Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 HLJÓMSÝN kynnir: Ármúla 38 | Sími 588 5010 hljomsyn.com HLJÓMSÝN Óvissa ríkir um orlofsgreiðslur til starfsmanna í verkfalli. Almenna reglan er sú að fólk í verkfalli ávinnur sér ekki orlof í verkfalli og ekki er greitt í lífeyrissjóð á meðan. Þórólfur Halldórsson, sýslumað- ur á höfuðborgarsvæðinu, telur fyrirkomulag verkfalls hjá Stétt- arfélagi lögfræðinga umhugsunar- efni þar sem einungis lögfræðingar hjá sýslumanninum á höfuðborg- arsvæðinu fóru í verkfall. „Þau eru sett í þá stöðu að draga vagninn fyrir alla hina lögfræðingana í Stéttarfélagi lögfræðinga, sem vinna flestir hjá hinu opinbera,“ segir Þórólfur og tekur fram að hann hafi ekki orðið var við að aðrir lögfræðingar hjá ríki eða borg sýni þeim stuðning. „Það er skrítið hlutverk sem þessir lögfræðingar eru í. Margir njóta en aðrir lögfræðingar verða ekki fyrir þessu hnjaski. Mér skilst t.d. að þeir sem eru í verkfalli ávinni sér ekki orlof á meðan. Ætl- ar BHM að borga þeim orlofsdaga? Ég veit ekki um það, en það er mjög óeðlilegt að embættið hér geri það af því að þetta er ekki verkfall til að sækja bætt launakjör hjá þeim einum sem starfa hjá embætt- inu heldur fyrir allt stéttarfélagið,“ segir Þórólfur. Ekki skoðað sérstaklega Páll Halldórsson, varaformaður BHM, segir þennan hluta verkfalls- ins þurfa að skoða þegar verkfalli lýkur. „Ég hef ekki verið að skoða þennan hluta málsins yfirleitt, hef verið að reyna að vinna að því að ná kjarasamningi. Félögin munu bara fara yfir það í framhaldinu hvernig á þessum hlutum verði tekið,“ segir Páll. brynjadogg@mbl.is Óvissa um orlofsgreiðslur  Almenna reglan að orlofsréttur myndast ekki í verkfalli  Þarf að skoða og fara yfir málið þegar verkfalli lýkur Þórólfur Halldórsson Páll Halldórsson Benedikt Bóas Andri Steinn Hilmarsson Búist er við að frumvarp ríkisstjórn- arinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga verði samþykkt í dag. Líflegum umræðum um frumvarp- ið lauk á Alþingi um klukkan 22 í gærkvöldi. Frumvarpið fór í kjölfarið til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd sem heldur fund í dag þar sem helstu deilu- og hags- munaaðilar koma saman. Eftir hann er gert ráð fyrir að þingfundur hefj- ist á hádegi en það gæti tafist, verði umræður á nefndarfundinum langar. Páll Valur Björnsson, sem á sæti í nefndinni, segir að ekki sé hægt að fastsetja þingfundinn. „Eftir fundinn hjá okkur á síðan eftir að skrifa nefndarálit. Það má gera ráð fyrir tveimur álitum, frá meiri- og minni- hluta. Meðal þeirra sem koma á morgun fyrir nefndina er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ólafur G. Skúla- son, formaður félagsins, segir fund- inn sem boðað hefur verið til vera samkvæmt hefðbundnum ferli mála á Alþingi. „Við munum mæta þar og gera grein fyrir okkar skoðun á þessu frumvarpi,“ segir hann en er ekki tilbúinn að tjá sig að svo stöddu um það hvað félagið hyggist leggja til á fundinum í dag. Mikil reiði innan Fíh Lögfræðingur félagsins og samn- inganefnd félagsins mæta til fundar- ins. „Þegar ríkisstjórnin telur sig hafa meirihluta fyrir frumvarpi sem þessu gerir maður ráð fyrir því að það verði samþykkt,“ segir Ólafur, spurður um framhaldið. Hann segir það vera eitthvað sem félagsmenn hafi verið farnir að búast við en vissu- lega séu þetta mikil vonbrigði og hafi valdið mikilli reiði meðal fé- lagsmanna. „Við lítum á það sem svo að okkar störf séu ekki metin að verðleikum. Við erum mjög ósátt með þetta,“ seg- ir hann en BHM og Fíh funduðu með fulltrúum stjórnarandstöðuflokk- anna í gærkvöldi. Fundurinn var upplýsingafundur að sögn Ólafs þar sem stjórnarandstaðan fékk sjónar- horn Fíh og BHM á kjaradeiluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, segir að verkfallið hafi ekki verið til einskis. „Við förum á fund og gerum þar grein fyrir helstu athugasemdum okkar við þetta frum- varp. Og svo er bara að sjá hvað þing- ið gerir við það,“ segir Þórunn. Margvíslegar athugasemdir Aðspurð hvaða athugasemdir BHM hyggist gera við frumvarpið kýs hún að tjá sig ekki. „Ætli við lát- um ekki þingnefndina heyra af þeim. Við erum með margvíslegar athuga- semdir við þetta frumvarp.“ Hún segir félagsmenn BHM að sjálfsögðu vera ósátta við fyrirhug- aða lagasetningu en segir þá ekki telja verkfallið hafa verið tilgangs- laust. „Þeir eru hins vegar sammála um að lagasetning leysi engan vanda fyr- ir ríkið sem vinnuveitanda.“ Hún gerir ráð fyrir að lagasetning fari í gegn á morgun en spurð um framhaldið segir hún að BHM ætli að leyfa deginum í dag að líða. „Við þurf- um svo að melta þá niðurstöðu þegar hún liggur fyrir.“ Mæta samkvæmt vaktaplani Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkr- unarfræðingur og starfsmaður á skrifstofu forstjóra LSH, segir að ef lögin verða staðfest í dag taki við vaktaplan starfsmanna en LSH gerir ráð fyrir að vinna samkvæmt verk- fallsaðgerðum um helgina. „Þeir sem eiga sínar vaktir mæta þá til starfa samkvæmt vaktaplani. En við búumst við að starfa sam- kvæmt undanþágum um helgina.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Mótmæli Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og liðsmenn innan BHM mættu í gær til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vonbrigði og reiði meðal félaga í BHM og Fíh  Frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður líklega samþykkt í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjölmennt Félagar í BHM og hjúkr- unarfræðingar fjölmenntu í gær. Ekki komu nein skýr svör í um- ræðum um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um lagasetningu á verkföll BHM og hjúkr- unarfræðinga í gær á Alþingi, hvers vegna Sig- urður Ingi Jó- hannsson hefði verið fram- sögumaður frum- varpsins. Hóf stjórnarand- stæðan að kalla Sigurð Inga kjaramálaráð- herra í kjölfarið. Sigurður Ingi sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Gunnar Bragi Sveinsson, utanrík- isráðherra, steig þá í pontu og sak- aði stjórnarandstöðuna um kjark- leysi meðal annars í Icesave-málinu. Rifjaði hann einnig upp að síðasta ríkisstjórn hefði sett lög á verkfall flugvirkja. Kjaramálin á ekki að ræða af léttúð Sigurður Ingi Jóhannsson Á Alþingi í gær var Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðisráðherra krafinn svara af Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, um hvað hann ætlaði að gera varðandi þann mönnunarvanda sem væri í heil- brigðiskerfinu. „Ráðuneytið hefur verið í samstarfsverkefni með Emb- ætti landlæknis að gera einhverja mynd af því sem bíður okkar og reyna þá að vera í færum til þess að mæta helstu áskorunum í mönnun í íslenska heilbrigðiskerfinu á næstu árum. Ég hef ekki nákvæmar upplýs- ingar um hvar sú vinna er stödd.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Mótmæli Á Austurvelli í gær. Ráðherra krafinn svara Lagasetning á verkföll Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra fylgdust með viðureign Íslands og Tékklands í forkeppni Evrópumótsins í gær- kvöldi. Meðan á leiknum stóð var tekist á um frumvarpið um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga í þing- sal. Leikurinn endaði með sigri Ís- lands, 2:1, en nánar má lesa um hann á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fóru að sjá „Strák- ana okkar“ í Laug- ardal í gærkvöldi Á vellinum Sigmundur Davíð Gunn- laugsson var á Laugardalsvelli í gær. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.