Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
ákaflega breytilegt. Það einkennist
mest af vorflóðum, jökulrennsli að
hausti og snöggum en óreglulegum
leysingum yfir vetrarmánuðina.
Vatnsborð Þórisvatns fór að
hækka eftir 22. maí í vor. Í fyrra
varð vatnsborð þess lægst hinn 4.
apríl. Samkvæmt meðalgildi áranna
2002 til 2014 var vatnsborðið lægst
31. mars á því árabili. Landsvirkjun
segir að lónferill Þórisvatns sé mjög
tengdur vatnafari hverju sinni en
innrennsli til lónsins er nokkuð
breytilegt. Það einkennist helst af
stöðugu grunnrennsli, vorflóðum og
jökulrennsli að hausti.
Vatnsnotkun virkjananna hefur
vitaskuld einnig áhrif á lónhæðina
þannig að fleira en leysingar og úr-
koma ráða því á endanum hvað hátt
er í lónunum hverju sinni.
um sem sýna hæðir Blöndulóns og
Þórisvatns. Hækka tók í Blöndulóni
mun seinna í vor en í fyrra. Nú fór
aftur að hækka í lóninu í kringum
11.-12. maí en í fyrra fór að bætast í
lónið hinn 6. apríl. Samkvæmt með-
altali áranna 1997 til 2014 hefur lón-
ið tekið að vaxa hinn 8. apríl á und-
anförnum árum.
Tekið er fram á síðu Landsvirkj-
unar að innrennsli í Blöndulón sé
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Leysingar eru byrjaðar á hálendinu
en þar snjóaði víða mikið í vetur. Vel
sést á myndunum sem teknar voru
fyrir um tveimur vikum hve mikill
snjór var í Landmannalaugum og
þar í kring. Mikill snjór er á sunnan-
verðu hálendinu og það hefur sett
strik í reikning ferðaþjónustunnar
sem var búin að skipuleggja m.a.
gönguferðir um Laugaveginn sem
áttu að hefjast á mánudaginn kem-
ur. Ástandið nú minnir á fyrri ár
þegar snjóaði fyrir alvöru á fjöllum.
Vegurinn inn í Landmannalaugar
hefur verið lokaður líkt og fleiri há-
lendisleiðir. Vegagerðin skoðaði fyr-
ir helgina með að opna hluta leiðar-
innar. Í gær fóru vegagerðarmenn á
vélsleðum að kanna aðstæður. Leið-
in verður ekki opnuð fyrir almenn-
ingi fyrst um sinn heldur einungis
fyrir rétt útbúnum bílum sem þurfa
að lúta ströngum skilyrðum, að sögn
Vegagerðarinnar. Ljóst er að það
tekur marga daga að opna leiðina
fyrir þessa takmörkuðu umferð.
Vegagerðarmenn fóru á miðviku-
dag inn að Hnausapolli, sem er um 7
km norðan við skála Ferðafélagsins í
Landmannalaugum. Þar var þá allt í
bláma og mikið vatn.
Farið að hækka í lónunum
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar
var mikið betri í vetur sem leið en í
fyrravetur, samkvæmt upplýsingum
frá Landsvirkjun. Það má þakka því
að milt var og vætusamt fram eftir
síðasta hausti. Þess vegna var meira
vatn í miðlunarlónunum í vetur en í
fyrravetur.
Kuldatíðin í vor olli því að vorleys-
ingar byrjuðu seint og vorflóða hef-
ur ekki gætt svo neinu nemi. Þess
vegna er lítið farið að safnast í miðl-
unarlónin fyrir næsta vetur miðað
við það sem menn þekkja á sama
árstíma frá undanförnum árum.
„Tiltölulega mikill snjór er á há-
lendinu, þannig að reiknað er með
talsverðum vorleysingum þegar þær
hefjast. Jökulbráðnun hefst síðan
venjulega í byrjun júlí og ræðst end-
anleg fylling miðlunarlóna af því
hversu mikil hún verður,“ segir í
svari Landsvirkjunar við fyrirspurn
Morgunblaðsins um stöðu vatnsbú-
skapar fyrirtækisins.
Enn er verið að nota vatn úr miðl-
un Hálslóns sem sér Fljótsdals-
virkjun fyrir vatni. Lónhæð Háls-
lóns er mjög tengd vatnafari en
innrennsli til lónsins er ákaflega
breytilegt að milli ára, að sögn
Landsvirkjunar.
Samkvæmt línuriti um vatnshæð
Hálslóns, sem sjá má á heimasíðu
Landsvirkjunar, var vatnshæð lóns-
ins 579,449 metrar yfir sjávarmáli
(m.y.s.) á fimmtudag. Um óyfir-
farnar mæliniðurstöður er að ræða.
Vatnshæðin var aðeins farin að stíga
eftir að hafa náð lágmarki hinn 8.
júní síðastliðinn en þá mældist hún
vera 579,224 m.y.s. Á síðasta vatns-
ári voru leysingar hafnar af krafti á
þessum tíma. Árið 2014 var vatns-
borð Hálslóns lægst hinn 27. maí
þegar það var 567,921 m.y.s. Sam-
kvæmt áætluðu meðaltali áranna
2008-2014 náði vatnshæð lónsins
lægstu stöðu að meðaltali hinn 26.
maí á því árabili. Það má því segja að
leysingarnar séu nú um hálfum mán-
uði seinna á ferðinni þar fyrir austan
en undanfarin ár.
Sömu sögu er að segja af línurit-
Morgunblaðið/RAX
Landmannalaugar að vetri Horft er inn eftir Jökulgili og Norðurbarmur er fyrir miðri mynd. Neðst til hægri sjást skálar Ferðafélags Íslands. Gríðarmikill snjór hefur verið á þessum slóðum.
Leysingar eru byrjaðar á hálendinu
Gríðarmikill snjór féll á sunnanverðu hálendinu í vetur Vegagerðin er að athuga opnun leið-
arinnar í Landmannalaugar Farið er að hækka í virkjanalónum Landsvirkjunar eftir veturinn
Háifoss í Þjórsárdal Innst í Þjórsárdal er Fossárdalur og þar fellur Háifoss sem líklega er þriðji hæsti foss lands-
ins. Vatnið fossaði fram af brúninni og vatnsúðinn hafði frosið og myndað klakabrynju þegar myndin var tekin.