist hanna
föt fyrir konur eins og sjálfa sig
og hefur alltaf lagt sig fram um
að klæðast sjálf hönnun sinni,
ólíkt mörgum tískuhönnuðum.
Hún lagði einnig í leiðangur
til að hanna hinar fullkomnu
gallabuxur fyrir alls konar kon-
ur sem væru bæði töff og þægi-
legar og tókst svo vel upp að á
tíunda áratugnum voru Donna
Karan-gallabuxur fasti í klæða-
skáp þeirra kvenna sem vildu
vera vel klæddar. Donna Karan
er sextíu og sex ára gömul og
hyggst nú snúa sér að þróun
Urban Zen-línunnar þar sem
áherslan er á sjálfbærni, um-
hverfisvæna hönnun og „fair
trade“ tískuvarning.
BJARGVÆTTUR
VINNANDI KVENNA
ÁHRIFAVALDUR Donna Karan hafði gríðarleg áhrif á tískuna um miðbik
níunda áratugarins þegar hún hannaði kvenfatalínu fyrir framakonur með
þægindi og notagildi í huga.
DONNA KARAN OG SARAH JESSICA PARKER Donna Karan hefur látið til sín taka
í baráttunni við krabbamein. Þessi mynd er tekin á fjáröflunarsýningu á þætti úr þátta-
röðinni Krabbinn (The Big C) sem var haldin á heimili hennar 2010.
FLÍKURNAR 7 1985 Hvít skyrta, vel sniðin kápa, klassískur jakki, einfaldar buxur,
þröngt pils, kvöldkjóll og hin ómissandi samfellubolur.
SAMFELLUBOLURINN Samfellubolurinn
getur verið í ýmsum litum og útfærslum.
Lykilatriðið er þó að hann er alltaf fallegur
og sléttur undir hvaða flík sem er.
ÞEGAR TÍSKUHEIMURINN BREYTTIST Stund milli stríða á sýningunni þegar hug-
myndin um flíkurnar sjö var kynnt. Fyrirsæturnar gengu fyrst um pallana í samfellubolum
og sokkabuxum og bættu svo smám saman við fötum og samsetningum.
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my styleStærðir 38-52
Smart föt, fyrir smart konur
Netverslun á tiskuhus.is
Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer
800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is
Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna.
Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna
og 8:15 á laugardögum
FÉKKSTU EKKI
BLAÐIÐ Í MORGUN?
KOM ÞAÐ OF SEINT?
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-D
B
E
C
1
7
5
5
-D
A
B
0
1
7
5
5
-D
9
7
4
1
7
5
5
-D
8
3
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K