Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 17
FÖSTUDAGUR 10. júlí 2015 | SKOÐUN | 17
Í DAG
Sif
Sigmarsdóttir
rithöfundur
Það koma dagar þar sem ég hef
ekki skoðun á neinu. Hvað á að
gera við Grikkland? Pass. Stóra
Mike Tyson málið? Pass. Meira
að segja skóbúnaður Sigmundar
Davíðs getur ekki kveikt í mér.
Það skipti svo sem engu
máli ef ekki fælist í starfslýs-
ingu minni að hafa skoðanir. Á
slíkum dögum sting ég fartölv-
unni undir arminn og skunda
í örvæntingu á kaffihús hér
í Norður-London þar sem ég
panta mér íslatte með aukaskoti
af karamellusírópi og vonast til
að réttlát reiði taki að svella í
æðum mér í takt við hækkandi
sykurmagn í blóði.
Fyrir viku var ég nýsest við
uppáhaldsborðið mitt þegar ég
komst að þeirri niðurstöðu að
fólk er fífl. Skoðunin spratt ekki
upp úr sykrinum – ég var ekki
einu sinni byrjuð að lepja latte-
bollann – heldur gaur sem sat á
næsta borði við mig.
Klukkan var tólf að hádegi
þegar starfsmaður kaffihússins
steig fram fyrir afgreiðsluborð-
ið og ávarpaði gesti þess. Hann
bað um mínútu þögn. Ástæðan
var sú að vika var liðin síðan
vígamaður fór um sólarströnd
rétt fyrir utan borgina Sousse
í Túnis og myrti 38 ferðamenn.
Flestir þeirra voru Bretar.
Á meðan hinna látnu var
minnst um allt land með þögn
gaspraði maðurinn á næsta borði
í farsímann sinn eins og enginn
væri morgundagurinn. Í sextíu
sekúndur ræddi hann um veðrið,
píparann sem átti að gera við
klósettið heima hjá honum en lét
aldrei sjá sig og plön helgarinn-
ar. Enginn á kaffihúsinu þorði að
segja neitt. Ásakandi augnaráð
mætti manninum þó á hverju
borði. En kauði virtist lítt kippa
sér upp við þöglar ávíturnar og
ef eitthvað var espaðist hann
upp við athyglina.
Rafrænar áminningar frá helvíti
Það eru til mismunandi teg-
undir af fíflum í heiminum. Til
eru fífl sem tala í símann þegar
fórnarlamba hryðjuverkaárás-
ar er minnst. Og til eru fífl sem
fremja hryðjuverk.
Stundum finnst manni eins
og veröldin sé full af fíflum.
Að í henni sé fátt gott að finna.
Grimmd, hatur og skeytingar-
leysi flæða yfir síður blaðanna
eins og blóðtaumarnir um átaka-
svæði jarðar sem eru svo mörg
að við höfum ekki tölu yfir þau.
Fjölmiðlar eru uppfullir af álits-
gjöfum – eins og undirritaðri –
sem keppast við að minna á hung-
ur, hamfarir og forsætisráðherra
sem mæta í ósamstæðum skóm í
vinnuna, eins og Google Calendar
sem er beintengt við helvíti og
færir notendum rafrænar áminn-
ingar um að stutt sé í ferðalagið
þangað. Hvernig er ekki hægt að
finnast fólk vera fífl?
En það er svo skrýtið, stund-
um er það einmitt í skugganum
sem birta mannssálarinnar skín
hvað skærast.
Túnis, 26. júní, 2015:
● Seifeddine Rezgui hefur skot-
hríð á sólarströnd við Port El
Kantaoui hótelsamstæðuna rétt
fyrir utan Sousse. Ferðamenn
eru skotmörk hans.
● Hinn sextán ára Owen Rich-
ards horfir upp á móðurbróður
sinn láta lífið þegar byssukúla
fer í gegnum öxl Owen og endar
í höfði frænda hans. Hann hafði
komið til Túnis ásamt frænda
sínum, bróður og afa. Owen
er sá eini í hópnum sem lifir
hryðjuverkaárásina af. Owen
finnst mitt í kúlnaregninu þar
sem hann reyndi að bjarga lífi
konu sem hafði orðið fyrir skoti
þótt hann væri sjálfur særður.
● Hinn átján ára Ibrahim el
Ghoul kemur auga á fjóra ferða-
menn, karlmann, tvær konur
og eitt barn, þar sem þau reyna
að flýja undan byssumannin-
um Seifeddine Rezgui. Ibrahim
stígur í veg fyrir Seifeddine og
hrópar: „Lofaður sé Allah“. Seif-
eddine lætur vopn sitt síga og
heldur leiðar sinnar.
● Starfsfólk Port El Kantaoui
hótelsamstæðunnar bjargar
fjölda mannslífa er það myndar
skjaldborg um ferðamenn sem
þar leita skjóls undan Seifedd-
ine.
● Heimamenn elta Seifeddine
uppi og reyna að stoppa hann
af. Sumir kasta í hann steinum.
Einhver notar öskubakka sem
vopn. Mayel Moncef er staddur
á svölunum heima hjá sér þegar
hann kemur auga á Seifeddine
þar sem hann reynir að flýja af
vettvangi. Til að stöðva hann
bregður hann á það ráð að kasta
í hann lausum flísum af svölum
sínum. Stuttu síðar skýtur lög-
regla Seifeddine til bana.
Syndir mannanna
Fréttir af illvirkjum á borð við
hryðjuverkaárásina í Túnis eru
daglegt brauð. Svo fyrirferðar-
miklar eru syndir mannanna
í fjölmiðlum að oft er erfitt að
örvænta ekki. En ef betur er að
gáð má oft sjá að einmitt á þeim
stundum þegar mannlegt eðli
brýst fram í sinni verstu mynd,
þegar mannleg tilvist nær hvað
lægstum lægðum, rís manns-
andinn til hæstu hæða. Eins og í
Túnis, 26. júní. Hetjur þess dags
eru langtum fleiri en skúrkarn-
ir. Kannski er fólk ekki fífl.
Er fólk fífl?
Greinarhöfundur er tón-
menntakennari að mennt
og hefur kennt í rúm-
lega 20 ár. Á þeim tíma
hefur talsvert breyst og
því miður til hins verra.
Skólar þar sem yngri
börn fengu tvo tíma í tón-
mennt á viku fyrir tutt-
ugu árum kenna jafnvel
enga tónmennt í dag. Skal
sem dæmi nefndur Breið-
holtsskóli, þar sem ég
kenndi í upphafi ferils míns, alls
í sjö ár. Ég nefni hann sem dæmi
þar sem núverandi fræðslustjóri í
Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson,
var mér þar samtíða, fyrst sem
almennur kennari en seinna sem
yfirkennari og skólastjóri.
Fyrir tuttugu árum fengu
yngri bekkir tvo tíma á viku í
tónmennt, en síðari ár hefur ekki
verið kennd þar tónmennt.
Á vormánuðum 2013 gerði ég
könnun á því hvar væri kennd
tónmennt í grunnskólum Reykja-
víkur og fann nokkra skóla þar
sem það var ekki gert. Sendi ég
bréf til Ragnars fræðslustjóra
og sagði að ég væri ósáttur við
það að „börn væru svikin um
lögbundna tónmenntakennslu“ á
meðan kennarar, eins og t.d. ég,
gengu um atvinnulausir. Ragn-
ar svaraði ekki sjálfur erindi
mínu, heldur beindi því til Sig-
fríðar Björnsdóttur, sviðsstjóra
listgreina, sem er tón-
menntakennari að mennt
og starfaði sem slíkur.
Ekki tók hún bréfi mínu
vel heldur sneri út úr því
og virtist telja að „í lagi
væri að kenna einhverj-
ar aðrar listgreinar í
staðinn, og sleppa því að
kenna tónmennt“. Þetta
er mín túlkun á því sem
hún sagði og fannst mér
það lítill metnaður fyrir
hönd tónlistar hjá fyrrverandi
tónmenntakennara.
Ekkert virðist hafa verið rætt
við skólastjóra um skort á tón-
menntakennslu, því að vorið 2015
virðist ástandið svipað í þeim
skólum sem ég benti embættinu
á að vanræktu tónmennt.
Dagur og Ragnar svara ekki!
Ég ræddi skort á tónmennta-
kennslu við Dag, núverandi borg-
arstjóra, þegar hann kom á vinnu-
stað minn í kosningabaráttunni,
og fannst mér að hann teldi að
tónmennt ætti að vera kennd í
hverjum skóla. Því miður hefur
hann og Ragnar fræðslustjóri
ekki svarað alls þremur bréfum
frá mér um þetta mál í vor. Það
var „Vonbrigða-Dagur“ þegar
ég gafst upp á að senda þeim
fleiri netpósta, og ákvað ég þá að
„skamma þá“ aðeins í blöðunum,
bæði fyrir að svara ekki kurteis-
lega endurteknum bréfaskrift-
um um opinber málefni, og einn-
ig fyrir að „bregðast börnunum“
með því að tryggja ekki að öll
börn í Reykjavík njóti tónmennta-
kennslu, sem ég vona að flestum
þyki sjálfsagt að þau fái.
Foreldrar barna sem ekki fá
tónmenntakennslu árum saman
mættu líka láta í sér heyra. Það
er hægt að fá kennara og tónlist
er það stór partur af lífi fólks að
allir ættu að fá einhverja innsýn
í hvað hún getur verið fjölbreytt.
Ég ætla ekki að hafa þessa
grein lengri, en vona að hún ýti
við einhverjum og kannski mun
menntamálaráðherra hafa metn-
að til að vinna að bættum fram-
gangi kennslu bæði í grunn- og
tónlistarskólum, þar sem hann
er tónlistarmenntaður. Kannski
mun hann „skamma“ fræðslu-
stjóra fyrir að standa sig ekki á
vaktinni.
Börn svikin um tónmennt
MENNTUN
Kári Friðriksson
tónmenntakennari
Stundum finnst
manni eins og ver-
öldin sé full af fíflum. Að í
henni sé fátt gott að finna.
Grimmd, hatur og skeyt-
ingarleysi flæða yfir síður
blaðanna eins og blóðtaum-
arnir um átakasvæði jarðar
sem eru svo mörg að við
höfum ekki tölu yfir þau.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Við kynnum með stolti nýjustu úralínuna okkar. Tradition úrin eru
glæsileg íslensk hönnun og fást þau í ýmsum litasamsetningum.
Kíktu á úrvalið í vefversluninni okkar á michelsen.is
Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is
➜ Foreldrar barna sem ekki
fá tónmenntakennslu árum
saman mættu líka láta í sér
heyra. Það er hægt að fá
kennara og tónlist er það
stór partur af lífi fólks að
allir ættu að fá einhverja
innsýn í hvað hún getur
verið fjölbreytt.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-6
9
9
C
1
7
5
4
-6
8
6
0
1
7
5
4
-6
7
2
4
1
7
5
4
-6
5
E
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K