Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 54
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 FÖSTUDAGSLAGIÐ SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Hugmyndin er að ögra ofbeldi og ófriði með hamingju og vekja athygli á starfsemi UN Women,“ segir Áslaug Björk Ingólfsdóttir, hóp- stjóri götukynninga UN Women á Íslandi. Á morgun stendur Ungmennaráð UN Women fyrir zumba-veislu á Klambratúni og er hverj- um sem er frjálst að koma og taka þátt í við- burðinum. Fyrir þá sem ekki vita þá er zumba eins konar dansíþrótt þar sem dans- og þolfimispor eru stigin við taktfasta tónlist. „Ungmennaráðið var svo heppið að fá sjö zumba-kennara sem voru spenntir fyrir þessu verkefni og vildu taka þátt. Þannig kvikn- aði hugmyndin,“ segir Áslaug og bætir við að zumba-veislan gæti verið skemmtileg fjöl- skyldustund eða fyrir vinahópa en viðburður- inn mun mun standa yfir í 90 mínútur og sporin eru einföld. „Það geta allir mætt á hvaða aldri sem er, engin pressa, bara skemmtun,“ segir hún glöð í bragði. Þátttökugjaldið er 1.000 krónur og rennur allur ágóði í styrktarsjóð UN Women. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu samtakanna og hefst zumba-veislan klukkan 14.00 við Kjarvalsstaði á morgun. - gló Ögra ófriði og ofb eldi með zumba-veislu Ungmennaráð UN Women stendur fyrir 90 mínútna zumba-veislu á Klambratúni á morgun. ZUMBA-STUÐ Áslaug Björk lofar góðu stuði á laugar- daginn í zumba-veislunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í kvöld fer fram keppni í svo- kölluðu „rappbattli“ og er þetta í fyrsta sinn í tæpan áratug sem keppni í þessari iðju fer fram. „Battlið“ naut mikilla vinsælda hér á landi upp úr aldamótum og voru keppnir haldnar undir nafn- inu Rímnastríð. Vinsældirnar voru svo miklar að Rímnastríðið var sýnt í beinni útsendingu í sjón- varpi árið 2003. Marlon Pollock heldur keppn- ina á morgun, en hann var einn af þeim sem tóku þátt í Rímnastríði á sínum tíma. „Já, þetta er fyrsta keppnin sem hefur verið hald- in lengi og löngu kominn tími á þetta,“ útskýrir Marlon í samtali við Fréttablaðið. Fyrirkomulag keppninnar verður nokkuð hefð- bundið en fleiri viðburðir sem innihalda „battl“ verða á dagskrá á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Fyrst verður keppni þar sem menn rappa yfir rapptakta, svona eins og tíðkaðist hér áður fyrr. En að lokinni keppninni verður svo- kallað þungavigtarbattl,“ útskýr- ir Marlon. Þá mun hann sjálfur „battla“ Guðjón Heiðar Valgarðs- son, rappara úr sveitinni Átrún- aðar goðin. „Það verður svona svipað og er að gerast erlendis. Þá verður enginn taktur undir, held- ur allt „a cappella“. Við erum líka búnir að fá góðan tíma til að undir- búa okkur, þannig að það verður minna samið á staðnum,“ bætir Marlon við. „Battlið“ er vinsælt víða um heim og eru fjölmargar keppnir haldnar víða, sem eru sýndar á vefjum á borð við Youtube. Áður fyrr tíðkaðist það að menn semdu textann sinn mikið á staðnum, sem kallast „freestyle“ á frummálinu. En þróunin í faginu hefur verið í þá átt að menn fá að vita hver and- stæðingur þeirra er með góðum fyrirvara og taka jafnvel vikur í að undirbúa sig. „Þá geta menn verið með beittari skot á andstæð- inginn og leikið sér með tungu- málið. Þó að „battl“ okkar Guð- jóns verði þannig ætla ég samt að semja eitthvað á staðnum, ef ég þarf að svara einhverju sem hann segir. Það getur verið sterkt vopn.“ Marlon er sjálfur reynslubolti í því að koma fram og spinna rímur á staðnum. Hann var virkur í „battl-senunni“ á sínum tíma og hefur komið fram í fjöl miðlum þar sem hann hefur samið á staðnum. Hann tók til dæmis þátt í Hæfi- leikakeppni Íslands, sem sýnd var á Skjá einum 2012 og þar nýtti hann sér reynslu sína í „freestyle“ rappi. „Battlið“ verður endurvakið á Paloma í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og „battl“-keppnin hefst klukkan 22. Að henni lokinni hefst þungavigtarbattlið. Dómnefnd sker úr um sigurvegara og hana skipa þau Sóley Pálsdóttir úr Reykja- víkur dætrum, Daníel Alvin úr Þriðju hæðinni og Emmi Beats úr Shades of Reykjavík. kjartanatli@365.is „Battlið“ endurvakið Efnt verður til keppni í svokölluðu „rappbattli“ á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. Um áratugur frá því að síðasta keppni af þessu tagi var haldin hér á landi. GRIMMIR Hér má sjá Marlon Pollock og Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem takast á í þungavigtarbattli kvöldsins. „Mitt föstudagslag þennan föstudaginn er Spread your wings með Queen!“ Matthías Matthíasson tónlistarmaður. Að keppa í „rappbattli“ þykir minna á hina gömlu og hefðbundnu list að kveðast á. Markmiðið er að niðurlægja andstæðing á einhvern hátt, með rappi. „Battlið“ er vinsælt um allan heim og er mikilvægur hluti hipp- hopp-menningarinnar. Kvikmyndin 8 Mile, með rapparanum Eminem í aðalhlutverki, færði „battlið“ meira í sviðsljósið á heimsvísu. Eminem tók þátt í slíkum keppnum sjálfur þegar hann var ungur að árum. Nokkrar stórar deildir í „rappbattli“ eru starfræktar og má nálgast efni frá þeim á Youtube, þar sem horft hefur verið á sum myndböndin nokkrum milljónum sinnum. Stærstu deildirnar eru Ultimate Rap League (URL), King of the Dot (KOTD), Don‘t Flop og Grind Time Now. Meðal þekktustu rapparanna í „battlinu“ á heimsvísu eru Charlie Clips, Hollow Da Don, DayLyt, Murda Mook, Arsonal og DNA. HVAÐ ER „BATTL“? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 4 -0 B C C 1 7 5 4 -0 A 9 0 1 7 5 4 -0 9 5 4 1 7 5 4 -0 8 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.