Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á Íslandiríkir meirijöfnuður en víðast hvar í heiminum. Að undanförnu hefur þessi jöfnuður verið að aukast eftir að dregist hafði í sundur í upp- hafi aldarinnar. Eftir fall stóru bankanna þriggja jókst jöfnuður vegna þess að innkoma tekjuhæsta fimmt- ungs þjóðarinnar dróst sam- an. Þau tíðindi glöddu kannski einhverja, en tæp- lega lengi því að þeir, sem minnstar hafa tekjurnar, höfðu ekki meira milli hand- anna. Þeirra afkoma versn- aði reyndar einnig, þótt í minna mæli væri. Nú hefur þetta hins vegar snúist við og bilið er að minnka vegna þess að hinir tekjulægstu hafa hækkað í launum. Þetta kemur fram í lífs- kjararannsókn Hagstof- unnar eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá lægsta tekjuhópi og millitekjuhópi rannsóknarinnar hafi aukist milli áranna 2013 og 2014, en kaupmáttur hæstu launa hafi að mestu staðið í stað. Hagstofan notar tvö við- mið í mati sínu á tekjujöfn- uði, annars vegar fimmt- ungsstuðul og hins vegar Gini-stuðul. Gefa báðir þess- ir stuðlar vísbendingar í sömu átt. Fimmtungsstuðullinn mælir muninn á tekjum í efsta og neðsta þrepi tekju- dreifingarinnar. 2009 var munurinn mestur. Þá hafði tekjuhæsti fimmtungurinn 4,1 sinni hærri tekjur en sá tekjulægsti. Í fyrra var munurinn 3,1-faldur. Ekki er til samanburður við önnur ríki frá því í fyrra, en 2013 var munurinn á hæsta og lægsta fimmt- ungnum aðeins minni hér en í Noregi. Gini-stuðullinn er notaður til að mæla samþjöppun tekna. Ef einn maður fengi allar tekjur í landinu væri hann 100, en ef allir fengju nákvæmlega sömu tekjur væri hann núll. 2014 var Gini-stuðullinn 22,7 á Íslandi og mældist aðeins lægri í Noregi. Áfram mætti fara yfir töl- fræðina. Hagstofa Evrópu, Eurostat, ber saman stöð- una milli landa. Samkvæmt tölum hennar er hlutfall fólks undir lágtekjumörkum eða í hættu á fé- lagslegri ein- angrun hvergi lægra en hér á landi. Í raun bera all- ar niðurstöður lífskjararannsóknar Hag- stofunnar því vitni að á Ís- landi sé góðæri. Stór hluti allrar umræðu gefur hins vegar eitthvað allt annað til kynna, að Ísland sé land í neyð þar sem ríki örbirgð og svartnætti. Oft er það þannig að auð- velt er að sjá bæði kost og löst á sínu nánasta umhverfi og vaxa þá gallarnir í aug- um. Í fjarlægum löndum sé hins vegar allt betra og hag- stæðara. Á ýmsum sviðum er þessu þó þveröfugt farið og síst verri kjör á Íslandi en annars staðar eins og rannsókn Hagstofunnar sýn- ir. Með þessum orðum er ætl- unin ekki að halda því fram að Ísland sé komið á ein- hverja endastöð fullkomleik- ans og nú megi taka upp léttara hjal. Síður en svo. Verkefnin eru mörg og sum geta ekki beðið. Ekki er heldur ætlunin að gera lítið úr hlutskipti þeirra, sem minnst hafa milli handanna. Þeir sem ná að framfleyta sér á lægstu laununum vinna afrek í hverjum mánuði. Þeirra hlutur hefur hins vegar ekki verið þungamiðjan í yf- irstandandi kjaradeilum, þótt mest sé í húfi fyrir þá hvernig til tekst. Athygli vakti þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði að allir gætu verið sammála um að gera þyrfti betur við þá launa- lægstu en í sínum huga væri ljóst að það væri komið að atvinnurekendum að bæta kjörin: „Það eru takmörk fyrir því í hve ríkum mæli ríkið á að taka að sér fyrir vinnuveitendur að tryggja mannsæmandi framfærslu.“ Þróunin undanfarin miss- eri bendir til þess að nú lyft- ist allir bátar á flóðinu. Það er vel vegna þess að eftir því sem kjör almennings batna og kaupmáttur eykst eflist efnahagslífið og verður þróttmeira. Það á sér- staklega við þegar lægsti tekjuhópurinn hefur meira fé til ráðstöfunar. Þess vegna eru það góðar fréttir að jöfnuður sé að aukast vegna bættra lífskjara hinna lægst launuðu, en ekki hraps hjá hinum tekjuhæstu. Kjör fara batnandi á Íslandi en þó sjá margir ekki annað en svartnætti} Eymd eða uppgangur? Í dag er ég vongóð. Það liggur eitthvað spennandi í loftinu. Það er kvenkyns orka að leysast úr læðingi, bæði hér- lendis og erlendis, og í dag er ég glöð og vongóð. Ég er femínisti en ég er ekki eins og allir aðrir femínistar; við erum alls konar. Ég vil að konur geri það sem þær vilja gera. Ég vil að konur vísi skömminni til föðurhúsanna, segi kynferðisofbeldi stríð á hendur, frelsi geirvörtuna, fari druslugöngur. Þó að ég velji eitthvað eitt fyrir mig vil ég að aðrir konur geri það sem þær langar til að gera. Og ég vil að karlar styðji þær og taki þátt í því. Ég trúi því að karlar hagnist á því að konur séu metnar til jafns við þá á öllum sviðum; það er þáttur í þeim femínisma sem ég iðka. Hvert sem maður lítur eru ótrúlegar konur að gera ótrúlega hluti; vinna litla og stóra sigra. Hvort sem um er að ræða endurfæðingu í kastljósi heims- pressunnar (Caitlyn Jenner) eða þögla baráttu við kyn- bundið ofbeldi eða brjóstakrabbamein, þá fyllist maður andakt við að fylgjast með sterkum konum kljást við alla þá erfiðleika og vonsku sem heimurinn býður þeim upp á. Það er eitthvað stórkostlega mikið að. Og konur finna það, þær vita. Það er sama hvert litið er. Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna fékk mbl.is til liðs við sig 100 konur til að deila hugleiðingum sínum um kosningaréttinn. Hvað brennur á þeim á þessum tíma- mótum? Margt og mikið er svarið, enda hópurinn fjöl- breyttur. En það má lesa úr pistlunum að við verðum að vera á varðbergi til að glata ekki því sem hefur áunnist. Og þessar konur vita sem er; að jafnrétti kynjanna er ekki í höfn. Sama gildir um allar þær konur sem hafa stigið fram síðustu daga og vikur, og sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Þær vita það líka að það er eitthvað að. Þetta er ekki komið. Það er enn verk að vinna. Og þess vegna er ég glöð og þess vegna er ég vongóð. Vongóð um að við getum gripið til aðgerða þannig að næsta kynslóð kvenna hafi færri ljótar sögur að segja. Um að við getum horft á syni okkar og dætur og vitað að þeim muni vegna jafnvel, óháð kyni. Að börnin okkar muni fá sömu laun fyrir sama starf. Að þeir dagar séu liðnir að þau rífa kjaft og hann er kallaður ákveðinn en hún ósvífin; hann töffari, hún tík. Í dag er ég zen, það snertir mig ekkert. „Femínistar eru eins og nasistar. Fórnarlömb kynferðisofbeldis geta sjálfum sér um kennt. Konur eru ekkert síður gerendur í heimilisofbeldi en karlar. Fóstureyðingar eru glæpur. Brostu nú.“ Brot af úrvali vikunnar. En ekkert festist. Í dag er ég teflonhúðuð. Ég er vongóð af því að það liggur eitthvað í loftinu. Konur eru að láta til sín taka sem aldrei fyrr. En þær eru ekki að taka neitt af karlmönnum. Sigrar kvenna jafngilda ekki tapi karla. Sigrar kvenna eru sigrar karla. Að skilja það er #heforshe. Að skilja það mun skila okkur betri heimi. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Það liggur eitthvað í loftinu … Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirhuguð stækkunBlönduvirkjunar skapargóðar forsendur fyrir nýt-ingu orkunnar í þágu at- vinnuuppbyggingar í Austur- Húnavatnssýslu. Það er meginnið- urstaða skýrslu um atvinnu- uppbyggingu í sýslunni, sem birt hefur verið. Fram kemur það álit að eðlilegt sé að öll orka Blönduvirkj- unar nýtist í þágu heimamanna. Jafnframt er tekið fram að ekki hafi verið gengið frá því hvernig afla eigi orku til hugsanlegs álvers á Skaga. Unnið hefur verið að skýrslunni í rúmt ár eða frá því Alþingi ályktaði um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu 15. janúar 2014. Verkefnið tekur til fjögurra sveitarfélaga; Blönduóss, Húna- vatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar. Íbúaþróun hefur verið óhagstæð á þessu svæði frá því á síðasta tug síð- ustu aldar. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að vegna fækkunar íbúa og samdráttar í atvinnulífi stefni í að héraðið verði ekki sjálf- bært um margskonar þjónustu og grunnstarfsemi. Meira þarf til að koma en efling þess atvinnulífs sem fyrir er. Því sé mikilvægt að vinna að nýsköpun og þróun atvinnulífsins. Vakin er athygli á því að íbúar héraðsins njóta ekki góðs af virkjun Blöndu, á sambærilegan hátt og mörg önnur héruð hafa notið orku- linda sinna. Í skýrslunni er vakin at- hygli á áformum Landsvirkjunar um nýjar virkjanir á veituleið Blöndu- virkjunar og vindorkugarði við Kolkuhól. Þá kosti og orku frá Blönduvirkjun sjálfri þurfi að nýta til uppbyggingar iðnaðar í héraðinu. Álver og gagnaver Farið er yfir ýmsar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu. Rykið hef- ur verið dustað af hugmyndum um uppbyggingu iðnaðar á Hafurs- stöðum á Skaga, rétt utan við Skaga- strönd. Í mars var undirrituð vilja- yfirlýsing á milli sveitarfélaganna og Klappa Developement um hag- kvæmniskönnun fyrir byggingu ál- vers við Hafursstaði fyrir kínverska fyrirtækið NFC. Rúm 200 MW þarf til framleiðslu á 120 þúsund tonnum. Til samanburðar má geta þess að uppsett afl Blönduvirkjunar er 150 MW og stækkun hennar gæti gefið 31 MW til viðbótar. Ef orkan til ál- vers á að koma úr Blöndu þarf að virkja annars staðar fyrir þá við- skiptavini Landsvirkjunar sem nú nýta orkuna. Í skýrslunni er hvatt til þess að kannaðir verði fleiri val- kostir í orkufrekum iðnaði. Blönduósbær hefur lengi sóst eft- ir því að fá gagnaver og tekin hefur verið frá hentug lóð í þeim tilgangi. Í skýrslunni er tekið undir sjónarmið um að gagnaver séu heppileg fyrir iðnaðaruppbyggingu í sýslunni þar sem þau eru ekki háð staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Héraðið er tal- ið sérstaklega heppilegt vegna vist- vænnar orku sem þar er tiltæk, að- gengi að háhraða ljósleiðarakerfi og staðsetningu utan helstu jarð- skjálftasvæða. Á móti kemur að gagnaver fær ekki sömu kjör við raf- orkukaup og svokallaðir stórnot- endur. Farið er yfir fleiri möguleika til atvinnuuppbyggingar í líftækni, ferðaþjónustu og iðnaði. Sérstaklega er minnst á framleiðslu á lífdísil úr dýrafitu sem fellur til í sláturhúsum á Norðurlandi vestra. Hefur verk- smiðja af því tagi verið kostnaðar- greind. Lögð er áhersla á að nú verði útbúin gögn til að kynna atvinnu- svæðið innan- og utanlands sem álit- legan valkost við staðsetningu smærri og stærri iðnaðarkosta. Orkan verði nýtt í þágu íbúa héraðsins Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Álverslóð Hafursstaðir í Skagabyggð, þar sem fyrirhuguð lóð er undir álver. Hugsanlegt álversstæði á Skaga er á eyðibýlinu Hafurs- stöðum. Jörðin hefur lengi verið boðin fram fyrir orku- frekan iðnað. Í könnun sem unnið er að fyrir kínverskt fyrirtæki er skoðaður fýsileiki 120 þúsund tonna álfram- leiðslu með möguleikum á tvöföldun. Það myndi skapa 240 varanleg störf og 800 störf við byggingu. 240 varanleg störf skapast ÁLVERSLÓÐ Á SKAGA Hafursstaðir á Skaga Hafursstaðir Blönduós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.