Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Náttúrunnar listaverk Þessa mynd tók Ragnar Axelsson á flugi sínu yfir Þjórsárósa á dögunum og sýnir hún glögglega hversu mikið listaverk náttúran skapar með samsetningu lita og forma. RAX Heilbrigðis- og fé- lagsþjónusta við eldra fólk eins og hún er skipulögð nú byggir á tæplega hálfrar aldar hug- myndafræði. Fyrir hálfri öld voru ævi- líkur tíu árum skemmri en nú. Þriðja æviskeiðið var í burðarliðnum og færra fólk glímdi við aldurstengdar breytingar og langvinna sjúkdóma. Sjúkdómar voru fyrst og fremst bráðir og aðeins þörf á að leysa eitt vandamál í einu. Heilsugæslustöðvar voru byggðar um land allt. Borgarspítalinn opnaði í Reykjavík. Margvíslegar nýjungar hafa verið innleiddar í sjúkrahús- þjónustu á tímabilinu sem gagnast eldra fólki afar vel, til dæmis lið- skiptiaðgerðir, hjarta- og æðaað- gerðir og augnsteinaskipti. Í heil- brigðisþjónustu hefur teymisvinna með skilgreindum verkferlum verið tekin upp í ýmsum verkefnum. Víða hefur þetta skilað frábærum ár- angri, m.a. í starfsemi gjörgæslu- og vökudeilda, í mæðra- og ung- barnavernd og í starfsemi göngu- deildar fyrir sykursjúka svo dæmi séu nefnd. Vegna þess hve verkefnin geta verið flókin er nauðsynlegt að leysa þau í teymisvinnu. Meginfor- senda heilbrigðisþjónustunnar síð- astliðin 50 ár hefur verið að aðeins sé tekist á við eitt verkefni í senn í ann- ars heilbrigðum einstaklingi. Heil- brigðisþjónustan hefur haft á að skipa vel menntuðu og metnaðar- fullu starfsfólki sem unnið hefur eft- ir þessari hugmyndafræði. Þær hug- myndafræðilegu forsendur eru brostnar þegar kemur að þriðja ævi- skeiðinu. Ævintýrinu sem við lifum fylgja breyttir tímar og þriðja æviskeiðið kallar á nýja nálgun og nýjar lausnir í heilbrigðisþjónustu auk umfangs- mikillar grunnmenntunar og endur- menntunar. Raunveruleikinn blasir við. Um og yfir helmingur fólks sem liggur nú á Landspítala er eldra fólk og með tímanum mun hlutfallið að- eins vaxa. Samnorræn rannsókn á fólki 75 ára og eldra sem lagðist brátt inn á lyflækningadeildir sýndi að 60% þess hafði langvinnt vanda- mál eða nýtt vandamál til viðbótar við langvinnt. Tæpur helmingur hafði vitræna skerðingu á einhverju stigi en liðlega helmingur var með skerta færni í líkamlegum athöfnum daglegs lífs. Um 60% nutu þjónustu heimahjúkrunar. Einn þriðji hafði áður lagst inn á síðustu þremur mánuðum. Í sjúkraskrá einstaklinga höfðu lækna- og hjúkrunarfræðing- ar aðeins skráð helming meðvirkra sjúkdóma og færnitaps. Á sama tíma neyðast læknar og hjúkrunarfræð- ingar oft til að skrá sömu upplýs- ingar tvisvar vegna skorts á sam- þættingu og samhæfingu þjónustu- þátta. Við þetta mætti hugsanlega búa ef upplýsingarnar hefðu enga þýðingu. En svo er ekki. Með upp- lýsingum um alla virka sjúkdóma, samspil þeirra og færni er unnt að spá fyrir um afdrif fólks allt upp í eitt ár eftir útskrift. Afdrif fólks í samnorrænu rannsókninni að ári liðnu voru þau að einungis 20% höfðu útskrifast heim og ekki lagst inn aftur á sjúkrahúsið. Fjórðungur var látinn og 11% hafði flust á hjúkr- unarheimili. Nær helmingur hópsins hafði endurtekið lagst á sjúkrahús á árinu. Tíðar endurinnlagnir stinga í aug- un og vekja upp spurningu um það hvort eldra fólk fái rétta þjónustu á réttum tíma og á réttum stað. Enn ein áhugaverð vísbending kom út úr ofangreindri rannsókn. Upplýsinga sem spá um horfur er ekki aðeins hægt að afla við innlögn. Sambæri- legar upplýsingar er hægt að nálg- ast fyrir innlögn einstaklings, enda eru flestir með langvinn vandamál þegar í umsjá heimahjúkrunar. Önnur íslensk rannsókn, sem nýtti sér heildrænt öldrunarmat, bar saman fólk í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Svo dæmi séu tekin, þá hafði eldra fólk sem naut heimahjúkrunar meiri bjúg, fann fyrir meiri mæði, svima og verkjum en fólk á hjúkrunarheimilum, en þar býr þó að jafnaði veikara fólk. Þegar skipulag þjónustunnar er skoðað kemur í ljós að á hjúkrunarheimil- um starfa margir faghópar saman í teymum en slík teymisvinna er ekki til staðar við heimahjúkrun á höfuð- borgarsvæðinu. Gæti það skýrt þennan mun? Heilsugæslan á höfuðborgar- svæðinu hefur í veigamiklum atrið- um misst tökin á þjónustu við eldra fólk. Miðaldra fólk leitar mjög gjarnan til sérfræðinga sem oft senda fólk sín á milli. Þegar halla fer undan fæti kemur heimahjúkrun inn í myndina. Heimahjúkrun er mið- læg og byggir ekki á hugmynda- fræði um fjölfaglega teymisvinnu. Sambandið við heimilislækninn er iðulega löngu rofið þegar kemur að heimahjúkrun í lífi fólks. Segja má að bæði heilsugæsla og sérfræðings- þjónusta séu máttlausar í útfærslu á þjónustu við langveikt fólk. Þjón- ustan er útfærð af einyrkjum fremur en teymum og byggir á tæplega hálfrar aldar gamalli hugmynda- fræði, sem tekur ekki tillit til raun- veruleika þriðja aldursskeiðsins. Það ræður enginn einn faghópur við að veita eldra langveiku fólki heildstæða þjónustu. Með því er ekki kastað rýrð á einstaka vel menntaða og metnaðarfulla fag- menn. Kerfið er einfaldlega ekki hannað til þess að taka á hinum flóknu og fjölþættu viðfangsefnum sem einkenna gamalt fólk. Afleið- ingin er sú að veikt eldra fólk sér ekki önnur úrræði en leita endur- tekið til bráðamóttöku Landspítala. Þá er stutt í hugmyndina um innlögn viðkomandi á hjúkrunarheimili. Skyldi það vera besta hugmyndin? Flugfélög hafa þróað sérstaka vild- arþjónustu fyrir þá sem fljúga oft. Heilbrigðisþjónustan á enn eftir að þróa vildarþjónustu fyrir veikt eldra fólk. Gæti það verið góð hugmynd? Ef svo er, í hverju gæti slík vildar- þjónusta verið fólgin? Eftir Pálma V. Jónsson og Svönu Helen Björnsdóttur » Það ræður enginn einn faghópur við að veita eldra langveiku fólki heildstæða þjón- ustu. Pálmi V Jónsson Pálmi er yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands. Svana Helen Björnsdóttir er verkfræðingur, stofn- andi og stjórnarformaður Stika og fv. formaður Samtaka iðnaðarins. Höf- undar starfa saman að nýsköpun í þjónustu við eldra fólk. Heilbrigðis- og félagsþjónusta í fjötrum fortíðar Svana Helen Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.