Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 11
finnst gaman að vera ófullkominn, ég er fullkomlega sáttur við minn ófull- komleika.“ Ódæll og erfiður í æsku Snorri kom nýlega heim frá Pól- landi þar sem hann var með „work- shop“ fyrir vandræðaunglinga og kvenfanga. „Það var mjög spennandi að vinna með þessum krökkum af því að ég þekki þetta sjálfur, ég var fremur ódæll og erfiður í æsku. Vonandi hef ég plantað einhverjum jákvæðum fræjum hjá þeim, og hjá kvenföng- unum sem ég fékk að hitta. Þetta voru konur sem hafa fengið lífstíðar- dóm og þær munu aldrei fá að vera frjálsar framar. Ég sagði þeim frá verkunum mínum og hvernig ég fann farveg fyrir óþekkt mína í listinni. Þegar ég horfði á þessa fanga þá hugsaði ég hvað ég hefði verið hepp- inn að hafa valið listina, þær voru að meirihluta fíklar og alkóhólistar og auk þess með hegðunarvandamál og ADHD, rétt eins og ég var,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi kynnst skúlptúristanum Pawel Althamer í þessari ferð, því Pawel tók þátt í verkefninu með honum. „Pawel hefur reist skúlptúr af mér í Varsjá, en hann er stórt nafn og mjög þekktur, hann tók þátt í Tvíæringnum árið 2013, með risa- innsetningu. Við eigum eftir að vinna meira saman, enda náðum við mjög vel saman.“ Finnur öryggistilfinningu þegar hann ferðast Snorri hefur lifað skemmtilegu lífi og hann hefur verið á þvælingi og ferðalögum undanfarin ár. „Ég var í tvö sumur í París þar sem Myriam Bat Yosef, fyrrverandi kona Errós og barnsmóðir, lánaði mér vinnustofu. Ég vann líka um tíma í Noregi og í Þýskalandi. Þetta gerist oft af sjálfu sér, fólk hefur boðið mér. Til dæmis þegar ég kom heim eftir að hafa verið í Þýskalandi, þá missti ég vinnustofuna hér heima og auglýsti eftir vinnustofu á Face- book. Þá fékk ég skilaboð frá íslensk- um félaga mínum í Los Angeles og hann bauð mér vinnustofu þar. Ég þáði það og fór út. Eftir það var mér boðið til Danmerkur, þangað sem ég fer í haust. Ég er mjög þakklátur fyrir að vera staddur í þessum far- vegi og ég ætla að njóta þess. Ég er ekki fjölskyldumaður og því bindur mig ekkert, ég læt lífið leiða mig og ég finn öryggistilfinningu þegar ég ferðast. Þegar mig vantar pening þá kemur alltaf eitthvað upp í hend- urnar á mér, ég fæ pöntun á mál- verki eða eitthvað annað. Þetta er tenging og flæði. Ég elska lífið og er þakklátur, en ég tel það vera lykilinn að því að fá meira. Vanþakklæti og óánægja stoppar fólk, því þá er það ekki móttækilegt fyrir gjöfunum sem lífið gefur því. Þetta er ekkert flókið, að smæla framan í heiminn, þá smælar hann framan í þig, en það eru fáir sem ná að tileinka sér þetta. Óttinn stýrir manninum of oft og stærsta fangelsið er hræðslan við álit annarra,“ segir Snorri sem segist mjög snemma hafa komist að því að honum er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um hann eða það sem hann gerir. „Annaðhvort líkar fólki vel við mig eða ekki, það er ekki mitt vanda- mál hvað fólki finnst. Ég veiti mér frelsi til að gera það sem mér sýn- ist.“ Vinir og fólk, það er mesti auðurinn Snorri segist hafa ákveðið að vera á listamannalaunum hjá lista- gyðjunni, hann ætlar að treysta því að hann lifi á list sinni. „Eftir að ég tók þessa ákvörðun hefur það gengið upp. Ég vil ekki vera á bótum. Maður kallar á það sem maður gefur frá sér og maður hittir allt það fólk sem maður þarf að hitta. Mitt höfuðáhugamál er fólk, og það sést í minni myndlist, ég hef gert videóportrett og unnið mikið með fólk. Ég hef hitt mjög mikið af áhugaverðu fólki á leið minni um líf- ið, og það er mikið ríkidæmi. Vinir og fólk, það er mesti auðurinn. Ég hef verið svo heppinn að hafa kynnst mörgum frábærum listamönnum, ég bjó til dæmis um tíma í Antwerpen í Belgíu hjá Þorvaldi Þorsteins og Helenu, og samtöl við Þorvald og aðra hafa gefið mér mjög mikið.“ Snorri segir að flestir vinir hans séu konur, af því hann kunni betur við mjúku orkuna. „Mér hundleiðist karlmennsku- orka, hún er svo frumstæð og hallær- isleg. Ég fór í hugleiðsluhelgi fyrir nokkrum árum og þá var mér gefin mantra: sleppa, treysta. Ég hef ekki lent í neinni angistarhugsun frá því ég tileinkaði mér þetta. Og kannski er því að þakka að ég er í þessu góða flæði núna,“ segir Snorri og bætir við að hann viti ekkert hvar hann endi þetta ferðalag. „Ég veit ekki hvar ég mun búa í vetur og það er dásamlegt, að vera í þessu trausti. Sumir vinir mínir eru pirraðir út í mig og finnst ég ekki nógu ábyrgur. Kannski öfundast þeir út í frelsið sem ég hef. Ég fer til Varsjár í júlí og verð þar í mánuð, áð- ur en ég fer til Danmerkur og svo er planið að fara til Súrínam í Suður- Ameríku í október og taka þátt í listahátíð þar. Ég er líka til í að fara aftur til Kaliforníu og Mexíkó, ég kunni vel við mig þar. Stjórnleysið í Mexíkó er fallegt, vissulega stundum villimannslegt, en það er líka fal- legt.“ Í stúdíói Snorranna í L.A. Snorrarnir þrír, Einar Snorri, Eið- ur Snorri og Snorri sjálfur Ásmundsson þegar hann dvaldi þar. Sprell Mynd af Snorra tekin í Altadena þar sem hann kom sér fyrir með hönd á hjarta í árlegri jólaskreytingu bæjarins. Mexíkó Snorri og systkinin Sara Glaxia og José Hernandés Tafola á Avocado-búgarði fjölskyldunnar í Sierra Madre. List Þekkja má andlit Snorra á skúlptúr Pawels sem nú er í Varsjá. Vanþakklæti og óánægja stoppar fólk, þá er það ekki móttæki- legt fyrir gjöfunum sem lífið gefur því. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Tækniskóli Íslands verður næstu tvær vikurnar undirlagður af fjöl- breyttum námskeiðum fyrir ungt fólk, 12 til 16 ára. Boðið er upp á sex vikulöng námskeið, sem haldin eru annars vegar vikuna 15.-19. júní og hins vegar 22.-26. júní. Þeim sem áhuga hafa á fötum og saumaskap stendur til boða nám- skeið sem gengur út á að endurhanna eigin flíkur og/eða sauma einfaldan fatnað. Einnig saumanámskeið þar sem áherslan er á að sauma flíkur, taka mál og breyta sniðum úr blöðum samkvæmt því. Á málmsuðunámskeiðinu fá þátt- takendur einnig þjálfun í rafsuðu með því að sjóða saman smíðisgrip, þátttakendur á námskeiðinu í rafrásarföndri fá þjálfun í vönduðum vinnubrögðum og gera nokkur verk- efni sem tengjast rafmagni. Leitin að andlitum er myndlistarnámskeið og á námskeiðunum Tæknibrellur og 3D kynnast þátttakendur upptöku myndefnis í stúdíói Margmiðlunar- skólans og hvernig vinna á mynd- efnið í After Effects-forritinu. Nánari upplýsingar á vefsíðu skól- ans, www.tskoli.is Tækniskóli unga fólksins – Sumarnámskeið í júnímánuði Endurhanna flíkur, leita að and- litum og kynnast tæknibrellum Sex ólík námskeið Námskeið fyrir 12 til 16 ára unglinga með ýmis áhugamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.