Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 54

Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 54
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 FÖSTUDAGSLAGIÐ SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Hugmyndin er að ögra ofbeldi og ófriði með hamingju og vekja athygli á starfsemi UN Women,“ segir Áslaug Björk Ingólfsdóttir, hóp- stjóri götukynninga UN Women á Íslandi. Á morgun stendur Ungmennaráð UN Women fyrir zumba-veislu á Klambratúni og er hverj- um sem er frjálst að koma og taka þátt í við- burðinum. Fyrir þá sem ekki vita þá er zumba eins konar dansíþrótt þar sem dans- og þolfimispor eru stigin við taktfasta tónlist. „Ungmennaráðið var svo heppið að fá sjö zumba-kennara sem voru spenntir fyrir þessu verkefni og vildu taka þátt. Þannig kvikn- aði hugmyndin,“ segir Áslaug og bætir við að zumba-veislan gæti verið skemmtileg fjöl- skyldustund eða fyrir vinahópa en viðburður- inn mun mun standa yfir í 90 mínútur og sporin eru einföld. „Það geta allir mætt á hvaða aldri sem er, engin pressa, bara skemmtun,“ segir hún glöð í bragði. Þátttökugjaldið er 1.000 krónur og rennur allur ágóði í styrktarsjóð UN Women. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu samtakanna og hefst zumba-veislan klukkan 14.00 við Kjarvalsstaði á morgun. - gló Ögra ófriði og ofb eldi með zumba-veislu Ungmennaráð UN Women stendur fyrir 90 mínútna zumba-veislu á Klambratúni á morgun. ZUMBA-STUÐ Áslaug Björk lofar góðu stuði á laugar- daginn í zumba-veislunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í kvöld fer fram keppni í svo- kölluðu „rappbattli“ og er þetta í fyrsta sinn í tæpan áratug sem keppni í þessari iðju fer fram. „Battlið“ naut mikilla vinsælda hér á landi upp úr aldamótum og voru keppnir haldnar undir nafn- inu Rímnastríð. Vinsældirnar voru svo miklar að Rímnastríðið var sýnt í beinni útsendingu í sjón- varpi árið 2003. Marlon Pollock heldur keppn- ina á morgun, en hann var einn af þeim sem tóku þátt í Rímnastríði á sínum tíma. „Já, þetta er fyrsta keppnin sem hefur verið hald- in lengi og löngu kominn tími á þetta,“ útskýrir Marlon í samtali við Fréttablaðið. Fyrirkomulag keppninnar verður nokkuð hefð- bundið en fleiri viðburðir sem innihalda „battl“ verða á dagskrá á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. „Fyrst verður keppni þar sem menn rappa yfir rapptakta, svona eins og tíðkaðist hér áður fyrr. En að lokinni keppninni verður svo- kallað þungavigtarbattl,“ útskýr- ir Marlon. Þá mun hann sjálfur „battla“ Guðjón Heiðar Valgarðs- son, rappara úr sveitinni Átrún- aðar goðin. „Það verður svona svipað og er að gerast erlendis. Þá verður enginn taktur undir, held- ur allt „a cappella“. Við erum líka búnir að fá góðan tíma til að undir- búa okkur, þannig að það verður minna samið á staðnum,“ bætir Marlon við. „Battlið“ er vinsælt víða um heim og eru fjölmargar keppnir haldnar víða, sem eru sýndar á vefjum á borð við Youtube. Áður fyrr tíðkaðist það að menn semdu textann sinn mikið á staðnum, sem kallast „freestyle“ á frummálinu. En þróunin í faginu hefur verið í þá átt að menn fá að vita hver and- stæðingur þeirra er með góðum fyrirvara og taka jafnvel vikur í að undirbúa sig. „Þá geta menn verið með beittari skot á andstæð- inginn og leikið sér með tungu- málið. Þó að „battl“ okkar Guð- jóns verði þannig ætla ég samt að semja eitthvað á staðnum, ef ég þarf að svara einhverju sem hann segir. Það getur verið sterkt vopn.“ Marlon er sjálfur reynslubolti í því að koma fram og spinna rímur á staðnum. Hann var virkur í „battl-senunni“ á sínum tíma og hefur komið fram í fjöl miðlum þar sem hann hefur samið á staðnum. Hann tók til dæmis þátt í Hæfi- leikakeppni Íslands, sem sýnd var á Skjá einum 2012 og þar nýtti hann sér reynslu sína í „freestyle“ rappi. „Battlið“ verður endurvakið á Paloma í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og „battl“-keppnin hefst klukkan 22. Að henni lokinni hefst þungavigtarbattlið. Dómnefnd sker úr um sigurvegara og hana skipa þau Sóley Pálsdóttir úr Reykja- víkur dætrum, Daníel Alvin úr Þriðju hæðinni og Emmi Beats úr Shades of Reykjavík. kjartanatli@365.is „Battlið“ endurvakið Efnt verður til keppni í svokölluðu „rappbattli“ á skemmtistaðnum Paloma í kvöld. Um áratugur frá því að síðasta keppni af þessu tagi var haldin hér á landi. GRIMMIR Hér má sjá Marlon Pollock og Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem takast á í þungavigtarbattli kvöldsins. „Mitt föstudagslag þennan föstudaginn er Spread your wings með Queen!“ Matthías Matthíasson tónlistarmaður. Að keppa í „rappbattli“ þykir minna á hina gömlu og hefðbundnu list að kveðast á. Markmiðið er að niðurlægja andstæðing á einhvern hátt, með rappi. „Battlið“ er vinsælt um allan heim og er mikilvægur hluti hipp- hopp-menningarinnar. Kvikmyndin 8 Mile, með rapparanum Eminem í aðalhlutverki, færði „battlið“ meira í sviðsljósið á heimsvísu. Eminem tók þátt í slíkum keppnum sjálfur þegar hann var ungur að árum. Nokkrar stórar deildir í „rappbattli“ eru starfræktar og má nálgast efni frá þeim á Youtube, þar sem horft hefur verið á sum myndböndin nokkrum milljónum sinnum. Stærstu deildirnar eru Ultimate Rap League (URL), King of the Dot (KOTD), Don‘t Flop og Grind Time Now. Meðal þekktustu rapparanna í „battlinu“ á heimsvísu eru Charlie Clips, Hollow Da Don, DayLyt, Murda Mook, Arsonal og DNA. HVAÐ ER „BATTL“? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 4 -0 B C C 1 7 5 4 -0 A 9 0 1 7 5 4 -0 9 5 4 1 7 5 4 -0 8 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.