Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Þetta er tilraunanámskeið, ætlað til þess að viðhalda ekki bara dauðum hlutum sem merki um starfshætti heldur líka lifandi kunnáttu,“ segir Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Land- búnaðarsafns Íslands, sem stendur fyrir örnámskeiði í orfslætti á laugardaginn frá klukkan 10 til 12. Námskeiðið er hluti af viðameiri dagskrá Hvanneyrar- hátíðarinnar sem haldin verður á morg- un. „Sláttunámskeiðið er einnig framlag Landbúnaðarsafnsins til Evrópska menn- ingarminjadagsins sumarið 2015 sem helgaður er arfi verk- og tæknimenning- ar,“ bætir Bjarni við og bendir á vefsíð- una www.europeanheritagedays.com. Bjarni vinnur nú að bók um íslenska sláttuhætti. „Hún kemur út í haust ef guð lofar og segir sögu sláttar frá upphafi til vorra daga,“ segir Bjarni, sem vinnur að bókinni samhliða norskum fræði- manni sem mun gefa út bók um sama viðfangsefni í Noregi. „Sá hefur haldið allmörg námskeið ytra fyrir fólk sem vill læra að beita gömlum verkfærum. Mér fannst ég ekki geta verið minni maður og því ákváðum við að halda þetta tilrauna- námskeið á Hvanneyrarhátíðinni,“ segir Bjarni. Hann hefur með óformlegum hætti reynt að leiðbeina fólki með sláttutökin en segist ekki vera neinn sérfræðingur í slætti. „Hugsunin er einnig að nám- skeiðið verði nokkurs konar jafningja- fræðsla þar sem hver miðlar öðrum,“ segir Bjarni, sem lofar rabarbaragraut í lok námskeiðsins. Bjarni segir töluvert um að fólk eigi orf og ljá. „Fólk spyr þó nokkuð um hvar megi fá slík áhöld og aðeins um hvernig eigi að beita þeim,“ segir Bjarni. En er erfitt að slá með orf og ljá? „Já, þegar menn kunna ekki til verka,“ svarar hann en bætir við að lítið mál sé að læra á verkfærið. „Þetta eru viss grundvallar- lögmál, stilla þarf áhaldinu rétt í hendi sér og auk þess að ná lagi á brýningu eða finna einhvern sem getur brýnt fyrir mann.“ En hvar má nálgast orf og ljá? „Norður í Hrísey er fyrirtæki sem heitir Hrísiðn sem framleiðir orf. Vandinn er sá að ljáir eins og við þekktum og Íslendingar not- VIÐHALDA LIFANDI KUNNÁTTU ÖRNÁMSKEIÐ Í ORFSLÆTTI Hvanneyrarhátíðin 2015 verður haldin á morg- un. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði, til dæmis námskeið í orfslætti. Bjarni Guðmundsson hjá Landbúnaðarsafni Íslands kennir fólki að nota orf og ljá. VIÐ SLÁTTINN „Það er mun huggulegra að sjá og heyra fallegt ljáhljóð en fretið í mótororfi,“ segir Bjarni Guðmundsson sem hér beitir hefðbundnu orfi og ljá. MYND/ÁSDÍS HELGA BJARNADÓTTIR BJARNI GUÐMUNDSSON 70 ÁRA AFMÆLI FARMALS Heyskapur á Hvítanesi í Skilmannahreppi laust eftir 1950. Farmall A er látinn draga. Í tilefni af 70 ára afmæli Far- mals verður sýning á slætti með gömlum dráttarvélum. MYND/GUÐNI ÞÓRÐARSON/ ÚR BÓKINNI ALLTAF ER FARMALL FREMSTUR uðu eru að verða torfengnir. Hins vegar eru komnir austurrískir og suður-evr- ópskir ljáir sem eru töluvert öðruvísi en síst lakari en þeir íslensku,“ segir Bjarni og bendir á að slík áhöld megi kaupa í ýmsum byggingavöruverslunum. Skráningin á námskeiðið gengur vel og enn er hægt að taka þátt. Aðeins þarf að skrá sig hjá Bjarna á bjarnig@lbhi.is. Mjög æskilegt er að þeir sem eiga áhöld mæti með þau á námskeiðið. HVANNEYRAR HÁTÍÐ Ýmislegt annað skemmtilegt verður í boði á Hvanneyrarhátíð- inni. Hægt verður að drekka kaffi í kaffihúsinu Skemmunni, skoða fornbílasýningu og fara á markað í íþróttahúsinu. Haldið verður upp á 70 ára afmæli Farmal- dráttarvélarinnar og verður ein sjötug vél notuð til að slá. Boðið verður upp á kerruferðir fyrir börn, gróðurgreiningar- keppni, keppni í pönnuköku- bakstri og ratleik fyrir börn. Um kvöldið verður slegið upp balli í hlöðu Halldórsfjóss þar sem hljómsveitin Veturhús spilar fyrir dansi. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Stærðir 38-58 Flott sumarföt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Heldur kynningarnámskeið og fyrirlestur 24. - 27. júlí 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 553 8282 DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Alþjóða heilsu Qigong samband 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -F 4 9 C 1 7 5 5 -F 3 6 0 1 7 5 5 -F 2 2 4 1 7 5 5 -F 0 E 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.