Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Útfarar- og lögfræðiþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu að leiðarljósi Minn hinsti vilji · Erfðaskrár · Kaupmálar · Dánarbússkipti · Reiknivélar · Minningarsíður Vesturhlíð 2 · Fossvogi · Sími 511 1266 · utfor.is · Við þjónum allan sólarhringinn Við kynnum nýja þjónustuþætti Kynnið ykkur nýja heimasíðu – www.utfor.is Nýlega hafa verið stofnuð mörg svokölluð öldungaráð innan sveit- arfélaga landsins þar sem eldri borgarar í sveitarfélaginu geta komið málum sínum á framfæri við sveitastjórnir. Slíkt ráð hefur verið lengi í Hafnarfirði en Lands- samband eldri borgara hefur gert það að áherslumáli að efla þetta formlega samstarf við sveitar- félögin víðar. Sveitarfélögin sinna margþættri þjónustu við eldri borgara og þó Landssambandið hafi formlega ráð- gefandi stöðu innan velferðarráðu- neytisins hefur þótt skorta á þenn- an samstarfsflöt innan sveitar- félaganna. Ráðin sækja fyrirmynd sína til Norðurlandanna en þar hefur myndast hefð fyrir þeim. Öldung- aráð eru starfandi í hátt í tíu sveit- arfélögum, þ.á m. í Reykjavík, en þar var fyrsti fundur ráðsins hald- inn í mars síðastliðnum en unnið er að stofnun samskonar ráða víðar á landinu. Skipulagi ráðanna er hátt- að eftir atvikum í hverju sveitarfé- lagi en til dæmis er sameiginlegt ráð á Suðurnesjum fyrir öll bæjar- félögin þar. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, seg- ir ráðin vera „eflingu beins lýðræð- is og mikilvægur samvinnu- og samskiptagrundvöllur milli eldri borgara og sveitarfélaganna. Með þessu fyrirkomulagi geti kjörnir fulltrúar sest niður með fulltrúum eldri borgara einhver skipti á ári og átt bein samskipti um það sem skiptir þá máli.“ Ráðin séu ekki stofnuð sem viðbrögð við einstöku máli en þegar hafi náðst árangur af samstarfinu, meðal annars hvað varðar gæði matarþjónustu, aðstoð í heimahúsum og samgöngumál. bso@mbl.is Samstarf aldraðra og sveitarfélaga eflt Morgunblaðið/Ómar Öldungaráð Dansað á góðri stund. „Mér sýnist stað- an vera sú að við séum nokkurn veginn á pari. Vonandi erum við að ná þeim umskiptum sem þarf en það getur alltaf eitthvað óvænt komið upp,“ segir Kristín Björg Al- bertsdóttir, forstjóri Heilbrigðis- stofnunar Austurlands, HSA. Fram kom í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að HSA hafi um árabil glímt við alvarlegan rekstrar- vanda. Í lok síðasta árs nam upp- safnaður rekstrarhalli um 278 milljónum og hvatti Ríkisendur- skoðun velferðarráðuneytið og stjórnendur til að taka á vandanum. Kristín Björg segir að stofnunin reyni að bregðast við þessum vanda. Það sé fyrst og fremst gert með því að halda rekstrinum innan fjárlaga og vonandi skila örlitlum afgangi upp í uppsafnaðan halla. „Það er ekki raunhæft að við náum að greiða hallann upp á næstu ár- um,“ segir Kristín. Hún tekur fram að lítið megi út af bregða í rekstrinum. Til dæmis séu allir kjarasamningar lausir. Vitað er að þeir verði stofnuninni dýrir þegar stofnanasamningar fylgi í kjölfarið. helgi@mbl.is Ekki raunhæft að greiða halla HSA upp á fáum árum Kristín Björg Albertsdóttir Geysisdagurinn verður haldinn há- tíðlegur í fimmta sinn í dag, laugar- dag. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en Geysir er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Dagskráin, sem stendur frá klukkan 11 til 15, verður í húsnæði Geysis, Skipholti 29 í Reykjavík. Geysisdagurinn er fjáröflunar-, skemmti- og fjölskyldudagur. Með- al annars verður keppt í 92 metra löngu „örþoni“ með frjálsri aðferð, sem Adolf Ingi Erlingsson útvarps- maður ræsir. Hljómsveitin Lily of the Valley, Svavar Knútur og Pete Uhlenbruch flytja tónlist og hús- band klúbbsins, Keli og kiðling- arnir, leikur. Veitingar verða seld- ar til styrktar Geysi. Örþon með frjálsri aðferð á Geysisdegi Í vikunni var efnt til fundar í Þorlákshöfn um Kambinn, sem er hár sjávarkambur milli Óseyrar- brúar og Þorlákshafnar. Á liðn- um árum hafa myndast skörð í Kambinn og sandurinn á greiða leið í gegnum þau, en vind- styrkur í þessum skörðum er oft gríðarlega mikill. Ef svo fer sem horfir munu skörðin stækka og þar með eykst sandfok á þjóðveg- inum og ljóst er að vandamál munu koma upp vegna raflínu, sem er á Kambinum, segir á heimasíðu Landgræðslunnar. Aukinn sandburður frá strönd- inni sem fýkur yfir Kambinn mun valda miklum vanda á golfvell- inum sem er í næsta nágrenni. Melgrasið á erfitt með að skjóta rótum efst í Kambinum og hamla því að sandurinn berist ekki inn á landið – og nóg er af honum á ströndinni, eins og segir á vefn- um. Á fundinum var rætt um hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir að sandurinn geri þann óskunda sem að framan er lýst. Ákveðið var að stofna samráðs- hóp hlutaðeigandi aðila til að vinna í málinu. Fundinn sátu full- trúar Landgræðslunnar, Vega- gerðarinnar og landeigenda auk starfsmanna sveitarfélagsins Ölf- uss og fulltrúa úr bæjarstjórn og bæjarráði. Skörð í sjávarkambi skapa vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.