Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Jóhann Hjartarson er efsturíslensku skákmannannasem taka þátt í opna mótinuá Sardiníu sem nú stendur yfir. Eftir sjö umferðir er Jóhann með 5 vinninga og er í 4.-7. sæti en Friðrik Ólafsson kemur næstur ís- lensku skákmannanna eftir auðveld- an 29 leikja sigur í 7. umferð með 4½ vinning. Hann er í 8.-20. sæti. Friðrik hafði orð á því eftir hina glæsilegu vinningsskák sem hann tefldi á mánudaginn og birtist hér í blaðinu á miðvikudaginn, að aldrei fyrr hefði hann tekið þátt í skák- móti þar sem skákmaður tefldi tvær skákir sama daginn en sl. þriðjudag voru tvær umferðir á dagskrá. Hann tefldi hinsvegar í fjölmörgum mótum þar sem fleiri en ein og fleiri en tvær biðskákir voru til lykta leiddar samdægurs, en skákir eru ekki lengur settar í bið nú til dags. Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Loftur Baldvinsson eru með 4 vinninga í 21.-46. sæti. Yngsta kynslóðin hefur staðið sig vel og er að ná árangri langt um- fram ætlaða frammistöðu. Svo dæmi séu tekin þá er Heimir Páll Ragnarsson með árangur upp á 1.915 elo-stig, Veronika Steinunn Magnúsdóttir með árangur upp á tæplega 1.900 elo-stig og Óskar Víkingur er með árangur upp á tæp 1.800 elo-stig. Íslensku þátttakendurnir eru 16 talsins af samtals 124 keppendum. Því er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þeir mætist innbyrðis. Þannig drógust Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson saman í 6. umferð, gerðu stutt jafntefli og rifj- uðu í leiðinni upp fjórðu einvíg- isskák Tigrans Petrosjans og Bobby Fischers frá Buenos Aires 1971. Á fimmtudaginn tefldu svo Áskell Örn Kárason og Jóhann Hjart- arson. Áskell, sem var farsæll for- seti SÍ um skeið, og ágætur skák- kennari, hefur undanfarið verið að bæta sig heilmikið sem skákmaður eins og fram kom á síðasta Reykja- víkurskákmóti. Hann hefur yfirleitt verið sterkur í byrjunum en á það til að vera fullhvatvís í flóknum stöðum. Þar sem mótshaldarinn í Sardiníu stendur fyrir beinum út- sendingum af helstu skák hverrar umferðar beið greinarhöfundur þessarar skákar með nokkurri eft- irvæntingu. Jóhann var öruggið uppmálað og þekking Áskels ekki nægilega djúp að þessu sinni. Áskell Örn Kárason – Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 g6 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 0-0 11. Dh4 Hc8 12. Hac1 a6 13. b3 He8 14. g4!? Hafi þetta átt að vera sókn- arleikur er ekki alveg ljóst hverju hvítur er að slægjast eftir. Staðan hefur margoft komið upp og algeng- ustu leikir hvíts eru 14. Bh3 og 14. Bh6. 14. … b5 15. g5 Eftir 15. cxb5 sem kann að vera besti leikur hvítur getur svartur valið á milli þess að leika 15. …Rxg4 og 15. …. Da5. 15. … Rh5 16. Rd5 bxc4 17. Hxc4 e6 18. Hxc8 Dxc8 19. Hc1 Db8 20. Da4? Eftir þennan ónákvæma leik hall- ar snögglega undan fæti. Hvítur áttu tvo frambærilega leiki, 20. Rb4 eða 20. Rf4 með jafnri stöðu. 20. … Rc5! Krókur á móti bragði. 21. Bxc5 dxc5 22. Rc7? Tapar strax. Hvítur gat barist áfram með 22. Re3. 22. … Hc8 23. Rxa6 Dd6! Fangar riddarann. 24. Rb4 Rf4 24. … cxb4 25. Hxc8+ Bxc8 26. De8+ Df8 vinnur einnig. 25. Db5 cxb4 – og Áskell gafst upp. Jóhann efstur Íslending- anna á Sardiníu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Til sölu eða leigu stórglæsilegt fullbúið 131 m2 iðnaðarhúsnæði Stór innkeyrsluhurð, um 7 m lofthæð, þjófavörn. Á sama stað er til sölu Corvetta árg ´94 og Kavazaki Vulcan 2,1 árg ´07 Jón Egilsson, hrl. sími 896 3677 og 568 3737 Lækjarmelur 12 - Esjumelum Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 Tækifæri fyrir verslun og veitingar íMjódd Öflugur rekstraraðili óskast R E Y K J A V ÍK U R B O R G Reykjavíkurborg tekur brátt yfir húsnæði Strætó í Mjódd og leitar að rekstraraðila til samstarfs. Nýr rekstraraðili mun taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og núverandi rekstraraðila í Mjódd. Hann velur verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Í Mjódd er áhugavert tækifæri fyrir veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. Gert er ráð fyrir því að staðurinn auki fjölbreytni þjónustu í nærumhverfi hans og dragi til sín fólk og verði öllum opinn. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið sea@reykjavik.is í síðasta lagi 6. júlí 2015 ásamt hugmyndum um reksturinn, viðskiptaáætlun og upplýsingum um rekstraraðila. Við val á rekstraraðila verða nýnæmi hugmyndar, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans ásamt viðskiptahugmynd metin. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á reykjavik.is/leiga Góðan daginn, Sindri Einarsson hér. Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hef ávallt verið það. Það verður hins veg- ar að taka það fram að nokkur atriði eru til skammar og flokknum til óvin- sælda. Hlutir sem hægt er að leysa og það með tiltölulega einföldum hætti. Í fyrsta lagi má nefna verkföll þau sem eru hjá op- inberum starfsmönnum. Það er til háborinnar skammar og lítilsvirð- ingar hjá heilbrigðisstéttum að lama starfsemi spítalanna. Um er að ræða sameiginlegar aðgerðir að yfirlögðu ráði sem kæmi mér ekki á óvart að „hægt væri að túlka sem skipulagða glæpastarfsemi“. Ég fer þess á leit við yfirmenn ríkisstjórnarflokkanna að setja lög á öll verkföll sem tengjast spítöl- unum. Ef starfsmenn þeirra halda áfram að ætlast til þess að nám sé metið til launa er það lágkúrulegt. Það eru forréttindi að fá yfirhöfuð að læra æðra nám (háskólanám). Vissulega er það erfitt og mikil yf- irlega að standast þær kröfur sem lagðar eru á nemendur þeirra stofnana. Fólk þarf að borga af námslánum og oft að sjá fyrir fjöl- skyldum. Auðvitað væri æskilegt að það borgi sig fjárhagslega að fara í nám. En það er einfaldlega svo að sumt háskólanám dugar ekki eitt og sér til atvinnuréttinda. Það má nefna mannfræði, þjóð- fræði, o.fl. nám sem gefur ekki at- vinnuréttindi nema lært sé auka- lega, kennsluréttindi eða eitthvað annað sem skiptir máli. Ég skil því kröfur þessa fólks. En enn og aft- ur, nám er forréttindi, það er ekki sjálfgefið að fólk öðlist háskóla- próf. Víða erlendis eru sett tak- mörk af námsstofnunum hversu margir komist í háskólanám, tak- mörk eru sett hérlendis á sumar greinar, þar má nefna læknisfræði. En skelfilega á það fólk bágt sem auk þess að hafa staðist til- tekið nám, heimtar að græða pen- inga á því. Peningar skapa oft vandræði, hvort sem um er að ræða skort, ríkidæmi, að ekki sé talað um þá glæpi sem peningar oft valda. Það er einmitt glæpa- starfsemi út af fjárhagskröggum þar sem nauðsynlegustu stofn- unum landsins er haldið í gíslingu eingöngu út af peningum. Ég skora því á stjórnendur flokksins að setja lög á þessi verkföll og vísa deilu þeirra til kjaradóms. Einnig vil ég að kannað verði hvort skipulögð glæpastarfsemi að yfirlögðu ráði kunni að vera á ferðinni, ég tel svo vera. Það kann að vera réttlætiskennd mín sem segir mér þetta, ég var í lög- fræðideild HÍ. Annað mál er það að ég var að leysa út vikuskammt af lyfjum sem venju- lega kosta 1.300 kr. en í dag rúmlega 7.300 kr. vikuskammtur. Mér skilst að þetta sé vegna laga sem sett voru um kostnað lyfja. Þetta er hins vegar of dýrt til að ég ráði við það. Ég er í dag 75% öryrki og þetta er þungur biti þar sem aðeins er um 200.000 kr. bætur mán- aðarlega fyrir mig að ræða. Ég skora á heilbrigðis- og fjár- málaráðherra að breyta þessum lögum. Ef það gerist ekki veit ég ekki hvort ég hafi efni á að merkja xd á kjörseðilinn næst þegar ég kýs, það væri sorglegt því hjarta mitt slær til hægri og er ég grjót- harður sjálfstæðismaður, hins veg- ar þarf ég að hafa efni á að lifa. Ég þarf að borga sambærilegt gjald í næstu viku. En það get ég ekki. Ég tek það fram að mér finnst ríkisstjórnin vera til fyrirmyndar, valinn maður í hverju verkefni og þeir ekki af lakari endanum. Enda er hvergi að finna fallegri stefnu- skrá. Varðandi verkfall starfsmanna Landspítala Eftir Sindra Einarsson Sindri Einarsson »Ég skora því á stjórnendur flokks- ins að setja lög á þessi verkföll og vísa deilunni til kjaradóms. Höfundur er öryrki. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.