Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 26

Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 26
2 • LÍFIÐ 10. JÚLÍ 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason Lífi ð www.visir.is/lifid Smáralind facebook.com/CommaIceland Ú T S A L A 30-70% AFSLÁTTUR Það er fátt meiri sumarboði en þegar röndótt sirkustjald rís á Klambratúni. Sirkus Íslands býður upp á sýn- ingar fyrir alla fjölskylduna og því skiptir ekki máli hvort viðkomandi er með bleyju eða grátt hár, hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Barnasýningarnar Heima er best og S.I.R.K.U.S henta best fyrir yngstu áhorfend- urnar. Sirkus Sóley og Ö-faktor eru fjölskyldusýningar fyrir ögn eldri börn og unglinga. Sýningin Skinnsemi er svo fyrir fullorðna sem vilja fá smá hita í sína upplifun. Nú er bara að velja sér sýningu og verða sér úti um miða á vefsíðunni miði.is. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ SIRKUS ÍSLANDS Hugrún Halldórsdóttir er dag- skrárgerðarkona á Stöð 2 auk þess að vera með almanna- tengslafyrirtækið Kvis. Hún hefur unun af útiveru og hér tók hún saman lagalista sem er tilvalinn fyrir góðan sprett úti í íslenskri náttúru. INTRO THE XX FEEL SO CLOSE CALVING HARRIS BRAVEHEART NEON JUNGLE WINGS LITTLE MIX CANT HOLD US MACKLEMORE & RYAN LEWIS BAD GIRLS M.I.A. DARE (LA LA LA) SHAKIRA BANG THAT DRUM NABHIA BANG BANG JESSIE J THIS TIME MELANIE FTONA HLAUPTU ÚTI Flest okkar eiga þá ósk og mark- mið að verða hamingjusöm. Oft og tíðum ætlumst við til þess að hamingjan banki upp á hjá okkur, komi sem holdgervingur makans, barnanna eða einhvers annars sem bíður okkar í framtíðinni eða jafnvel eitthvað sem við skild- um eftir í fortíðinni. Í tengslum við hamingjuna er vert að minn- ast svars sem John Lennon heit- inn gaf kennurunum sínum þegar hann var barn. Spurning- in var einföld: „Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?“ Spurning sem við fullorðna fólk- ið leggjum endrum og eins fyrir börn, enda koma oftar en ekki skemmtileg og fjölbreytileg svör. Mörg börn vilja verða slökkvi- liðsmenn, ofurhetjur, hárgreiðslu- fólk og svo mætti lengi telja. Svarið sem Lennon gaf kennur- unum sínum var alveg jafngilt og svör annarra barna, hann sagð- ist ætla að vera hamingjusamur þegar hann yrði stór. Kennararn- ir undruðust þetta svar barnsins og sögðu hann misskilja spurn- inguna en hann svaraði á móti að þeir misskildu lífið. Hamingjan er nefnilega ekki svo flókin eða fjarlæg. Hamingjan er í okkur öllum, hún er ákvörðun sem hvert og eitt okkar verður að taka. Þakkaðu fyrir þig Byrjaðu hvern morgun á því að ákveða að dagurinn í dag færi þér hamingju og gleði. Hlust- aðu á tónlist sem fær þig til að brosa. Umkringdu þig fólki sem er jákvætt og hlátur- milt. Staldraðu við og finndu áferðina og bragðið af kaffinu, finndu ilminn af sturtusáp- unni. Það er talað um að það taki 21 dag að búa til nýjar venjur. Prófaðu að ákveða það næstu þrjár vikurnar að hafa, dag hvern, hamingju og gleði í fyrir rúmi. Hafðu þakk- lætið líka með í för og skrif- aðu hjá þér eitthvað þrennt sem þú getur þakkað fyrir á hverj- um degi. Gerðu þetta áður en þú ferð að sofa og fylgstu með hvernig lífið verður sífellt bjartara og hamingjuríkara. HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ VERA HAMINGJUSAMUR? Getur verið að sífellt fleiri valkostir rugli okkur í ríminu í leit okkar að hamingjunni og byrgi okkur sýn á hið einfalda og það sem er beint fyrir framan augun á okkur? Er hamingjan hér? Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Heilsuvísir 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -3 4 0 C 1 7 5 5 -3 2 D 0 1 7 5 5 -3 1 9 4 1 7 5 5 -3 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.