Fréttablaðið - 10.07.2015, Page 18

Fréttablaðið - 10.07.2015, Page 18
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Að gefnu tilefni finnst mér rétt að koma á fram- færi nokkrum staðreynd- um um stofnun sérhæfðr- ar brjóstamiðstöðvar á Íslandi og leiðrétta nokkr- ar alvarlegar rangfærslur sem slegið hefur verið fram. Hugmyndin um stofn- un sérhæfðrar brjósta- miðstöðvar er ekki ný af nálinni. Ári áður en ég sneri heim úr sérnámi 2006 hafði Landspítalinn þá yfirlýstu stefnu að koma slíkri einingu á. Ég var fullur eldmóðs, áhuga og vilja til að leggja mitt af mörkum svo sérhæfð brjóstamið- stöð yrði að veruleika á Landspít- ala. Fyrir þá sem ekki vita þá er sér- hæfð brjóstamiðstöð eining þar sem sérfræðingar vinna saman undir sama þaki að greiningu, meðferð og eftirliti brjóstakrabba- meins. Svona eining er undirstaða góðs árangurs í þessum sjúkdómi en einnig mikilvæg fyrir heild- ræna, persónulega og sjúklinga- miðaða þjónustu. Það er í slíkum brjóstamiðstöðvum sem konur með ættlæga tilhneigingu (BRCA- gen) til að fá brjóstakrabbamein fá sína fræðslu, sálrænan stuðning, eftirlit og fyrirbyggjandi skurðað- gerðir. Engir fjárfestar koma að máli Eftir sex ára þrotlausa vinnu, miklar fundarsetur og skýrslu- skrif, varð mér ljóst að Landspít- alinn ætlaði sér ekki að leggja áherslu á eða setja sérstakt fjár- magn í stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar, sem er nokkuð merkilegt þar sem um er að ræða greiningu og meðferð algengasta krabbameins á Íslandi. Það var í framhaldi af þeim raunveruleika að ég ákvað að taka mér árs leyfi frá störfum og snúa aftur til Bret- lands. Um svipað leyti fór ég að kanna hvort möguleikar væru á því að stofna brjóstamiðstöð utan Landspítalans og fékk til sam- starfs við mig færeyskan brjósta- röntgenlækni. Við tveir erum þeir einu sem eigum og komum að rekstri Brjóstamiðstöðvarinnar, sem fyrirhugað er að starfi í Klí- níkinni Ármúla. Engir fjárfestar koma þar að máli. Eina markmið undirritaðs með stofnun brjóstamiðstöðvar utan Landspítala er að búa til umgjörð utan um viðkvæman málaflokk, sem þarf að hlúa betur að en gert hefur verið og sinna honum með sóma. Fjölmargar rangfærslur hafa verið settar fram um Brjóstamið- stöðina og langar mig að nefna sér- staklega þrjár. 1. „Eining sem þessi utan Land- spítala mun leiða til aukins kostn- aðar sjúklinga.“ Þeir sem halda þessari stað- hæfingu fram vita greinilega ekki hver núverandi kostnaðarþátttaka íslenskra brjóstakrabbameinssjúk- linga er. Nýlega bað ég konu sem hafði gengist undir meðferð hjá mér að taka saman hvað hún hafði greitt fyrir greiningu og meðferð síns brjóstakrabbameins. Samtals greiddi hún úr eigin vasa rúmlega 505.000 krónur. Ég fullyrði að með meiri samfellu í greiningu, skurð- meðferð og endurhæfingu, eins og stefnt er að í Brjóstamiðstöðinni, er líklegt að kostnaðurinn lækki. 2. „Þetta mun leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkið.“ Það eru engin rök fyrir þessari staðhæfingu. Brjóstamiðstöðin mun semja við Sjúkratryggingar um kostnaðarþátttöku, þar sem mjög nákvæm kostnaðargreining er forsenda samningsins og jafnt aðgengi allra tryggt. Ég fullyrði, eftir að hafa unnið á Landspítala undanfarin sjö ár, að það er hægt að framkvæma brjóstaskurðað- gerðir með meiri hagkvæmni en þar er gert. 3. „Það er hættulegt að gera svona aðgerðir utan Landspítal- ans.“ Á árunum 2008 til 2014 voru rúmlega 2.400 brjóstaskurðað- gerðir framkvæmdar á Landspít- ala. Á þessum tíma lagðist ein kona á gjörgæsludeildina og var það skipulagt fyrir fram. Engin þeirra kvenna sem gengist hafa undir fyrirbyggjandi brjóstnám undanfarin ár (arfberar BRCA- stökkbreytinga) hefur þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild. Þar sem ég starfa nú í Bretlandi eru flestar brjóstakrabbameins- aðgerðir gerðar á dagdeild. Þeir sem halda því fram að þessar aðgerðir þurfi að gerast með þeirri yfirbyggingu sem er á hátækni- sjúkrahúsi hafa einfaldlega ekki þekkingu á eðli eða umfangi þess- ara aðgerða. Stærsta spurningin í þessu máli er afar einföld; hvernig vilja íslenskar konur og þær konur sem bera BRCA-genið hafa þjónustuna? Væri ekki ráð að spyrja þeirrar spurningar áður en lengra er hald- ið í upphrópunum, rangfærslum og ráðleggingum frá sjálfskipuð- um sérfræðingum sem hafa ekki komið nálægt raunveruleikanum sem blasir við? Til íslenskra kvenna um sérhæfða brjósta- miðstöð á Íslandi Fésbókarvinur minn setti eftirfarandi lýsingu á síðuna sína: „Lenti í tveimur háskatilvikum á þjóðveginum í gær. Í fyrra tilvikinu var um að ræða svartan jeppa sem við hjónin mættum skammt frá Bjarkar- lundi. Þegar nokkrir tugir metra voru í bílinn sveigði hann skyndilega yfir á okkar vegarhelm- ing og ók beint á móti okkur. Ég hafði enga möguleika á að forðast hann en snarhægði ferðina. Þegar örskammt var í bílinn snar- sveigði hann til baka. Þarna skildu aðeins sekúndur á milli lífs og dauða. Líklega var mað- urinn að senda sms.“ Ímyndaðu þér að þú sért að mæta stórum flutningabíl á þjóðvegi 1 og bílstjórinn er að tala í símann. Hvað myndirðu segja við því ef ég héldi því fram að þú værir í jafn mikilli hættu og ef bílstjórinn á móti væri búinn að drekka nokkra bjóra? Skv. 45. grein íslenskra umferðarlaga má enginn stjórna, eða reyna að stjórna, vélknúnu ökutæki undir áhrif- um áfengis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50 prómillum eða meira telst hann ekki geta stjórnað öku- tæki örugglega og ef vínanda- magn er meira en 1,20 prómill telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. En hvað með farsímanotk- un? Getur ökumaður sem notar farsíma við akstur stjórnað ökutæki af öryggi? Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem borin er saman hæfni fólks við akstur annars vegar undir áhrifum áfengis (0,80 prómill) og hins vegar edrú en að tala í farsíma. Í ljós kemur að viðbragð fólks með þetta mikið áfengi í blóðinu er ekki seinna og í sumum tilvikum skjótara en hjá þeim sem eru edrú en að tala í farsíma undir stýri. Gildir þá einu hvort um er að ræða handfrjálsan búnað eða sím- ann við eyrað, athyglin er ann- ars staðar og það hefur áhrif á viðbragðið. Þið getið ímynd- að ykkur hvert viðbragðið er hjá þeim sem senda sms undir stýri, en því miður hefur maður orðið vitni að slíku atferli. Umferðarslys eiga sér orsakir Ég starfa sem öryggisstjóri hjá stóru fyrirtæki og reynsl- an hefur kennt mér að vinnu- slys gerast ekki af því að menn eru óheppnir. Vinnuslys eiga sér orsakir, í flestum tilvikum vegna þess að við erum mann- leg og gerum mistök eða vegna hættulegra aðstæðna. Hið sama gildir um umferðarslys, þau eiga sér orsakir og yfirleitt mannleg- ar. Við tökum hart á akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en hvers vegna erum við svona umburðarlynd gagnvart því hættulega og ólöglega atferli að tala í síma við akstur? Sennilega vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað athygl- in hefur mikil áhrif á viðbragð og við ofmetum hæfileika okkar til að gera marga hluti samtímis. En hvað er til ráða? Mikil- vægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra ökumanna brýni fyrir þeim að akstur og sím- notkun fara ekki saman. Síma- fyrirtækin nota mikið fé í aug- lýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar sím- notkunar? Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort eitt símtal geti verið svo mikil- vægt að það réttlæti að stofna lífi og limum okkar og annarra í hættu. Símnotkun er dauðans alvara HEILBRIGÐIS- MÁL Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir ➜Eina markmið und- irritaðs með stofnun brjóstamiðstöðvar utan Landspítala er að búa til umgjörð utan um viðkvæman málafl okk, sem þarf að hlúa betur að en gert hefur verið og sinna honum með sóma. UMFERÐ Kristján Kristinsson verkfræðingur, starfar að öryggis- málum ➜Mikilvægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra öku- manna brýni fyrir þeim að akstur og símnotkun fara ekki saman. Símafyrirtækin nota mikið fé í auglýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar símnotkunar? Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á Vísi. visir.is REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 MIÐASALA FER FRAM Á TIX.IS OG Í SÍMA 551-3800.NÁNAR Á SENA.IS/KOL PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -9 F E C 1 7 5 4 -9 E B 0 1 7 5 4 -9 D 7 4 1 7 5 4 -9 C 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.